Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1962, Blaðsíða 1
! Fimmtudagur 20. desember 1962 — 27. árgangur — 279. tölublað. Lífskjarabót Gylfa í janúar 1959 var tímakaup Dagsbrúnarmanns kr. 23.86 á klukkustund. Þá kostaði pakkinn af hrísgrjónum kr. 4.05, eða rúmlcga 10 mínútna vinnu. Nú er almennt tímakaup Dagsbrúnarverkamanns kr. 24.40. Ilrísgrjónapakkinn er hins vegar kominn upp í kr. 7.10. Hann kostar þannig nær 18 mínútna vinnu. Næst þegar Gylfl Þ. Gísla- son borðar hrísgrjónagraut getur hann hugleitt hverja lífskjarabót sá réttur hafi fært verkamönnum á síðustu fjórum árum. Breytsngartillögur Alþýðabandalagsins við fjárhagsáætiun Reykjavíkur Hærri framlög til bygginga- framkvæmda og menningarmála BrÆWjBMrÆW ^ ■!' mm æí y | Merkar tillögur Al- í | þýðubandalagsins: | | Adstoð viði jaldrað fólkj i 1 breytingartillögum borg- I arfullarúa Alþýöubandalgs- k ins við fjárhagsáætlun B Reykjavíkurborgar fyrir ár- fe. ið 1963 eru tvö merk ný- ^ mæli, sem rétt þykir að k vekja sérstaka athygli á " hér í blaðinu. Lagt er til, verði upp 500 framlag til aðstoðar við aldrað fólk eftir nánari ákvörðun borgarráðs. Þessi við ályktunartillögu þá sem L Alfreð Gíslason flytur um bætta aðbúð og aukna | heilsuvernd aldraðs fólks, B er birt hefur verið hér í b blaðinu, en þar er m.a. gert ráð fyrir að komið verði á B heimilishjálp, er annist eft- J irlit og aðstoð við einstæð B gamalmenni, er dvelja í heimahúsum. £ Þá er lagt til að tekinn | Q verði upp nýr liður: Aðstoð J J við húsnæðislausar fjöl- | 1 skyidur, 1 millj. kr. Þessi tillaga er mjög þörf ■ I vegna vaxandi húsnæðis- J K vandræða í borginni er B || leiða af óhóflegri hækkun k byggingarkostnaðar og lánsvaxta svo og rýrnandi lífskjara almennings. Gerist ^ það nú æ tíðara, að hús- k næðislaust 'fólk brestur qj fjárhagsgetu til þess að K „ festa sér húsnæði og myndi ^ J nokkur styrkur frá borg- | ■ inni, 20—30 þús. krónur, oft N * geta riðið þar baggamun- R irm J Star/sfólk veitsnga- húsa fær kjarabætur Samninæar hafa tekizt um k.iör starfsfólks í veitingahúsum, en verkfall hafði verið boðað í þeirri starfsgrein frá 0£ með öðrum degi ióla. Sáttafundur í deilunni hófst í fyrrakvöld og lauk í gærmorg- un með undirritun samnings. Samkvæmt honum hækkar kaup stúlkna um 11%. Nú var auk þess í fyrsta skipti samið sér- staklega um kaup fyrir smur- brauðsstúlkur og fá þær kr. 6000 á mánuði, en það er sama kaup og næturverðir gistihúsa höfðu, en kaup þeirra var hækk- að allmikið að þessu sinni. Þá var samið um 6% orlof á alla aukavinnu og tvo frídaga til viðbótar þeim fimm sem fyr- ir voru. Auk þess var nú í fyrsta skipti samið um kaffi- og mat- artíma starfsfólks og að einn hinna vikulegu frídaga hvers mánaðar verði sunnudagur. Samningurinn gildir frá 1. des. til 31. des. 1964, en kaup- gjaldsákvæðum má segja upp á misseris fresti hækki vísitaia framfærslukostnaðar um tiltek- inn stigafjölda. Samninganefnd starfsfólksins undirritaði samninginn með fyr- irvara um samþykkt félagsfund- ar, og í kvöld verður fundur í Félagi starfsfólks í veitingahús- um til að fjalla um samninginn. Fyrri samningur félagsins var frá því í júlí 1961. á jóla- trjám ★ Það hefur verið mlkil ös að ★ öllum jafnaði við sölustað ★ Landgræðslusjóðs á Laugavegi ★ undanfarna daga, en þarna ★ eru seld jólatré og greni- og ★ furugreinar. Ljósmyndarinn ★ náði þessari mynd á dögun- ★ um, þegar viðskiptavinirnir ★ voru með fæsta móti. (Ljósm. ★ Þjóðv. A.K.). Um klukkan hálf sex í gær- dag, kom upp eldur í verk- stæði í kjallara Gamla komp- anísins við Síðumúla. Nokkrar skemmdir urðu á einangrun á vegg. Aðrar ekki. Borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins hafa lagt fram breytingartil- lögur sínar við frumvarp að fjárhagsáætlun Rvík- urborgar fyrir árið 1963. Aðalefni breytingartil- lagnanna er að hækka framlög til byggingar íbúða, skóla, barnaheim- ila og leikvalla og að fjár til þess sé aflað með lagfæringu á tekjuáætl- un frumvarpsins og með því að draga nokkuð úr óþörfum úfgjöldum og eyðslu hjá borgarsjóði. Síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunarinnar fer fram á íundi borgarstjómar, sem hefst kl. 5 í dag. Fyrri umræða fór fram fyrir hálfum mánuði og fylgdi þá Geir Hallgrímsson borgarstjóri frumvarpinu úr hlaði en Guðmundur Vigfússon gagnrýndi þá þegar ýmsa þætti frumvarpsins og deildi á fjár- málastjórn borgarstjómarmeiri- hlutans og fjölmargt í rekstri borgarinnar og stofnana hennar. Tekjuhækkun um 6,9 milljónir I breytingartillögum Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyrir að tekjur borgarsjóðs verði 6.9 millj. kr. hærri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Munar þar mest um tillögu um 6 millj. kr. hækk- un aðstöðugjaldsins, og er þar miðað við að þetta gjald, sem innheimt er af atvinnurekendum í stað veltuútsvaranna áður, hækki um rúml. 20%, en samkv. frumvarpinu er gert ráð fyrir að útsvarsupphæðin hækki um 27% frá fyrra ári. Aðrar tekju- hækkunartillögur nema smærri upphæðum. Nokkuð dregið úr óþörfum útgjöldum Við gjaldabálk frumvarpsins flytja borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins margar breytingar- tillögur til lækkunar á ýmsum óþörfum útgjöldum og bruðli, sem borgarstjómarmeirihluti £- Framhald á 2. síðu. 2 menntaskól- ar í Reykjavík Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra skýrði frá á þingfundi í gærkvöld, spánýrri „ákvörðun" um menntaskólabyggingar í Reykjavík. Væri nú ákveðið að kaupa tvær lóðir í viðbót við Bókhlöðustíg og ætlazt til að skólinn fengi allt svæðið milli Bókhlöðustígs og Amtmannsstígs og frá Lækjargötu að Þingholts- stræti, þó þannig að húsaröð yrði vestan Þingholtsstrætis. Þama yrði byggð næsta sum- ar einnar hæðar skólabygging með sex sérkennslustofum, auk þess yrði þar næsta ár byggt leikfimihús á lóð skólans. Þetta myndi kosta um 22 milljónir króna að meðtöldu lóðarverði. Auk þessa hefði ríkisstjómin ákveðið að byggt skuli nýtt menntaskólahús við Hamrahlíð er taki 500 nemendur og kosti nálægt 50 milljónum, en byrjað yrði á því 1964. Yrðu þá tveir menntaskólar í Reykjavík eftir fáein ár, sagði ráðherrann og lét þá umsögn fylgja að þetta væri gáfleg- asta lausnin á þessu máli. Alþingi frestað Samþykkt var á fundi samein- aðs þings 1 gær heimild til að fresta fundum Alþingis frá deg- inum í dag, 20 des. til 29. janúar. Sameinað þing fjallaði í gær um fjárlagafrumvarpið, við 3. umræðu, og komu fram allmarg- ar breytingatillögur. Stóð fund- ur fram á nótt og var jafnvél gert ráð fyrir að umræðu máls- ins lyki í nótt, en atkvæða- greiðsla færi fram í dag. Vinnutími og kaup Vegna mistaka hefur sama fyr- irsögn og var á forystugrein blaðsins í gær lent yfir leiðar- anum i dag. Hin rétta fyrirsögn er: Vinnutími og kaup. ZTÚ Dregið eftir fjóra daga — Opið é Þórsgötu í til kí. W / kvöld — Nú er hver síðustur - Happdrætti Þjóðviijans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.