Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 Hundrað ár í Þjóðminjasafni Kristján Eldjárn: — Hundrad ár í Þjóö- minjasafni. 100 minja- þættir með jafnmörgum ljósmyndum eftir Gísla Gestsson. Prentsmiðjan Oddi, myndamót Prent- mót h.f. Útg. Menning- arsjóður, s.a. Stundum er engu líkara en sagan kjósi sér menn til ákveð- inna starfa, og í því efni á far- sæld Þjóðminjasafnsins sér vart hliðstæðu meðal íslenzkra menningarstofnana. Á aldaraf- mæli þess ber þrjá menn hæst, harla ólíka um flesta hluti, en hver þeirra hefur samt sinnt köllun sinni í senn eftir eigin gerð og sögulegri nauðsyn hverju sinni. Fyrsti forstöðu- maður safnsins var Sigurður málari, rómantískur vakningar- maður, eldheitur í því hlutverki að blása í brjóst íslendingum þjóðlegum metnaði og virðingu f> rir þeim minjum sem höfðu svo lengi legið óhirtar hjá garði. 1 tíð hans varð safnið til, uppi á.köldu Dómkirkjuloftinu. Þegar Matthías Þórðarson tekur við safninu og flytur það í ný húsakynni við Hverfis- götuna, er enn kominn að því réttur maður og á nákvæmlega réttum tíma. Varla getur frá- bærra snyrtimenni en hann var; á fjörutíu ára embættis- ferli var hann óþreytandi að merkja, raða, skrifa upplýsing- ar um hvern hlut í bækur, og hann rasaði ekki að neinum á- lyktunum. Hann blés heldur f enga lúðra þjóðvakningar. Og þegar safnið er enn flutt til. árið 1947, í húsið sem þjóðin gaf lýðveldinu unga i morgun- ------------------------------< Önnur bék eftir Anitru á íslenzku „Herragarðslíf”, ný saga eft- ir norsku skáldkonuna Anitru er komin út á íslcnzku. Anitra þessi er sú skáldkonan í Noregi sem mestra vinsælda nýtur fyrir bækur sínar um þessar mundir — og hér á landi hefur hún einnig áunmð sér vinsældir fyrir bók sína „Silkislæðuna” sem kom út fyr- ir jólin í fyrra og seldist þá því sem næst upp. 1 „Herra- gárðslífi” eru persónur margar hinar sömu og í fyrri bókinni. Útgefandi er Isafoldarprent- smiðja. gjöf, verða í senn söguleg þáttaskil og mannaskipti. Kom- ið er að tíma visindalegrar úrvinnslu og menningarsögu- legrar þjóðfræðslu. Og enn er eins og farsæld safnsins hafi kjörið sér mann. Kristján Eld- jám sameinar í fari sínu gjör- hugulan vísindamann og list- hagan alþýðufræðara. Og. þeg- ar það fellur nú í hlut hans, a aldarafmæli safnsins, að líta um öxl yfir sögu þess, þættar hann hvorttveggja saman og færir okkur fagra og marg- fróða bók, læsilega hverjum unglingi, og stendur þó hvert orð niður á jarðberg könnunar. I bókinni eru hundrað minja- þættir, jafnmargir og árin sem safnið á að baki, — fyrsti þátt- urinn um haugféð frá Baldurs- heimi, sem var stofngjöf þess árið 1863, og hinn síðasti um guðspjallamennina góðu frá Staðarhóli, en þeir gerðust inn- angarðsmenn safnsins nú í ár. Á milli þeirra er óslitin lest for- gunnu á Fróðá, álfapotturinn góði, úr Dýrafirði, Úlfheiðar- steinn, kantarakápa Jóns Arasonar, karfa Fjalla- Eyvindar, Mater dolorosa frá Síðumúla, stóll Þórunnar á Grund, Gaulverjabæjarsjóður —, og með hverjum þætti stend- ur heilsíðumynd andspænis á opnunni, svo sjón fer með sögu. Auk þessa er sögulegur inn- gangur um Þjóðminjasafnið sjálft, stofnun þess og viðgang. Um minjaþætti Kristjáns Eldjáms er það stytzt frá að segja, að honum er gefin sú fágæta list, að flétta saman ljósa skemmtilega frásögn og staðgóðar uppiýsingar um efn- ið sem um er fjallað. Hann hef- ur ekki aðeins auga fyrir því sem er sögulega merkilegt, held- ,..ur er hann jafnan á hnotskógi eftir hinu smáa sem lesa má úr hlutunum við grandvarlega skoðun, persónunum á bak við þá, lífi fólks og háttum á löngu horfnu sviði. Og þar kemur honum ekki sízt að haldi víð- feðm þekking á íslenzkum þjóð- fræðum og þjóðtrú: upp í huga hans skýtur sögu eða vísu sem varpar stundum óvæntri birtu á torráðinn hlut. Stíll Kristjáns sem er raunar öllum lands- mönnum að góðu kunnur, fell- ur frábærlega við þennan túlk- unarhátt: Nær er því að hann segi frá en skrifi, rólega og hlýlega, og tungutak hans er ekki tillært eins og hjá mörg- um okkur hinum, heldur er Úlfheiðarstcinn, legsteinn yfir Clfheiði Þorsteinsdóttur á BurstarfcIIi, er lézt árið 1569. Sonur hcnnar, Elríkur Árnason, kallaður prcstahatari, mun hafa látið höggva henni stcininn, cn þar sem gerð hans var óvcnjuleg hér á landi. myndaðist um hann þjóðsaga. Álctrunin er einnig mjög óvenjuieg og virðist lúta að æði stirð- legri sambúð þeirra mæðgina meðan bæði lifðu. það að stofni upprunalegt kjammál norðlenzks bænda- fólks. Persónuleg nálægð les- anda við höfundinn tengist þannig einnig hlutunum sem um er rætt. Löngum voru Myndir úr menningarsögu Islands eftir þá Sigfús Blöndal og Sigurð Sig- tryggsson eitt mesta eftirlæti mitt meðal bóka um þjóðleg efni. En nú ér ég hræddur við að mér bregðist tryggðin við hana, því þessi hefur allt fram- yfir, ágætið og fegurðina. Ljós- myndir Gísla Gestssonar safn- varðar eru án samanburðar það bezta af því tagi sem hér hef- ur birzt; lýsingin dregur ávallt formið fram, á mjúkan en skýr- an hátt, og efnið fær notið sín, hvort sem það er hrjúfur steinn, skínandi málmur eða æðótt tré. Og Hörður Ágústsson hefur komið bókinni saman í látlaust og nútímalegt snið. Mér finnst það stórvel til fundið, að tengja þessa fomu hluti okkar eigin tíma með slikum umbúnaði; það er líkt og felist 1 því á- bending um að þeir séu okkur viðkomandi, þættir í lifandi menningu okkar, en ekki dauð- ar fomminjar. En um leið gegn- ir umbrot bókarinnar því hag- ræna hlutverki, að veita hverri grein rúm á einni síðu, án þess bókin verði of stór í broti eða myndir fjarri þeim stað, þar sem um þær er rætt. Bókin hefur þannig hið klassiska að- alsmark góðs hlutar, en það er, að manni finnist hann ekki öðruvísi geta verið. 1 þessu bók- verki hefur vinstri höndin sýni- lega vitað hvað sú hægri gerði, — en slík vitneskja hefur til þessa verið syrgilega torgæt í bókagerð okkar. Aðeins í einu atriði sýnist mér vandvirkninni hafa skeikað, þótt ekki rýri það bókina sjálfa, en það er, að ekki skuli getið útgáfuárs. Nú var þjóðminjasafnið stofnað ár- ið 1863, en bókin gefin út 1962, í minningu aldarafmælis, — og mættu síðari tíma menn því vel álíta þessi orð skrifuð að bókinni óprentaðri, jafnvel ó- saminni! Því vonandi kemst ís- lenzk bókmenning einhvem- tíma aftur á það stig, að virðu- legar stofnanir þurfi ekki að Ijúga til aldurs í nafni kaup- mennsktmnar! Svo þakka ég innilega þessa fögru afmælisminningu Þjóð- minjasafnsins og sendi því ám- aðaróskir á komandi öld. B. Th. B. Fáir útvaldir Merkir íslendingar. Nýr flokkur. Bókfellsútgáfan h.f. Reykjavík 1962. Fyrir nokkrum ámm gaf Bók- fellsútgáfan út um 100 ævi- sagnaþætti og æviminningar embættis- og atkvæðamanna, sex bindi, og sá Þorkell Jóhann- esson prófessor um útgáfuna. Safnverkið hlaut hið yfirlætis- lega heiti Merkir Islendingar, en það gaf m.a. til kynna, að allar konur, sem lífað hafa á Islandi, em ómerkar, því að engin þeirra fékk sæti á bekk hinna Í00 útvöldu. Ævisögu- þættirnir vom mjög misjafnir að gildi, sumir ágætir, en aðr- ir sviplitlar æviminningar. Þar er m. a. að finna Autobiograph- iu eða sjálfsævisögu Magnúsar Stephensens í öðru bindi, sér- kennileg skriftamál mikilhæfs manns. Nú hefur sama forlag útgáfu á nýjum flokki ævi- sagnaþátta. Fyrsta bindið flyt- ur æviágrip 12 karla, konur em ómerkingar enn þá, og annast séra Jón Guðnason, út- gáfuna. Þættir þessarar bókar em enn misjafnari að gæðum en íinnanlegt er í bindunum sex, sem áður vom komin. Bók- in hefst á kaíla um Skafta lög- sögumann Þóroddsson eftirJan- us Jónsson. Ritgerð þessi birt- ist í Andvara 1916. Með allri virðingu fyrir Janusi Jónssyni verður ekki fram hjá því geng- ið, að rannsóknum á sögu okk- ar íslendinga hefur fleygt fram á síðustu áratugum. Skafti er sennilega einhver mesti stjóm- vitringur, sem við Islendingar höfum átt. Minningu hans er lítill greiði gerður með þvi að halda á loft um hann úreltum fræðum. Ekki bætir annar þátturinn úr skák: Bjöm Einarsson Jór- salafari eftir Janus Jónsson. Hér virðist um eins konar of- sókn að ræða á hendur Janusi gamla, og veit ég ekki, hvað hann hefur gert á hlut JAns Guðnasonar. Ritgerð Janusar var mjög góð á sínum tíma (1914), en hún er alls ófull- nægjandi í dag. En þá tekur að batna. Rit- gerðin um Jón Ámason biskup eftir Grím Thomsen er tilfyrir- myndar hverjum þeim, sem rit- ar ævisagnaþætti, einörð og hreinskilin, eins og Grímur Framhald á 8. síðu HÚSIÐ HENNAR Stcfán frá Ilvítadal Þórbergur Þórðarson: 1 UNUIIÚSI. Fært í lct- ur eftir frásögn Stefáns frá Ilvítadal. Heims- kringla Reykjavík 1962. 1 þeirri miklu bók. Bréfi til Láru, getur að lesa þessi orð: „Ég er jafnvígur á sex konar stíl: kansellístíl fræðistíl, sögu- stíl, þ'jóðsagnastíl, spámannssb) og skemtistíl.. .. I sögustii skráset ég sögu Unuhúss.” Þeg- ar ég las þessi orð fyrir nærri fjörutíu árum lék mér mikil forvitni á að heyra bessa sögu. Ég þekkti að sjálfsögðu Unu- hús, sem síðar hefur orðið svo víðfrægt í íslenzkum bókmennt- um, og ég minnist þess nú, að ungur strákur kom ég þar og var þá fylgdarmaður sjúklings austan úr Suðursveit. Þá sá ég Unu, freyju hússins, að ég held í fyrsta og síðasta skipti, og ég man að ég át þá hinn fræga hafragraut Unuhúss. En nú hef- ur Þórbergur svalað forvitni minni og vafalaust margra annarra, og réttum 40 úrum eftir að hann færði sögu Unu- húss í letur birtist hún hér í afmælisbókaflokki Máls og menningar, 83 bls. að stærð að meðtöldum formálsorðum skrá- setjarans. Bókin heitir 1 Unu- húsi og hefur að geyma 19 frá- söguþætti, suma örstutta, um nokkrar manngerðir, er dvöld- ust í þessu húsi lengur eða skemur eða gengu þar um stof- ur á árunum 1906 til 1909. Heimildarmaðurinn er enginn annar en Stefán skáld frá Hvíta- dal, en Þórbergur færði sögur hans í letur fyrir fjórum tug- um ára, er hann var hjá hon- um nokkrar nætur í ágústmán- uði. Handbragð Þórbergs leynir sér ekki á þessum frásöguþátt- um, stíllinn í ætt við suma kafla Bréfs til Láru, en í for- málsorðum getur hann þess, að þættirnir séu „að vísu lagfærð- ir lrtið eitt að ytra frágangi, en engu efni raskað nema nokkrum mannanöfnum”. I rauninni er þessi bók dá- lítið brot úr ævisögu Stefáns frá Hvítadal á þessum árum, er fyrr getur, og segir þar frá ýmsu, er dreif á daga hans. þegar hann var víðs f jarri Unu- húsi, svo sem þá er hann réðst kaupamaður til Austfjarða og púlaði bæði upp á kúgras og í fiski hjá bónda einum, harð- vítugu hörkutóli og vinnuþræl- ara, og lauk svo þeirra við- skiptum, að Stefán orti á hann ákvæðavísur, er urðu að áhríns- orðum. En Unuhús er þó þunga- miðja allra frásöguþáttanna, og það mannfólk, er var á ein- hvern hátt því vandabundið: sjóarar og handverksmenn. vinnukonur og saumastúlkur, siðlátar og lauslátar, og mundu sumar kallast mellur á vorum dögum. Einnig bregður þar fyr- ir heldrimönnum höfuðstaðar- ins, skólamönnum og mennta- mönnum, sem leita ásta árang- urslaust við Friðbjörgu, en hún gerir sér það að reglu að veita engum lcarlmanni blíðu sína innanhúss í ranni Unu, nema hinum fjörmikla hjartaknosara Jóakim Isfirðingi. Söguhetjur bókarinnar eru að öðru leyti óbreytt alþýðufólk, er hefur sínar ástríður tíl holds og víns og fer ekki dult m.eð, nema hvað leyna verður öllum ólifn- aði fyrir hinum alsjáandi aug- um húsfreyjunnar, Unu, svo sem þegar Stefán skáld varð að felast undir fatahrúgu í herb- ergi Jóku. heimskonunnar ást- ríku austan úr sveitum Skafta- fellssýslu. Háttum og eðli þessa fólks lýsa höfundamir, Stefán frá Hvítadal og Þórbergur Þórð- arson, af mikilli frásagnargleði og því hispursleysi, sem er ein- kenni beggja. Mannanöfnum hefur fyrir þessar sakir orðið að breyta — nomiina sunt odi- osa. Þó siglir einn maður undir nafni og númeri: Indriði miðill, sem birtist hér í ólíkt mann- legri gerð en þeirri, er íslenzk andatrúarsaga hefur íklætt hann. Sagan af honum, að ó- gleymdum Jóni sinnep, er hin lystilegasta aflestrar. En engri persónu þessara frágpguþátta er lýst af slíkri góðvild og umhyggju og hús- ráðandanum, Unu Gísladóttur. þessari Ijúfu mannkostakonu, sem mátti ekkert aumt sjá svo að hún vildi ekki hugga það og hlú að því og aumkaði alla, sem illa breyttu, jafnt þann sem hýddur var og þann, sem á vendinum hélt. „Það þyrfti Þórbergur Þórðarson að lækna svona fáráðlinga, því að þetta stafaði allt af skakkri skoðun,” hefur Stefán eftir Unu, þegar hann sagði henni frá bóndanum í Mjóafirði, sem hraklegast hafði leikið hann í kaupavinnunni og fiskþvottin- um. Þórbergur dregur upp smá- mynd af þessari heilögu mann- eskju í alþýðustétt Reykjavík- ur í formálsorðum sínum að bókinni og bregzt ekki boga- listin frekar en endranær í mannlýsingum. Þótt nú séu Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.