Þjóðviljinn - 30.11.1962, Qupperneq 5
Föstudágur 30. nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi snjó-
hjólbarða fyrir:
Moskwitch og Rússajeppa
560x15 á kr. 635,—
650x16 á kr. 995,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmmí h.f.
Sími 32960.
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi slöngu-
lausa snjóhjólbarða fyrir:
Opel Rccord
Opel Caravan
Opel Kapitan
590x13 á kr. 595,—
640x13 á kr. 695,—
670x13 á kr. 815,—
700x14 á kr. 895,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmmí h.f.
Sími 32960.
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi slöngu-
lausa snjóhjólbarða fyrir:
Consul og Taunus
590x13 á kr. 595,—
640x13 á kr. 695,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmmí h.f.
Sími 32960.
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi slöngu-
láusa snjóhjólbarða fyrir:
Volkswagen
560x15 á kr. 635,—
640x15 á kr. 795,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmmí h.f.
Sími 32960.
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi slöngu-
lausa snjóhjólbarða fyrir:
Volvo fólksbílinn
og stationbílinn
590x15 á kr. 695,—
600x15 á kr. 785,—
640x15 á kr. 795,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmmí h.f.
Sími 32960.
Snjóhjólbarðar
Eigum fyrirliggjandi snjó-
hjólbarða fyrir:
Renault Dauphine
500x15 á kr. 635,—
Estafette
550x16 á kr. 735,—
Barðinn h.f.
Sími 14131.
Gúmm? h.f.
Sími 32960.
Snjóhiólharðar
ligum fyrirliggjandi snjö-
hjólbarða fyrir:
Skoda bifreiðir
og eldri árganga
550x15 á kr. 635, —
600x15 á kr. 785,—
600x16 á kr. 885,—
Barðinn h.f.
Simi 14131.
Gúm^í hi.
Sími 32960.
Gagnkvæm réttíndi
Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um fullgildingu á tveim bráðabirgða-
samþykktum Evrópuríkja um félagslegt öryggi og sam-
þykkt Evrópuríkja um framfærsluhjálp og læknishjálp
ÞINCSjÁ ÞIÓDVILIANS
Þingsályktunartillagan er svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að veita rík-
isstjórninni heimild til þess að
fuligilda fyrir íslands hönd:
a. Bráðabirgðasamning Evrópu-
ríkja um félagsieg trygginga-
lög varðandi elli, örorku og
eftirlifendur.
b. Bráðabirgðasamning Evrópu-
ríkja um félagsleg trygginga-
lög önnur en þau, er varða
elli, örorku og eftirlifendur
c. Samþykkt Evrópuríkja um
framfærsluhjálp og læknis-
hjálp, ásamt viðaukum eins
og þessir gjörningar ligg.ia
fyrir á fylgiskjölum þeim
sem prentuð eru með ályki-
un þessari“.
1 greinargerð fyrir tillögunni
er frá því skýrt, að samningar
þessir séu samdir af Alþjóða-
vinnumálastofnuninni (ILOI að
frumkvæði Evrópuráðsins. og
segir m. a. svo í greinargerð:
,,Að því er ísland varðar
taka þeir (samningamir) til eft-
irtalinna trygginga: ellilífeyris,
örorkulífeyris. barnalífeyris,
ekk.julífeyris. læknishjálpar.
sjúkradagpeninga. fæðingar-
styrks og ekkjubóta. slysatrygg-
inga, fiölskyldubóta oe mæðra-
iauna.”
Af hálfu Islands hefur þó
verið gerður svohljóðandi fyrir-
vari við samninainn:
„Ákvæði almannatrygginga-
’aganna nr. 55/1946 um fjöl-
skyldubætur skulu undanþegin
samningunum, nema í gildi sé
i hlutaðeigandi ríki ákvæði um
fjölskyldubæt.ur. sem islenzkir
begnar geti notið góðs af.”
»
RIKIÐ aðstoði við gerð var-
anlegra vega í kauptúnum
Karl Guðjónsson fylgdi í gær úr hlaði frum-
varpi sínu um breytingar á vegalögum, þess efn-
is, að ríkið taki þátt í kostnaði við viðhald vega
og gerð vega úr varanlegu efni, þar sem þjóð-
vegir liggja gegnum þorp og kauptún. Efni frum-
varpsins hefur áður verið rakið rækilega hér í
blaðinu.
í upphafi ræðu sinnar ’minnti
flutningsmaður á, að frumvarp
þetta væri nokkuð annars efn-
i§ en flest þau frumvörp til
breytinga á vegalögum. sem áð-
ur hafa verið flutt. Hér væri
sem sagt um
það að ræða,
að breyta til
um hætti. sem
hafðir hafa
verið á um
byggingu og
viðhald vega í
þorpum og kauptúnum, þar
sem þjóðvegur liggur i gegn-
um. Þessir vegir væru yfirleitt
að verulegu ieyti notaðir meira
af öðrum en íbúum viðkom-
andi staða, en hins vegar sæju
viðkomandi byggðarlög ein-
göngu um viðhald og gerð
þessara vega samkvæmt nú-
gildandi lögum.
íbúar viðkamandi staða yrðu
fyrir miklu ónæði og óþæg-
indum vegna vaxandi umferð-
ar, svo sem vegna ryks o.fl.
þess háttar. Gerð varanlegs slit-
lags á vegi í gegnum þorp
væri hins vegar meira' fyrir-
tæki en svo. að lítil byggðar-
lög gætu ráðizt í þær fram-
kvæmdir. en víða væri um-
férð á þessum vegum fyrir of-
an það mark. að unnt gæti
talizt að halda malarvegum i
viðunandi ásigkomulagi. Frum-
varpið gerði ráð fyrir að hið
opnbera kæmi hér til móts
við byggðarlögin. Að lokum
minnti f'.utningsmaður á það
að frumvarp þetta hefði verið
Hutt á síðasta þingi, en ekki
'Votið .afgreiðslu þá.
Benedikt Gröndal taldi að
i þessu frumvarpi væri hreyft
u vandamáli en iafn-
framt vildi
hann skýra
frá. að undan-
farið hefði
v í . nefnd unnið
að endurskoð-
un vegalag-
anna á vegum
ríkisstjórnar-
innar og hefði hún m.a. tek-
ið þetta atriði til athugunar
og mundu tillögur nefndarinn-
ar varðandi þetta atriði e.t.v.
ganga enn lengra en gert væri
ráð fyrir j frumvarpinu. En
bess mætti vænta, að álit
nefndarinnar lægi fyrir þingi
í vetur.
Karl Guðjónsson kvaðst
fagna þvi. að stjórnarvöld
landsins virtust nú fallast á
að hér væri um réttlætismál
að ræða. og einnig myndi hann
fagna þvi sérstaklega, ef þau
teldu sér fært að ganga
lengra en aert er ráð fyrir
Cidirol! — Clairol!
Hefi til sölu alla liti í Miss Clairol, —
Clairol Toner.
Einnig nýjung í hárskolun, Loving care Silk and Silver.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
Grettisgötu 6.
Símar 24744 og 24626.
í frumvarpinu og æskilegast
værj, að þjóðvegir gegnum
þorp væru ekki slitnir úr
tengslum við vegakerfi lands-
ins. — Þá teldi hann einnig ,
eð'.ilegt. að nefnd sú. sem fengi
þetta mál til meðferðar. fengi
tækifæri til þess að kynna sér
tillögur þær, sem unnið hefði
verið að undanfarið 'En" það
væri vissulega illa farið. að
núverandi ríkisstjórn hefði
brugðið út af þeirri lýðræðis-
iegu reglu. að láta Alþingi
kjósa miiliþinganefndir til at-
hugunar á svona málum. svo að
þingmenn allra flokka hefðu
tækifæri til þess að fylgjast
með þeim störfum. Bæri að
harma. að r'kisstjórnin hefði
brugðið út af þeirri iýðræðis-
legu reglu. sem bæði væri
sjálfsögð og eðlileg.
Þingfundir
i gær
Fundir voru í gær í báðum
deildum Alþingis. 1 efri deild
var aðeins eitt mál á dagskrá,
frumvarp til laga um breyting-
ar á lögum um almannatrygg-
ingar. Emil Jónsson, félags-
málaráðherra, fylgdi frumvarp-
inu úr hlaði, en það felur í sér,
að allt landið verði gert að
einu verðlagssvæði. Málinu var
vísað til annarrar umræðu og
nefndar.
1 neðri deild fór fram at-
kvæðagreiðsla um nokkur mál,
sem frestað hafði verið. Frum-
varpi um innflutning hvalveiði-
skips var vísað til 3. umræðu,
frumvarpi um kvikmyndastofn-
un ríkisins var vísað til ann-
arrar umræðu og nefndar,
frumvarpi um lántöku vegna
vatnsveituframkvæmda í Vest-
mannaeyjum var vísað til 2.
umræðu og nefndar og fyrsta
umræða fór fram um frum-
varp til laga um breytingu á
vegalögum og er Karl Guðjóns-
son flutningsmaður þess. Mál-
inu var vísað til annarrar um-
ræðu ng nefndar að umræð-
unni lokinni.
STÐA 5
Ctgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíatlstaflokk*
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ölaísson,
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Simi 17-500 (5 linur) Askriftarverð kr 65.00 á mánuði.
Flokks-
þingiö
23 flokksþingi Sósíalistaflokksins er lokið, og
ákvörðunum þess er veitt mikil athygli. Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið birta í gær æsifrétt-
ir um breytingar á miðstjórn og koma með hin-
ar hugvitsamlegustu túlkanir, bæði þær að
Moskvumönnum hafi verið útskúfað og ekki síð-
ur hinar að Moskvukommúnistar hafi farið með
sigur af hólmi. Það er ekki nýtt hvorki í Sósíal-
istaflokknum né öðrum flokkum að ágreiningur
verði um stjórnarkjör, og stjórnarblöðin munu
fljót.lega komast að raun um það í verki að þau
hafa sízt ástæðu til að ræða um „upplausn og
sundrungu“ sósíalista. Innbyrðis ágreining munu
sósíalistar leysa sjálfir innan sinna vébanda og
standa saman sem einn maður í baráttu flokks-
ins fyrir stefnumálum sínum.
23 Þingið fjallaði um mikilvægari málaflokka
en gert hefur verið um langt skeið.
Þar voru samþykktar einróma ályktanir um
stjórnmálaástandið, um alþjóðamál og alþjóð-
lega afstöðu flokksins um verklýðsmál, skipu-
..lagsmál Alþýðubandalagsins og um ýmsa þætti
efnahagsmála og atvinnumála. En auk ákvarð-
ana um stefnu flokksins í dægurbaráttunni fjall-
aði þingið um ýtarlega greinargerð fyrir leið ís-
lands til sósíalisma. Þar er m.a. gerð grein fyr-
ir auðvaldsskipulaginu á íslandi, sósíalisma á
íslandi, valdatöku og ríkisvaldi alþýðustéttanna,
skilyrðum fyrir framkvæmd sósíalismans, leið-
inni til alþýðuvalda og verkefnum Sósíalista-
flokksins, gerð hans og eðli. Einnig þessi ýtar-
lega ályktun um framtíðarverkefni sósíalista-
flokksins var samþykkt einróma 1 meginatrið-
um, ákveðið að um hana verði fjallað í sósíal-
istafélögunum um allt land og síðan verði hún
endanlega afgreidd snemma á næsta ári. Ein-
hugur sósíalista jafnt um dægurbarát^una sem
um framtíðarstefnumörk sín er bezta svarið við
fávíslegum getsökum afturhaldsblaðanna; Sósí-
alistaflokkurinn er og verður hugsjónaflokkur
sem hefur málefni sín og stefnumörk ævinlega
í fyrirrúmi, þótt metorðastritararnir í aftur-
haldsflokkunum eigi að sjálfsögðu erfitt með að
skilja þá afstöðu.
gósíalistaflokkurinn hefur nú starfað og barizt
í nærfellt aldarfjórðung. Hann hefur mótað
þróun þjóðfélagsins í ríkum mæli á því tímabili,
jafnt í sókn sem vörn, haft forustu um þær fram-
kvæmdir sem hæst ber á þessu skeiði, gerbreytt
lífskjörum almennings frá kreppuárunum fyrir
styrjöldina og fylkt þjóðinni til sjálfstæðisbar-
áttu sem þrátt fyrir allt hefur borið ríkan árang-
ur. Framundan bíða ennþá stærri verkefni, og
það er til marks um bjartsýni og jákvæð viðhorf
íslenzkra sósíalista að þeir vísa þjóð sinni leið-
ina til sósíalismans á sama tíma og afturhalds-
flokkarnir leita að leiðnm gi hess að afmá sjálf-
stætt íslenzkt þjóðfélag. — m.