Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 6
6 SIÐA
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 2. desember 1962
i
Þjófum greiddar 1,2 millj kr. fyrir j
a& skila aftur mynd af gu&smó&ur
Listaverki frá miðöldum, sem ekki verður metið til
fjár, tréskurðarmynd af guðsmóður, sem fyrr á árinu
var stolið úr kirkju í Volkach í Bajern, hefur verið
skilað aftur, eftir að vikublað eitt hafði greitt þjófun-
um 100.000 mörk (um 1,2 millj. kr.)
Tréskurðarmyndin sem gerð
var af Tilman Riemen-
schneider (1460—1531) var ó-
skemmd þegar hún komst
aftur í hendur réttra eig-
enda, en þó hafði verið bor-
inn á hana brúnn skóáburður.
Þjófnaður myndarinnar
vakti mikla athygli á sín-
um tíma. Þjófarnir höfðu
ekki haft mikið fyrir því að
stela henni, því að kirkjan
stóð opin að nóttu til og eng-
inn var til að gœta hennar.
Hins vegar þótti mönnum ó-
líklegt að þjófamir gætu haft
nokkuð upp úr stuldinum,
nema þá það að njóta fag-
urs listaverks, því að óhugs-
anlegt var talið að þeir gætu
komið því í verð.
Ritstjóri stærsta vikublaðs
Vestur-Þýzkalands, Der Stem,
Henri Nannen. lét það boð
út ganga í blaði sínu að hann
væri fús til að greiða þjóf-
unum 100.000 mörk ef þeir
skiluðu myndinni aftur og
hét hann þvi að láta lög-
regkma ekkert vlta, fyrr en
tveimur sólarhringum eftir
að hann hefði fengið mynd-
ina í hendur.
Biað hans var rétt farið í
pressuna 1. nóvember s.l. með
tilkynningu um að frestur sá
sem hann hafði sett þjófun-
um væri útrunninn, þegar
síminn hringdi um mjðnætti í
hótelherbergi hans í Miinch-
en. Maður sem kallaði sig
„Leininger“ kvaðst hafa
myndina undir höndum og tif
sannindamerkis svaraði hann
á stundinni öllum spurningum
Nannens um einstök atriðL,
hennar. Síðan bætti hann
við ógnandi röddu: „Reynið
ekki nein undanbrögð, því við
erum vopnaðir og munum
skjóta ef þörf kret'ur".
Mcð þjófana á hælunum.
Þjófaforinginn bauðst til
að sanna til fullnustu að
hann^ hefði myndina í fór-
um sínum með því að af-
henda tvær minni myndir
sem stolið hafði verið sam-
tímis henni. Samstarfsmað-
ur Nannens, Reinhardt Holl,
ók klukkustundum saman
fram og aftur um götur Ham-
borgar og fann að lokum
myndirnar í úrsérgengnum
sendiíerðabíl. Holl tók þær,
en skildi eftir, eins og um
hafði verið samið, 50.000
mörk í' notuðum seðlum.
Þjófarnir voru á hælunum
á Nannen og samstarfsmönn-
um hans dag og nótt til þess
að tryggja það að þeir væru
ekki lokkaðir í gildru. Það
vaknaði hjá þeim grunur að
allt væri ekki með felldu
þegar þeir sáu stóra hópa lög-
reglumanna ryðjast inn i
Blaðahúsið í Hamborg, en
uppgötvuðu sér til hugarlétt-
is að lögreglan átti erindi við
annað blað í húsinu en Stcrn:
Þetta var aðförin að Der
Spiegel.
Loks fékk Nannen þau
skilaboð frá „Leininger" að
hann skyldi fara ásamt að-
stoðarmanni til Númberg.
Þar fengu þeir lokaboðin frá
þjófunum um hvert þeir
skyldu fara og fylgdi þetta
með: „Ef þér hringið eftir
þetta símtal eða ef einhver
bíll ekur á eftir yður þá leið
sem við höfum sagt yður að
fara, þá mun fara ii!a fyrir
yðúr".
Blótsyrði björguðu þeim.
Nannen og félagi hans<'óku
síðan til þorpsins Gross-Grún-
lach, eins og fyrir þá hafði
verið lagt, fóru þar út af
veginum og óku um akra og
á tilgreindum stað fundu þeir
myndina af guðsmóður liggj-
andi á hvítu laki. Þeir tóku
myndina, en skildu eftir pen-
Tréskurðarmyndin af guðsmóður sem stoiið var.
ingana. En rétt í því varð staðnum ef blótsyrði Nannens
Nannen á að ýta á hnapp A hefðu ekki §aí>nfa.U't han.n um
vasaljósinu sem hann var ------ 1 •t-":
með og gaf það þá frá sér
stöðug ljósmerki Nannen
varð mjög bilt við og fleygði
hann frá sér vasaljósinu
bölvandi og ragnandi.
„Leininger“ hringdi síðar
til þeirra félaga og sagði að
þeir hefðu verið skotnir á
aó erigin brögð væru í tafli,
Hinni frægu mynd hefur
nú verið skilað aftur, en
mjög er um það deilt í Vest-
ur-Þýzkalandi hvort framferði
Nannens að greiða þjófunum
„lausnargjald" fyrir myndina
brjóti ekki í bága við löig
eða a.m.k. almennt siðgæði.
ÞORSTEINN FRÁ
HAMRI
LIFANDI
MANNA
LAND
„Alvarleg viðleitni að nag-
nýta í frjálsu nútímaljóði
arf májs og sögu í orðfæri,
táknmáli og myndum.“ —
Ólafur Jónsson (Tíminn).
HEIMSKRINGLA
HETJUSÖGUR
íslénzkt rnVndablað fjf.S
fyrir bbrn 8 - 80 ára r
■ , VvA
................
og kappar hans
'2®* ;4
héfti komið < v
í bókabúðir v* /•
og kostar aðeíns 10 krónur. ’
HRÓl HÖTTUR
Fyrir nokkrum dögum varð citt mesta sjóslys scm
orðið hefur við strendur Japans, en þá rákust á
í skipaskurði skammt frá Kawásaki tvö oiíuflut ningaskip, annað norskt, Harald Brovig, hiitt jap-
anskt, Munakata Maru, og olíuflutningaprammi nn Taihei Maru rakst á hin tvö. Skipin stóðu
brátt I ljósum logum öll þrjú. Skipverjar á japönsku skipunum urðu eldinum að bráð, en allir
Norðmennirnlr, 47 talsins, björguðust. Stærsta skipáð á myndinni er Harald Brovi&
Kæra sig ekti um að
fá Kana í hesmsékn
Hin svoncfndu „trúboðsgistihús”
(Missionshotcller) í Kaupm.höfn
ciga lítiö skylt viö trú-
boðsstarfsemi, en þau cru mik-
ið sótt af fcröamönnum sem
vilja ódýra gistingu við þokka-
legan aðbúnað þar setn þeir
geta haft ró og næði. En þessi
gistihús kæra sig ekki um að
fá bandaríska gesti.
Kaupmannahafnarblaðið In-
formation segir frá þessu á for-
síðu undir fyrirsögninni „Trú-
boðshótel ljúga til að fá ekki
bandaríska gesti". Það skýrir
£rá því að það hafi frétt aí
bandarískum arkitekt sem
hafi ætlað að panta herbergi
á einu þessara gisthúsa, en þá
fengið það svar að allt væri
upptekið. Honum þótti þetta
í meira lagi einkennilegt, þar
sem ekki var vitað til þess að
nokkur skortur væri á gisti-
herbergjum í Kaupmannahöfn á
þessum tíma árs. Hann lét þvi
danska skrifstofustúlku hringja
í sama hótel og hún fékk þá
það svar að auðvelt væri að
fá leigt herbergi á því.
Information sannreyndi þetta
með því að láta einn blaða-
manna sinna hringja í nokkur
trúboðshótel, kynna sig sem
mr. Moller og tala ensku með
amerískum hreim. Á öllum
fimm hótelunum sem hann
hringdi til fékk hann það svar
að allt væri upptekið. Síðan
hringdi annar blaðamaður til
gistihúsanna og spurðist eftir
herbergi á dönsku. Þá voru
alls staðar laus herbergi.
Aðspurðir um skýringuna á
þessu fyrirbæri sögðu hótel-
stjórarnir að þeir kærðu sig
ekkert um að fá Ameríkana
sem gesti á hótel sín. I Kaup-
mannahöfn væri fjöldi amer-
ískra hermanna í orlofi frá
Vestur-Þýzkalandi og reynslan
af hegðun þeirra væri slík að
ekki væri bjóðandi öðrum gest-
um að búa undir sama þaki
og þeir. Þeim þætti að vísu leitt
að þetta yrði til þess að skikk-
anlegir amerískir ferðalangar
yrðu að gjalda fyrir hegðun
landa sinna, en við því væri
ekkert að gera. Þess vegna
væri öllum Bandaríkjamönnum
neitað um gistingu.
Fjárskortur háir
tunglskoti USA
Undirbúningur Bandaríkja-
manna undir að senda mannað
geimfar til tunglsins sem hófst
fyrir hálfu öðru ári hcfur taf-
izt sökum fjárskorts og er nú
talið að hann sé sex-sjö mán-
uðum á eftir áætlun.
Þessi undirbúningar hefur
þegar að sögn kostað 300 millj-
ónir dollara (yfj.r ,12. milljaröa
króna) meira en áætlað hafði
verið, og hafa sumir ráðamenn
bandarísku geimferðastofnunar-
innar NASA talið óhjákvæmi'-
legt að farið verði fram á aukn-
ar fjárveitingar við þingið
Forstjóri NASA, James Webb.
er þó ekki þeirrar skoðunar og
neitar hann því að undirbún-
ingurinn hafi tafizt vegna
fjárskorts.
öðru máli gegnir samt um
framkvæmdastjóra þeirrar
deildar stofnunarinnar sem ann-
ast um tungll’erðarundirbún-
inginn, Brainerd Holmes og
það er hann sem heldur því
fram að starfið sé 6—7 mán-
uðum á eftir áætlun.
250 milljarðar króna.
Geimferðastofnunin gerir ráð
fyrir að þurfa hvorki meira né
minna en 6.000 milljónir doll-
ara (um 250 milljarða króna)
á fjárhagsárinu 1963—1964 og
hefur farið fram á við þingið
að fá þá fjárhæð, en hún er
nærri því jafnhá og sá halli
sem búizt er við að yerði á
fjárlögum yfirstandandi fjár-
hagsárs. Kennedy forseti hafði
í upphafi ársins reiknað með
nokkrum greiðsluafgárigi og
fyrst áætlanir stjórnar hans
hafa reynzt svo fjarri lagi, er
ekki að undra þótt hún kinoki
sér við að fara fram á mjög
hækkaðar fjárveitingar á næsta
ári.
Veðrinu kennt um.
Því er haldið fram að fjár-
skortur hafi staðið ýmsum
framkvæmdum varðandi tungl-
ferðina fyrir þrifum og m.a.
valdið því að ákveðið hefur
verið að fresta sólarhrings
geimflugi Gordons Coopers
fram í apríl, en geimför hans
hafði verið ákveðin mánuði
fyrr.
I tilkynningu NASA er um-
hleypingasömu veðri á Florída-
skaga á þessum tíma árs hins
vegar kennt um. Á hitt er þá
bent að Glenn fór sína geim-
för í febrúar s.l.
Smurlingarnir smita
eftir tvö þúsund ár
Nú virðist loks vcra fundin
skýring á því dularfulla fyrir-
bæri sem kallað hcfur verið
„álög faróanna", en sú hefur
verið trú manna að hinir
egypzku faróar hafi lagt svo
á, að þeir sem dirfðust að
raska ró þcirra í kistunni
myndu hljóta verra af.
Það hefur ýtt undir þessa
hjátrú að mörg dæmi eru þess
að fornleifafræðingar og aðrir
sem unnið hafa að uppgrefti
hinna egypzku smurlinga hafa
tekið ókennilegan sjúkdóm.
Nú hafa vísindamenn við há-
skólann í Kaíró skýrt frá því
að þeir hafi fundið lifandi sótt-
berandi vírus í uppþornuðum
smurlingum egypzkra faróa sem
uppi voru fyrir meira en tvö
þúsund árum. Telja þeir senni-
legt að hér sé um að ræða
sýkil þann sem valdið hefur
sjúkdómi fornleifafræðinganna.
Þessi sjúkdómur hefur venju-
lega verið í líkingu við of-
næmi og einkenni hans verið
bólga í barka og lungnapípum.
Hvar er
salernið?
Einhver hefur stolið herrasal-
erninu á járnbrautarstöðinni
við Stowe-by-Chartleyr í Eng-
landi.
Það hlýtur að hafa verið
mjög erfitt verk fyrir þjófinn
að flytja á brott þessa leynd-
arkytru, sem var gerð úr járni
og steinsteypu og vó hálft tonn.