Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 12
 'r\ A ýmsu meiri skortur í Reykjavík en bönkum Banka- og víxlarastarfsemi hefur sjaldan staðið með meiri blóma hér á landi en hin siðari ár. í Reykjavík hafa bankar og bankaútibú risið upp eins og gorkúlur og þá að öllum jafnaði í dýrasta húsnæði við aðalverzlunar- götur. f gær var nýjasti bankinn í borginni opnaður, vestur- bæjarútibú Landsbankans í anddyri Háskólabíós. eins og skýrt var frá hér í blaðinu, og er þá tala banka og sparisjóða i Reykjavík farin að nálgast mjög annan tuginn. í miðbænum er hver bank- inn við annan. Landsbanki ís- lands, Útvegsbanki íslands og Búnaðarbankinn hafa sinar aðalstöðvar í Austurstræti. Skammt frá, í Lækjargötunni. er Iðnaðarbankinn í sínu stór- hýsi, við Lækjartorgið norð- anvert Samvinnusparisjóður. inn og uppi í Bankastræti Verzlunarbanki íslands. Útibú stóru bankanna í Austurstræti eru síðan dreifð við Laugaveginn: Landsbank- inn nr. 15 og 77, Útvegsbank- inn í nr. 105 og Búnaðarbank- inn í nr. 3 og 114. í næsta nágrenni eru að auki spari- sjóðir, sem hafa með hönd- um almenna bankastarfsemi: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis á homi Hverfis- götu og Smiðjustígs 0g Spari- sjóðurinn Pundið við Klapp- arstíg hjá Hverfisgötu. Utan þrengsta hrings mið- bæjarins eru síðan að rísa bankaútibú hvert af öðru. Landsbankinn er með útibú í Langholti og nú í.. Háskóla- bíói við Hagatorg, Búnaðar. bankinn opnaði í haust útlbú við Vesturgötu og hefur boð- að að annað verði opnað í Bændahöllinni við Hagátorg þegar húsrýmið þar hefur verið fullgert. f þessari upptalningu hefur ekki verið getið Fram- I Einn af nýjustu bönkunum í Reykjavík er útibú Landsbanka fslands að Laugavegi 77. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). kvæmdabankans, sem keypti í fyrr.a Þrúðvang, dýra hús- eign við Laufásveg neðan- verðan, af Tónlistarfélaginu. Erindi Jóns Heigasonar prófessors Það er klukkan 4 síðdegis í rtag, sunnudag, sem fyrirlestur Jóns Helgasonar prófessors hefst í Iðnó. í fyrirlestri sínum mun prófess. orinn greina frá einu hinn.a kyn- 'egu ævintýra heimsbókmennt- anna, þ.e. sambandi Suleiku og Ooethes, en í bók þeirri. sem kemur einhvern næstu daga frá hendi Jóns Helgasonar í afmæl- isbókasafni Máls og menningar. lióðaþýðingum ,,Tuttugu erlend Ijóð og einu betur“ eru m.a. tvö kvæði eftir þessa þýzku konu. ■ r baz- •argsr Klukkan 2 síðdegis í dag hefsf ! MÍR-salnum, Þinghoitsstræti 27, fjölbreyttur og vandaður banar. sem Sjálfsbjörg. félag fatlaðra í Reykjavík gengst fyr- ir í fjáröflunarskyni. Á bazarnum er margt góðra og fallegra muna. Þarna eru ýmsir munir sem bundnir eru jólum og jólaundirbúningi: fag- urlega skreyttir aðventukransar o, s. frv. og fjöldi muna sem hentugir eru í jólagjafir, peysur og ýmiskonar ullarvörur. fatnað- ur o.fl. o.fl. Allir eru munirnir. bó vandaðir séu, seldir á vægu verði og því .að vænta að marg- ir leggi leið sína í Þingholts- cfrætið og geri góð kaup. láiiarinn í máli VVN var nazisti VESTUR-BERLIN 1/12. — Rétt- arhöldunum sem hófust í Vest- ur-Berlín í gær giegn samtökum þeirra sem ofsóttir voru á valda- árum nazista. VVN, hefur verip frestað fram til 7. desember. A fyrsta réttarfundinum voru lögð fram gögn, sem sýndu að dómar- inn í málinu hefði verið í naz- istaflokknum, gengið í hann ár- ið 1936. Verjendur samtakanna fóru fram á að dómarinn yrði látinn víkja og var réttarhöld- unum þá frestað, þar til úrskurð- u.r hefur verið kveðinn upp um bá kröfu. Bæklingurinn Sjálfstæði ís- Iands 1962 eftir Bjarna Bene- diktssbn frá Hofteigi er til sölu á eftirtöldum stöðum: Laugavegi 18. Adlon, Bankastræti 12. Bókabúð KRON, Bankastræti. Blaðatuminum, Austurstr. 10. Bókaverz'lun ísafoldar, Austur- stræti. Rit þetta er gefið út í tilefni 1. desember og kemur út sem fylgirit Dagfara, málgagns Sam- taka hemámsandstæðinga. Akranes Akranes DUMBO kvintett og ÓLAF- UR BRAGI skemmta á dansleiknum i kvöld. arssyni en Pétur lijá Hjálm- ari Þorsteinssyni en síðan fóru þeir til Kaupmannahafn- ar tii frekara náms og er þetta annar vetur þeirra > þessum skóla. Indríði Waage hlaut „Skálholtssveininn " Sigruðu í verðlaunasam- keppni í Kaupmannahöfn í frétt Berlinske Tidende 21. nóvember sl. segir frá því, að daginn áður hafi lokið samkcppni sem fyrirtækið II. A. Grubert’s Sþnner efndi til meðal nemenda tveggja efstu bekkja húsgagnadeildar Kunst- Hár rt-rsrksolens í Kaup- mannahöfn um gerð lampa, er fullnægja skyldi bæði kröfum um að bera æskilega birtu og að falla vel að arki- tektúrnum í herberginu. Fyrstu verðlaunin í sam- keppni þessari hlaut lampi sem tveir ungir Reykvíking- ar, er stunda nám við skól- ann, höfðu gert og þeir hlutu einnig ein þriðju verðlaun fyrir annan lampa. Piltarnir sem báðir eru tæplega hálf- þrítugir heita Jón Ólafsson og Pétur Lúthersson. Jón lærði húsgagnasmíði hjá Helga Ein. I fréttinni í BT segir. að hafin verði verksmiðjufram- leiðsla á lömpunum, Á meðfylgjandi mynd sem birtist með fréttinni í BT sjást Jón og Pétur með fyrstu- verðlaunalampann á mllli sín. Hann er til þess ætlað- ur að hanga yfir mat. eða sófaborði og á gerð lampans að sjást á myndinni, ef hún kemur vel út í blaðlnu. Valtýr Stefánsson. Eldur í bifreið Um kl. 5 í fyrrinótt var slökkviOiðið kvatt á vettvang til þess að slökkva eld í bifreiðinni Y—621 er stóð á móts við húsið Laugateig 20. Er á staðinn kom var mikil eldur í vél bifreiðar- innar og urðu talsverðar skemmd- ir á vélinni. Bókfellsútgáfan hefur sient frá sér nýtt safn af blaðagreinum | Valtýs Stefánssonar ritstjóra. i nefnist bókin Með Valtý Stefáns- syni. í bókinni er hátóur þriðji tug- ur viðtala og frásöguþátta eftir Valtý. Má þar nefna viðtöl við prófessor Sigurð Magnússon, Guðmund Ásbjörnsson forseta bæjarstjórnar, Harald Böðvars- útgerðarmann, Stefán Stróbl teiknara, frú Mariie Ellingsen og lieikarana Poul Reumert og Har- ald Bjömsson. Greinar erú með- al annars um Einar H. Kvaran skáld sem blaðamann, Emil Nielsen fyrsta framkvæmda- stjóra Eimskipafélagsins og Markús ívarsson vélsmiðjueig- anda og málverkasafnara. Bókin hefst á löngum viðtals- þætti sem Matthías Johannessen hefur átt við Valtý um æskuár á Möðruvöllum og námsárin. Formála skrifar Bjarni Bene- diktsson. Fjöildi mynda er í bók- inni, sem er 228 lesmálssáður og prentuð i Odda. „Skálholtssveinninn“, verðlaun sjóðs þess sem stofn- aður var fyrir nokkrum árum til minningar um Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu, var afhentur Indriða Waage leik- ara og leikstjóra á sextugsafmæli hans í gær, 1. desember. Vilhjálmur Þ. Gíslason út-^átt kyn t;i mótað ýmsa nýja drætti í iklistarsögu okkar. Þakkaði Viihjálmur Indriða starf hans í þágu íslenzkra leiklistar- mála og flutti honum kveðjur frá Þjóðleikhúsinu og þjóðleikhús- ráði. Indriði W-aage þakkaði þá sæmd sem sér hefði verið sýnd með verðlaunaveitingunni. varpsstjóri afhenti verðlaunin fyrir hönd sjóðsstjórnarinnar með heillaóskum og þakklæti fyrir ágætt starf Indriða að ís- lenzkum leiklistarmálum í fjóra áratugi samfleytt. Útvarpsstjóri gat þess við þetta tækifæri. að stjóm Sjóðs Soffíu Guðlaugs- dóttur hefði ákveðið fyrir löngu að veita Indriða Waage ..Skál- holtssveininn“ fyrir afburða leik hans í leikriti Arthurs Millers ..Sölumaður deyr“. en verðlauna- veitingin hefði þá fallið niður vegna þess að afsteypa verð- launastyttunnar hefði ekki verið til. Leikhús og leikhúslíf var ■nfðahlutur þinn í lífinu, sagði útvárpsstjóri í ávarpi sínu til Tndriða Waage, og þú hefur á- vaxtað þitt pund vel eins og þú Brúin yfir 1• e Komin er út í íslenzkri þýð- ingu bókin Brúin yfir Kwai- fljótið eftir Pierre Boulle. Fjall- ar hún um brúarsmíði briezkra herfanga í höndum Japana á stríðsárunum. Saga þessi er kunn af kvik- myndinni sem eftir henni var gerð og hlaut verðlaun og mikl- ar vinsæMir. Sverrir Haraldsson befur þýtt bókina. Þetta er sérstæð stríðssaga um hin föstu tök heragans á at- vinnuhiermanninum, skilyrðis- laus hlýðni við herreglurnar gerir hegðun hans í senn hetju- leg^ og fáránlega. | Kvenfélag | sósíalísta t Kvenfélag sésíalista i k Reykjavík heldur félags- 3 fund í Tjarnargötu 20 b n.k. þriðjudagskvöld, 4. N desember, kl. 9 stundvíslega. B Á fundinum verður sagt [J frá aðalfundi Bandalags 1 kvenna í Reykjavík og þingi Alþýðusambands ís- lands (Hulda Ottesen). Þá k verða rædd önnur mál og ^ sýnd stutt kvikmynd. Kaffi á boðstólum. Félagskonur eru hvattar til að fjölsækja fundinn. Síðasti dapr Björnssonar í dag Sýningu Sveins Björnssonar listmálara í Bogasalnum lýkur i kvöld, sunnudag. Aðsókn að sýningunni hefur verið dágóð og í gær höfðu 6 myndir selzt. f dag er sýningin opin kl. 2—10 síðdegis. Mikojan farinn heim til Moskvu 700 í landliði Framhald af 1. síðu. WASHINGTON 1/12 — Mikojan, aðstoðarforsætisráðherra Sovét- ríkjanna, fór í dag frá Washing- ton heim til Moskvu. Við brott- förina kvaðst hann hafa í við- ræðum sínum við Kennedy for- seta og Rusk utanríkisráðherra sannfærzt um góðan vilja Bandaríkjastjómar og nokkuð hefði miðað áleiðis í samkomu- lagsátt. Kennedy forseti hefði sýnt í verki að hann skildi hverjar afleiðingar niyndu verða af heimsstríði á okkar dögum. Stefna Krústjoffs væri að leysa hvert deilumál fyrir sig og gera allt til að auðvelda friðsamlega sambúð ríkja. Það hefur verið átalið, hvernig þessi stjórn landliðsins í félag- inu hefur staðið sig í kjaramál- um sjómanna. Alþýðublaðið seg- ir að Jón Sigurðsson og Pétur Sigurðsson og afgangurinn af núverandi stjórn sé stoltur af árangrinum. Þeir eru þá einu mennirnir sem það eru. Starf- andi sjómenn líta öðru visi á það mál. Sjómenn eru minntir á, að stjórnarkosmingin í Sjómannafé- laginu stendur nú yfir, og er kosið í Alþýðuhúsinu kl. 3—6 hvern virkan dag nema laugar- daga kl. 10—12 árdegis. Listi starfandi sjómanna er B-listi. Atvinnuleysi vex enn í Bretlandi LONDON 1/12 — Gaitskell, leið- togi Verkamannaflokksins, hefur sagt í ræðu að íhaldsstjómin hafi reynzt þess ómegnug að halda uppi fullri atvinnu i land- inu og sé nú svo komið að fjöldi atvinnuleysingja um áramótin muni verða um 600.000 og hætta á að sú tala hækki enn á næsta ári. Ungt fólk sem lokið hefur skólagöngu á stöðugt erfiðara með að fá vinnu, sagði Gaitskell. DIOÐVIIIINN Sunnudagur 2. desember 1962 — 27. árgangur — 264. tölublað. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.