Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJOÐVILJINN CHARLOTTE ARMSTRONG: að hafa verið foreldralaus í þrjá- tíu ár. Jósep þekkti móður sína og tilbað hana, en hugmyndir henn- ar voru stundum . . . Nú reyndi hann að malda i móinn: — Þetta er ekki hægt ...... mamma! — Það er bam þarna sem er alveg frávita af skelfingu, sagði Parthenia. — Þetta er svolítið telpukorn. Hún á heima í her- bergi 809 og foreldrar hennar í næsta herbergi. Ég talaði við þau í dag. Þetta er ósköp indæl stúlka. Og ég get ekki annað, Jósep, svo að það þýðir hreint ekkert fyrir þig að segja neitt. Bústinn líkami hennar vagg- aði af stað niður ganginn. — Ef foreldrar hennar eru ekki heima, þá ætti einhverr að hugga hana. Hún hefur ekki gott af því að vera svona hrædd. — Mamma, hlustaðu nú á mig — Já, já, Jósep. Pabbi henn- ar spurði mig, hvort ég þekkti nokkra barnfóstru, og ég veit að þau ætluðu út. Ef móðir nennar er heima, þá gegnir öðru máli. En ég verð að spyrja. Ég get ekki annað. Mér stendur al veg á sama um. hvað þú segir. Jed reis á fsetur og horfði á ógegnsæja gluggarúðuna í bað- herberginu. Svo opnaði hann gluggann. Svalt loftið lék um andlitið á honum. Það virtist mjög rólegt miðri í djúpu partinu. Hann stakk höfðinu út til að sjá niður. Hann sá auðvitað ekki alla leið niður í botn. Hann sá ekki heldur gluggann á herbergi Bunnýar, því að hann sneri í sömu átt og böðglugginn. Hann sá gömlu konuna hinum megin í húsinu og hún gekk fram og aftur. Hún gekk að stól, greip í stólbakið báðum hönd- um, ýtti stólnum síðan frá sér og gekk aftur til baka. Og síð- an aftur að stólnum. Hann sá aðeins miðbikið á kroppnum og eirðarlausar hendurnar. Öttin sem hann hafði ekki einu sinni orðað í huga sínum. hvarf aftur og hann velti fyrir sér af hverju hann væri eiginlega að horfa út um gluggann. Hann braut heilann um, hvort konan þarna fyrir handan væri tauga- óstyrk út af einhverju sem hún hefði heyrt. Hann hugsaði og meðan hann hugsaði, vissi hann að einhver hlaut að hafa heyrt hávaðann. Farðu burt héðan, Jed Towers, sagði hann aðvarandi við sjálfan sig, meðan þú hefur ennþá tæki- færi til þess, hálfvitinn þinn. Nú er fjandinn laus. Þessi maður deyr ekki. Hann jafnar sig. Nú sefur hann vært. Það er Jed Towers sem þú þarft að bjarga núna! Jed skildi, að nú var raun- verulega tækifæri til að sleppa burt. Meðan viljikötturinn var inni í herbergi númer 809 gæti Jed Towers horfið útum dym- ar á herbergi 807, tekið til fót- anna og hlaupið eins og hann ætti lífið að leysa. En þess í stað steig hann yfir Eddie og tautaði upphátt: .,Hvern fjandann er hún að gera þarna inni hjá baminu? Hann hrökk við, þegar barið var að dyrum. Var nú allt um seinan? Hann stundi Hann mældi fjarlægðina að herbergi 809. Hann varð að komast inn í herbergi Bunnýar. en hann mundi að hann hafði séð lykil- inn þar standa i skránni ........ hann þurfti að komast út þá leiðina, fyrst einhver barði að dyrum í herbergi 807 — og það yrði eflaust mikið uppistand. Hann hikaði. Hvemig átti hann að komast framhjá þeim sem var fyrir utan hver svo sem það var? Jæja. honum tókst það sjálfsagt, hugsaði hann ■— það var eina leiðin, Þá uppgötvaði hann að Nell stóð í vegi ‘ fyrir honum. Hún horfði S hann og lyfti vinstri hendinni eins og til að gefa til kynna að hann ætti að vera rólegur. Jed hristi höfuðið og spennti vöðvana, reiðubúinn til að hlaupa. En Nell gekk í skyndi gegnum herbergi númer 807 — svo hratt að Jed varð ; skyndi að hörfa inn í felustað sinn aftur um leið og hún opnaði dyrnar fyrir því sem hlaut að koma. — Já ......, Jed gat séð hana og bölvaði henni i hljóði ...... bölvaði því sem hann gat séð — bakinu á dökka kjólnum (Hún var búin að skipta um föt) og ögrandi hökunni. Hann hafð; von á að heyra karlman d. rólega og einbeitta, En röddin var mjúk og hljómfögur. — Ég heyrði að litla stúlkan grét svo vo.ðalega, sagði röddin. — Er ekki neitt sem ég get gert? — Nei, sagði Nell kuldalega og undrandi. — Gætið þér telpunnar fyrir frú Jones? — Já. — Jæja, það er ágætt. Ég hef nefnilega talað við litlu stúlk- una og mömmu hennar ........ hún man kannski eftir mér. Ég mætti víst ekki líta inn til hennar og hugga hana. — Það er ekkert að henni nánar, Neil byrjaði að loka dyr- unum. En Parthenia hafði sett annan stóra fótinn á þröskuld- inn. — Ég þekki böm svo vel. Og mér semur alltaf vel við börn. Var hún hrædd. litla skinnið? Ég heyrði það? — Hún var með martröð, sagði Nell kæruleysislega. — Komdu nú mamma, sagði Jósep — Nú ertu búin að spyrja. Komdu nú. — Hver eruð þér? sagði Nell hvasst og horfði á hann. — Þetta er næstelzti sonur minn, sagði Parthenia hreykin. Ég á þrjá drengi og tvær stúlk- ur. Já, það er stór fjölskylda en hún hefur dafnað vel. Og ég get ekki afborið að heyra bam gráta svona skelfilega. Ég finn beinlínis til Veslings litla stúlk- an ..... o.g allt var svo ólíkt bví sem hún á að venjast ....... Rödd hennar lét í eyrum eins og söngur. eins og vöggulag. — Ég get ekki séð að það komi yður neitt við, sagði Nell kuldalega. — Nei. það getur vel verið, sagði Parthenia. En fóturinn var kyrr þar sem hann var, stór fót- ur.afmyndaður af því að bera alltof þungan kropp hnýttur og breyttur ..... stór, sterkur, brjózkur fótur. — Nei, það get- ur vel verið. sagði fallega röddin dapurlega. — En ég verð eitt- hvað að gera til að lina þennan sársauka minn. Ég get ekki að mér gert að spyrja, hvaða bam sem grætur — Hún er ekkert að gráta núna, sagði Nell afundin: — Það er leiðiníegt að þér skuluð finna svona mikið til. Má ég svo fá að loka þessum dyrum? — Mamma ........ — Kunnið þér gott ráð við martröð? spurði Parthenia með óbugandi alúð. — Ef þér farið ekki héðan. þá kalla ég á einhvem. — Mamma ........ þér verðið að afsaka ..... mamma, komdu núna. — Tja ég er nú ekki alveg ánægð. sagði Parthenia lágt og dapurlega. — Það er alveg satt. Ef ég gæti bara verið alveg viss um að hún sé ekki lengur hrædd? sagði blíð röddin biðj- andi, — Maður verður alltaf að fara varlega þegar lítil böm verð hrædd á næturnar Þau geta haft svo illt af Því ef mað- ur huggar þau ekki, — Ég er búin að hugga hana, hvæsti Nell. Svo skipti hún um fas: — En þakka yður fyrir að þér spurðuð, sagði hún með læ- víslegum, smeðjulegum hreim, sem var ógnandi á sinn hátt. — Yður gengur sjálfsagt gott eitt til. En ég get bara ekki bo.ð- ið yður inn fyrir. Ég þekki hvorki yður né manninn þaima. Jósep dró móður sína hrana- lega frá dyrunum. — Jæja, góða nótt, sagði Parthenia niðurdregin, og þegar Nell lokaði dyrunum, bætti hún við: — Ef ég hefði verið hvít. hefði ég ekki .... — Uss! sagði sonur hennar. — Flýttu þér nú. Komum að lyftunni .... og heim. Hún er hættuieg! — Hættuleg? tautaði móðir hans. — Þú ættir að vita betur, mamma, það er ég svo oft búinn að segja Við getum ekki verið með afskiptasemi við þessa hvítu stúlku, þvi máttu treysta — ekki þessa stúlku. — Ég var ekki með afskipta- semi. Það er eitthvað að Jósep. Móðir telpunnar er ekki heima. Mér er ekki um þetta. — 'Heyrðu mig nú, mamma, þú verður ,að sætta þig við þetta, því að þetta er alveg tilgangs- laust. Þú getur ekki skipt þér af málefnum þesarar hvítu stúlku, þótt þú hefðir þúsund sinnum rétt fyrir þér. Með titr- andi fingrum ýttí hann á lyftu- hnappinn. — Börn eru ekki fljót að jafna sig eftir martröð, sagði Parthen. ía alvarlega, meðan þau biðu. — Það gera það engin börn, Jósep. — Þú getur eggert gert í þessu, mamma. Þú verður að gleyma því. Lyftan stanzaði. Dymar opn- uðust. Parthenia hikaði andar- tak, En loks steig hún innfyrir og Jósep andvarpaði þegar þau sigu niður á við. Hann heyrði hana tauta: — Nei, ef ég'hefði verið hvjt, þá hefði ég ekki farið burt .... — Eigum við að fara inn og fá okkur matarbita? sagði hann hressilega. — Ertu svöng, mamma? Hún svaraði ekki. — Mamma? •— Ég held mig langi ekki til þess í kvöld, drengur minn. — Ertu ekki svöng? Hann tók undir handlegg henni og ýtti henni út ár lyftunni, fyrlr hom- ið og að bakdyrunum. Parthenia leit upp til stjam- anna og sagði: — Nei, þá hefði ég ekki látið reka mig burt. Þá hefði ég ekki linnt iátum, fyrr en mér hefði verið hleypt inn Hve f ramsýnn ertu Forvitrar voru þeir menn nefndir áður fyrr, sem sáu fyr- í óorðna atburði. Það varsjald- gæfur hæfileiki en góður, þótt ekki entist hann öllum til ham- ingju og langlífis, sbr. t. d. Njál. Gallinn var oft sá, að þótt menn sæu fyrir óæskilega atburði, þá var ekki á þeirra valdi að sporna við þeim, því forlögin höfðu endanlega af- greitt málið, svo engu varð um þokað. Frá því sjónarmiði sé-ð gat raunar oft orkað tvímælis, hvort skyggni á óorðna atburði var æskilegur hæfileiki fyrir þá, sem yfir honum réði. Vafalaust má þó telja, að framsýni í skák sé mjög heppi- legur eiginleiki fyrir iðkendur þeirrar listgreina. Gundvallast það einkum á því, að almennt er talið, að menn séu sinnar eigin gæfu smiðir í skák og þurfi ekki að lúta afarkostum duttkmgafullra og óaftur- kræfra forlaga. Að vísu er oft talað um heppni og óheppni í skák, en með því mun yfirleitt ekki átt við að heppnin eða ó- heppnin sé ákvörðuð af skapa- nomunum, áður en setzt er að taflii. Auk þess er vafasamt, að rétt sé að nota þessi hugtök um skáktafl yfirleitt. Hvað sérðu marga leiki fram í tímann? — Þe1' "■ spuming, sem oft er t tii skák- manna. Ymsir fræg.r meistarar hafa gefið klassisk svör við þessari spurningu í gamni og alvöru. Capablanca sagðist stundum reikna allt að 100 leiki fyrirfram, að vísu ekki beina línu, heldur tæki hann þá öll aukaafbrigði með. Ann- ar frægur stórmeistari sagðist aðeins reikna einn leik fram í tímann, en það væni alltaf bezti leikurinn. Enn annar meistari sagðist ávallt sjá ein- um leik lengra en andstæðing- urinn. Lílklega hefur Botvinnik verið næst raunvemleikanum, en hann svaraði spumingunni á þann veg, að yfirLeitt hugsuðu menn ekki nema 3-4 leiki beint fram fyrir sig; meginhluta um- hugsunartíma síns eyddu þeir í að meta stöðuna, gera strate- giskar áætlanir varðandi þróun . hennar og hernaðarreksturinn í stórum dráttum í náinni framtíð. Þetta segir heimsmeistarinn. Mörgum kann að virðast það órómantísk staðréynd, að sjálf- ur heimsmeistarinn skuli ev’-' að jafnaði hugsa nema fj, . leiki fram i tímann. En líklega er þessu svona farið með vel- flesta skákmeistara, þótt þá kunni að skorta hlutlægni og raunsæi Botvinniks til að við- urkenna þessa staðreynd fyrir NYK0MIÐ Fallegt og mikið úrval aí GÓLFTEPPUM GANGADREGLUM ullar og hárdreglum. H0LLENZKU GANGADREGLARNIR sem allir þekkja, í öllum breiddum. GÓLFM0TTUR, alls konar. TEPPPAM0TTUR, mjög fallegar. Aldrei eins fallegt úrval. Geysir hf. Teppa- og dregladeildin. Botvinnik. EllEUifflTTO Kristinsson Sveinn sjálfum sér eða öðrum. Skák reynir minna á reikn- ingshæfileika manna en hæfni þeirra ti'l að meta og vega hin- ar óllíkustu stöður og hafa góða almenna yfirsýn yfir kosti og galla ákveðinna afbrigða og t. d. þá áhættu sem hvert og eitt þeirra kann að hafa í för með sér. Hæfileikinn til að reikna út eftir sterkum líkum þá leiki, sem væntanlegir eru á næstunni, er að vísu æskileg- — Sunnudagur 2. desember 1962 ur, en hann hlýtur þó ávallt að takmarkast af þeirri stað- reynd, að hver skák er tefld af tveimur aðilum og ávallt verður að reikna með þeim möguleika, að andstæðingurinn komi með óvænta leiki, sem mönnum hefur láðst að gera ráð fyrir. Þá er oft betra að hafa varið tímanum til að kom- ast í sem bezta snertingu við sál og eðli stöðunnar með ; heildarmati á henni, heldur en reikna út leikjaraðir, sem koma svo ef ti'l vill aldrei til framkvæmda. 3 En þótt svar heimsmeistar- ans, Botvinniks, fari líkL næst sanni af svörum þeim, sem nefnd voru, þá má segja, að það sé ekki að ófyrirsynju, að sumir hinna meistaranna hafa ekki kosið að taka spuming- una alvarltega, heldur svarað henni á gamansaman hátt: Spumingin er nefnilega frem- ur bamalieg og sýnir, að spyrj- : endumir gera sér ekki fulla grein fyrir hvað skáktafl er ’ yfiriieitt. Það veltur nefnilega á hinum ólíkustu atvikum hve nauðsynlegt og hve mögulegt er, að sjá langt fram f skák eftir beinum leiðum. Sumar leikfléttur krefjast þess t.d. að menn sjái a. m. k. 10 leiki fram í tímann. í öðrum tilvik- um nægir að sjá 1—4 leiki fram fyrir sig. Og svar meist- arans sem sagðist sjá 1 leik fram fyrir sig. en það væri alltaf bezti leikurinn, þarf ekki eingöngu að fela lí sér gamansiemi. Því ef maðurinn væri það glöggur í stöðumati sínu, að hann fyndi ávaht á sér bezta leibinn án beins út- reiknings, þá mimdi hann auðvitað ná tilætluðum á- rangri. Þannig kunna öll svör- in að hafa til síns ágætis nokkuð. Najdorf: Unzkker Sem kunnugt er þá stóð argentínski stórmeistarinn Naj- dorf sig með ágætum a ÓÍ- ympíuskákmótinu f Bú'lgaríu. Þótt hann sé þegar tekinn að klífa upp sjötta áratuginn, þá varð hann efstur þeirra fyrsta borðs manna, sem tefldu í efsta riðli úrslitanna. Verður það að teljast frábært afrek. Hér fer á eftir ein af vinn- ingsskákum Najdorfs á Ol- ympíuskákmótinu. Andstæðing hans, Unzicker, þarf ekká að kynna. Hann mun ásamt Uhl- mann vera sterkastur skák- manna á Þjóðverjalandi um þessar mundir. Hvítt: Najdorf. Svart: Unzicker. DROTTNIN G ARIND VERSK VÖRN 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rf3, (Eftir 3. Rc3, Bb4, kemur fram Niemzoindversk vöm sem kunnugt er. Najdorf er líklega ekkert um hana gefið, enda er Unzicker mikill kunnáttumað- ur í þeirri vörn). 3. — — b6 (Unzicker grípur þá í stað- inn til drottningarindversku varnarinnar. Hún er ekki talin síður traust, en minna könnuð en sú Nieemzindverska). 4. e3 (Fyrr var .oftast leikið 4. g3 og síðan Bg2. En reynslan hef- ur leitt í ljós, að svartur nær oft tafljöfnun með fremur auð- veldu móti f því kerfi). 4.-------Bb7 5. Bd3, c5 6. 0—0, Be7 7. b3, 0—0 8. Bb2, cxd4 9. exd4, d5 (Þung stöðubarátta er í vændum. Hvítur hefur frjáls- ara tafl, en sfaða svarts er traust og ekki auðvelt að sundra henni). 10. De2, Rc6 11. Rb—d2, Ilc8 12. Ha—cl, He8 13. Hf—dl (Rýmir fyrir riddaranum og gerir hrókinn virkari. Najdorf teflir ská þessa af mikilli markvísi). 13.------Bf8 14. Bbl, g6 (Þessi og næsti leikur svarts gefa hvitum í sameiningu góð árásarfæri eftir svörtu homa- línunni. Betra virðist því að leika 14. — — dxc4 og síðan — — Re7. Staða svarts væri þó allavega heldur erfið. en hvítur hefði samt ekki hand- ’ hægan átakspunkt tU. úrslka- atlögunnar). 15. Rfl, dxc4 16. bxc4, Bg7 17.Rg3, Dc7 18. Bc3, Re7 Hvitt: NajdorL ~ mfm ABCDEF'GH Svart: Unzieker. 19. d5! (Skyndilega opnast aHar flóðgáttir himinsins yfir höfði svörtum. Leikflétta Najdorfs byggist á því, hve reiturinn f6 er veikur). 19. ---exd5 (Ekki er gott að benda á viðunandi leiki fyrir svaTtah. 19. — — Dxc4 strandaði á 20. Db2). 20. Dh2! (Þar lá hundurinn grafinn. Svartur reynir nú á örvænt- ingarkenndan hátt að forðast liðtapa, en tekst þó eigi). 20.----d4 21. Rxd4, Ile—d8 22. Hel, a6 (Gerir við hóbuninni Rb5, en hvíti riddarinn er þá ekkert upp á slfka útkjálkareiti kom- inn). 23. Re6! (Eins og skriðdreki, sem rið- ur fótgönguhði braut, mylur hann svörtu stöðuna í nokkr- um leikjum). 23.----Dc6 24. Be4! Rxe4 25. Rxd8, Hxd8 26. Rxe4, ÍS 27. Bxg7, fxe4 28. Bf6, He8 29. Bxe7 (Najdorf einfaldar stöðuna. Tafl'ið er létt unnið). 29.----Hxe7 30. Hc—dl, e3 31. fxe3 He8 32. He2 Dxe4 33. Hd7 og Unzicker gafst upp. A i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.