Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 9
SltíA 9
|, SAAB1963
••• ■ ••' • • ■ •■•
mm
--••'•' 'j
fiiéWj
6 ferðaviðtæki
Nordmende
íwxí;:
éiáý»'.y/t'
Góðhestur með hnakk
og beizli
k'A,5JS^-yi)'J}XvVí
Opið á Þórsgötu 1
(gengið inn Týsgötu
megin) til kl. 10
í kvöld.
Miðinn kostar
kr. 25.00
á Þorláksmessu
;:;x
...
•>....
SSXÍÍS
Fimmtudagur 20. desember 1962
ÞJOÐVILJINN
Dr. Oddur Guð-
jónsson skipaður
viðskipta-
ráðunautur
Dr. Oddur Guðjónsson, sem
gegnt hefur störfum ráðuneytis-
stjóra í viðskiptamálaráðuneyt-
inu síðastliðið ár. hefur verið
skipaður viðskiptaráðunautur
ríkisstjórnarinnar og mun hann
eiiikuín fjalla um viðskiptasamn-
inga og mál, er þá varða.
Unuhús
Framhald af 7. síðu.
liðin nær f jörutíu ár síðan hann
skrifaði Bréf til Láru virðist
stíll og málkennd lítt haía
förlazt.
Erfingja Unuhúss, Erl’ndi
Guðmundssyni, bregður rétt
fyrir á blöðum þessarar bókar.
Við sjáum hann aðeins i svip,
er „hann át mat sinn standandi
í eldhúsinu”. en að bókarlokum,
er Stefán liggur sjúkuh í suð-
austurherberginu uppi í Unu-
húsi. kemur hann til hans
hverju sinni er hann á frjálsa
stund og næðir við hann um
skáldskap og les fyrstu kvæði
hans. Þessi ungi póstþjónn virð-
ist hafa öðrum mönnum frem-
ur haft eyra fyrir skáldskap
og hvatti hið fatlaða skáld til
að snúa sér af alhug að íþrótt
sinni. Erlendur og Una móðir
hans veittu Stefáni frítt fæði
og húsnæði þennan vetur allan,
hinn síðasta er bókin segir frá,
og upp úr þessu miskunnar-
verki Unu Gfsladóttur og sonar
hennar spratt Vorsól, fyrsta
kvæðið í „Söngvum förumanns-
ins”, hinn þakkláti fagnaðar-
óður til vorsins og lífsins:
Nú finn ég vorsins heiði í
hjarta.
Horfin. dáin nóttin svarta.
Ötal drauma blíða bjarta
barstu vorsói inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
begar blessuð sólin skín.
Þegar menn ganga framhjá
rauða kassahúsinu i Garða-
stræti mega þeir minnast þess,
að hér gafst einhverju mesta
ljóðskáldi aldar okkar kostur á
að stunda íþrótt sína. vafinn
mannelsku og umhyggju þess-
ara furðulegu húsráðenda. Og
hafi beir báðir bökk fyrir. Stef-
án og Þórbergur. að hafa varð-
veitt og fest á blað fáeinar
minningar um húsið hennar
Unu.
Sverrir Kristjánsson.
Skyndihappdrætti ÞJóöviljans
wwii'wminiMBagiiraingHBnin -----
Með Valtý
Stefánssyni
:,■- : .
~?7 ' n
Nordmende
út er komin bókin „Með Valtý Stefáns-
syni.“ Bjarni Benediktsson, ráðherra, rit-
ar formálsorð fyrir bókinni. Matthías
Johannessen, ritstjóri, segir í samtalsþátt-
um frá æsku og uppvaxtarárum Valtýs.
Svo er í bókinni fjöldi frásagnarþátta
eftir Valtý og viðtöl við þjóðkunna menn.
Bókin er í senn mjög fróðleg og skemmti-
leg afléstrar eins og fyrri bækur Valtýs,
sem allar hafá verið metsölubækur.
Með Yal.tý Stefánssynj er
jólabók fyrir alla, jafnt
karla, sem konur, unglinga
sem eldra fólk.
BÓKFELLSÚTGÁFAN.
Drætti ekki frestað
Segulbandstæki
GERIÐ STRAX SKIL
Þá var hafiur he mill á Aka
nú leikur hann lausum hala
Lóðamál Landshafnar-
nefndar í Njarðvík hefur
vakið mikla athygli,
einkum þó á Suðurnesj-
um. Eins og skýrt var frá
nýl. hefur nefndin veitt
Áka Jakobssyni fyrrver-
andi ráðherra lóð sem
annar maður, Gunnar
Ásgeirsson var húinn að
fá þinglýstán lóðarsamn-
ing fyrir.
Landshafnarnefnd þykist geta
rift samningi hans á þeirri for-
sendu að Áki Jakobsson, sem
sótti um lóðina ásamt Gunnari,
fékkst á sínurn tíma ekki til
að undirrita þann lóðarsamning.
Flokksbræðralag.
1 þessu máli þykjast menn
glöggt megi sjá það sérkenni-
lega flokksbræðralag sem þróazt
hefur innan forustuliðs Alþýðu-
flokksins við Faxaflóa, Lands-
hafnamefnd er undir Emil Jóns-
son sjávarútvegsmálaráðherra.
formann Alþýðuflokksins gefin.
Vottar á lóðarsamningnum sem
Áki fær eru tveir deildai-stjór-
ar úr því ráðuneyti. Tengslin
geta ekki ljósari verið. Valda-
aðstöðu er beitt til að hjálpa
háttsettum flokksbróður til að
komast yfir eignir og aðstöðu
sem hann deilir um við óbreyttan
borgara. sem einskis slíks bak-
hjarls nýtur.
Hvar er nú réttargæzlan?
Aðfarir Áka Jakobssonar við
að ná undir sig lóðinni í Njarð-
víkum koma vel heim við þá
játningu hans í Morgunblaðinu
nýskeð að hvarflað geti að sér
að vera óvandur að meðulum.
í blaðaskrifum sem út af því
hafa spunnizt hefur það verið
rifjað upp, að við myndun ný-
sköpunarstjómarinnar kom það
til tals að Áki yrði dómsmála-
ráðherra. Foringjar Sjálfstæðis-
flokksins ýttu þá óspart dóms-
málunum að Sósíalistaflokknum,
i stað atvinnumálanna sem
báðir flokkar sóttust eftir. Þeg-
ar þetta mál var til umræða
meðál sósíalista. setti Áki það
skilyrði fyrir að taka að sér
dómsmálin að hann léti verða
sitt fyrsta verk að víkja úr
embætti án saka einum af æðstu
embættismönnum löggæzlunnar
í landinu. Þáverandi flokks-
bræður Áka þvertóku fyrir slík-
ar aðfarir, og endirinn varð að
Áki gerðist atvinnumálaráðherra.
Nú er Áki fyrir löngu orðinn
Alþýðuflokksmaður, og einn af
þeim liðum sem tengja þann
flokk við Sjálfstæðisflokkinn i
núverandi stjómarsamstarfl.
Sjálfstæðisflokksforingjar sem
sóttu fast að gera hann að
dómsmálaráðherra fyrir 18 ár-
um svo þeir gætu sjálfir feng-
ið atvinnumálin í sínar hendur,
eru enn á oddinum í flokki
sínum og ríkisstjóminni. Nú
spyrja menn, hvort þeir verði
jafn skeleggir að hafa hemil
á ofsa og yfirgangi Áka og
sósíalistar voru á sínum tíma.
Einkum beinast augu manna að
þeim sem nú skipar embætii
dómsmálaráðherra. Hvað gerir
hann, þegar valdinu er svo aug-
Ijóslega beitt til að sveigja rétt.-
inn?