Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 „Það er mikilvægt fyrir þjóðina í heild að geta komið vörunni í fullunnið horf, því vinnuaflið, sem í framleiðsluna fer, verður eft- ir í landinu og gefur arð, ef fyrirtækið er hagstætt, arð sem fram að þessu hefur farið til útlanda“. Æskilegt að hætt verði að selja síldina sem hráefni Fyrstu síldarnar lagðar niður. Myndin var tekin þegar verksmiðjan- tók til starfa í marz síð- astliðnum. — (Ljósm. Ilannes Baldvinsson.) segir ÓLAFUR JÓNSSON, forstöSu■ maSur Ni<SurlagningarverksmiS]unnar Frá vinnu við lagningu sildar í verksmiðjunni. Sagt var frá sögulegum að- draganda að byggingu Niður- lagningarverksmiðjunnar á Siglufirði í Þjóðviljanum er út kom 23 nóv. Forstöðumaður verksmiðjunnar er Ólafur Jóns- son, ungur maður er nam í Þýkalandi en vann síðan hjá Matborg þar til hann tók við stjórn Niðurlagningarverk- smiðjunnar. Honum til aðsto.ð- ar var fenginn norskur fagmað- ur. Bengt Björnson við að koma verksmiðjunni í gang. 1 eftirfarandi viðtali. er Mjölnir á Siglufirði birti nýlega, segir Ólafur Jónsson frá verksmiðj- unni. starfinu Þar og framtíð- arhorfum — Hvað heitir annars fyrir- tækið? spyr Tryggvi. — Það heltir eiginlegp Niður- lagningarverksmiðja SR, en persónulega er ég dálitið ó- ánægður með nafnið. það er nokkuð langt og óþjált. Ég hefði heldur viljað hafa það t.d. Sildariðja SR Svo er náttúr- laga nafnið SIGLO-síld. en það er meira vörumerki heldur en nafnið á verksmiðjunni. —, Ekki veiztu hvað kostaði að reisa þessa byggingu sem komin er? — Ég held að það séu komn- ar um 3 milljónir í byggingu og vélar — Og rekstrarkostnaðurinn? — Rekstrarkostnaðurinn er töluverður Maður liggur allt- af bæði með hráefni og dósir. og það er ansi mikill kostnað- ut þar i. Það er reiknað með að rekstrarkostnaðurinn i vet- ii- fari aliltaf upp í 5—6 milH- ónir Byrjunin — Nú þetta byrjaði ágæt- lega. segir Ó'afur Fó'kið var fljótt að taka við sér, líka vant sildarvinnu héma. en það tekur eðlilega nokkurn tima að fá nógu þjálfað fólk Það var bjrrjað að framleiða úr 360 tunnum í fyrra. Þetta átti að vera prufa, til að sjá hvernig þetta tækist. og árangurinn varð á«Tne+iir — Hvað fenguð þið mikið úr þessum 360 tunnum? — Það voru um 170.000 dós- ir. Mest af þvi seldist á inn- lendum markaði. en eitthvað var farið rneð út sem prufur en árangurinn af þeim er eig- inlega ekki kominn í Ijós enn- þá. — En hafið þið von um að eitthvað af þessu sem þið er- uð að framleiða núna fari á er- lendan markað? — Já, það er reiknað með því að meginið af þessu fari er- lendis til, enda er þetta það mikið magn, að það verður að seljast út — Og hvaða markaðir eru það helzt, sem til greina koma? — Það eru Ameríku- og Rússlandsmarkaðurinn aðallega. sem maður er að gera sér von- ir um. Svo getur Það náttúrlega verið hvaða land sem er. — En byrjunarframleiðslan -hefur likað vel? — Hún hefúr líkáð afskap- lega vel, hvar sem hún hefur verið sjýnd En ^etta tekur allt sin'n tímá. Það ér ékki nóg "að söh’menn'rnir skoði betta og prufi, heldur verður neytand- inr. að hafa sin áhrif áður en einhver árangur kemur í ljós. — Hvað ætlið þið að gern mikið í vetur? — í vetur stendur til að leggja niður úr um 1700 tunn- um. — Hvað verðið þið iengi að þvi? — Það verður alveg fram í júní. sennilega V innutilhögun — Þarna vinna 17 stúl-kur og fimm karlmenn. Unnið er frá 7 til 4, sex daga í viku. Enn er mest gert í höndunum, bæði flakað og skorið. en á næst- unni er von á vélum, sem auka afköstin um helming, eða meir. — Og þú ert sem sagt á- nægður með afköstln og hvem- ig fólkið venst? — Já, stúlkurnar hafa síld- arvinnuna í sér. og það er á- kaflega þýðingarmikið. Það er engin hætta á að fari skemmd síld fram hjá þeim, til dæmis. Þær þekkja þetta úr söltun- inn'i. Og nú förum við í smáferða- lag um fyrirtækið. Við komum fyrst í austur- endann, í móttökusal síldarinn- ar. Þar er margar síldartunnur að sjá, enn fremur nokkrar tunnur , sem upphaflega raunu vera undan suðurafrísku víni, en innihalda nú edik, komið frá_ Noregi. Ólafur segir, að kiryddið sé yfirleitt fengið frá Noregi, þar séu hagstæðustu kaupin. Þetta er margskonar krydd: edik, kanill og allrahanda, dill og pipar að ógleymdu Madeira víninu og lauknum. Þama stendur flökunarvél. sem á að fara að setja í sam- band. — Verður ekki mikill af- kastamunur, þegar hún er komin í gang þessi? — Jú, hún sparar flökunina, en þær koma til með að þurfa að snyrta flökin. Hún flakar 60—70 síldar á mínútu. það þýðir að hún er svona 5 mín- útur að flaka úr tunnunni, og þá er hægt að reikna sér út hvað afköstin eiru mikil. Hinum megin, í vestu'rendan- um, er vinnusalurinn. Þar er langborð eftir endlöngu og við þáð'-’Míjá ' stúlkurnar við að flaka, skera og leggja niður í dósirnar. Nú, þegar stúlkurnar hafa lagt bitana í dósimar, þá eru þær teknar frá þeim og sett á þær bæði sósa og skreyting, síðan liggur leiðin í lokunar- vélina. Það er afskaplega af- kastamikil vél og lokar 2500 dósum um klukkutímann, þannig að sú vél fullnýtist alls ekld eins og er. Jjr lokunarvélinni fara dós- irnar í gegnum þvottavél, bar sem skolað er af þeim, síðan eru límdir lyklar á þær og síðast fara þær í umbúðir. Þessi vinnusalur verður seinna pökkunarsalur. Framtíðartilhögun — En hvernig mun þetta líta út, þegar fyirirtækið er ful'l- byggt, eins og fyrirhugað er? — Þá verður þetta orðið ansi mikið fyrirtæki. Þá munu starfa hér hátt á annað hundr- að manns, aðallega kvenfólk. Þá er þetta náttúrlega allt í vélum og færiböndum, og byggingin verður orðin fjórum sinnum stærri. Senniilega verð- ur þá hægt að vinna úr 16—18 þúsund tunnum á ári, miðað við 8—9 mánaða starfrækslu og 8 tíma vinnu. Þá verður flakað í vél, síðan taka stúlkur við og snyrta, sið- an er skorið í vél, en stúlkur setja niður í dósirnar. Þá er færiband, sem færir að sósu- sílóunum og jafnvel geta verið vélar til að setja sósuna á, þannig að það færi beint i lokunarvélina og þaðan beint gegnum þvottavélina í pökkun. En lyklana verðum við að setja á með höndunum, þang- að til við finnum eitthvert það lím.sem er svo fljótt að þorna að þvi mætti koma í samband við vél. Það má reikna með því, að þegar verksm-iðjan er komin ' hálf afköst miðað við það sen' fyrirhugað er, að þá sé hægt að nýta hverja vél til fulln ustu, og þá má reikna með a< hún fari að sýna einhvern arð En eins og stendur er eigin- liega engin vél fullnýtt. — En telur þú ekki lí'kur á að úr þessu verði? — Jú. ég er viss um að það er miikill möguleiki fyrir þessu. Um dósir Dósirnar eru keyptar fulltil- búnar frá Noregi. Ólafur segir okkur, að því sé samfara geysi- mikilil flutningskostnaður, og eftir því sem verksmiðjan stækkar, sé fyrirhugað að taka upp dósaframleiðslu, — Til að byrjt með mundum við stansa botnan-a, en fá lok- in áfram erlendis frá. Með því spörum við mikinn flutnings- kostnað, auk þess sem mikið skemmist á leiðinni. Fragtin á dósunum eir mjög dýr, miðað við blikkið sjálft, sem allavega verður að flytja inn. En það eru ægilega dýrar vélar sem þar til þess að búa til lokin, og eins áprentunar- vélar sem þarf til þess að búa vélar og borgar sig ekki að fá þær, fyrr en fyrirtækið er komið í fulla stærð. Framleiðslu- vandamál — Hvaða vandamál eigið þið helzt við að stríða, auk venju- legra byrjunarörðugleika? — Aðalvandamálið í dag er náttúrlega að vinna markað- ina. Það er unnið að þeim mál- um bæði á bandarískum og rússneskum markaði, auk ann- arra landa, sem verið er að reyna við. í því er ekki annað að gera en bíða og sjá hvað 'ölumennirnir geta. Þá má segja að það sé vanda- mál í sambandi við útflutn- 'ngstolla þessa iðnaðar. sem er sem sagt í fæðingu. Eins og er er þetta undir .sömu ákvæðum og niðursuðuvara.En niðursoð- in vara getur enzt í 3—4 ár og jafnvel lengur. Aftur á móti er þetta vara sem endist í hæsta lagi eitt ár, verður þess vegna að komast fyrr til neyt- endanna og á erfiðara upp- dráttar þess vegna. Svo eru gifurlegir tollar af kryddi og öðru sem við notum í þetta. Þeir tollar fást ekki endurgreiddir þótt varan sé flutt út aftur. Það eina sem fæst endurgreitt, eru tollar af umbúðunum sjálfum. En það væri mjög æskilegt, að lækk- aðuir væri tollur af kryddi og efni, sem notað er í sósur eða hægt væri að fá þann hluta endurgreiddan, sem endurút- fluttur er. Það væri eðlilegt. Svo eru samgöngur erfiðar og þess vegna verðum við yfirleitt að liggja með meiri birgðir en eðlilegt er. Hráefnið fer yfir- leitt í gegnum Reykjaví’k, er umskipað þar og er lengi á leiðinni. En eftir því sem þetta stækkar, þá eru meiri mögu- leikar til að fá þetta beint hingað. Miklir möguleikar — Hvað er það, sem við hér i Siglufirði höfum fram yfir keppinauta okkar í niðurlagn- ingu, t. d. Svía? — Við höfum betri völ á hráefni og styttra að sækja það. Hráefnið er það eina sem við höfum verulega fram yfir. En það er líka mjög mikilvægt. — En hvað skyldu t.d. Svíar leggja mikið niður af síld? — Mér þykir sennilegt, að Svíar framleiði hátt á annað hundrað þúsund tunnur á ári, sem þeir leggja niður á ýmsan hátt. Mest af þessu magni fer á innlendan markað, þeir flytja ekki út nema um 80%, til Ame- ríku og annarra ríkja. —- Nú, ef Svíar borða upp úr meir en 100.000 tunnum, þá ættu að vera einhverjir mark- aðsmöguleikar hjá stærri þjóð- um. — Já, þó við kæmumst ekki inn á nema eina stórborg, þá værum við vel settir. Ef við kæmumst t.d. inn á borg eins og New York, þá hefðum við nóg verkefni fyriir verksmiðj- una. — Hvað skyldi annars innan- landsmarkaðurinn vera mikiU hér hjá okkur? — Miðað við það, sem seld- ist í sumar, mætti búast við að hægt væri að framleiða svona úr 500 tunnum fyrir innan- landsmarkaðinn, það eru 250— 300 þúsund dósir, miðað við gaffalbitastærð. Það má segja að það sé töluverð neyzla. Annars er ákaflega þýðing- armikið, þegar pantanir fara að berast að, að geta framleitt nógu fljótt til að geta staðið við þær. Aftur á móti er ó- heppilegt að þurfa að liggja lengi mað vöruna, bæði pen- ingalega séð og upp á geymslu- þolið. Það væri bezt fyrir verk- smiðjuna, ef hún gæti bara unnið upp í pantanir, hentug- ast, ef hún hefur fasta við- skiptavini og gæti sent frá sér iafnóðum. Hagur Sigluf jarðar — þjóðarhagur — Hér í Siglufirði er svona síldariðja ákaflega heppileg til bess að bæta úr þeim atvinnu- skorti, sem stundum gerir vart við sig á veturna. Þess vegna er Framhald á 10. síðu. SICLUFJÖRÐUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.