Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Fundur miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna: Nýskipun í stjörn efnahagslífsins! sem er beint gegn skriffinnskunni MOSKVU 25/11 í samræmi við ákvarðanir sem teknar voru á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í síðustu viku hafa verið gerðar víðtækar breyting- ar á stjórn efnahagslífsins í landinu og einnig skipt um menn í ýmsum helztu ábyrgðarstöðum flokks og stjórnar. Tveir helztu yfirmenn efna- hagsmála landsins, þeir Benja- mín Dymsjits og Pjotr Lomako, gegna þó áfram slíkum embætt- um, en starfsviði þeirre hefur verið breytt. Efnahagsmálaráð ríkisins. Forsæti Æðstaráðs Sovétríkj- anna skipaði á laugardaginn Dymsjits formann í nýstofnuðu Efnahagsmálaráði ríkisins, en það tekur við störfum Áætlun- arnefndar ríkisins, sem Dym- sjits var einnig formaður fyrir. Pjotr Lomako mun áfram sjá um áætlunargerð til langs tíma og verður formaður í nýstofn- uðu áætlunarráði. Hann var áð- ur formaður vísindalegs efna- málaráðs ríkisins, sem nú hefur verið lagt niður. Makaskipti. Forsæti Æðstaráðsins hefur einnig skipað Ignatí Novikoff formann í nýbyggingarráði rík- isins og tekur hann við af Ivan Grismanoff. Novikoff verður einnig aðstoðarforsætisráðherra. Hann var áður rafvæðingarráð- herra, en við þeirri stöðu tekur nú Pjotr Népogosní. Mihail Lesesjkoff hefur verið skipaður aðstoðarforsætisráðherra. Vladi- mir Novikoff lætúr af því emb- ætti, en á þó áfram sæti í ráðuneytinu. Beint gegn skriffinnskunni. í forystugrein í Pravda á sunnudag var rætt um þessar nýju ráðstafanir, sem blaðið segir að sé beint gegn skrif- finnskunni, sem hafi verið af- leiðing persónudýrkunarinnar. Þessar ráðstafanir eiga rót sína að rekja til þeirrar nauð- synjar, að nýta til fulls hina miklu ónotuðu framleiðslugetu Bændur í uppreisnarhug Aðild Belga að Efnahagsbandalagi Evrópu hefur haft í för með sér margvíslega erfiðleika fyrir beig- íska bændur og hafa þeir á undanförnum misserum látið óánægju sína í ljós með ýmsum hætti, m.a. á þann hátt sem sjá má á myndinni: Þeir hafa ekið traktorum sínum eftir götum borga en bæja til að vekja athygli á mótmælum sínum og kröfum um betri kjör. Rockefeller viðriðinn stórhneyksli í New York Komið hefur verið upp um stórfellt fjármálahneyksli í New York og er Neison Rockefeller, fylkisstjóri Repú- ^ blikana í New York og lík- jk legasti frambjóðandi þeirra i N næstu kosningum, talinn við ■ það riðinn. J Starfsmaður áfengisverzlun- I ar sem lögreglan hefur enn ? ekki gefið upp nafnið á hef- I ur látið í té upplýsingar um L alvarlegt misferli einnar | stofnunar fylkisins, „State k Liquor Agency", sem á að * hafa það verkefni að gæta jk 'iess að farið sé að lögum 3 við sölu áfengis í því. ■ Hann hefur látið lögregl- I una fá óyggjandi sönnunar- ■ göng, skjöl og myndir af J skjölum, sem sýna fram á að þessi stofnun fylkisins hefur misnotað vald sitt til sð neyða veitingamenn til að greiða offjár fyrir leyfi tii að selja áfenga drykki. Þeir hafa neyðzt til að greíða starfsmönnum „áfengis- nefndarinnar" 5.000—20.000 dollara (200.000—800.000 kr.) fyrir slík leyfi. Sömu fjár- hæðir hafa þeir orðið að greiða ef þeir vildu skipta um veitingastaö . Þá hefur það einnig tfðk- azt að starfsmenn stofnunar- innar hafa neytt eigendur veitingahúsanna til að greiða sér fast mánaðargjald eða fastan hluta af ágóðanum. Einn af saksóknurum fylk- isins hefur kallað forstjóra „State Liquor Agency", Mart- in Epstein, sem Rockefeller skipaði í það embætti árið 1958, á sinn fund til yfir- heyrslu, en Rockefeller hefur gripið tíi þess bragðs að veita honum lausn úr embættinu frá 1. desember. Talsmenn Demókrata í New York segja að vitað hafi ver- ið lengi um þetta misferli og bæði iðnaðar- og landbúnaðar, segir blaðið, og flýta þannig fyrir því að lögð verði efna- hagsleg og tæknileg undirstaða hins kommúnistíska samfélags. Blaðið bætir við að hinar nýju aðgerðir hafi tvö megin- markmið. 1 fyrsta lagi að dreifa stjórn efnahagsmála á fleiri hendur, auka réttindi og völd hinna ýmsu lýðvelda og í öðru lagi að auka lýðræðið við frám- leiðsluna með því að gefa öll- um almenningi kost á að taka við stjórn hennar bæði í iðn- aði og landbúnaði. Blaðið leggur sérstaka áherzlu á þýðingu laganna um skipun framieiðslunefnda í öllum fyr- irtækjum og bendir á að um 40 prósent allra sovézkra verka- manna hafi fengið menntun í æðri skólum og nauðsynlegt sé að nýta sem bezt kunnáttu og þekkingu þeirra allra. Þáttaskil. Pravda segir ennfremur að stofnun framleiðslunefndanna marki þáttaskil í sögu hins sovézka þjóðfélags, hún sé í fullu samræmi við grundvall- arkenningar lenínismans, en með henni sé sagt skilið við arfinn frá Stalínstímanum, þeg- ar djúp var á milli forystu- liðsins og almennings. Því miður er ekki kostur á mynd af klakahöll Katrínar miklu, þarna hefur hrímið breytt byggingu á 1900 metra háum fjallstindi á Frakkiandi i bústað snæálfa. Listasmíð kuldans Pólverjar finna j mestu brúnkola- $ lög í Evrópu I hafi Rockefeller verið vel kunnugt um það. Hins vegar hafi hann látið hjá líða að skerast í leikinn vegna þess að ýmsir leiðtogar Repúblik- ana í fylkinu hafi átt þátt í fjárkúguninni sem veitinga- k menn voru beittir og hafi " lagt að honum að halda að k sér höndum. J 1 kosningabaráttunni fyrr í I mánuðinum var borið á borg- | arstjóra Demókrata í New I York, Robert Wagner, að ^ hann hefði misnotað embætt- I isaðstöðu sína til að hygla k vinum sínum, en hann svar- ^ aði þá með því að gefa í skyn að honum væri kunnugt um R að ekki væri allt með felldu k| varðandi rekstur „áfengis- J nefndarinnar". Hann hótaði ■ þannig að leysa frá skjóðunni, J ef ekki væri hætt að be'ra ■ honum á brýn misferli í ^ embættisrekstri hans. VARSJÁ — Pólskir jarðfræð- ingar hafa fundið brúnkolalög sem þeir telja vera hin mestu sem fundizt hafa í Evrópu, segja pólsk blöð. Lögin fundust í Beltsjakov-héraði í Mið-Pól- landi, fyrir sunnan Lodz. Gert er ráð fyrir að í þeim séu tveir milljarðar lesta af ágæt- um brúnkolum. Byrjað verður að vinna kolin eftir 2—3 ár og hefur stjórnin ákveðið að verja 300 milljónum zloty til undir- búningsráðstafana á næsta ári. Bann við verð- hækkunum sett HELSINKI — Finnska stjórnin hefur ákveðið að setja bann við öllum verðhækkunum á nærri því 50 tegundum neyzlu- varnings og á fargjöldum með farartækjum innanlands. Bann- ið var sett til að koma í veg fyrir að verðbólga fylgi í kjöl- far peningskiptanna sem fram fara í landinu 1. janúar n.k., en þá gengur nýr gjaldmiðill í gildi í landinu og er hann hundrað sinnum verðmætari en gamla f innska markið var. Verðhækkunarbannið sem þegar er gengið í gildi nær til alls konar matvæla, vefnaðarvöru símagjalda, kvikmyndamiða o.s.frv. I I Löngum hefur þótt óþægi- legt að komast áfram á hál- um ís. En skautahlauparinn þarf þó ekki að taka undir kvartanir þess vegna. Ein- hvern tíma dáðist Guðmund- ur Finnbogason mjög að þeirri snilld mannsins að láta hálkuna verða sér til léttis og flýtis. En Guðmundur var sem kunnugt er mikill áhugamaður um hagkvæm vinnubrögð, vinnuvísindi, eins og hann nefndi þau. Það er líka snilld að láta ísinn vernda sig fyrir kuld- anum, eins og snjóhús Eski- móanna gera. En um það eru fleiri dæmi. Það eru ekki ýkja margir áratugir síðan ísinn var notaður til þess að hita upp baðstofur í Borgar- firði í vetrarhörkpm. . IVfjólk- urtrog voru 'fýlít vatni og látið frjósa í þeim, en ís- skildirnir, sem þannig mynd- uðust, voru lagðir fyrir rúð- urnar í gluggatóftirnar og snjó þjappað utan með. Tvö- faldar rúður eru því ekki ný uppfinning, og þær tíðk- uðst áður en glerfjallið fræga hlóðst upp inni undir Klepps- vík. Árið 1740 var frostavetur mikill. Katrín Rússadrottn. ing lét þá smíða sér höll úr ísnum á ánni Njevu. Höll- in var 16 metra löng, en á breidd var hún 5 metrar, og 9 metra há. ísinn var höggv- Veöriö inn til eins og tígulsteinn og vegirnir hlaðnir eftir sömu reglum og hafðar eru við steinbyggingar. Stólar, borð, skápar, dragkistur, saumur, lyklar, rúður, o.s.frv., var allt úr gagnsæjum ís. Fyrir fram- an hallardyrnar voru skotfæri nokkur, og þar á meðal 6 fallbyssur úr klaka. Fall- byssunum var skotið og það þoldu þær, og er það gott dæmi um styrkleika klakans og seigju. Fyrst voru þær hlaðnar með harðsnúnum hampkúlum, en síðan með jámkúlum, og svo sem hálf mörk af púðri höfð í skot- ið. En það er eftirtektarvert að i þessari íshöll var og baðstofa, og hún var nokkr- um sinnum hituð, en það sak- aði hana ekki. En þessi mikla snilldarbygging stóð þó ekki nema tvo mánuði, þá kom dagvaxandi sólarhiti og sigr- aðist á listasmíð kuldans. Þegar höfð er í huga þessi harka íssins, má það undrun gegna, að hann skuli líka geta runnið líkt og vatn. En það gerir jökulísinn, þó að hægt fari, hann hnígur til allra átta undan eigin þunga. Á þessu má sjá, að ísinn hefur ýmsar undarlegar nátt- úrur, og það hafa menn vit- að snemma. Annars hefði því tæplega verið trúað um allar miðaldir, að hafísinn við Is- land yrði iðulega svo eldfimur með tímanum, að þaðan sæj- ust oft brennandi bál úti i hafsauga. Páll Bergþórsson. N. Y. Times um ný viðhorf í alþjóðamálum ,,Sömu efnin en önnur bíandö " NEW YORK TIMES sagði á fimmtudaginn í forystugrein að ýmislegt benti til þess að aftur væri að birta til á al- þjóðavettvangi, an varaði þó Ratsjá handa hSindu fólki eins og leðurblökur hafa Það kemur kannski bráðum að því að blint fólk geti feng- ið radartæki sem geri því kleift að komast leiðar sinnar. Rad- artæki þessi myndu byggð á sama lögmáli og Icðurblökur færa sér í nyt til að fljúga ' niðamyrkri. Þetta er haft eftir vísinda- -nönnum við háskólann í Birm- mgham. Radartækið myndi hinn blindi þá bera framan á sér, en frá því_ myndu liggja leiðslur í eyru hans. Tækið mælir þann tíma sem það tekur hljóðmerki sem það gefur frá sér að rekast á ein- hvern hlut og berast aftur í tækið. Hljóðmerkið breytir um tón eftir því hve lengi það er á leið- inni fram og til baka og hinn blindi getur þannig heyrt hvort hluturinn er nálægt og þá hve nærri. Með dálítilli bjálfun get- ur hann samstundis heyrt hvort honum er leiðin greið eða hvort i eitthvað er á vegi hans. I um leið við of miklli bjart- sýni, þar sem átökin milli austurs og vesturs héldu enn áfram. Blaðið sagði að víða um heim fyndist mönnum sem þáttaskil væru að verða í sögu samtíðarinnar. Kúbu- deilan hefði verkað sem hvati á þær breýtingar sem orðið hefðu. Ný efnablanda virðist vera að verða til, enda bótt efnin í heniii hafi ekki ■reytzt nokkurn skapaðan hlut. Það kann að vera erfitt, sagði blaðið, að koma auga á sam- hengi milli takm. Iausn- ar Kúbudeilunnar, tiiboðs Kinverja um vopnah'é og ummæla talsmanna Sovétríkj- anna sem skilja má á þá leið að þau séu fús til sam- komulags um bann við kjarnarprengingum. en allt þetta gæti hont til þess að nýr daw" að rísa á al- þjóðavettvangi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.