Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 9
t'riðjudagur 27. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 FISKIMÁL - Eftir Jéhcmn J. E. Kúld SÍLDVEIÐAR OG FERSKSÍLDARVERÐ Nú er loksins síldveiðideil- an leyst og flotinn kominn á miðin að mestum hluta, og veiðar byrjaðar. En enginn er fær um að reikna út það tjón sem Hin langvirtna stöðvun skipanna hefur valdið. Hins- vegar er hægt að slá því föstu, að útflutningur ökkar í ár verður af þessum sökum mörg- um milljóna tugum króna minni, heldur en hanrt hefði getað orðið, ef flotanum hefði verið haldið til veiða með eðli- legum hætti. Ýmsir hafa spurt mig hvað valdi því að hæsta verð á haustsíld hér til vinnslu er 1.75 fyrir kg. en margir verðflokkar líka neðan við þetta verð. Á sama tíma er það skjalfest og sannað að verð í Noregi er á sambærilegri síld til allrar vinnslu til manneldis norskar kr. 0.60 eða í ísl. kr. 3.60 pr. kg. Hér þer mikið á milli, og er því ekki furða þó menn spyrji. Það hafa verið skipaðar rannsóknarnefndir á íslandi af minna tilefni. En áhuginn fyrir rannsókn á þessu fyrirþæri er ekki fyrir hendi hjá íslenzkum valdstjómarmönnum í dag. Munurinn á síldarverði hér og í Noregi er í fullu samræmi við þann mismun sem er á fisk- verði á öllum tegundum fisks í þessum tveimur löndum. Það er satt, að norskur útvegur og norskt ferskfiskverð hefur fengið smávegis uppbætur á síðustu árum, en sé þeim upp- þótum jafnað niður á heildar- magnið, þá verða það aðeins fáir aurar á hvert kg. af fiski og síld, svo megin mismun á verðinu er ekki þar að finna og verður að leita annarsstaðar að hónum. íslenzka rannsóknar- nefndin Ég var búinn að gleyma því, að hálfopinber rannsóknar- nefnd fór héðan til Noregs á sl. vetri til að rannsaka _ mis- muninn á fiskverðinu. En það litla sem komið hefur fram opinberlega frá þessari nefnd. var illa unnið, og sumt beinlín- is rangtúlkað, eins og ég sýndi strax fram á eftir að skrif um þetta mál var birt í Ægi þegar eftir heimkomu nokkurs hluta nefndarinnar. Það er alveg áreiðanlegt, að með þvílíkum vinnubrögðum og þarna voru viðhöfð, verður sannleikur þessa máls aldrei leiddur til öndvegis, enda hef ég ekki getað komið auga á, að það hafi getað verið tilgang- ur fararinnar hjá þessari bless- aðri nefnd. Við vitum um sumt en ekki allt Það er gefið mál að okur- vextir lánastofnana taka fyrir- hafnarlítið í sinn hlút -rtokk- urn hluta af mismuninum á ferskfisk- og fersksíldarverð- inu f Nöregi og hér. Enda sér það á, því bönkum fjölgar hér eins og gorkúlum á fjárhús- haug, svo menn gætu freistazt til að halda, að bankastarfsemi væri orðin höfuðatvinnuvegur Islendinga í stað sjávarútvegs. En svo vísir voru hagspek- ingar ríkisstjórnarinnar, að þeir sáu strax að meira þurfti til en okurvextina eina til að þrýsta svo niður verði á fiski og sfld að sjómenn fengju i sinn hlut ekki 50% af því verði sem greitt er sjómönnum í næstu löndum fvrír samsæonar næstu löndum fyrir samskonar hinn illræmdi útflutningstollur í góðar þarfir, því með honum er hægt að þrýsta niður verð- inu alveg gifurlega. Og hér voru ráðamennimir ekkert smátækir, bví í stað tæplega */s% í toll af fiskafurðum í næstu löndum hjá keppinaut- um okkar. komu nú h.iá okkar vísu landsfeðrum 4—7*/?.% út- flutningstollur. Mér vitanlega hafa okkar mörgu og góðu hagfræðingar ekki reiknað það út fyrir al- menning, hve hárri upphæð þetta nemur í hráefnisverðinu á síld og fiski. Hvort þetta tvennt sem hér hefur verið nefnt, okurvextir og okurút- flutningstollur, nægja til að éta upp hinn gífurlega mismun á hráefnisverði hér og í Noregi skal ósagt látið. En þó gæti ég freistazt til að halda, að þetta dugi ekki til, og verði því að leita þess sem á skortir með Samanbufði' á fleiri liðum. Sjómenn hlunnfarnir Með hinu lága ferskfisk- og fersksíldarverði hafa sjómenn verið hlunnfarnir alveg sérstak- lega. Útvegsmenn hafa náð til sín nokkrum hluta þess sem af sjó- mönnum er tekið með útflutn- ingstollinum, með því að láta ríkið greiða vátryggingargjöld skipanna. Á sama tíma og rík- isstjórnin státar af því að all- Ingimar Óskarsson með blöð úr undafíflasafni sínti. Ljm. Þjv. A.K. Ingimar Óskarsson Ingmar Óskarsson náttúru- fræðingur er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Klængshóli í Skíðadal, sem gengur inn af Svarfaðardal við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Óskar Rögnvaldsson bóndi þar og kona hans Stefanía Jónsdóttir — A Klængshóli ólst Ingimar upp, og mun faðir hans hafa boðið honum jörðina, er hann hætti búi. en sonurinn var hins vegar ekki fyrir búskap og afþakkaði boðið. Var það mikið happ fyrir fslenzk nátt- úruvísindi. Skólaganga Ingimars varð ekki löng. Þriggja vikna til- sagnar naut hann fyrir ferm- ingu, og 17 ára gámaíll sezt hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og útskrifast þaðan vorið 1913. Síðan hefur Ingi- mar ekki setzt á skólabekk en oft við kennarapúlt. Sakir fá- tæktar og reyndar heilsubrests gat hann ekki haldið áfram skólanámi. en hann gafst ekki upp. Á unglingsárum hafði hann þegar komið sér upp safni plantna og dýra áður en hann fór i Gagnf-ræðaskólann, en þar kenndi honum m.a. Stefán skólameistari Stefánsson, höf- undur Flóru • Islands, og mun hafa haft mikið dálæti á hin- um unga manni. Á árunum 1913—’23 kenndi Ingimar víðs vegar um Eyja- fjörð en fluttist til Akureyrar 1923 og bjó þar til 1936. Þar stundaði hann ýmis störf. kenndi m.a. grasafræði í Menntaskólanum þar og vann á skrifstofu Gefjunar. En sam- fara skrifstofuvinnu á Gefjun hafði hann um skeið umsjón með Lystigarði Akureyrar og hóf vinnu í garðinum fyrir venjulegan fótaferðartíma á morgnana, var á skrifstofunni á daginn og svo aftur í garð- inum fram á kvöld. — Árið 1936, flutti Ingimar í nágrenni Dalvíkur og geris.t bóndi í Svarfaðardal í nokkur ár en stundar jafnframt kennslu. Eftir stríð. flutti fjölskyldan tíl' Reykjavíkur, þar senj Ingimar kenndi náttúrufræði við gagn- fræðaskóla í tvo ár, ón 1947 ræðst hann að Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans óg hef- ur starfað þar síðan. Á Fiskideild hefur hann að- allega fengizt við aldursákvarð- anir á þorskfiskum. Er það lýjandi smásjárvinna, sem krefst mikillar glöggskyggni og dómgreindar, en hvorttveggja á Ingimaf í ríkum mæli. Þótt hann hafi verið af léttasta skeiði, • er hanrt hóf' starf á Fiskideild og ekki fertgizt neitt áður við ákvarðanir á aldri fiska, varð hann brátt svo leikinn í því starfi, að fáir menn núlifandi, sem við slík störf fást, munu standa honum á sporði; Á Akureyrarárum sínum kynntist Ingimar konu sinni. Margréti Steinsdóttur. Eiga þau hjón 3 uppkomin böm: Öskar bókavörð, Ingibjörgu búsetta á Akranesi, og Magnús píanóleik- ara. Þessi störf Ingimars, sem hér hafa verið talin, eru aðeins fátt eitt af því, sem hann hef- ur tekizt á hendur. Eitt hið merkiiegasta við manninn er það, að þau störf, er aflað hafa honum vísindafrægðar út fyrir landsteinana, eru öll unn- in í frístundum. — Á árunum 1921—’23 safnaði Ingimar skel- dýrum við Eyjafjörð og hélt því áfram í mörg ár og gerir reyndar enn. Hann eignaðist mikið skeídýrasafn,. sem ríkið keypti síðar af honum. Hann rannsakaði hvaða skeijar eru aðalfæða ýsunnar og reit um það- merka grein. Árið 1952 kom út bók hans um íslenzkar skeljar, og nú á þessu hausti ný bók um sæsnigla. Er mik- sjötugur ill fengur að báðum þessum bókum. Fyrr á þessu ári kom út bókin „Fiskar í litum" en Ingimar samdi texta þeirrar bókar ásamt greiningarlyklum. Með þessum skeldýrabókum hefur Ingimar þó ekki sagt skilið við skeldýrin, því að hann vinnur nú m.a. að því að koma á fót skeldýrasafni fyrir Fiskideild. Menn gætu haldið, að hér væri upp talið allt það, sem Ingimar hefur afkastað í frí- stundum sínum, en það er langt frá því. Hann hefur að-1 allega helgað sig rannsóknum á íslenzkum jurtum. Gróðurat- huganir og plöntusöfnum hóf hann þegar 1908 og hefur stund- að þær æ síðan. Margar rann- sóknaferðir hefur hann farið um landið og skrifað fjölda ritgerða um plöntufræði bæði í íslenzk og erlend visindarit Yrði of langt mál að telja þær upp hér, auk þess em ég er ekki vel kunnur vísinda- störfum hans á sviði plöntu- fræði. En rannsóknastörf hans j á því sviði hafa aðallega fjall- 1 að um undafífla. Árið 1957 gaf Vísindafélag Islendínga út bók eftir Ingimar um nýjar teg- undir undafífla á íslandi, en hana reit hann á latínu. önn- ur bók um íslenzka undafífla kom svo frá hendi Ingimars tveim árum síðar. Einnig hef- Framhald á 10. síðu I ar uppbætur til útvegsins hafi verið afnumdar, greiddi þessi sama ríkisstjórn togaraeigend- um fyrir að láta skipin liggja bundin í höfnum stóran hluta úr árinu. . Sá er munurinn á uppbótun- um í tíð v-stjórnarinnar og þess- um uppbótum, að vintsri stjórn- in greiddi uppbætur á fenginn afla. En viðreisnin greiddi fyrir það að láta togarana liggja að- gerðarlausa. Með þessu er ekki sagt að útvegurinn hafi ekki þurft þessa styrks með, því eins og ég hef áður margoft sýnt fram á hefur útvegurinn búið við alltof lágt hráefnis- verð. Það er óbein viðurkenn- ing hjá viðreisnarstjóminni að hún hafi þrengt um of kosti sjávarútvegsins, þegar hún tók að sér að annast greiðslu á vátryggingargjöldum vélbáta- flotans, í stað þess að iáta skipaeigendur annast það sjálfa eins og eðlilegast var í einka- rekstri. En máski hefur stjóm- arherrunum fundizt bót í því máli, að þeir gátu á þennan hátt látið sjómennina greiða nokkum hluta þessarar upp- hæðar með lækkuðu ferskfisk- verði af völdum hins alræmda útflutningstolls. Þetta greiðslu- fyrirkomulag hefur því verið hálfgert feimnismál þessarar ríkisstjómar, o þessvegna hefur sjávarútvegsmálaráðu- neytið líklega komið útibúi sínu sem þessar greiðslur annast fyrir úti í bæ, þar sem lítið ber á því. Þar er ekki barizt eins og hér Á sama tíma og íslenzkir út- vegsmenn lögðu skipum sínum til að fá lækkuð kjör síldveiði- sjómanna, fylktu útvegsmenn og sjómenn liði í Noregi og kröfðust 20% hækkunar *á fisk- verði á næstu vetrarvertíð. Hér virðast vera talsvert ólík við- horf og hefur svo lengi verið. Um langt árabil hafa sjómenn og útvegsmenn staðið saffnan í Noregi að kröfunni um hærra fiskverð. Með sameiginlegu á- taki hefur þeim líka tekizt að hækka sitt ferskfisk- og fersk- síldarverð eins og raun Ler vitni. Það hefur aldrei kom- ið til mála þar í landi að bjóða útvegsmönnum eitt verð og sjómönnum annað, eins og hér hefur oft viðgengizt. Slíkt og þvílíkt mundi vera talið fyrir neðan allt velsæmi þar í landi. Þurfa að standa saman Útvegsmenn og sjómenn þurfa að standa saman _m sómasamlegt fersfiskverð og um að kosti sjávarútvegsins sé ekki þrengt svo með opinber- um álögum að báðir hafi skaða af. Svo lengi sem ríkisvaldinu tekst að aðskilja sjómenn og útvegsmenn í kröfunni um hærra fiskverð, næst ekki sá árangur sem nást mundi ef þessir tveir aðilar stæðu saman. En til grundvallar þessum ólíku viðhorfum í Noregi og hér liggur þessi ástæða: í Noregi selja flestir útgerðar- menn fiskinn ferskan upp úr sjó, og hafa því sömu hags- muni og sjómenn að fá sem hæst verð. En hér er mikill hluti útvegsmanna fiskkaup- menn jafnhliða því sem þeir eru útvegsmenn. Þeir kaupa því fiskinn af sjómönnunum og vilja að sjálfsögðu fá hann fyr- ir eins lágt verð og hægt er. Þetta er mannlegt og eðli allra viðskipta. En í skjóli þessara ólíku hagsmunasjónarmiða út- vegsmanna og sjómanna hefur ríkisvaldinu oft tekizt að fé- fletta báða. Og ég vil segja, að ástandið í þessum málum nér, beri því glöggt vitni, hvaða á- rangur þetta hefur borið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.