Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1962, Blaðsíða 5
Cunrmdagur 2. desember 1962 ÞJOÐVILJINIM Sextugur: INDRIÐI WAAGE. leikari Einn af þekktustu og vinsælustu lista- mönnum þjóðarinnar er orðinr gur. Það mun engum á óvart koma . iriði Waage skuli hafa náð þeim virðulega aldri, maður sem staðið hefur í fremstu röð leikara og leikstjóra á landi hér í tæpa fjóra tugi ára og unnið margþætt og giftusamlegt starf. Þó að íslenzk leik- list sé ung að árum er Indriði alinn upp við arinn hennar og sannnefnt leikhús- barn: sonur hins sjalla leikara Jens Waage, systursonur Guðrúnar Indriðadótt- ur, leikkonunnar frægu, og dóttursonur Indriða Einarssonar, leikskáldsins og leið- togans, svo nefndir séu þrír merkir braut- ryðjendur í stuttri en litríkri sögu ís- lenzkra leikmennta. Og Indriði Waage hef- ur ótrauður fetað í spor feðra sinna, helig- að Þalíu tómstundir sínar og krafta, og hverg’ látið sinn hlut eftir liggja. Þ: sízt af öllu ætlan mín að reyna að : langan og atburðaríkan listferil Indi enda ekki á mínu færi og heimild- ir ekki við hendina, en víst er að hlut- vérkaskrá hans er ærið álitíeg orðin, og ékki síður tilkomumikil tala þeirra sjón- leikja sem hann hiefur sett á svið um ævina. Þegar ég kynntist fyrst Leikfélagi Keykjavíkur á unglingsárum var Indriði þar forystumaður, ungur glæsilegur leik- ari og helzti leiðbeinandi; sum árin stjórn- aði hann öllum sýningum félagsins. í þá daga vár allmikið um léttvægt grín í leikhúsinu við Tjörnina, enda átfci það vísa öra aðsókn og almenningshylli; en það eru hin alvörumeiri og stærri viðfangsefni sem geymast í minningum. Það var Indriði Waage sem fyrstur stjórnaði Shakespearesýningum á ís- landi og sýndi með því heil- brigða dirfsku og bjartsýni æskunnar — þær sýningar voru ófullkomnar á marga lund, enda við frumbýlingshátt og ótrúlega örðugleika að etja, en mörkuðu engu að síður giftudrjúg spor á brautinni fram; og ekki gleymi ég Cuto- lycusi í hnittilegri túlkun Ind- riða, þeim óborganlega um- rénningi bg' skálki í „Vetrar- ævintýri" meistarans frá Avon. En sú leiksýning á æskuárum mínum sem fastast tók hug minn og geymist langskýrast í Indriði Waage í hlutverki Willy Lomans í ,... Wi Fj ' V i ,r , ii iiltfnd Sölumaður deyr“. minnum er „Á útleið“ eftir Sutton Vane árið 1926, en þar var Indriði Waage bæði leið- beinandi og aðalleikandi eins og í ýmsum leikjum öðrum fyrr og síðar. Magni þrungið og sérstætt andrúmsloft, næmur skilningur leikstjórans, ágætur samleikur og hnitmiðuð skipan á sviði — það mátti sennilega telja nýlundu á þeim timum Og tæpast verður annað sagt en Indriði hafi leikið Tom Prior af hreinni snilld, lýst hinum unga nauðstadda manni af djúpu innsæi, sönnum inni- leíka 'og 'ákörpum' 'mannlcgum skilningi; og mér er næst að halda að í þessu minnisverða íra«rtíða«einkeppi beztu æskuafreki hafi birzt nelztu kostir hins mikilhæfa leikara. Indriði Waage er sérkennilegur oi fjölhæfur listamaður og að sjálfsögðu mislagðar hendur eins og fleirum. Þó að hann hafi eigi sízt 'starfað að marg- víslegu gamni hygg ég að al- vöruþrungin viðfangsefni séu honum hjartfólgnust og helzt að skapi, og honum láti bezt að túlka baráttu og innsta eðli þeirra sem hrjáðir eru, örvinglaðir og þreyttir. sjúkir á sál og líkama eða fórnardýr illvígra ástríðna, staddir á yztu nöf. Af þeim toga eru ýmsar snjöllustu o.g átakanleg- ustu mannlýsingar hans, sterk- ar og fíngerðar í senn, og vitna um næman sálfræðilegan skilning, ríka samúð, djúpa innlifun. Eins og menn muna skýrir „Á útleið“ frá förinni * til annars heims, og Indriði Waage hefur jafnan látið mjög vel að stjórna og leika í tákn- rænum verkum og dulrænum. SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG — SJ. G sa 0 J ÖQ O tí O £3 % co Sjálísbjörg, félag fatlaðra, heldur bazar í MÍR-salnum, Þingholts- stræti 27, í dag kl. 2 e.h. Margt góðra muna á gjafverði. Sgálfsbéörg, félag fatlaðra. SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG — SJALFSBJÖRG - > r r m ts ©: ss O co >> r r m a '~c a Sd o SJALFSBJÖRG SJALFSBJÖRG — Sjy LEONARD CLARK r r .... Við þremenningarnir vorum reknir að bamb- usskála yzt i húsaþyrpingunni og holað þar niður. Indíánarnir komu með digra Iurka og bundu fyrir dyraopið. Að því búnu söfnuðust þeir saman um- hverfis kofann og steyttu að oklcur hnefana. Þarna vorum við síðan látnir dúsa ailan daginn í hita- svækju. Tók ég mér nú fyrir hendur að athuga fangelsið, ef ske kynni að einhverjir möguleikar væru á því að brjótast út. Þegar allt var komið í værð í þorpinu og ekki heyrðist heldur neitt til varðmannanna, lét ég Jorge fara upp á herðarnar á mér til þess að kanna þekjuna. Allt í cinu fannst mér blóðið storkna í æðum mínum. Annar varð- mannanna hafði risið á fætur .... FERÐASAGA UM MANNRAUNIR í MYRKVIÐI S. AMERÍKU Kostmannleg bók. SETBERG kosið að leita út yfir hið skil- vitlega og venjubundna. ganga á vit hins framandi 05 ókunna. Slíikum verkum eri úst- rænir sigrar hans ,Eg hef komið hér áÖL, „r J. B. Piestley, „Meðan við bíð- um“ eftir Johan Borgen og „Lokaðar dyr“. eftir Wolfgang Borchert, svo nefnd séu örfá dæmi. Indriði Waage var löngum bankamaður að atvinnu og varð að hafa leiklistina i hjá- verkum eins og aðrir listamenn sviðsins; en árið 1950 var Þjóð- leikhúsið vígt. Vígslusýningin var „Nýársnóttin,“ hinn ástsæli híóðlegi ævintýraleikur Indriða Einarssonar í sviðsetningu Ind- riða Waage, og munu víst aliir sem líta yfir farinn veá ’téljÖ1 þá ráðstöfun farsæla og rétta; og við Þjóðleikhúsið hefur Ind- riði unnið síðan, en átt við þung veikindi að stríða hin síðustu ár. Frá starfi hans við hið unga atvinnuleikhús er margs og góðs að minnast. en hæst ber eflaust í hugum flestra hinn átakanlegi og bitri harmleikur Arthurs Miller, „Sölumaður deyr“. Lífi þrung- in túlkun Indriða á hörmuieg- um örlögum og vonlausri bar- áttu smáborgarans ameríska snart viðkvæma stnengi í allra hjörturn og verður jafnan talin til hinna mestu afreka. Og á annað stórt afrek hlýt ég að- eins að minnast, Relling í „Villiönd“ Henriks Ibsens, lækninn og drykkjumanninn siem er talsmaður skáldsins og boðberi hinna beisku og djúpu sanninda í leiknum. Indriði dró enga dul á breyzkleika þessa gáfaða og hvassyrta manhs, en var í öllu læknir af gamla skólanum, gervið for- kunnar gott, hreyfingarnar hvatlegar, orðsvörin hárbeitt og geiguðu aldrei hjá marki; og sönn reisn yfir leiknum 0*11- um. Eg óska Indriða Waage allra heilla á ókomnum árum og þakka honum mikil og heilla- drjúg störf i þágu íslenzkra leikmennta. Á. Hj. Sextugsafmæli Indriða Waage var í gær og þá átti þessi af- mælisgrein að birtast, en vegna misskilnings kemur hún einum degi of seint. Eru hlutaðeig- endur beðnir vel að virða. 1 rúlofunarhringar steinhrine ir hálsmen. 14 og 18 karata SÍÐA 5 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslaiistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi- Olafssoou Sigurður Guðmundsson (ábj Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason. Ritstjóm. afgreiðsla. augiýsingaT. prentsmiðia: Skólavðrðustfg 19. Sfmi 17-500 (5 Ifnuri Askriftarverð kr 65.00 4 mánuði. Vinnu- þrælkunin JJeildsalablaðið Vísir segir í gær að stjórnmála- ályktun 13. þings Sósíalistaflokksins sé býsna fjarlæg veruleikanum og tekur m.a. sem dæmi þau ummæli að hér á landi sé lengstur vinnu- þrældómur allra landa í Evrópu. í þeim um- mælum er sannarlega ekkert ofsagt; hinn hóf- lausi vinnutími er eitthvert ósæmilegasta ein- kennið á efnahagskerfi íslendinga. Hér hefur þró- unin orðið sú að vinnutími hefur í sífellu verið að lengjast á sama tíma og aðrar þjóðir vinna markvisst að því að stytta vinnuvikuna. Þegar forustumenn stjórnarflokkanna halda því fram að lífskjör séu svipuð hér og í nágrannalöndun- um, eiga þeir við að ýmsir launþegar nái árs- tekjum sem teljast mega sómasamlegar, en forð- ast að geta þess að árstekjurnar eru fengnar með því að vinna allt að því helmingi lengur en tíðkast í nágrannalöndunum. Og vinnutíminn er að sjálfsögðu eitt veigamesta atriðið þegar rætf er um kjör manna; þeir einir hafa viðunanleg kjör sem geta átt fómstundir til hvíldar, mennt- uriár og skemmtana. Jjótt ýmsum þáttum framleiðslustarfa sé þann- ig háttað að erfitt er að koma þar við reglu- bundnum hóflegum vinnutíma, á vinnuþrælkun- in sér yfirleitt engar eðlilegar þjóðhagslegar forsendur. Atvinnurekendum væri í lófa lag- ið að skipuleggja framkvæmdir sínar á þann veg að þar væri átta stunda vinnudagur algert há- mark og greiða verkafólki óskertar árstekjur fyrir þann vinnutíma án þess að nokkuð væri gengið á gróða þeirra af þeim ástæðum. En ís- lenzkir atvinnurekendur eru yfirleitt mjög kunnáttulitlir menn sem láta allt vaða á súðum; þeir tala af miklu yfirlæti um vinnuhagræðingu og framleiðni en hafa auðsjáanlega ekki hug- mynd um hvað í þeim orðum felst. Og þeir geta látið slóðaskapinn duga sér vegna þess að kaup- gjald er svo lágt að þá skip'tir það engu þótt þeir verði stundum að tvöfalda það. Allar þessar staðreyndir hafa stjórnarflokkarn- ir viðurkennt í orði; þeir samþykktu í fyrra einróma tillögu Alþýðubandalagsmanna um að- gerðir til að tryggja átta stunda vinnudag og for- maður Sjálfstæðisflokksins hélt hræsnisfulla út- varpsræðu um stuðning sinn við málið um síð- ustu áramót. En auðvitað hefur ekkert orðið úr neinum framkvæmdum. Vinnuþrælkunin er ekki aðeins til marks um amlóðahátt og kunn- áttuleysi atvinnurekenda; hún er einnig pólitísk, vísvit.andi aðferð til hess að reyna að lama verkalýðssamtökin. eðlilega starfshætti þeirra og bai-áttu. — m. 4 i I i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.