Þjóðviljinn - 22.12.1962, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Síða 7
Laugardagur 22. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 Stærsta fiskiskip Noregs er að hefja úthafsveiðar Yerksmiðjuskip og skuftogari með fjöldo nýjunga innanborðs Skipstjóri á „I.ongva” cr Olaf Röeggen. mi Verksmiðjutogarinn „Longva” á siglingu. Þetta cr stærsta fiski- skip sem Norðmcnn hafa smíðað. Nú nýlega afhenti A. M. Liaaen Skibsværft & mek. Værksted í Álasundi hundrað- asta skip sitt. Þetta er stærsta fiskiskip sem Norðmenn hafa smíðað, í senn verksmiðjuskip og skuttogari. Stærð skipsins er þessi: Lengd 63,35 m. Breidd á milli „vanta” 10 m. Dýpt að^ efra þilfari 7,20 m en að neðra®' þilfari 4,90 m. Togarinn er mældur 1092 brúttósmálestir. Aðalvél skipsins er 1500 hest- afla Deutz díselvél sem hefur 300 snúninga á mínútu. Auk þessa hefur togarinn þrjár aðr- ar hjálparvélar af gerðinni M. W. M. Togarinn er búinn skipti- skrúfu af fullkomnustu gerð. Allar vélar á þilfari svo og stýrisvél eru vökvadrifnar. Skipið er útbúið öllum þeim fullkomnustu tækjum sem nú er völ á, til öryggis og fiski- leitar, þar á meöal nýju Asdic- tæki af franskri gerð, sem talið er nú það fullkomnasta sinnar tegundar á heimsmælikvarða. Þetta undratæki sýnir fiski- torfur á öllu dýpi i rúmlega 1000 m fjarlægð frá skipinu í allar áttir. Þegar varpan er dregin inn, gengur allur fiskur niður um vökvadrifna lúgu og kemur niður í rúm aftan til við vinnusalinn. Þarna er fiskurinn blóðgaður, en að hæfilegum tíma liðnum er hann slægður, en að því búnu fer hann á færibandi að hausingavélum, en frá þeim að tveimur sam- stæðum flökunarvéla og frá flökunarvélunum í roðfletting- arvélar. Að þessu loknu fara flökin í pökkunarsal. þar sem þeim er pakkað í hverja bá pakkningu sem ákveðið er að pakka hverju sinni. Skipið er búið tveimur full- komnum plötufrystitækjum sem frysta samanlagt 16 smálestir af flökum á sólarhring. Frysti- geymsla skipsins tekur 400 smá- lestir af flökum. Þama verður að jafnaði -t- 30 gráður á Sels- íus, en hægt er að hafa -t- 50 gráður í geymslunni ef menn vilja heldur. Það bezta af fiskúrgangin- um verður hakkað. en síðan fryst í loðdýrafóður. Lifrin verður brædd strax eftir slæg- ingu, og er 60 smálesta lýsis- geymir í skipinu. Skipið er búið að fara í smá veiðiferð til reynslu, og skiluðu allar vélar fullkomlega því sem til var ætlazt. 1 þessari reynslu- ferð gekk togarinn 14,5 sjómíl- ur á vöku. Skipið er búið vél- um sem vinna vatn úr sjó. Sjálfvirk vcl mælir veltu og stöðugleika skipsins. Björgun- arbátarnir eru úr glerfiber, plasthúðaðir. Kælivatn frá vél- um gengur inn í upphitunar- kerfi skipsins, og sparast þann- ig mikill hluti af upphitunar- kostnaði. Hvað þarf þetta skip stóra skipshöfn? Það er ákveðið að skipshöfn á m.s. Longva verði 51 maður, þar af 12 sem ein- göngu annast veiðina en 25— 26 sem vinna að hagnýtingu aflans. 1 viðtali segir útgerðarmaður skipsins, John Longva, að út- gerð skipsins ætti að vera sæmi- lega vel tryggð með 2000 smá- lesta afla á ári. Hér er að líkindum miðað við hausaðan og slægðan fisk, því þannig reikna Norðmenn sinn fiskafla nema annað sé framtekið. Þetta yrði því 2400 smálestir eins og við reiknum fiskinn slægðan með haus. Mannaíbúðir eru sagðar mjög góðar og samanstanda mest- megnis af eins og tveggja manna herbergjum. Hægt er að kæla mannaíbúðir, ef togarinn stund- ar veiðar nálægt miðjarðarlínu. Reiknað er með að togarinn fari 4—5 veiðiferðir á ári. Skip- ið er útbúið til að stunda veið- ar á öllum heimshöfum. Það er sagt að þetta skip kosti kringum 7 milljónir norskra króna. 1 íslenzkum peningum samkvæmt skráðu gengi rúmar 42 milljónir. Smíði þessa skips hefur vakið mikla athygli, ekki bara í Noregi heldur víðast þar sem togveiðar eru stundaðar. Heimahöfn tog- arans verður Álasund. J.K. John Longva útgcrðarmaður í Álasundi er cigandi vcrksmiðju- togarans. Alþingi býð- ur Grœnlend- ingi nómsdvöl Fjárlagafrumvarpið var af- greitt frá Alþingi í gær, og þingfundum að því búnu frestað til 29. janúar. Vegna þrengsla í blaðinu verða fregnir varðandi afgreiðslu fjárlaganna almcnnt að bíða. En það fór að vanda, að samþykktar voru allar breyt- ingatillögurnar sem fjárveitinga- nefnd öll stóð að eða mciri- hluti hcnnar, en allar tillögur einstakra þingmanna voru felld- ar, nema ein! Þessi eina tillaga sem sam- þykkt var, fjallaði um 60 bús- und króna fjárveitingu „til þess að bjóða grænlenzkum stúdent, námsmanni eða áhugamanni til námsdvalar, til að læra íslenzka tungu, sögu og bókmenntir.” Flutningsmenn voru Einar Ol- gcirsson og Geir Gunnarsson. Þegar Einar talaði fyrir tillög- unni minntist hann á, að auð- velt myndi reynast að fá fleiri aðila til að taka þátt í kostn- aði við ferðir og dvöl slíks námsmanns, og ætti því frum- kvæði Alþingis að geta borið árangur, þó upphæðin væri ekki hærri. Tillagan var samþykkt með 38 samhljóða atkvæðum. OTVARPSANNÁLL SKnLA FRÁ LJÖTUNNARSTÖÐUM UM DAGI OG V Páll Kolka Það var um vetumæturnar, sem frá því var skýrt í útvarp- inu, að Páll Kolka, fyrrverandi héraðslæknir, hefði hlotið gull- medalíu úr minningarsjóði Daða Hjörvar. Mig minnir, að viðurkenning þessi væri studd þeim rökum af dómnefnd, að Páll hefði flutt mál sitt í útvarpinu af hreinskilni, djöríung og hispurs- leysi umfram aðra menn og vandaði auk þess málfar sitt, svo að til fyrirmyndar var tal- ið. Var sérstaklega vitnað til þátta þeirra um dag og veg, sem hafa orðið allmargir síð- astliðið ár. Ég get í raun og veru fallizt sókn og vörn | Þegar auðmagnaður áróður kappkostar að afvegaleiða þjóð- , ina frá ævarandi hiutleysi í .hernaði og teymir hana inn í : hernaðarbandalag. Þá er Þjóð- | viljinn bezti bakhjarl okkar til j þess að endurheimta margyfir- lýsta hlutleysisafstöðu og bera sáttaorð milli þjóða. Þegar máttarvöld þjóðfélags- ins ógna sérhverri kjarabóta- kröfu verkalýðsins með gengis- íellingu krónunnar. Þá er Þjóðviljinn ávallt mál- svari hans í sókn og vörn. Hafið þetta hugfast, þegar bakhjarl verkalýðsins og mál- svara vantar fé til að geta enn belur rækt hlutverk sitt og skyldur við íslenzkan verka- lýð. Frestið því ekki lengur að kaupa miða í Happdrætti Þjóð- viljans. Kristófer Grímsson. á sjónarmið og rðkstuðning dómnefndar og að Páll sé i raun og veru vel að þeim heiðri kominn sem honum hefur i skaut fallið. En þegar ég frétti um gull- medalíuna Páls, spurði ég sjálf- an mig eitthvað á þessa leið: Er Páll Kolka í raun og veru það mikið betur af guði gerður um hispursleysi og hreinskilni í orðræðum dags og vegar. að öðrum tjái ekki að keppa við hann um gullmedalíur, sem verðlaun fyrir unnin afrek á því sviði? Páll er skemmtilega opinskár. Hann fer að vísu marga útúr- króka og hleypur útundan sér í öðru hverju spori. En þrátt fyrir allt þetta tapar hann aldrei áttinni og ratar að lok- um alltaf heim til sinna póli- tísku föðurhúsa. Þess vegna er engin hætta að gefa honum lausan tauminn. Hann fer sér ekki að voða. Og vegna þess að honum gafst tækifæri til að hlaupa um, frjáls og óbeizlað- ur, gat hann sýnt hvað í hon- um bjó og þar með unnið fyr- ir sinni gullmedalíu með heiðri og sóma. Við skulum hugsa okkur, að Gunnar Benediktsson rithöf- undur hefði átt þess kost að ræða í útvarpinu ýms þau mál. sem borið hafa á góma í þátt- um Páls Kolka, svo sem eins og trúmál, kommúnisma, kaup- gjaldsmál og efnahagsmál og að hann hefði gert það frá sínu sjónarmiði af ekki minni einurð, hreinskilni og dreng- skap en Páll. Hver myndi vilja trúa því að slíkt hefði enzt honum til að innvinna sér gull- medalíu? Hitt væri sönnu nær, að Morgunblaðið myndi hafa rekið upp ógurlegt ramavein og heimtað refsidóm yfir Gunnari fyrir hið herfilegasta hlutleys- isbrot. Útvarpsráð myndi hafa komið saman á skyndifund og samþykkt vítur á Gunnar, fyr- ir að hafa brotið settar reglur um hlutleysi og beðizt afsök- unar frammi fyrir hlustend- um, vegna þess slyss, er hent hefði. Það er nefnilega enn tölu- verður munur á Jóni og séra Jóni og það hentar ekki öllum að ræða um daginn og veginn af sama drengskap, einurð og hreinskilni og Páll Kolka. Ekki er mér um það kunn- ugt, eftir hvaða reglum útvarp- ið ræður menn til að tala um daginn og veginrj. hvort það er t. d. algengt að menn bjóði fram þjónustu sína, eða stofn- unin leiti uppi menn til starfs- ins. Mætti þó ætla, að hið síð- ara væri algengara, því margir geta þess í upphafi ræðu sinn- ar að þeir hafi verið beðnii að taka þetta að sér. Þetta eru allskonar menn, t.d. hagfræð- ingar, viðskiptafræðingar, keun- arar, prestar, læknar, ýmiskon- ar fulltrúar og forstjórar, bar á meðal bankastjórar og jaín- vel bændur. Sjómenn og verka- menn minnist ég þó ekki að hafa heyrt í þessum hópi. En Jang fjölmennastir i þess- um hópi eru blaðamenr. og er það i sjálfu sér ekki óeðli- legt því blaðamenn ættu, sam- kvæmt sinni köilun að vera öði*um færari oz hafa opnari eyru og augu en aðrir fyrir oví sem er að gerast i þjóð- lífinu á hverjum tíma og ijalia um það af einurð, drengskap og hreinskilni. Munu hafa komið fram blaðamenn frá öll jm dagblöð- um höíuðstaðarins öðrum en Þjóðviljanum. Kbfct veit ég hvað þessu veldur. Kannske vilja starfsmenn þessa biaðs ekki taka siíkan kross á herðar sér. Ef til vill Jíta forráðamenn út- varpsins svo á, að þessir blaða- menn séu það verr af guði gerðir en starfsbræður þeirra frá öðrum blöðum, að þeim sé ekki treystandi til að inna þetta verk sómasamlega af hendi, eða þeir fylli ekki út i ramma þess hlutleysis, sem út- varpið hefur markað sér. En væri nú samt sem áður ekki hættandi á það fyrir út- varpið, að freista þess einu sinni? Það gæti þó aldrei far- ið verr en illa og ekkert myndi gerast, annað en að Morgun- blaðið fengi smákast. Islenzkt auðskipulag hlýtur að standa svo traustum fótum, að það myndi áreiöanlega þola slíkt, án þess að riða til falls. Á fæstum þeirra, sem ræða um dag og veg, veit ég nokk- ur persónuleg deili, enn síður að ég viti fyrirfram um póli- tískar skoðanir þeirra. Flestir þeirra reyna einnig að koma orðum sínum þann veg fyrir, að þeir sýnist hlutlausir. Þó eru þeir yfirleitt ekki hlutlaus- ari en svo, að mjög auðvelt er að gega sér grein fyrir því, er t>eir hafa lokið máli sínu, hvaða stjórnmálaflokki þeir fylgja, eða að minnsta kosti hvort þeir styðja ríkisstjórnina eða ekki og ég þykizt ekki fara með neitt fleipur, þótt ég full- yrði, að ríkisstjómin á í hópi þeirra, er fjallað hafa um dag og veg miklu stærri meirihluta, en hún á að fagna með þjóð- inni. En yfirleitt fara talsmenn stjórnarvaldanna sér hægt, þeir tala í hálfkveðnum vísum og að nokkru undir rós, þegar þeir ræða um viðkvæm deilumál, eins og vestræna samvinnu. hervemd, efnahagsmál og verka lýðsbaráttu, og er þetta út af fyrir sig mjög skynsamlegt, þvi eins og áður hefur verið að vikið koma litlir og margir skammtar af áróðri að betri notum en fáir og stórir. En binsvegar skortir þá svo mjög á um djörfung og hrein- skilni séu þeir bornir saman við Pál Kolka, að þeir geta sennilega seint áunnið sér gull- medaliu út á slíka verðleika. Komi stjómarandstæðingar fram í þessum þáttum, sem er þó tiltölulega sjaldgæft, en þó helzt framsóknarmenn, fara þeir sér svo hægt, að varla má af orðum þeirra ráða, hvort þeir hafi nokkra pólitíska nátt- úru. Þó hefur Sveini Víkingi, af sinni alkunnu orðsnilli stundum tekizt, eftir mörgum og stundum torrötuðum króka- leiðum, á skemmtilegan hátt að vekja athygli hlust- andans á ýmsum snöggum blettum stjórnarfarsins. Og ef öllu réttlæti hefði verið full- nægt, ætti hann raunar skilið gullmedalíu fyrir. En venjan hefur hinsvegar verið sú að þeir sem ekki hafa haft sig í að syngja hallelúja fyrir ríkisstjórn og athöfnum hennar, hafa leitt þessi fyrir- bæri hjá sér t.d. fjallað um æskuna, veðrið, fiskiriið og þess háttar. Engum getum skal að því leitt, hvort þessum ágætu mönn- um hefur verið bent á, hvað þeir mættu segja. og hvað þeir mættu ekki segja, eða hvort hér hefur eingöngu verið um meðfædda háttvísi að ræða eða þá að þeir hafa tekið hlutleysi útvarpsins bókstaflegar en fylgjendur stjórnarvaldanna. Til þess að þátturinn um dag- inn og veginn verði annað og meira en hann nú er, þarf tvennt að gerast: Forráðamenn útvarpsins að sýna gæsalappalaust hlutleysi í vali þeirra manna, sem þáttinn flytja, þannig að öll sjónarmið sem uppi eru gagnvart deilu- málurn dagsins fái komið fram og notið sín, eða með öðrum orðum, að þeir sem þáttinn flytja fái að ríða hugmyndafáki sínum á vit hlustenda með lausan taum. I öðru lagi ber svo öllum þeim, sem þáttinn flytja, hvar í flokki sem þeir standa. að taka sér medalíumanninn Pál Kolka til fyrirmyndar um djörfung og hreinskilni. Er og til nokkurs að vinna, ef vel tekst, því von mun á fleiri medalíum úr hendi Hlga Hjörvars. Skúli Guðjónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.