Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 3 Kúbustjórn við Bandaríkjamenn: Leyfum eftirlit hjá okkur, ef þið leyfið það hjá ykkur HAVANA 26/11 — Kúbustjórn hefur fallizt á að alþjóð- legri nefnd á vegum SÞ verði leyft að hafa eftirlit á staðnum með því að öll flugskeyti og sprengjuflugvélar hafi verið flutt burt frá Kúbu gegn því að slíkt alþjóð- legt eftirlit verði einnig tekið upp á herstöðvum Banda- ríkjamanna við Karíbahaf og í þjálfunarbúðum landflótta Kúbumanna í Bandaríkjunum, og fylgzt með því að þær búðir verði lagðar niður. 1 yfirlýsingu sem undirrituð er af Dorticos forseta og Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu segir að frá þessum búðum haíi árásarsveitir verið sendar til Kúbu og því sé það algert og ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Kúbustjórnar fyrir því að leyfa eftirlit á sínu landi að búðimar séu lagðar niður. Ummælum Kennedys svarað Kúbustjóm svarar þeim um- mælum Kennedys á blaðamanna- fundi nýlega, að Bandaríkja- stjórn muni halda áfram sérstök- um ráðstöfunum, pólitískum og efnahagslegum, til að hindra út- breiðslu kommúnismans frá Kúbu og segir að þau sýni greinilega að Bandaríkin haldi áfram ólöglegri íhlutun sinni í málefni annarra þjóða. Banda- rikin treysti enn sem fyrr á hemaðaryfirburði sína og vilji ekki ábyrgjast að þau brjóti ekki aftur sáttmála SÞ og al- þjóðarétt. Guantanamo, Puerto Rico, Panama Kúbumenn áskilja sér rétt til að verjast með öllum þeim ráð- um sem þeim standa til boða, segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þeir krefjast þess að þær banda- rískar árásarstöðvar við Karíba- haf sem ógna öryggi Kúbu, á Puerto Rico, í Panama og í Gu- antanamo, verði lagðar niður og það gert undir eftirliti SÞ. Þá verði einnig haft eftirlit með því að ekki verði gerðar árásar á Kúbu frá skipum sem koma frá höfnum í Bandaríkjunum eða öðrum löndum við Karíbahaf. Fallist Bandaríkjamenn og samsærisfélagar þcirra ekki á slíkt eftirlit af hálfu SÞ í lönd- um þeirra, munu Kúbumenn heldur ekki fallast á ndins konar eftirlit í sínu landi, segir að lok- um í yfirlýsingu Kúbustjómar. Mikojan farinn frá Kúbu Anastas Mikojan, aðstoðarfor- sætisráðherra Sovétríkjanna, sem dvalizt hefur undanfamar rúmar þrjár vikur á Kúbu og rætt þar við Fidel Castro og aðra leiðtoga, lagði í dag af stað frá HaVana áleiðis heim. Mikojan kom við í New York á heimleiðinni og Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ, bauð honum til kvöldverðar Þangað var einnig boðið fulltrú- um Bandaríkjanna í samningun- um um lausn Kúbudeilunnar. Viðræður við Kennedy Haft var eftir góðum heimild- um í Washington í kvöld að Mik- ojan myndi rœða við Kennedy forseta einhvem næstu daga. Sagt er að Donbrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, hafi mælzt til þess við forsetann að Mikojan gæti komið á fund hans á þriðjudag eða miðvikudag. Mikojan er sagður vilja sjálfur skýra Kennedy frá því hvað bar á góma í viðræðum hans við leiðtoga Kúbumanna. Frönsku kosningarnar smenn mmm PARÍS 26/11 — Gaullistar og samstarfsmenn þeirra fengu hreinan og öruggan meirihluta á þingi í síðari lotu frönsku þingkosninganna sem fram fór í gær, eða 265 þingsæti af samtals 482. Þingsætafjölgun gaullista bitnaði eingöngu á íhaldsflokkunum, þar sem vinstri flokkarnir unnu einn- ig á, einkum kommúnistar. Úrslit eru enn ókunn úr tveim- I ur kjördæmum utan Frakklands ' sjálfs, en þar verður kosið 2. desember n.k Hin þingsætin (465 þeiri-a frá Frakkiandi) skipt- ust þannig milli flokkanna, í svigum þingsætafjöldinn á síð- asta þingi: Kommúnistar 41 (10) Sósíaldemókratar 67 (44) Róttækir 44 (37) Gaullistar 233 (174) Kaþólskir 38 (57) íhaldsmenn sem styðja de Gaulle 32 (0) Ihaldsmenn 19 (121) öfgamenn til hægri 0 (37) Öháðir 1 (2) Gaullistar og samstarfsmenn þeirra úr hópi íhaldsmanna verða þannig samtals 265 á hinu nýja þingi. Nokkuð meiri þátttaka var í kosningunum um þessa helgi en þá síðustu, en þó var hún mun minni en í þingkosningunum áð- ur og sátu um 28 prósent at- kvæðisbærra manna heima. aulle fengu á þingi Fyrstu úrslitin sem kunn urðu voru þó ekki til þess fallin að vekja gaullistum sigurvonir. Þær voru úr kjördæmi því þar sem Michel Debré, fyrsti forsætisráð- herra de Gaulle, var í framboði fyrir gaullista. Baráttan stóð milli hans og frambjóðanda Róttækra og höfðu kommúnistar dregið sitt framboð til baka til að freista þess að fella Debré. Það tókst. En Debré var ekki eini fyrr- verandi forsætisráðherrann sem féll í þetta sinn. Bæði Paul Reynaud og Pierre Mendes- France sem buðu sig fram sem andstæðingar de Gaulle féllu í sínum kjördæmum. Landamæradeilan svar við vopnahlésboiinu NÝJU DELHI og PEKING 26/11 — Indverska stjórnin hefur cnn ekki fengizt til að svara tilboöi kínversku stjórnarinnar um að komið verði á vopnahléi og báð- ir deiluaðilar hörfi með hersveit- ir sínar 20 km frá þeirri marka- Iínu sem skildi þá að 7. nóvem- ber 1959. Talsmaður indversku stjómar- innar bar því við í dag að hún >efði enn ekki fengið neitt svar við þeim tilmælum sínum til rtiórnar Kína að hún gerði nán- ,"rí grein fyrir því hvað fælist í tilboði hennar. Haft var þó eftir áreiðanlegum heimildum að ind- verska sendifulltrúanum í Pek- ing hefði þegar verið afhent það svar. Sén Ji, utanríkisráðherra Kína, gagnrýndi í ræðu í dag afskipti Bretlands og Bandaríkjanna af landamæradeilunni. Hann lét þó í ljós ánægju yfir því að brezka stjórnin skyldi hafa tekið vel í vopnahlésboð Kínverja, en sak- aði Bandaríkjastjóm um aðreyna allt hvað hún gæti til að spilla sáttum og draga deiluna á lang- inn. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði á þingi í dag að stjóm hans hefði elcki í hyggju aö leggja landamæradeiluna fyr- ir SÞ. Hann sagði að vopnahléið hefði nú staðið í fimm daga og hefði hvergi komið til átaka á landamærunum. Kommúnistar björguðu Mollet Guy Mollet, leiðtogi sósíaldemó- krata, náði kosningu í sínu kjör- dæmi, bænum Arras og nágrenni, en aðeins fyrir tilstyrk kommún- ista. Þeir kölluðu aftur framboð sitt þar til að koma í veg fyrir kosningu gaullistans, sem hlotið hafði flest atkvæði í fyrri lot- unni. Samvinna lýðveldissinna og þá einkum verkalýðsflokkanna bar góðan árangur víða og án henn- ar hefði sigur gaullista orðið miklu meiri. Kommúnistar studdu í 91 kjördæmi þann frambjóð- anda sem mestar líkur hafði á að fella gaullistann og á hinn bóginn hlutu þeir í sumum kjör- dæmum þar sem þeir stóðu bezt að vígi stuðning sósíaldemókrata og annarra vinstrimanna. 1 Dijon var hinn. 87 ára gamli kanúki, Kir, sem þar er borgar- stjóri, kosinn á þing með at- kvæðum kommúnista, enda þótt hann hafi ævinlega verið í flokki með Ihaldsmönnum. Hann er yf- irlýstur andstæðingur de Gaulle. Pompidou myndar aftur stjórn Pompidou, sem varð að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt vegna þess að síðasta þing lýsti van- trausti á það, hefur þegar verið falið að mynda nýja stjórn og mun hann væntanlega byrja stjómarmyndun sína á morgun og er búizt við að hann hafi lokið henni á mánudag, þegar hið nýja þing kemur saman. I I ! ! ! U' rslitin í síðari lotu þing- kosninganna í Frakklandi á sunnudaginn urðu svipuð því sem við mátti búast eftir atkvæðatölum flokkanna í fyrri lotunni viku áður, þótt de Gaulle forseti hafi e. t. v. fengið öllu fleiri stuðnings- menn á þingi en talið hafði verið. Pompidou forsætis- ráðherra hans sem baðst lausnar eftir að þingið hafði lýst vantrausti á stjórn hans getur nú myndað nýja stjórn sem hefur öruggan þingmeiri- hluta að baki og de Gaulle ætti ekki að þurfa að óttast að þingið rísi öndvert gegn honum þau fjögur ár sem eftir eru af kjörtímabili hans. Þetta mun þó ekki valda neinum breytingum á stefnu forsetans, heldur aðeins auðvelda honum framkvæmd hennar. Hann hefur farið sínu fram hingað til, hvað svo sem þingið hefur sagt. En óneitanlega hefur að- staða hans styrkzt og það mun án efa . gera, Jhann j%fp „ ,ein- strengingslegri og óbilgjarn- ari gagnvart bandamönnum hans, Bretum og Bandaríkja- mönnum. Brezk blöð -dáta i Ijós ótta við að franskastjórn- in muni nú enn herða skil- yrði sín fyrir því að hún fall- ist á að hleypa Bretum inn í Efnahagsbandalagið og ráða- menn í Washington eru sjálf- sagt ekkert hrifnir af því að margir eindregnustu stuðn- ingsmenn náinnar samvinnu við Bandaríkin víkja nú af franska þinginu. TIM í L’Express Urslitm i frönsku þingkosningunum Ö fcnnur atriði úrslitanna í frönsku þingkosningunum k eru athyglisverðari en sigur ™ gaullista. Þar má fyrst telja k að hinir gömlu íhaldsflokkar N biðu mikið afhroð í kosning- g unum. Óháði íhaldsflokkurinn (CNI) sem til skamms tíma var öflugasti flokfcur þingsins þurrkaðist næstum af þingi, fékk aðeins 19 í stað 121 áð- ur. Kaþólski flokkurinn (MRP) stóð sig heldur betur, missti réttan þriðjimg þingsæta, en enginn þeirra 37 þingmanna sem taldir voru lengst til hægri, Bidault og kumpánar hans í OAS, náði endurkjöri. Athyglisvert er einnig að vinstriflokkarnir, kommúnist- ar og sósíaldemókratar, náðu mun betri árangri en við hefði mátt búast eftir hinum ranglátu ákvæðum frönsku kosningalaganna, og það var að þakka því að víða tókst samvinna með þeim, ýmist umsamin, eins og víðasthvar í Norður-Frakklandi, eða þá með þegjandi samkomulagi. Frönsk íhaldsblöð létu í gær í ljós ótta um að sú samvinna kynni að hálda áfram á þingi og í kjördæmunum, og er sá ótti vonandi ekki ástæðulaus. Þriðja eftirtektarverða atrið- ið í kosningaúrslitunum er frammistaða kommúnista. Þegar í fyrri lotu kosninganna sýndu kommúnistar að þeir eru eina aflið sem megnar að spoma á móti þeirri þróun í einræðisátt sem orðið hefur í Frakklandi síðustu ár og á sjálfsagt eftir að magnast nú. Guy Mollet, leiðtogi sósíal- demókrata, lýsti fyrir helg- ina ótta sínum við það sem myndi koma í kjölfar kosn- ingasigurs gaullista: „öldunga- deildin, stjórnlagaráðið, ríkis- ráðið myndu verða fyrstu fórnarlömbin. Sfðan kæmi röð- in að prentfrelsinu og verka- lýðsfélögunum. Þetta er þró- un sem ekki er erfitt að sjá fyrir”, sagði hann. En hann benti um leið á, að enda þótt gaullistar fengju hreinan meirihluta á þingi, væru þeir samt í minnihluta meðal þjóð- arinnar. Þeir fengu aðeins 33 prósent atkvæða í fyrri kosn- ingalotunni, en það samsvarar aðeins rúmlega 20 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. En meginfylgi andstæðinga gaullista er að baki kommún- istum og aðeins fyrir tilstyrk þeirra náði Mollet sjálfur kosningu. Enginn á meiri sök en hann á því að verkalýðs- og vinstriflokkar Frakklands hafa ekki borið gæfu til að vinna saman að málum eftir stríðið. NokkUr von virð- ist vera til þess að hann hafi nú séð að sér, enda óhugs- andi að hægt verði að koma í veg fyrir þá óheillaþróun sem hann lýsti með þeim orð- um sem vitnað var í hér að -ofan, ef lýðveldissinnar og þá fyrst og fremst verkalýðs- flokkarnir taka ekki höndum saman. Það hefur gengið á ýmsu í frönskum stjómmálum síðan stríði lauk og kommún- istar em eini flokkurinn sem allan tímann hefur haldið velli og haft að baki sér verulegan hluta þjóðarinnar. 1 kosning- unum í október 1945 fengu þeir 26 prósent atkvæða, í kosningunum nú tæp 22. Gaullistar hreykja sér nú hátt, en þeir mættu minnast þess að fylgi þeirra er ótraust og á sér í rauninni ekki aðra stoð en hinn aldna forseta. Það hefur áður komið á dag- inn að kosningagengi gaull- ista er fallvalt: í kosningun- um 1956 misstu þeir á fjórðu milljón atkvæða og hlutfall þeirra hrapaði þá úr rúmum tuttugu prósentum niður í fjögur. ás. Strauss hélt velli í Bajern Minni líkur á að hægt verði að leysa stjórnarkreppuna BONN 26/11 — Kosningarnar til fylkisþingsins í Bajern fóru á þann veg að ljóst þykir að Adenauer forsætis- ráðherra muni nú reynast mjög erfitt að mynda nýja stjórn, þar sem Strauss landvarnaráðherra kom tvíefldur út úr þeim. Kristilegi flokkurinn í Bajern i 79. Aðrir flokkar fóru hins veg- sem Strauss er formaður fyrir j ar verr út úr kosningunum. bætti við sig töluverðu fylgi, og þingsætum Frjálsa demókr.ata- hlaut nú hreinan meirihluta flokksins, sem kom stjómar- þingmanna á fylkisþinginu, eða kreppunrii i Bonn af stað með 108 af 204, en hafð áður 101. Sósíaldemókratar juku einnig fylgi sitt og þingmönnum þeirra fjölgaði verulega eða úr 64 í þvi að draga ráðherra sína úr stjórninni, þegar Adenauer féllst ekki á að víkja Strauss úr henni, fækkaði þannig úr 13 í 9, enda þótt flokkurinn bætti hlutfallstölu sína örlitið. Bajern- flokkurinn og Alþýzki flokkur- inn, hvort tveggja íhaldsflokkar, biðu mikið afhroð. Úrslit kosninganna í Bajem hafa komið Adenauer i mikla klipu. Hefði Kristilegi flokkur- inn tapað fylki, var búizt við að hann myndi nota Það sem til- efni til að l.osna við Strauss og koma þannig aftur á sáttum við Frjálsa demókrata, sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki í mál að Strauss fái neitt ráð- herraembætti i hinni nýju stjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.