Þjóðviljinn - 22.12.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Síða 5
Laugardagur 22. desember 1962 ÞJOÐVILJINN SlÐA 5 ( Alþýðuflokkurinn og íhaldið á móti landshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS Eitt þeirra mála, sem stjórn- árflokkarnir felldu við 2. og 3. umræðu fjárlaganna, var heim- ild til ríkisstjórnarinnar að taka lán handa Landshöfn Keflavík- ur og Njarðvíkur. Þessu máli hafði þó einn af þingmönnum stjómarliðsins hent inn á þingið í vetur, og af því ver- ið gumað í stjórnarblöðunum. Nú hins vegar, þegar um það var að ræða að festa þessa lánsheimild í fjárlögunum, voru þingmenn stjórnarflokkanna svo handjárnaðir, að allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins (nema . Guðm. f. sem var fjarverandi) greiddu atkvæði gegn tillögum Geirs Gunnarssonar um 70 milljón kr. lánsheimild og líka vara- tillögu hans um 35 milljónir. báðar fluttar við 2. umr., og méira að segja gegn tillögu Geirs um 15 milljón króna heimild i sama skyni, sem hann flutti við 3. urnræð*. Þá var einnig felld tillaga sem Jón Skaftason og Finnbogi R. Valdimarsson fluttu saman um 300 milljón kr. lánsheimild. Við 2. umræðu fjárlaganna gerði Geir Gunnársson grein fyrir þessu máli og sagði m.a.: „Bygging landshafnarinnar í Keflavfií og Njarðvík hefur verið talsvert rædd á yfirstand- andi þingi og ekki að ástæðu- lausu, svo brýn og aðkallandi er orðin þörfin á, að verulegt átak verði gert til þess að fullkomna höfnina þar. Fyrir þessu þingi liggur frumvarp um breytingu á lög- unum um landshöfn í Keflavík og Njarðvik á þann hátt, að hækkuð verði í 70 millj. kr. heimild ríkissjóðs til að ábyrgj- ast lán til landshafnarinnar, ennfremur þingsályktunartil- ’aga, frá fulltrúa annars þing- “lokks um útvegun lánsfjár til 'ramkvæmda þar syðra. Flutn- ngsmaður frúmvarpsins (Ragn- »r Guðleifsson) lagði áherziu á nauðsyn þess að fullgera ""Ukorpna höfn á Suðurnesjum, nú þegar bátaflotinn fer stór- ",m vaxandi, bæði að fjölda til og meðalstærð báta, að ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það mál ofan í þá ræðu, en vil þó ekki láta hjá Uða að minna á og undirstrika bá ályktun, sem samþykkt var á sameiginlegum fundi lands- hafnarstjórnar, bæjarstjórnar Keflavíkur og hreppsnefndar Njarðvíkur, sem haldinn var í Keflavík 29. september sl„ hún er svohljóðandi: „Fundurinn Iýsir einhuga stuðningi við verkáætlun lands- hafnarstjórnar frá 1959 um byggingu hafnarinnar, þar seni gert er ráð fyrir, að hægt verði að afgreiða samtímis við góð skilyrði í fyrsta lagi 3 flutn- ingaskip, í öðru lagi 25 fiski- báta af stærðum allt að 150 tonn, í þriðja lagi, að scð verði fyrir geymsluplássi innan hafn- ar fyrir allt að 150 fiskibáta i stærðum 75—150 tonn. Fund- urinn telur ástand í hafnar- málum svo alvarlegt, að stefna verði að því að Ijúka fyrr- nefndri áætlun á næstu 4 ár- um. Til þess að svo mcgi verða, beinir fundurinn þeim ein- dregnu tilmælum til hæstvirtr- ar ríkisstjórnar, að hún taki þetta mikla hagsmunamál byggðarlaganna til. skjótrar úr- lausnar og útvegi fjármagn um 50—60 millj. kr., svo að upp- bygging hafnarinnar geti haf- izt af fullum krafti þegar á næsta vori“. Þar sem á þessu þingi hefur komið fram að almennur vilji virðist vera fyrir hendi til þess að eitthvað sé farið að gera í þessu efni, en ekki látið lengur sitja við orðin tóm, te! ég, að tími sé til kominn að Egilsstöðum 17/12. — Um síð- ustu helgi var efnt hér til mann- fagnaðar í tilefni þess, að fyrsti áfangi að byggingu félagsheim- ilis Héraðsbúa var orðinn fok- heldur. 1 þessum áfanga er aðalsam- komuhúsið, sem er 5425 rúm- metrar að stærð; grunnflötur er 806 fermetrar og gólfflötur með kjallara og svölum 1280 fer- metrar. Heildarkostnaður við bygginguna er nú 2.4 milljón- ir, eða 445 krónur á rúmmetra. Húsið á að taka 458 manns í sæti á svölum og í sal. Mjög góð aðstaða verður fyrir leik- Geir Gunnarsson Það hefur vakið athýgli, að eina tillagan frá einstökum þíngmönnum sem samþykkt var við samanlagða fjárlaga- afgreiðslu var tillaga þeirra Einars Olgeirssonar og Geirs Gunnarssonar að veita 60 þús. sýningar og í kjallara verður íúmgott pláss fyrir tómstunda- iðju. Eftir er að byggja álmu. þar sem verður bóka- og byggða- safn og íbúð húsvarðar . Eigendur hússins eru 10 hreppsfélög á Fljótsdalshéraði. Mikill áhugi er fyrir því að ljúka byggingunni sem fyrst, sn við fjárhagsörðugleika er að stríða. Guðmundur Guðjónsson arki- tekt teiknaði húsið, en yfir- smiður er Sigurður Gunnarsson húsasmíðameistari í Egilsstaða- kauptúni. SG. sá vilji verði sýndur í verki og flyt þess vegna tillögu um, að ríkisstjóminni verði heimil- að að taka lán að upphæð allt að 70 millj. kr„ til vara 35 millj. kr„ og endurlána lands- höfninni til hafnarfram- kvæmda. ★ En þegar að því kom að sýna viljann í verki brást hver ein- asti þingmaður stjómarflokk- anna, líka þingmenn Reykja- neskjördæmis, Alfreð Gíslason bæjarfógeti, Ólafur Thórs og Matthías Matthiesen. Þeir reynd- ust ekki menn til að standa með þessu mikla hagsmuna- máli kjördæmisins og sjávar- útvegsins. kr. á f járlögum til að bjóða! heim grænlenzkum stúdent eða námsmanni til að nema ís- lenzka tungu, sögu og bók- menntir. Þegar Einar Olgeirsson mæiti fyrir þessari litlu tillögu, lét hann þess getið að hann hefði heldur kosið að leggja til að meira væri að gert í þeim málum. Hann áliti að við Há- skóla fslands ætti að vera sér- fræðingur, lektor eða prófessor, í grænlenzku, grænlenzkri sögu og þjóðháttum. Þetta ætti að vera maður sem beitti sér að því verkefni m.a. að rannsaka hin fornu tengsl Islendinga og Grænlendinga. Stofnun slíks embættis yrði Islendingum til sóma, gæti orð- ið til að auðga íslenzka menn- ingu og auka fræðslu og kynni íslendinga af grönnum okkar á Grænlandi. Einar taldi að slík- ur kennslustóll hefði einnig átt að vera við Háskólann í færeyskri tungu, sögu og bók- menntum. 1 ræðu sinni fór Einar við- urkenningarorðum um hina sérstæðu menningu grænlenzku . þjóðarinnar og taldi eðlilegt; að Islendingar rejmdu að sýna lit á því að hjálpa Grænlend- ingum í menningar- og sjálfs- stæðisbaráttu þeirra. Brezkur leik- stjori hjá LH Fyrsta áfanga lokið Grænknzk fræði í Háskóla Islands HEMCÐ IGNIS kœliskápurinn er tvímælalaust sá ódýrasti á mark- aðnum miðað við stærð og gæði. Helgi Magnússon & Co Hafnarstræti 19. Símar 13184 — 17227. ELZTA BYGGINGAVÖRUVERZUN LANDS1N7 í Hafnarfirði er nú staddur enskur leikstjóri, Raymond Witch að nafni, og vinnur hann að því þessa dagana að setja á svið leikrit hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, Johnny Belinda heitir verkið og er eftir Kanada- manninn Elmer Harris. Leikritið gerist í Kanada á „Kings Ed- wards“ eyju og er í tveim þátt- um á sýningunni hér, annars í þrem. Hlutverk eru 12 og með- al þeirra sem fara með aða!- hlutverkin eru Svandís Jónsdótt- ir, Bjarni Steingrímsson og Ragnar Magnússon. Æft hefur verið í rúma viku og er ætlunin að frumsýningin verði þ. 28. des. Leikritið Johnny Belinda fjallar um daufdumba stúlku, sem er nauðgað og hef- ur það verið kvikmyndað með Jane Wyman i aðalhlutverkinu Raymond Witch er hér í þeim reindum aðallega, að kynnast til- vonandi tengdaforeldrum sínuri' en hann er trúlofaður Svand' Jónsdóttur. Sjálfur er hann leit ! ari að mennt, en hefur stjórr ^ð leikritum í ein 10 ár og ví' ar en í Bretanldi m.a. í Ini'1 landi. Hann býr í London c starfar nú við brezka sjónvart ið. Utgefandi: Samemlngarflokkur alþýðu — Sósialistafloklc- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfl Olafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðustfg 12. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Malgagn tunglsins ^jtundum þegar maður les Morgunblaðið virðist manni að það muni vera málgagn sem gefið er út í einhverju fjarlægu og annarlegu landi, jafnvel á tunglinu. Málflutningur blaðsins er svo fjarlægur íslenzkum veruleika, að ljóst er að ritstjórarnir hafa búið sér til einhvern hugar- heim þar sem þeir hagræða öllum þeim mála- vöxtum sem óþægilegir eru á því landi íslandi. Þannig talar Morgunblaðið í gær af miklum fjálgleik um „vinnufrið til sjávarins“ sem stafi af þeirri ráðabreytni „að uppbótakerfið var af- numið og allt það svindl og sá blekkingavefur, sem því fylgdi“. Og blaðið heldur áfram: „Nú virðist vera komið á eðlilegt jafnvægi á þessu sviði, þannig að allir aðilar telja sig gefa sæmi- lega við unað. Það er líka mikill munur frá því sem áður var“ að nú fá sjómenn „aflahlut sinn af hinu raunverulega verði.“ Jjau umskipti sem Morgunblaðið er að lýsa hafa sannarlega ekki orðið í íslenzkum veruleika, þvert á móti. í tíð vinstri stjórnarinnar urðu þau umskipti að sjávarútvegur landsmanna sföðvað- ist ekki eitt andartak vegna ágreinings um kaup og kjör eða önnur aíriði, heldur var hver fleyta hagnýtt. En síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við hefur ein stöðvunin rekið aðra vegna ágreinings sjómanna og útvegsmanna, vegna ágreinings útvegsmanna og fiskkaupenda o.s.’frv., °g jafnvel þótt ekki hafi verið um, þvílíkan ágreining að ræða hefur verulegur hluti togara- flotans verið bundinn langtímum saman. Það er sannarlega einkennilegt tiltæki að tala um „vinnufrið til sjávarins“ í lok þess árs þegar síld- veiðiflotinn hefur tvívegis verið stöðvaður a’f útgerðarmönnum og tugum og trúlega hundruð- um milljóna króna hefur verið kastað á glæ. Ekki á sú lýsing heldur við um ísland að hér hafi verið afnumið uppbótakerfi; það kerfi stendur enn með miklum blóma, veltir hundr- uðum milljóna á ári og var aukið til muna með fjárlögum þeim sem samþykkt voru í fyrradag; m.a. eru stórfelldar fjárfúlgur greiddar til fog- ara og bátaflota. Enginn veit heldur til þess að hér komi raunverulegt fiskverð til skipta þegar hlutur sjómanna er reiknaður; ríkisstjórnin he’f- ur áður klipið af útflutningsskatta sína og greiðir þá síðan útgerðarmönnum eftir öðrum leiðum, einmitt til þess að svíkja sjómenn um rétt fiskverð. Jjað er ósköp þægilegt fyrir ritstjóra Morgun- blaðsins að búa sér til sérstaka veröld og lýsa henni, láta stjórnarflokkana vinna þar eitt af- rekið öðru meira, láta þá kippa öllu í lag, tryggja ”étt fiskverð, afnema uppbætur og niðurgreiðsl- 'r og koma þannig á vinnufriði vegna þess að úir telji sig geta sæmilega við sinn hlut unað. '" bær upplýsingar koma íslendingum ekki við, ■•'ótt þær kunni að henta vel á ’t'unglinu velur Viördæmi ennþá fulltrúa á Alþingi ís- ' Mjnga. — m. k i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.