Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1963 ÓVENJUFÁTT fólk var á ferU í miðbœnum á gamlárskvöld en þeim mun meiri fjöldi sótti áramótabrennurnar sem voru alls um 100 talsins víðs vegar um baeinn. Brennurnar voru haldnar undir eftirliti lög- reglunnar og fór þar ailt vel -<» r í»rir rithöfundar hlutu að þessu sinni viðurkenningu úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins, þedr Guðmundur Daníelsson, Jón Öskar og Þorsteinn Jónsson frá Hamri. Úthlutað var úr sjóðnum að venju á gamlárskvöld, nú í sjö- unda skipti en sjóðurinn var stofnaður haustið 1956 og er hlutverk hans að styrkja ís- lenzka rithöfunda til starfa og þá einkum að gera þeim kleift að ferðast til útlanda. Á þeim sex árum sem Rithöf- undasjóður rikisútvarpsins hefur starfað hafa 10 rithöfundar hlot- ið úr honum styrki, einn eða tveir í senn. Styrkupphæðin var að þessu sinni hærri en nokkru sinni fyrr eða samtals 45 þús. kr. og samþykkti sjóðsstjómin einróma að skipta þeirri fjár- hæð jafnt á milli hinna fyrr- nefndu rithöfunda þriggja. fram og engin umferðarslys urðu i sambandi við þær, þótt umferðin væri sums staðar geysimikil. STÆRSTU brennurnar voru að venju á Klambratúni, í Laug-6 ardal og í Skjólunum. Fór ijósmyndari blaðsins í leið- angur vestur á nesið og tók myndir af brennunum og flug. eldadýrðinni við Ægissjðuna, en um tólf Ieytið voru margir flugeldar á lofti yfir bænum, þótt stundum hafi verið skot- ið enn fleiri flugeldum. eink um frá skipum í höfninni. Sl. föstudag, 28. desember, fór Cloudmasterflugvél Flugfélags Islands, „Skýfaxi“, áætluna-- ferðina Reykjavík — Sauðár- krókur — Akureyri. Lenti þá flugvél af þessari gerð í fyrsta skipti á flugvellinum við Sauð- árkrók. Flugstjóri var Jóhannes Snorrason. BRENNUMYNDIRNAR tvær, sem birtast hér á síðunni svo og forsíðumyndin í dag eru allar frá brennunni í Sörla- skjóli. Á tvídálka myndinni ber eldbjarmann hátt við him- in en á þrídálkamyndinni sést kösturinn sjálfur, þegar hann er orðinn allmikið brunninn. FJÓRDÁLKAMYNDIN er tekin við Ægissíðuna af flugelda- skothríðinni og speglast Ijósa- dýrðin af flugeldunum, brenn- unum og í húsunum, í sjónum. Hag- fræði Ölafs í a,amótaræðu sinni komst Ólafur Thors forsætisráðherra m.a. svo að orði: „Varðandi spariféð — hið ytra tákn um mátt þjóðarinnar til að fást við ný verkefni — get ég þess, að í febrúarlok 1960 námu allar innstæður lands- manna í bönkum og spari- sjóðum ' landsins 1825 millj. kr. Þær voru um siðustu mánaðamót 3237 millj. Aukn- ingin er þannig 1462 millj. króna, eða með öðrum orðum, íslendingar hafa frá upphafi viðreisnarinnar aukið sparifé sitt um nær því jafriháa upp- hæð, eins og þeir áður höfðu nuriað saman frá landnáms- tíð og fram á þann dag“ Fróðlegt hefði verið ef ráð- herrann hefði gert nánari greln fyrir þessari hagfræði- legu uppgötvun sinni, til að mynda skýrt írá því hvað inn- stæður landsmanna í bönkum og sparisjóðum bafi numið í lo.k landnámstíðar og kring- um siðasklptln svo að einhver dæmi séu nefnd. Hins vegar láðist ráðherr- anum að geta þess að það eru ekki sömu krónumar sem hann er að bera gaman. Þegar viðreisnin hófst var gengi dollarans 16,32 og innstæður landsmanna jafngiltu 112 milljónum dollara. Nú er genffi dollarans 43 og spari- fjáreignin jafngildir aðeins 76 milljónum dollara. Ríkis- stjómin hefur þannig skert um því sem næst þriðjung sparifé það sem landsmenn „höfðu nuriað saman frá landnámstið og fram á þenn- an dag“. samkvæmt þeim mælikvarða sem forsætisráð- herrann trúir á öllum öðrum fremur. Á sama hátt getur róðherrann jengi enn hrósað séf af því hvernig hann fjölgi krónunum með því að minnka þær, þótt þar hljóti að koma að lokum að hann verði að læra af eðlisfræðingum hvem- ig hægt sé að sundra atóm- inu. — Austri. Nú hefur einn af vinningshöf- um í Skyndihappdrætti Þjóövilj- ans gefiö sig fram. Var það Svava Jónslóttir, Snælandi við Nýbýlaveg, sem hlaut Normende ferðaviðtæki að verðmæti 3600 kr. á miða nr. 79670. Aðrir aðalvinningamir í happ- drættinu, sem dregið var um á Þorláksmessu, eru enn ósóttir og eru vinningshafamir beðnir að vitja þeirra á skrifstofu happ- drættisins að Þórsgötu 1, en hún verður opin fyrst um sinn kl. 10—18 daglega, símar 19113 og 22396. Vinningamir sem ósóttir eru komu á eftirtalin númer: 55088 — Land-rover eða bif- ieið eftir eigin vali. 7557 — Góðhestur með hnakk og beizli. 61833 — Sófasett frá Hús- gagnaverzlun Austurbæjar. 45987 — Normende segul- bandstæki. 8335 — Normende útvarpstæki. 53122 — sama. 70704 — sama . 70531 — Normende ferðtæki. 41644 — sama. Þá eru enn ósóttir tveir auka- vinningar er dregið var um fyr- irfram. 68353 — Vegghúgögn frá Axel Eyjólfssyni og 76162 — Ferð til Evrópu með S.l.S.-skifri. urinn óhagstæðnr um 85 millj. Samkvæmt bráðabirgðayf irli u Hagstofu Islands var viðskipta- jefnuðurinn í nóvember sl. óhag- stæður um 526 þús. kr. Inn var flutt fyrir 323 millj. 23 þús. kr. en út fyrir 322 millj. 497 þús. kr. í sama mánuði árið 1961 var viðskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 61 millj. 637 þús. Frá áramótum til nóvembsr- loka 1962 hefur viðskiptajöfnuö- urinn þá samtals orðið óhagstæð- um um 85 millj. 55 þús., en 1961 var hann óhagstæður um sam- tals 155 millj. 860 þús. kr. á sama tímabili. í réttarrannsókn vegna dauða Magnúsar Ólafs- sonar í fangaklefa á Seyðisfirði upplýstist, að fang- inn hefur haft eldfæri undir höndum í klefanum. Hins vegar upplýstist ekki, hvernig þau eldfæri hafa borizt inn í klefann. Þjóðviljanum liefur borizt fréttatilkynning frá Ólafi Þor. iákssyni setudómara í réttarrann. sókninni. Er hún á þessa leið: Niðurstaða réttarkrufningar Hggur fyrir og er hún á _þá leið, að Magnús heitinn Ólafsson muni hafa látizt af köfnun vegna kolsýrlingseitrunar. Við rannsókn málsins hafa 35 menn gefið skýrslur fyrir dómi. sumir oftar en einu sinni. Auk þess hefur verið farið á vett- vang í kjallara Sundhal’ar Seyð- isfjarðar. Þá hafa verið kvaddir til sérfróðir menn tjl að athuga aðstæður þar. Niðurstaða þeirra er, að eldsupptök muni hafa ver- ið frá opnum eldi. þ.e. ekki frá rafmagni eða slíku. f brunaleif- um á slysstað fundust ytra hylki af e’dspýtustokk. tvær brunnar eldspýtur og ein óbrunnin. Rannsóknin beindist aðallega að því að upplýsa hvernig eld- færi hefðu borizt á slysstað. en betta atriði fékkst ekki upnlýst. Eftir er að Ijúka vettvangs- skýrslum að fullu og gera út*- ^krift af dómsrannsókninni. Að fengnum beim gögnum verður málið sent. saksóknarq tP meS- ferðar að hætti slíkra mála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.