Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. desember 1962 SÍÐA 3 Kennedy og Macmillan á futtdi Mikill ágreiningur —erfiðar viðræður NASSAU, Bahamaeyjum 19/12. — Þeir Kennedy, forseti Bandaríkjanna, og Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands, hófu viðræður sínar hér í dag. Þær viðræður eru taldar munu verða mjög erfiðar, enda mikill ágreiningur milli þessara forysturíkja vestursins um grundvallaratriði. Fréttaritari Reuters segir að, staða Bretlands sem sjálfstæðs kjarnorkuveldis sem farið geti sínar eigin götur i utanríkismál- um hafi verið meginatriði í við- ræðum stjórnarleiðtoganna ídag. Macmillan er sagður hafa lagt þunga áherzlu á að Bretar séu staðráðnir í að vera áfram sjálf- stætt kjamorkuveldi og ráða yfir eigin kjarnavopnum, svo að þeir geti áfram gegnt forystu- hlutverki innan Atlanzhafs- bandalagsins. Hann á að hafa Afvopnunarviðræðum frestað Vesturveldin vilja ekki tilraunahlé GENF 19/12. — Fulltrúar vest- urveldanna á afvopnunarráð- stefnunni í Genf höfnuðu enn í dag tillögu Sovétríkjanna um að kjarnorkuveldin skuldbyndu sig til að gera hlé á öllum kjarnasprengingnm frá áramót- um, þótt engir formlegir samn- ingar yrðu um það gerðir. Engar horfur eru á því að samkomulág verði um slíkt hlé á tilraununum með kjamavopn, þar sem síðasti fundur ráðstefn- unnar að þessu sinni verður á föstudaginn og frekari viðræð- um þá frestað fram til 15. jan. Sovétríkin hafa lýst yfir, að þau teldu sig hafa heimild til að halda áfram kjamatilraunum, ef ekkert samkomulag hefði tekizt fyrir áramót um að gera hlé á þeim. Fulltrúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni, Arthur Dean, vísaði sovézku tillögunni á bug á þeirri forsiendu, að Sovétríkin væru til alls vís og engin trygging væri fyrir því að þau ryfu ekki til- raunahléið, þegar þeim þætti það henta. Hann ítrekaði enn andstöðu Bandarikjanna við sov- ézku tillöguna um sjálfvirkar eftirlitsstöðvar („svarta kassa“) með sprengingabanni. bætt við, að Bretar muni samt að sjálfsögðu halda áfram sam- vinnu við helztu bandamenn sína. Sltybolt-málið efst á dagskrá Þá ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar að rjúfa gerðan sarrming lun að láta Bretum í té Skybolt- flugskeyti bar strax á góma eft- ir að þeir Macmillan og Kenne- dy höfðu setzt að samninga- borðinu, segir fréttaritarinn enn- fremur. Landvarnaráðherrarnir með Stjórnarleiðtogamir ræddust við í tvær klukkustundir í morg- un og vom landvamaráðherr- ar þeirra, Thorneycroft og Mc- Namara, á þeim fundi, en þeir ræddu þetta mál i London í síðustu viku og aftur í Nassau í gærkvöld. Sagt er að Macmill- an hafi gert sér vonir um að geta þegar á fyrra degi viðræðn- anna fengið Kennedy til að breyta ákvörðuninni um að hætta við smíði Skybolt-skeyt- isins. Það þykir þó ósennilegt að honum muni takast það. Kennedy gaf í sjónvarpsviðtali í gærkvöld í skyn, að hann væri fyliilega sammála því sjónarmiði McNamara, að ekki kæmi til mála, að Bandaríkin héldu á- fram smíði Skybolt-skeytisins. (Nánar er fjallað um Skybolt- málið og fund þeirra Kennedys og Macmillans á öðrum stað hér á síðunni). Hörmulegur atburður í Svíþjóð Níu geðsjúklingar létu lífið í eldi NjassaUnd fær að fara úr Mið- Afríkusambandi SALISBURY 19/12 — Butler, Afríkumálaráðherra Bretlands, hefur sagt að brezka stjórnin telji nú ekkert vera því til fyr- irstöðu að Njassaland fái að segja sig úr lögum við Suður- og Norður-Ródesíu, en þessar þrjár nýlendur Breta hafa myndað Mið-Afríkusambandið. Forsætis- ráðherra Norður-Ródesíu, Roy Welensky, tilkynnti þinginu þar þetta í dag um leið og hann réðst heiftarlega á brezku stjómina fyrir afstöðu hennar. Njósnaflug með U-2 yfir Kína TAIPEH, Formósu 19/12 — Fréttaritari Rauters hefur það eftir góðum heimildum í höfuð- borg Formósu að hafin sé aftur njósnaflug með U-2 flugvélum yfir meginland Kína, en hlé varð á slíku flugi, þegar ein njósna- flugvélanna var skotin niður fyr- ir þremur mánuðum. Bandaríkin hafa nýlega sent Formósustjóm tvær U-2 flugvélar til viðbótar þeim sem hún hafði áður yfir að ráða. STOKKHÓLMI 19/12 — Níu sjúklingar á geðveikrahæli fyrir konur við Östersund í Svíþjóð létu Iífið í nótt, þcgar hælið brann til kaldra kola. Seinnipartinn í dag höfðu að- eins fundizt fjögur h'k í bruna- rústunum, en engin von er til þess, að hinar konumar fimm hafi komizt lífs af. Eldurinn kom upp í einni BUENOS AIRES 19/12 — A.m.k. 37 manns létu lífið í uppreisn 400 fanga í Villa Devoto-fangcls- inu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, sem hófst £ gærkvöid og stóð fram á morgun. Fangamir gáfust loks upp og létu lausa þá fangaverði sem þeir höfðu haldið sem gislum, en þá réðust vopnaðir fangaverðir og lögreglumenn sem beðið höfðu utan fangelsisins inn í það og létu kúlnaregn dynja á vamar- lausum föngunum. Það var alræmdur morðingi, að nafni Villarino, sem stóð fyr- ir uppreisninni, en hún hófst með því að tveimur benzín- sprengjum var kastað á eitt fangelsishliðið. Föngunum tókst á skömmum tíma að leggja allt byggingu hæhsins rétt fyrir mið- nætti og skömmu síðar stóð hún í ljósum logum, enda tréhús og komið til ára sinna. Húsið var tveggja hæða og bjuggu sjúkling- amir á efri hæð þess. Flestum sjúklingunum tókst að bjarga, enda þótt margir þeirra væru þannig á sig komnir, að þeir gátu enga björg sér veitt sjálfir. Nokkrar kvennanna köstuðu sér á bálið. fangelsið undir sig og ná á sitt vald 30 fangavörðum og afvopna þá. Þeir verðir sem komust und- an hófu þá skothríð á fangana, en þeir svöruðu í sömu mynt. Fjölmennt vopnað lögreglulið kom á vettvang og gerði ítrekað- ar tilraunir til að svæla fangana út með táragasi, en þær mistók- ust allar. Villarino og aðrir uppreisnar- foringjar neituðu öllum tilmæl- um lögreglunnar um uppgjöf, nema þeim væri heitið griðum. Því var neitað og skutu þá upp- reisnarmenn nokkra fangaverði og köstuðu líkunum útfyrir fangelsismúrana. Þó fór svo að lokum, að uppreisnarmenn sáu sitt óvænna og gáfust upp skil- yrðislaust. I uppreisn fanga í höfuðborg Argentínu i i i ! ! Frystumenn hinna engil- saxnesku stórvelda, Kennedy Bandarikjaforseti og Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, hófu viðræður í gær í Nassau á Bahamaeyj- um. Þeir hafa hitzt oft síðan Kennedy tók við forsetaemb- ættinu og jafnan hefur farið vel á með þeim; enginn veru- legur ágreiningur hefur verið milli þessara tveggja helztu forysturíkja vestursins og ekki hefur þótt nein ástæða til að vefengja réttmæti þess diplomatíska orðalags sem haft er á tilkynningum um slíkar viðræður, að sam- komulag hafi verið um þau mál sem fjallað hafi verið um. Hætt er við að annað verði upp á teningnum að þessu sinni, hvemig svo sem tilkynningin verður orðuð sem gefin verður út í kvöld eða á morgun að viðræðunum loknum. Það mál sem hæst mun bera í viðræðum þeirra stjórnarleiðtoganna að þessu sinni er kennt við flugskeyti, Skybolt (Þrumufleygur) sem til að smíða fyrir Breta, en hafa nú gefizt upp á öllum að óvönim. Það kann að virð- ast undarlegt að svo altítt fyrirbæri sem misheppnuð smíði flugskeyta er, a.m.k. i Bandaríkjunum og reyndar i Bretlandi einnig, geti orðið slíkt ágreiningsefni, að það sé eitt mesta áfallið sem samvinna Breta og Banda- ríkjamanna hefur orðið fyrir síðan heimsstyrjöldinni lauk, eins og fréttaritari Reuters sagði í gær að væri almenn skoðun meðal Bandaríkja- manna sem til málsins þekktu. En hér er um annað og meira að ræða en misheppnaða eld- flaugarsmíði; það er aðstaða Bretlands sem sjálfstæös kjamorkuveldis sem er í húfi. Bretar hafa frá stríðslok- um lagt allt kapp á að eige sín eigin kjamavopn og hafa varið til þess gífurleg- um fjárhæðum, sem hafa verið þungur baggi á öllum efnahag landsins og m.a. valdið því að Bretar hafa ekki getað sinnt sem skyldi öðrum greinum landvama. Brezki landherinn er bæöi fáliðaður og illa vopnum bú- inn og á það ekki hváð sízt við þann hluta hans sem er á meginlandinu, Rínarherinn. Á fyrstu árunum eftir stríð mátti frá vissu sjónarmiði virðast sem Bretum væri ein- hver akkur í kjarnasprengju- eign sinni. En eftir því sem stríðstækninni fleygði fram og þá einkum eftir tilkomu hinna langdrægu flugskeyta varð ljóst að kjarnasprengjur voru í sjálfum sér gagnslaus- ar í hernaði, nema að til væm tæki til að flytja þau í skotmark. Bretar hófu pá einnig smíði flugskeyta, en það kom fljótt á daginn að þeir höfðu ekki bolmagn til að framleiða þau. UncV’bún- ingi að smíði brezkra flug- skeyta var samt haldið á- fram ámm saman og það var fyrst í ágúst s.l., að brezka stjórnin neyddist til að viðurkenna að þeim miklu fjárfúlgum sem varið hefði verið í þessu skyni hefði ver- ið- kastað á glæ. En þegar í febrúar í fyrra hafði Watkinson land- varnaráðherra tilkynnt á brezka þinginu, að stefnt myndi að því á næstu ár- um að búa hinar svonefndu V-sprengjuþotur brezka flug- hersins flugskeytum með kjamahleðslum, sem skjóta mætti úr lofti í fjarlæg skot- mörk, svo að engin hætta væri á að þotumar þyrftu að fara yfir loftvarnagirðingu óvinalandsins. Og hann skýrði þinginu jafnframt frá því, að gerður hefði verið samningur við Bandarí'íin um að þau smíðuðu slík flugskeyti fyrir Þrumufleinn f holdi Breta Breta. Það vom Skybolt- skeyti og ráðherrann taldi líklegt að þau myndu tekin í notkun á miðjum þessum áratug. Við spumingum þing- manna stjómarandstöðunnar á hverju Bretar ættu að byggja kjamorkuveldi sitt Harold Macmillan, forsætisráðhcrfa Brctiands. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna. fram til þess tíma fengust aðeins loðin svör, en því meiri áherzla var lögð á ágæti hinna bandarísku Skybolt- skeyta, sem áttu að vera ein- staklega örugg í notkun, þar sem þau gengju fyrir föstu eldsneyti, og svo langdræg (þau áttu að geta farið 1.500 km), að með þeim mætti hæfa hvert skotmark í óvinaland- inu án þess að þotunum sjálf- um væri stofnað í vemlega hættu. 1 þessum umræðum og síðar var látið í veðri vaka, að smíði þessa flug- skeytis gengi „samkvæmt áætiun“ og tilraunir sem með það hefðu verið gerðar farið að óskum. Á þessum grundvelli hefur öll hemað- ar- og vígbúnaðarpólitík brezku íhaldsstjórnarinnar hvílt undanfarin tæp tvö ár. Það var því ekki að furða þótt Bretum brygði við, þegar McNamara, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, kom óvænt til Bretlands í síð- ustu viku með þau skilaboð, að undirbúningurinn að smíði Skybolt-skeytisins hefði gengið svo illa, að Banda- ríkjastjóm teldi sig tilneydda að hætta við hann. Allar fimm tilraunirnar sem gerð- ar hefðu verið með skeyti af þessari gerð hefðu farið út um þúfur og lítil von væri til að betur myndi til tak- ast, þótt áfram yrði haldið. Nú þegar hefði verið varið 500 milljónum dollara í þetta flugskeyti, en Bandaríkja- stjóm teldi ekki lengur for- svaranlegt að halda áfrain þeim fjáraustri. Með þessum fáu orðum sló McNamara botninn úr allri vígbúnaðar- pólitík brezku stjórnarinnar. Brezk blöð urðu að sjálfsögðu ævareið og bám bandamönn- unum vestanhafs á brýn læ- vísleg svik, en stjórnarand- stæðingar á brezka þinginu kröfðust þess að Bretar rækju Bandarikjamenn þegar úr landi með kjamorkukafbáta sína, enda hefðu þeir einung- is fengið kafbátalægið í , Holy Loch vegna hátíðlegs \ loforðs um að láta Bretum ' í té Skybolt-skeytin, — og var fátt um svör af bekkj- um stjómarinnar. Reiði brezku blaðanna, kröfur stjómarandstæð- inga og vandræðaþögn stjóm- arliða eru skiljanleg viðbrögð við þessum samningsrofum Bandaríkjastjómar, ekki sízr vegna þess að aðeins eru liðnir nokkrir dagar síðan einn af helztu ráðanautum Kennedys forseta, Dean Ache-' son, skýrði bandarískum liðs- foringjaefnum frá því, að dagar Bretlands sem stórveld- is væm taldir. Og ekki bætir það úr skák, að full ástæða er til að ætla að ákvörðun Bandaríkjastjómar að rjúfa samninginn um smíði Skybolt- skeytisins stafi hvorki af tæknilegum né fjárhagslegum orsökum, eins og hún hefur látið í veðri vaka, heldur af pólitískum ástæðum. Frétta- menn segjast hafa góðar heimildir fyrir því að æðslu foringjar Bandaríkjahers telji víst að smíði Skybolt-skeyt- isins myndi takast þegar á árinu 1964, ef áfram yrði haldið. Það er því eðlilegt að sá gmnur læðist að Bret- um að Bandaríkjastjóm sé andvíg því að þeir ráði yfir eigin kjamavopnum, enda væri það í samræmi við and- stöðu hennar gegn sjálfstæð- um kjarnavopnabúnaði Atlanzhafsbandalagsins. Þetta mál verður ekki rakið nánar, en af því sem hér hefur ver- ið sagt, ætti að mega ráða hvernig á því stendur, að Skybolt-málið er efst á dag- skrá í viðræðum þeirra Keanedys og Macmillans. Enn ein ástæða, að vísu ná- tengd hinum, kann að liggja að baki ákvörðun Bandaríkjastjómar. Það kann að hafa vakað fyrir henni að nota Skybolt-málið til að minna Breta á, hvað það kostar að vera stórveldi i dag. Það hefur frétzt að hún hafi boðið Bretum að taka við smíði Skybolt-skeytisins, en jafnframt lagt fyrir hana kostnaðaráætlun: Áður en Bretar gætu gert sér nokkrar vonir um að hafa gagn af Þrumufleygnum, myndu þeir verða að punga út með sem svarar 130.000.000.000 króna ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.