Þjóðviljinn - 02.12.1962, Page 3
Stmnwðagur 2. deeember 1362-; ■ - - . I>JÓÐVIIj.TINN .1 —' ■ SIÐA 3
Þar hefur veriö samið um landamærin
Blöð flytja margar og lang-
ar frásagnir af deilu Ind-
verja og Kínverja um
landamærin milli ríkja
þeirra og átökum sem átt
hafa sér stað af þeim sök-
um. En aftur á móti hef-
ur farið færri sögum af því
að Kínverjar hafa náð fullu
samkomulagi við aðrar ná-
grannaþjóðir sínar um
landamærin og hafa þeir
samningar reynzt auðveld-
ir og lausn fljótlega fund-
izt sem báðir töldu sig
geta við unað. Kínverjar
liafa þannig samið við
Burmabúa um landamærin
og einnig við Nepalmenn,
en iandamærin milli Nep-
als og Kína er hluti af
liinni umdcildu McMahon-
línu. Reyndust Kínverjar
fúsir til að halda þeirri
markalínu að mestu sem
endanlegum landamærum
íikjanna og hefur það þótt
sanna að auðvelt myndi
að komast að samkomulagi
um þann hluta hennar sem
skilur að Indland og Kína,
— ef Indverjar fengjust
aðeins til að setjast að
samningaborðinu. — Á
myndinni flil vintsri cést
begar Nepalmenn og Kín-
verjar setja saman upp
markastein, en á þeirri til
hægri dansa liðsforimr.iar
úr her Nepals og Kína á
hátið sem haldin var Kína-
megin landamæranna.
(haldsöflin í kirkjustjórninni eiga í vök að verjast
Kirkjuþingið vettvangur
ákafrar baráttu um völd
Heilsufar Jóhannesar páfa getur háft úrslitaáhrif
RÓM — Ákvörðunin að fresta heimsþingi róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar um fimm mánuði kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir flesta full-
trúa á þinginu í Rómaborg.
Alþýðubandalagsfólk,
Hafnaríirði!
Munið fundinn að Strandgötu 41
annað kvöld kl. hálfníu.
Stjórnin.
Mikojan ræddi
vi$ Kennedy
WASHINGTON 30/11 — Anastas
Mikojan, aðstoðarforsætisráð-
herra Sovétríkjanna, ræddi í gser
við Kennedy og mun hafa skýrt
forsetanum frá því sem bar á
góma á fundum þeirra Fideis
Castro. Talsmaður Bandaríkja-
stjórnar sagði að loknum við-
ræðum að ekkert endanlegt sam-
komulag um lausn Kúbudeilunn-
ar hefði orðið á fundi Kennedys
og Mikojans, en hins vegar hefðu
þeir orðið ásáttir um að halda
áfram samningaumleitunum.
Þegar ‘^lngií ‘korh saman í
háust var afráðið að það stæði
fram að jólaföstu en hæfist á ný
í mai í vor. Nú hefur verið
ákveðið að fresta framhaldi
þingsins þangað til i september.
Það fer ekki dult að ástæðan
fyrir frestuninni eru hin hörðu
átök og miklu deilur sem orðið
hafa á þinginu milli andstæðra
fylkinga háklerka. Markmiðið
með því að fresta þinginu er að
gefa deiluaðilum tíma til að
hugsa sig um og leita um sætt-
■r
^ægri og vinstri
Á kirkjuþinginu hafa tekizt á
skýrt aðgreindar fylkingar. Til
vinstri eru þeir kardínálar og
biskupar sem vilja að kirkjan
lagi starfshætti sína og fram-
setningu kenninga sinna að
breyttum timum. Til hægri eru
þeir sem telja allar breytingar
tii ills.
Forustumenn vinstri fylking-
arinnar eru biskupar og kardí-
nálar frá löndum Norður- og
Austur-Evrópu, Asíu og Afríku.
Kjami hægrifioksins eru Itölsku
kardínálarnir, einkum þeir sem
sæti eiga í kúríunni eða ríkissti.
kirkjunnar, en þeim fylgir að
málum þorri klerka frá Spáni,
Portúgal og Suður-Ameríku.
Bandarisku háklerkamir eru
klofnir. sumir vinstrisinnaðir en
aðrir skipa sér lengst til hægri.
Strax i upphafi þingsins kom
í ljós að nýjungasinnar eru í
meirihluta á kirkjubinginu.
Samþykkf var gegn harðri and-
stöðu kyrrstöðumanna að leyfa
aukna notkun þjóðtungna í
messunni.
■ Annað mál á dagskrá var
opinberunin, o.g í umræðum um
hana hörðnuðu átökin um all-
an helming. Ottaviani kardínáli,
áhrifamesti maður kúriunnar.
var formaður nefndar þeirrar
sem samdi álitið sem fyrir þing-
inu lá í þessu máli. Umræður
urðu svo heitar að Ottaviani var
klappaður niður er hann fór yf-
ir ræðutima sinn. Móðgaðist
hann þá svo að hann lét ekki
sjá sig á þinginu í nokkra daga.
Við atkvæðagreiðslu vildu 1300
fulltrúar vísa áliti Ottavianis og
félaga hans frá en 800 voru á
móti. Tvo þriðju atkvæða þarf
til að samþykkt riái fram að
ganga. Þegar í þessa sjálfheldu
var komið, tók . Jóhannes páfi í
taumana og sýndi að hann styð-
ur breytingamenn. Hann skipaði
nefnd til að semja nýtt álit um
opinberunina og eru frjálslyndir
klerkar mun öflugri þar en í
fyrri nefndinni.
, ,Mótmælendaáhrif “
Ihaldssömu ítölsku kúríu-
Jóhannes páfi í hásæti.
h T' "tl6t>6
meðferðinni sem þeir hafa sætt
í deilunum við kardínála og
biskupa frá Frakklandi, Þýzka-
landi, Hollandi og Póllandi, sem
eru foringjar vinstri armsins á
þinginu. Kúríukardínálamir bera
sig upp undan ofsóknum af hálfu
andstæðinga sinna, en íhalds-
öflin hafa verið í vörn allt frá
upphafi kirkjuþingsins. Sumir í-
haldssamir . kirkjuhöfðingjar
skirrast meira að segja ekki við
kardínálamir eru ævareiðir yfir I að bera andstæðinga sína þeim
sökum að þeír séu undir áhrií-
um mótmælenda og kommúnista.
Heilsa páfans
1 Róm ber mönnum ekki sam-
an um, hvort frestun kirkju-
þingsins bæti vígstöðu kúríunn-
ar eða ekki. Þeir sem öllum
hnútum era kunnugastir segja
fullum fetum, að nú velti allt á
heilsufari Jóhannesar. páfa. Hann
er orðinfí 81 árs og veiktist fyrir
fáum dögum af blóðleysi sem
stafar af magakvilla. Deyi hann
eða verði óstarfhæfur áður en
kirkjuþingið kemur saman aftur,
má við öllu búast. Þá fá kúríu-
kardínálamir tækifæri til að
reyna að fá kosinn eftirmann
sem þeim er hlynntur, og gæti
hann frestað kirkjuþinginu um
óákveðinn tíma eða beitt valdi
SÍnu íhaldsöflunum til framdrátt-
ar.
Sitji hinsvegar Jóhannes XXIII
enn á stóli Péturs þegar kirkju-
þingið kemur aftur saman eftir
níu mánuði, eru allar horfur á
að alræðisvaldi ítölsku kúríu-
kardínálanna yfir rómverskkaþ-
ólsku kirkjunni Ijúki fyrir fullt
og allt. Njóti Jóhannesar páfa
við getur „önnur lotan” haft í
för með sér slíkar breytingar
innan kirkjunnar að nálgist bylt-
ingu, segja menn í Róm.
SROsfakkar
Hálft verð. Einkar hagstætt fyrir skólapilta sem ætla
á skpiin nú í jólafríinu.
Gúmífatagerðin Vopni
Aðalstræti 16.
MINIR MENN - Vertíiarsaga
eftir STEFÁN JÖNSSON,
fréttamann
Kaflaheiti: Tvær krón-
ur sjötíu og fimm. Pétur
tólfti og tóbakkus kon-
ungur — Ó þessi neisti
— íslands þúsund ár —
Heimilishættir í Gands-
búð — Mannvit í kné-
röri — Eggjareikningur
— Hann gefur sig til sá
guli — Allar hænur hvít-
ar — Maskínuskáld —
899 — Fast í botni —
Ornaðu mér nú eina
stund — Beðið eftir
nýjum báti — Úthverft
brim um allan sjó.
Þetta er sérstæð bók um efni, sem hugstætt
er íslendingum. Vertíðarsaga frá upphafi til
lokadags í annasömum útgerðarstað. Lesandinn
fylgist með sjómönnum á sjónum, lifir með
þeim aflatregðu og ógæftir, mokafla og stitl
ur, óhöpp og erfiðleika. I Iandlegum ber margt
á góma, menn fá sér í staupinu og gera út
um ágreining sinn með hnefunum, kvenfólk
er ekki alveg utan þessa leiks og margir skritn-
ir fuglar spranga um sögusviðið.
Stefán hefur áður skrifað bók, sem seldist
upp á svipstundu og þótti sérstæð um alla gerð.
Nú er sögusviðið afmarkaðra og drættirnir
skýrari. Þetta er bók, sem allir lesa sér til
ánægju. Hún á ekki sinn líka meðal íslenzkra
bóka. Upplag fyrri bókarinnar þraut löngu fyr-
ir jól og vænta má að ráðlegra sé að tryggja
sér eintak af þessari í tíma.
ÆGISÚTGÁFAN