Þjóðviljinn - 30.11.1962, Síða 2
ClDÁ 2
- ÞJÓÐVILJINN
Bœndafundur haldinn í
Austur-Skaftafellssýslu
25. sýníng á „Frœnkunni
■ ■
Gamanleikurinn „Hún frænka mín” verður sýndur í Þjóðleikhús-
lnu f 25. sinn annað kvöld, Iaugardag. Leikurinn verður aðeins
sýndur 3 — 4 sinnum ennþá því að ákveðið er að hætta sýningum
á þessum leik fyrir jól. Venjan er að sýna til 15. desember og
verður þá nokkurt hlé á sýningum vegna jólaanna. Nú standa
yfir æfingar á „Pétri Gaut”, og krefst sýning á því stórbrotna
verkf mikils undirbúnings. Ákveðið er að frumsýna Pétur Gaut
á annan í jólum. Myndin er af Stefáni Thors í hlutverki sínu
f „Hún frænka mín” en þar leikur Stefán eitt aðalhlutverkið.
Hinn árlegi bændafundur bún-
aðarfélaganna í Austur-Skafta-
fellssýslu var haldinn 17. og 18.
nóv. að Mánagarði í Nesjum.
Þessir fundir hafa nú verið
haldnir árlega í tæpa tvo ára-
tugi, og þar hafa verið reyfuð
ýmis framfaramál, sem héraðið
varðar.
Samgöngumál.
- Eins og jafnan áður voru
mörg mál rædd á fundinum
og ályktanir ' samþykktar svo
sem um samgöngumál á landi
og sjó og lofti, m.a. að hraðað
verði að brúa þær ár, sem enn
eru óbrúaðar innan sýslunnar.
Einnig að hafizt verði handa
um byggingu á nýjum flugveli
við Homafjörð, með tilliti til
þeirra erfiðleika, sem á því eru
að komast að og frá þeim flug-
velli, sem nú er.
Þá lét fundurinn í ljós ó-
ánægju með þá tilhögun, sem
höfð er á um ferðir strand-
ferðaskipanna, og taldi. að þær
kæmu ekki að æskilegum notum
fyrir byggðarlagið.
Virkjun sé hraðað.
Um raforkumál gerði fundur-
inn ályktun um að hraða virkj-
un Smyrlabj argaár og lét í ljós
óánægju vegna greinargerðar
raforkumálaráðherra til Alþing-
is nú fyrir skemmstu, en þar
var frá því skýrt, að virkjun
Smyrlabjargaár mundi dragast
enn um sinn. Taldi fundurinn.
að hér væri verið að breyta 10
ára rafvæðingaráætluninni og
mótmælti hann bvf harðlega.
Varað við EBE.
Þá varaði fundurinn við því,
að teknar væru nokkrar fljót-
færnislegar ákvarðanir um að-
i)d fslands að Efnahagsbanda-
Mótmæla lengri vínveitinga
tíma og af námi „þurrs dágs'
Þjóðviljinn hefur þegar getið
samþykktar aðalfundar Banda-
lags kvenna í Reykjavík um
lokunartíma hinna svokölluðu
sjoppa. Hér fara á eftir sam-
þykktir fundarins um áfengis-
mál:
Fundurinn skorar á dómsmála-
Fimm námsstyrk-
ir frá OECP
Efnahags- og framfarastofnun-
in í París (OECD) hefur ákveðið
að veita íslendingum allt að
5 styrki til framhaldsnáms í
hagnýtri hagfræði, svo sem gerð
þjóðhagsáætlana, þjóðhagsreikn-
ir.ga og hagskýrslna, búnaðar-
hagfræði og stjórnsýslu. Styrk-
imir fela í sér greiðslu á ferða-
kostnaði, skólagjöldum, fæði og
húsnæði. Eru styrkirnir miðaðir
við 3 — 24 rriánaða nám er hefj-
ist haustið 1963. Geta umsækj-
endur valið á milli námskeiða
víð ýmsar stofnanir í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Umsóknir um styrki þessa
þurfa að berast ráðuneytinu fyr-
ii 15. desember n.k. vegna náms
í Bandaríkjunum, en fyrir 1.
marz 1963 vegna náms í Evrópu.
ráðherra að láta ekki að vilja
veitingamanna um að lengja vín-
veitingatímann um klukkustund
á kvöldi og leggja niður hinn
svonefnda þurra dag eins og
veitingamenn vilja. Telur fund-
urinn, að fenginni reynslu, að
slík breyting muni aðeins auka
drykkjuskap, og þau vandræði,
sem honum fylgja, og draga úr
starfsgetu manna. Auk þess sýn-
ist ekki til of mikils mælzt, að
þeir, sem ekki neyta áfengis,
fái 1 dag í viku aðgang að vín-
lausum veitingahúsum.
Vegna þráláts orðróms skorar
fundurinn á forstjóra Áfengis-
verzlunar ríkisins að ganga ríkt
eftir því við starfsfólk verzlunar-
innar, að það selji ekki áfengi
öðrum en þeim, sem samkvæmt
16. gr. áfengislaganna hafa rétt
til þess að kaupa það. Beinir
fundurinn því til forstjórans að
hafa nefnda lagagrein á áberandi
stað í vínbúðunum. svo bæði
starfsfólkið og kaupendur sjái,
hvað eru lög, og hverjum má
ekki selja áfengi.
Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir því, að Barnavemdamefnd
Reykjavíkur hefur nú hafizt
handa um að koma í veg fyrir
útivist bama á kvöldin. Jafn-
framt skorar fundurinn á for-
eldra að hafa sem bezta sam-
Glænw v<sa og þorskur
heilt og flakað.
Sólþurrkaður saltfiskur
Borðið fisk og sparið.
nætursaltaður fiskur.
FISKHÖLLIN
vinnu við nefndina um þetta
mál. Ennfremur skorar fundur-
inn á lögreglustjóra að herða á
eftirliti með því, að unglingum
verði ekki selt áfengi á skemmti-
stöðum eða á útsölustöðum á-
fengisverzlunarinnar.
Fundurinn ítrekar erin einu
sinni margendurteknar sam-
þykktir sínar til Alþingis, ríkis-
stjórnar og borgarstjómar um
það að veita ekki áfengi í op-
inberum veizlum. Telur fundur-
inn, að slík ákvörðun mundi hafa
hin heppilegustu áhrif á skemmt-
analíf þjóðarinnar, því að enn
í dag er í gildi málshátturinn
gamli: „Hvað höfðingjamir haf-
ast að, hinir ætla sér leyfist
það.”
Fundurinn vill víta þær fram-
kvæmdir að staðsetja áfengis-
verzlanir í sambýlishúsum sam-
anber áfengisútsöluna að Laugar-
ásvegi 1. Telur fundurinn furðu-
legt, að eindregin mótmæli fólks-
ins í næsta nágrenni, hafi ekki
verið tekin til greina. Er þó
augljóst, að staðsetning vínsölu
við hlið mjólkur- og matvöru-
verzlana hlýtur að teljast íhæsta
máta óviðfelldin.
laginu og taldi, að gæta yrði
þess, að engir samningar yrðu
gerðir, sem skaðlegir gætu orð-
ið sjálfstæði íslands.
Ýmsar aðrar ályktanir voru
gerðar, t.d. um fyrirhleðsiur
vatna, sandgræðslu, kornrækt,
verðlagsmál landbúnaðarins,
skólamál o.fl.
Menningarsamband.
Að fundi loknum var svo
kvöldvaka á vegum Menning-
arsambands Austur-Skaftfellinga,
en það var stofnað á síðast-
liðnu vori. Að þvf standa flest
félagasamtök sýs)- \ 'ar svo sem
Búnaðarsambandið. Kvenfélaga-
sambandið, Ungmennasambandið
Ulfljótur og Kaupfélag A-Skaft-
fellinga. Formaður er Steinþór
Þórðarson bóndi á Hala í Suð-
ursveit. — ÞÞ.
Langholtssöfnuð-
ur ninnist 10 ára
*fmælis síns
Nú um helgina verða liðin 10
ár frá því kirkjulegt starf hófst
í Langholtssöfnuði í Reykjavík,
en hann er nú einn stærsti söfn-
uður Iandsins. Hefur verið reist
safnaðarheimili sem bæði er not-
að sem kirkja og fyrir aðra starf-
semi safnaðarins. Er starfandi
innan hans kvenfélag, brrrðrafé-
lag, æskulýðsfélag og barna-
stúka.
I tilefni af afmælinu efna
safnaðarstjórn og bræðra- og
kvenfélagið til þriggja kirkju-
kvölda um helgina og verður
hið fyrsta laugardaginn 1. des.
en hin næstu kvöld. Þar munu
skiptast á stutt erindi, söng-
ur, hljóðfæraleikur og upplestur.
Ræðumenn verða prófessoram-
ir Jóhann Hannesson og Þórir
Kr. Þórðarson, dr Róbert
A. Ottósson söngmála-
stjóri o. fl. en Guðmundur -Jóns-
son óperusöngvari og fleiri lista-
menn annast tónlistina ásamt
kirkjukórnum. Kvenfélag safnað-
arins sér um veitingar í lok dag-
skrár. Allir eru velkomnir end-
urgjaldslaust en tekið verður á
móti afmælisgjöfum til kirkjunn-
ar sem berast kunna.
Helgi dansar
Ivrir Ö þant
Á þriðjudaginn var dansaði
ballettflokkur Roberts Joffreys
fyrir fulltrúa á þingi Sameinuðu
þjóðanna, en í þeim flokki dans-
ar nú Helgi Tómasson. Helgi
sagði blaðamönnum hér frá þess-
um flokki þegar hann var hér í
haust; hann hefði unnið mikið
undanfama mánuði og áunnið
sér gott nafn. Flokkur Joffreys
fer senn í dansferð um Norður-
Afrfku og nálægari Austurlönd
á vegum Bandaríkjastjómar.
uðustu tegundar
I síðasta hefti Ncytcndablaðs-
ins voru m. a. birtar leiðbein-
ingar um val og meðferð á gólf-
teppum. Þar er því haldið fram
að teppaheitin segi ekkert til um
gæðin, heldur gefi einungis til
kynna hvaða vefnaðaraðferð sé
beitt.
Nú hefur blaðinu borizt pist-
ill þar sem gerðar eru athuga-
semdir við þetta. Þar segir m.
a.: „Axminster” er fyrst og fremst
heiti á Jeppum, sem ofin eru
með Axminsteraðferð. En hér á
landi eru eingöngu framleidd
A-1 Axminster-teppi, en í þau
eru notuð hráefni vönduðustu
tegundar. Botninn, eða grunn-
vefnaðurinn í A-1 Axminster-
gólfteppum er úr „jútugarni” og
baðmull. Slitþráðurinn, sem að
sjálfsögðu mæðir mest á í notk-
un, er margþætt kamgarn úr 100
% íslenzkri ull, en erlendir sér-
fræðingar hafa kveðið upp þann
dóm, að slitþol hennar. sé frá-
bært. Auk þess er þéttleiki slit-
þráðanna í A-l, Axminster-gólf-
teppum mun meiri en í öðrum
flokkum, eða 45 uppstandandi
þræðir á hvem ferþumlung tepp-
Sækja um styrki
Á síðasta fundi borgarráðs
Reykjavíkur voru lagðar fram
umsóknir eftirtalinna aðila um
styrk samkvæmt fjárhagsáætlun
1963: Lúðrasveit Reykjavíkur,
Lúðvík C. Magnússon vegna Guð-
rúnar Á. Símonar. St. Jósefs-
spítali. Leikklúbburinn Gríma.
Bandalag kvenna í Reykjav'k
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
Guðmundur Einarsson
Gaðmundar Irá
Miðdal sýnir
Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal opnaði í gær sýningu í
vinnustofu sinni Skólavörðustíg
43.
Guðmundur sýndi seinast fyr-
ir tveim árum í Bogasalnum.
Þær myndir sem nú eru upp
festar hafa orðið til síðan. Þær
eru fimmtíu talsins, 17 olíumál-
verk og hitt eru vatnslitamynd-
ir.
Guðmundur Einarsson er eins
og kunnugt er alls enginn nú-
tímamaður í myndlist.
Hann málar sem fyrr lands-
lag og gömul hús, einnig fugla;
þarna eru tvær rjúpnamyndir
eins og búast mátti við. Nokkr-
ar myndanna eru frá A-Græn-1
lemdi.
Föstudagur 30. nóvember 1962
Flytur fyrir-
lestra um ensk og
amerísk lióðskáld
Ameríski sendikennarinn við
Háskóla Islands, prófessor Her-
mann M. Ward, heldur vikulega
fyrirlestra í vetur fyrir almenn-
ing, og fjalla þeir um ensk og
amerisk ljóðskáld. Fyrirlestram-
ir eru fluttir á miðvikudags-
kvöldum kl. 8.15 í 6. kennslustofu
háskólans. Hinn fyrsti var hald-
inn sl. miðvikudag og fjallaði
um T. S. Eliot. Næstu fyrirlestr-
ar eru: miðvikud. 5. desember:
Ransom og Cummings. Miðviku-
daginn 12. desember: Roethke,
Bishop, Moore o.fl.
Verða 0L1968
haldnir í Lyon
PARlS 27/11 — Franska olym-
píunefndin ákveð á fundi 1
kvöld að mæla með umsókn
Lyon-borgar um að halda sum-
ar-olympíuleikana 1968. 18 full-
trúar greiddu atkvæði með Ly-
on, en aðeins 5 með París.
Endanleg ákvörðun um það
hvar olympíuleikamir 1968
verða haldnir, verður teiún á
fundi Alþjóða-olympíunefndar-
innar í Nairobi í Kenya í okt-
óbermánuði 1963.
Aðrar borgir, sem sótt hafa
um að halda olympíuleikana
1968 eru Detroit, Kairó, Manila
(Filippseyjum), Mexico City,
Buenos Aires og Vínarborg.
Tilkynning
Þar sem fyrirsjáanlegar eru óvenjumiklar annir í vöru-
geymslum félagsins í Reykjavík eftir 10. desember, eru
það vinsamleg tilmæli til viðskiptamanna vorra, að þeir
sæki vörur, sem þeir eiga í vörugeymslum vorum, fyrir
þann tíma.
Vírðingarfyllst,
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
Mercedes Benz eigendur
Framhaldsstofnfundur verður haldinn í Breiðfirðingabúð
uppi sunnudaginn 2. desember 1962 kl. 2 e.h.
Mercedes Benz eigendur eru hvattir til að mæta stund-
víslega STJÓRNIN.
íbúð óskost
Einhleyp eldri kona óskar eftir lítilli íbúð. Upplýsingar
í síma 17500, eftir hádegi.
Nýkomið
Barnanáttföt á 2 — 7 ára. verð: kr. 56,00
Þýzkar barnapeysur, verð frá kr. 107,00
Stíf undirpils á telpur 2—10 ára.
Mikið úrval af enskum bamahúfum.
Verzlunin
S A
Skólavörðustíg 17
Sírrii 15188.
«