Þjóðviljinn - 30.11.1962, Qupperneq 3
V
FÖstudagur 30. nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
•SÍÐA 3
V - þýzka stjómin vill banna
samtök férnarlamba nazista
BERLÍN 29/11 — Vesturþýzka stjómin býr sig nú
undir að banna samtök þeirra manna, er komust
lífs af úr fangabúðum nazista í seinustu heims-
styrjöld, og hefur höfðað mál fyrir dómstóli í
Berlín þessu til staðfestingar. Aðgerðir þessar hafa
vakið óhug manna víða um heim, enda er nú
skammt stórra högga á milli af hálfu Bonnstjórn-
arinnar og Spiegel-hneykslið varla liðið úr minni.
Málaferlin gegn samtökum
fómarlamba þýzku nazistanna
hófust fyrir nokkrum dögum að
frumkvæði Bonnstjómarinnar og
stefna vesturþýzk yfirvöld að því
að fá heimild dómsins til að
banna samtökin um gjörvallt
landið. Á þriðjudag boðuðu sam-
tökin til fundar í Vestur Berlín
til að mótmæla ’ þessum rnála-
ferlum, en lögregluyfirvöld bönn-
uðu fundinn.
Bonnstjómin beitir sömu að-
ferðum og nazistar notuðu sem
mest og vill fá samtökin bönn-
uð, vegna þess að „kommúnist-
Ben Bella bannar
fíokk kommúnista
AUSÍR 29/11 — Ben Bella, for-
sætisráðherra Alsír, hefur í
dag bannað kommúnistaflokk
Alsír og vikublað það, sem
flokkurinn gefur út. Kommún-
istaflokkurinn var leyfður í vor,
þegar Serkir tóku við stjórn
eigin mála a.f Frökkum, en áð-
ur hafði hann verið bannaður
í mörg ár
Er Ben Bella kom til valda
í sumar, tilkynnti hann, að ekki
myndi þörf fleiri stjórnmála-
flokka en eins í landinu, þ.e.
Þjóðbyltingarflokks forsætisráð-
herrans sjálfs. Ben Bella er tal-
inn aðhyllast stefnu Nassers,
forsætisráðherra Egyptalands, en
hann hefur átt töluvert sam-
starf við sósíalísku ríkin og boð-
að arabískan sósíalisma. en
hins vegar bannað stjórnmála-
starfsemi kommúnista. Blað
kommúnistaflokks Alsír, Alourra,
hefur haldið uppi nokkurri gagn-
rýni á stjórn Ben Bella að und-
anförnu og er það m.a. talin
skj'ningin á þvi, að kommún-
istaflokkurinn varð fyrstur fyr-
ir barðinu á fyrrnefndu banni
við starfsemi annarra flokka.
Fyrir nokkru var franska
blaðið L’Express bannað í eitt
ár í Alsír. Hið kunna vikublað
hefur alltaf verið mjög vinsam-
legt í garð þjóðfrelsishreyfingar
Alsírbúa og hélt á sínum tíma
uppi harðri gagnrýni á fram-
ferði Frakka þar í landi. Fyrir
nokkru birtist í blaðinu grein
frá Alsír, eftir einn af starfs-
mönnum blaðsins í landinu. þar
sem lýst var ringulreiðinni og
stjómleysjnu að undanförnu. en
ritstjóm þlaðsins mótmæíö sam-
tímis efni greinarinnar og mál-
flutningi en sú bragarbót virðist
þó ekki hafa dugað tik
ar“ hafi hreiðrað um sig innan
þeirra. Undanfarnar vikur hafa
málaferlin gegn vikublaðinu Der
Spiegel vakið heimsathygli, enda
þykja starfsaðferðir stjómar Ad-
enauers minna óhugnanlega mik-
ið á framkomu nazista á þeim
tímum er þeir voru að brjótast
til valda. Þykir nú ýmsum
skammt stórra högga á milli i
stjómarathöfnum Adenauers og
hafa fjölmörg samtök víða um
heim mótmælt þessari seinustu
aðför.
í dag voru sendiherra Vestur-
Þýzkalands í Osló fengin í hend-
ur mótmæli frá Sósíaliska þjóð-
arflokknum í Noregi. Er í þeim
sagt, að viðbrögð stjómarinnar
í Bonn verði mælikvarði á það,
hvort stjómin telji það hafi ver-
ið glæpsamlegt athæfi að berj-
ast gegn Hitler og böðlum hans.
Sovétstjómin hefur sent hem-
aðaryfirvöldum Vesturveldanna í
Berlín harðorð • mótmæli gegn
málaferlunum og segir þar, að
þau séu brot á samningum fjór-
veldanna um Berlín, því að nú
eigi að beita harðneskjulegum
lögregluaðgerðum gegn samtök-
um þeirra manna, sem urðu að
þola pyntingar vegna baráttu
sinnar gegn nazistum.
Vilhelmína
Hollands-
drottning látin
HAAG 28/11 — Látin er ; Hol-
landi, Wilhelmína, fyrrum
drottning. Hún var móðir Júlí-
önu drottningar, sem tók við
völdum 1948. Wilhelmína hafði
lengi þjáðst af sykursýki, en
sköttimú ; eftir miðnætti í nótt
lézt hún, og er dánarorsökin
talin hafa verið hjartabilun. Hún
verður jarðsett 8. desember.
lóhannes páfi
sjúkur
RÓM 29/11 — Jóhannes páfi
XXIII liggur nú þungt haldinn
á einkasjúkrahúsi en hann mun
hafa ofreynt sig á kirkjuþinginu
í Róm. Páfinn þjáist af sjúk-
dómi í blöðruhálskirtlinum. oig
er talið sennilegt að hann muni
gangast undir uppskurð. Pró-
fessor Gasparini, sem stundaði
Píus heitinn páfa. þegar hann
þjáðist af óstöðvandi hiksta, er
kominn til Vatikansins.
ikojan ræðir við
Kennedy forseta
WASHINGTON 29/11 — Anastas
Mikojan, fyrsti aðstoðarforsætis-
ráðherra Sovétríkjanna mun eiga
fund með Kennedy forseta í
kvöld. Það var Mikojan sem fór
fram á, að fundur þessi yrði
haldinn, og telja fréttamenn
sennilegt, að hann hafi með-
ferðis mikilvæg skilabo.ð til
forsetans frá Sovétríkjunum og
Kúbu.
Mikojan kom flugleiðis til
New York og hélt beint til
^>heimilis Thompsons, fyrrverandi
sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu. Mikojan sagði við
fréttamenn á flugvellinum, að
hann áliti, að fundur þeirra
Kennedys gæti orðið mjög gagn-
legur fyrir sambúð Bandarikj-
anna og Sovétríkjanna.
Flest þykir benda til, að stór-
veldin hafi nú komið sér sam-
an um að endurkjósa U Þant i
starf aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna. Er talið sennilegt, að alls-
herjarþingið fjalli um það mál
á morgun og fari kosning þá
fram.
Oíil/ Dpie>
Ú Þant, aðalritari SÞ (í miðju vinstra megin) ræðir við leiðtoga Kúbubúa í Havana fyrir tæpum
tvcimur vikurn. Vinstra mcgin viið Castro situr Raul Roa utanríkisráöherra, en hægra megin Dort-
icos forseti og sendifulltrúi Kúbu hjá SÞ, Carlos Lechuga.
!
I
*
!
!
Riddararnir, sem gefizt hafa upp og flýja af vígvellinum, eru nefndir af teiknaranum AI-
menningsálitið, Verkamannaflokkurinn og Bre zka samveldið. En Macmillan geysist áfram
gegnum kúlnahríðina og hrópar: Evrópa eða d auðinn! — Flest þykir nú benda til að Mac-
millan sprengi hest sinn á hlaupunum og liggi sjálfur eftir í valnum, pólitiskt dauður.
Evrópuveldii er reist
á röngum fersendum!
Ifimm norðlægum löndum,
Bretlandi, íslandi, Svíþjóð,
Noregi og Danmörku, er nú
háð tvísýn og örlagarík bar-
átta gegn inngöngu þessara
þjóða í Efnahagsbandalag
Evrópu. f öllum löndunum
gildir hið sama: róttækir
vinstri menn og sósíalistar
hafa haft forystu með and-
stæðingum bandalagsins og
þeim hefur alls staðar stór-
aukizt fylgi og styrkur, síðan
ríkisstjórnir þessara landa
tóku fyrir rúmu ári að stefna
að einhvers konar aðild að
bandalaginu. Samþykkt brezka
verkamannaflokksins nú fyrir
skömmu er þó líklega örlaga-
ríkasti sigurinn.
Röksemdir andstæðinga
bandalagsins eru yfirleitt
tvenns konar. Annans vegar
er á það bent, að viðkomandi
þjóð hafi ekki hag af að
ganga í bandalagið. Er þá
bent á hætturnar, sem fylgja
aðild; hættuna, sem vofir yf-
ir menningu og sjálfstæðri
þjóðartilveru, og háskann af
tilflutningi fjármagns og
vinnuafls. Loks er dregið í
efa, að efnahagslegur ávinn-
ingur sé af inngöngu í banda-
lagið. Þessar röksemdir eru
auðvitað jafn ólíkar með
hverri þjóð og löndin, sem
hlut eiga að máli.
Hin röksemdin er sameig-
inleg: Menn hafa ekki trú á
nýju Evrópustórveldi og telja
það ekki æskilegt.
Hvers vegna?
F»egar stórveldi er skapað úr
smáríkjum, hlýtur ástæð-
an að vera ein af þessum
þremur: annað hvort eiga lífs-
kjör almennings að batna,
skapa á hentug skilyrði fyrir
auðhringa eða ætlunin er að
smíða hernaðarlegt stórveldi.
Forvígismenn bandalagsins
hafa allar þessar ástæður í
huga. En nýja Evrópustór-
veldið er reist á röngum for-
sendum, af því fátt bendir til
þess að lífskjör almennings
verði bætt hraðar, eftir stofn-
un þandalagsins, en verið
hefði utan þess, — af því að
það er stórháskalegt að veita
evrópskum auðhringum aukið
svigrúm, og vegna þess að
engum í heiminum er raun-
verulegur greiði gerður með
þv; að stofna nýtt hemaðar-
stórveldi í Evrópu.
Draumurinn um stórveldið
EBE, sem staðið gæti jafn-
fætis USA og USSR basði
hernaðarlega og pólitískt, er
það sem rekur áfram menn
eins og Adenauer, de Gaulle
og Macmillan. Þessir þrir
menn hafa allir lifáð og
hrærzt um áratugi með evr-
ópsku afturhaldi; heimsveld-
isdraumar og nýlendustefna
er þeim öllum í blóð borin.
Um aldamótin seinustu var
Adenauer hálfþrítugur, de
Gaulle var á sama aldri við
upphaf fyrra stríðs, — á beztu
árum sínum voru þeir allir
stoltir þegnar heimsveldis.
Evrópuveldin hafa glatað
forystu sinni í heiminum, og
nú vilja þessir þrír öldungar
ná henni aftur sameiginlega.
Allir telja þeir sér trú um,
að föðurland þeirra muni ná
undirtökum í bandalaginu. En
aðeins einn þeirra er öruggur
um að ná forystunni, — Þjóð-
verjinn.
Það er lygilegt, hve oft Þjóð-
__ verjum E^jar að takast að
snúa á evrópska stjómmála-
menn á einum mannsaldri.
Þjóðverjar eru valdir að
tveimur heimsstyrjöldum, og
í þriðja sinn vígbúast þeir nú
af krafti. 1 þetta sinn hugga
menn sig við, að þeir víg-
búist ekki gegn Frökkum,
sínum fomu óvinum, heldur
gegn austrinu. En hvað er
heimurinn bættari fyrir það?
Stríðshættan er hin sama.
Vestur Þjóðverjar gera stór-
felldar landakröfur á hendur
Pólverjum og Tékkum. Er-
lendir ferðamenn fá víða á
landamærum V-Þýzkalands
afhent sérstakt kort, þar sem
Stór-Þýzkaland er teiknað;
sameinað Þýzkaland, sem
unnið hefur aftur það, sem
tapaðist í seinasta stríði. Og
Adenauerstjórnin hamast við
að koma í veg fyrir, að nú-
verandi landamæri verði end-
anlega staðfest af stórveldun-
um.
Þýzki hernaðarandinn lifir
enn, og nazisminn blundar í
hreiðmm sínum um allt Þýzka-
land. Við skulum ekki halda
að hann birtist aftur í gamla
búningnum, en hann kemur,
ef menn halda ekki vöku
sinni. Allt sem þarf er til
reiðu: nýjar landvinninga-
kröfur, gróðafíknir auðhring-
ar með Krupp í broddi fylk-
ingar, hrokinn og hermennsku-
brjálæðið og loks velviljaðir
íhaldsmenn um alla Evrópu.
Sameining Evrópu er nokkr-
um öldum á eftir tíman-
um. Evrópa er ekki lengur
allur heimurinn. „Miðjarðar-
hafið er að .vísu blátt, en það
er ekki lengur í miðjunni!”
Hagsmunir okkar spanna um
allan heim, viðskiptalega og
pólitískt. Sami háskinn vofir
yfir öllu mannkyni.
Það er vissulega furðulegt,
að ríkustu þjóðir heims skuli
á okkar tímum ganga £ banda-
lag, sem reisir tollmúra gegn
fátækustu þjóðunum. Heil-
brigt skref í viðskiptamálum
hefði verið að undirbúa frjáls-
ari heimsverzlun, skapa Efna-
hagsbandalag jarðarinnar.
Margir hafa borið þá von,
að Evrópuþjóðimar yrðu til
að jafna andstæðumar og
lina átökin milli austurs og
vesturs. Von manna var bund-
in við friðlýst, óvopnað svæði
gegnum endilanga Evrópu, frá
Svíþjóð og Finnlandi, gegnum
Þýzkaland, Sviss og Austur-
ríki til Tékkóslóvakíu og
Júgóslavíu við Miðjarðarhaf.
Hemaðar- og kjamorkustór-
veldið EBE verður til að
skerpa andstæðumar í Evr-
ópu og stórauka stríðshættuna.
Istuttu máli sagt: Róttækir
vinstrimenn og sósíalistar
á Norðurlöndum og Bretlandi
hafa barizt gegn útvíkkun
Efnahagsbandalagsins, vegna
þess að nýja stórveldið er
áfall fyrir friðinn og lýðræðið.
Möguleikar almennings til að
hafa áhrif á stjómarfarið er
yfirleitt í öfugu hlutfalli við
Macmillan drekkur öl £
Keflavik ,
stærð þjóðanna, Auk þess e:
efnahagslegt lýðræði fótun
troðið í stórveldi, sem ætla
sér að gera óheftan kapítal
isma að grundvallarhugtak
sínu. Og síðast en ekki sízt
með stofnun Efnahagsbanda
lagsins er verið að smíð
þýzka hernaðarandanun
stökkpall til nýrra ógæfu
verka. ra.