Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 7
Fóstudagur 4. janúar 1963 Rússlandsherferðin 1812 STÓRHERINN í MOSKVU Síðari grein VUdinvr 'v-Ö/Msa s\G/ubpicoe*\ i.-‘ \JB$tj$dino ■'/■-"^ViaZWa Malojarotliwkz 'Scmlevo —X Pohtlk Vitebsk / Vilna \ Smolensk Kaluga Stmlirt tonsov MoU»k£,*m" bfinsk ►A/ereca mCrodno Kort sem sýnir leið hers Napóleons í Rússlandsherferðinni. xxxxxxxx sýnir leiðina austur en . .x... .x... .x undanhaldið vestur á bóginn. Er Napoleon fór upp á Kveðjuhæðina og sá Moskvu, borg hinna gullnu turna, fyr- ir fótum sér, mælti hann sig- urstoltur: „Svo að hér er loks- ins sú fræga borg. Það var tími kominn!“ En borg sú, er om blasti, var nær m;' Sr stórherinn nálg- aðis, -riina, hafði efnafólkið sig fyrst á brott og síðan aðrir borgarbúar, allir sem vettlingi gátu valdið. Langar fylkingar borgarbúa héldu út um borgar- hliðin, sumir fóru á hestvögn- um aðrir drógu vagna og kerr- ur, en flestlr voru fótgangandi og báru fátæklegar reytur sín- ar. Fyrir fóru síðskeggjaðir klerkar, hlaðnir helgigripum og kyrjuðu sogartölur, en lýðurinn tók undir tárfellandi. Er rúss- neski herinn var einnig kom- inn út úr borginni, var afbrota- mönnum sleppt lausum og fóru þeir ránshendi um borgina. Það var þess vegna lítið undr- unarefni, þótt bið yrði á því, að fríð sendinefnd kæmi á vit Napoleons og framseldi honum borgina. Er honum voru færð- ar þær fréttir, að borgin væri auð og mannlaus, ætlaði hann vart að festa á þær trúnað. Þann 14. september hélt stór- herinn innreið í Moskvu og fóru riddarasveitir Neys mar- skálks fyrir. Allt mannlíf var á brott og ríkti þögnin ein, og var ekki laust við að hinir langförulu hermenn kenndu nokkurs geigs í þessari auðn. Vart höfðu herveitirnar komið sér fyrir, er eldar tóku að koma upp í borginni og var haldið að hermenn hefðu farið Björn Th. Björnsson Pétur- Pctorsson gálauslega með eld. Ekki þótti þó einleikið hversu þeir komu víða upp, grunaði menn að hér væri unnið af ásettu ráði og sá grunur varð að fullri vissu, er brennuvargar voru staðnir að verki og sprengjur sprungu í mannlausum húsum. Eldurinn æddi um borgina og fór stund- um ískyggilega nálægt Kreml- höll, þar sem Napoleon hafði aðsetur. Keisarinn fylgdist með hamförum eldsins úr gluggum Kremlhallarinnar. Hann hróp- aði af móði: „Hvílík ógnarsjón. Að gera þetta sjálfir. Allar þessar hallir. En sú einstaka einbeitni!" Neistaregnið féll á þök og garða Kremlhallar og að næturlagi brá eldbjarman- um um stofur og ganga. Ekki var annað sýnna en höllin yrði eldinum að bráð og var Napol- eon þrábeðinn um að yfirgefa höllina og halda til Petrovskí- hallar í útjaðri Moskvu. Er hann lét loks til leiðast, mátti Kreml eldgirt heita. Napoleon og fylgdarmenn hans sluppu mjög naumlega úr víti þessu. „Við gengum á jörð" af eldi; undir himni af eldi, milli veggja"^ af eldi“, segir Ségur. Er keisarinn sneri aftur til Kreml- hallar, sem sloppið hafði frá surtarlogunum með furðulegum hætti, var mikill hluti borgar- innar brunninn til kaldra kola. 1 Moskvu var Napoleon elju- samur sem fyrr, hann skipaði málum ríkisins í smáu sem stóru. Meðal annars gaf hann út reglugerð fyrir Comédie Francaise sem leikhúsið hefur síðan starfað eftir. En keisar- inn var gripinn ugg miklum, stundum rauk hann upp með ofsa, en eðra stundina sat hann í þungum þönkum langtímum saman án þess mæla orð af vörum. Honum var blátt áfram lífsnauðsyn að ná friði við Rússakeisara og binda endi á herförina, sem nú var komin í sjálfheldu. Tækist honum það ekki yrði hvarvetna litið á inn- rásina í Rússland sem mestu smánar- og hrakför. Hann gerði út sendimenn á fund Rússa til þess að þreifa fyrir sér um frið, en honum bárust engin tilmæli frá Rússakeisara. í upphafi ó- friðarins hafði Alexander svar- ið þess dýran eið að ljá ekki máls á friði, fyrr en hver ein- asti óvinahermaður væri á brott af rússneskri grund. Bruni Moskvu varð enn til þess að styrkja þennan ásetning hans, en hafði vafalaust getað náð hagstæðum samningum, er hér var komið. En Rússakeisari var heldur ekki einráður, máttugir aðilar í landinu stöppuðu í hann stálinu, og þeir hefðu fyrr stytt keisara sínum aldur en leyft honum að semja frið við hinn hataða Frakkakeisara. Napoleon hafði haft vetursetu í Moskvu í huga, en eftir eyð- ingu borgarinnar kom slíkt vart til greina. Vetrarlöng dvöl fjölmenns herliðs í brunninni borg var lítt fýsileg, en auk þess voru aðdráttarleiðir geysi- SKOLI Á LJOTUNNARSTÖÐUM SKRIFAR UM ÚTVARPIÐ Vetrardagskrásn Vetrardagskrá. Á uppvaxtar- árum útvarpsins vakti þetta orð ósvikna eftirvæntingu og tilhlökkun í brjósti hlustand- ans. Útvarpið hefur fyrir löngu slitið bamsskónum og það hef- ur fyrir löngu samið sig að háttum hins formfasta borgara, sem er algerlega upp úr því vaxinn, að koma meðbræðrum sínum á óvart. En hlustandinn hefur einnig slitið sínum bamsskóm sem slíkur. Það er með viðtækið hans eins og klukkuna: Hann veitir því enga athygli, þó að hún gangi, en ef hún þagnar verður hann þess undireins var og dregur hana upp. Á sama hátt veitir hann því venjulega enga at- hygli, þótt viðtækið sé opið, en haíi einhver tekið á sig rögg og skrúfað fyrir það, verður hann þess undireins var pg tekur á sig rögg og opnar. 1 gamla daga, meðan allt var erm. ^mátt í sniðum, var dag- skráin lengd með hverri vetr- arboirm- Nú er slíkt ekki hægt lengnr af þeirri einföldu ástæðu, aðí’ útTrarpiö er nr allan þann tíma sólarhringsins, sem ætla má að venjulegt fólk sé vak- andi og lengur þó. Reyndar mætti hugsa sér að útvarpa einnig þann tíma sólarhrings- ins, sem fólk er í svefni, ertda ekki ósennilegt að slíkt verði næsta skref stofnunarinnar í þjónustu sinni við hlustendur. Með því móti væri hægt að bæta nokkmm nýjum þáttum í dagskrána, svo sem eins og náttmálatónlist, óttusöng og mið miorgunmúsik. Yrði slíkur hátt- ur upp tekinn, myndi ekki líða á löngu unz hlustendur hefðu áunnið sér þann eiginleika, að þeir myndu því aðeins fá fest blund, að þeir fengju notið slikrar þjónustu, en lægju and- vaka, ef út af brygði. Sú tíð er nú löngu liðin, að menn fyllist tilhlökkun og eft- irvæntingu, þegar vetrardag- skráin er kynnt. Og það er í raun og veru ekki nema eðli- legt. Það er ekki hægt með nokkurri sanngirni, að ætlast til þess að hún komi manni skemmtilega á óvart. Og dag- skrá sú er hófst að veturnótt- um gerði það heldur ekki. Hún olli manni heldur engum sér- stökum vonbrigðum. Þvert á móti gat maður glaðst yfir því, að gamlir vinsælir þættir fá enn að lifa og eru taldir á vet- ur setjandi, eins og t.d. Kvöld- vökur og Islenzkt mál. Þótt ýmsum finnist ef til vill sem forráðamenn útvarpsins sýni ekki ýkjamikla hug- kvæmni í því að velja útvarps- efni, verður hinu ekki neitað, að hugkvæmni þeirra um að velja ný nöfn á gamla dag- skrárliði virðist lítil sem engin takmörk sett. Þeir sem um hljómlistina fjalla virðast þó bera langt af í þessari íþrótt. Hljómlistinni, þessu yfirgnæfandi og yfir- þyrmandi útvarpsefni, er öllu skipt niður í þætti, og hver þáttur ber sitt nafn, og eru þættir þessir orðnir fleiri en svo, að tölu verði á komið, og mun hlustendum hafa áskotn- azt nokkrir slíkir i byrjun þessarar vetrardagskrár, til við- bótar þeim, er fyrir voru. Einnig hið mælta mál hníg- ur æ meir til þeirrar áttar, að leysast upp í einstaka þætti. Ef til vill er hér að verki bætt framleiðni og aukin vinnuhag- ræðing, svo maður taki sér í munn tvö nýyrði, sem heyrast svo ákaflega oft í útvarpinu, en maður skilur þó ekki nema til hálfs. Sem dæmi uppá hvem- ig útvarpsefni af sama togaget- ur skipt um heiti, án afláts, má nefna að skemmtiþættir eru sí- fellt að skipta um nöfn, og er nafnið ekki alltaf vísbending um innihaldið, fremur en átt- hagafræðin hans Isaks. Ljóða- lestur hét einu sinni bara Ljóðalestur. Svo man ég eftir Ljóði kvöldsins. 1 fyrra hét þetta Ljóðaþáttur en í ár er komið: I ljóði. 1 svipinn man ég þó eftir tveim nýjum þáttum í vetrar- dagskránni, og er það í raun- inni meira en maður gat búizt við og sýnir að þeir, þar efra, eru þó ekki enn alveg komnir á nástrá. Þessir nýju þættir nefnast Úr fórum útvarpsins, í umsjá Björns Th„ og Á blaðamanna- fundi, stjómað af Gunnari Schram. Yfirleitt er mjög gaman að hinu gamla útvarpsefni. Manni finnst það yfirleitt miklu betra nú en þegar því var útvarpað í hið fyrra skiptið. Sennilega hefur það því batnað við bið- ina, eða þá að það þolir betur samanburð við dagskrárefni vorra daga en þess tíma, er því var útvarpað öndverðlega. Sennilega myndi það heilla- ráð, að stækka þennan þátt að miklum mun í framtíðinni og Framhald á bls. 10. Eftir Jón Guðnason sagnfræðing langar, og sú hætta vofði yfir, að Rússar ryfu samgönguleið- imar og syltu herinn inni. Napoleon átti í þessum krögg- um eitt tromp á hendi: að gefa út tilskipun um afnám bænda- ánauðar á yfirráðasvæði sínu í Rússlandi og kynda þannig elda stéttastyrjaldar og byltingar að höfði Alexanders og lénsskipu- laginu í Rússaveldi. Slík til- skipun hefði vafalitið haft sín áhrif í rússneska hernum, sem nær eingöngu var skipaður á- nauðugum bændum. Það Var þetta, sem rússneski jarðaaðall- inn hafði óttazt allra mest, og var eftir innrásina lengi á nál- um, að Napoleon léti af því verða. 1 Moskvu kynnti Napol- eon sér sögu Púgatjeffs og bændauppreisnarinnar miklu á dögum Katrínar 2. En hann gerði aðeins gælur við þessa hugmynd, múghreyfingar voru í rauninni eitur í hans beinum. Þannig var komið fyrir þessum syni frönsku byltingarinnar og fylgismanni Robespierrebræðra, að hann þorði ekki að vekja upp Rússalýð, jafnvel þótt til- vera hans sjálfs og franska keisaradæmisins væri í húfi. Napoleon átti nú eins úr- kosta: að hörfa með her sinn vestur á bóginn. En hann hik- aði í lengstu lög að taka svo afdrifaríka ákvörðun, sem mundi auglýsa öllum heimi ósigur hans. Það hik átti eftir að verða stórhemum dýrkeypt. Þann tíma, sem Napoleon sat í Moskvu hafði Kútúsoff safn- að nýju liði og endurskipulagt her sinn. Þær sveitir stórhers- ins, sem sendar höfðu verið út um landsbyggðina til vistaöfl- unar, snéru æ tómhentari aft- ur og margar þeirra urðu fyrir verulegu mannfalli. Þann 19. október hélt stór- herinn út úr Moskvu, en þá var hann 100.000 manns. Fyrir dög- un tók Napoleon sig upp og hrópaði: „Áfram áleiðis til Kaluga. Vei öllum þeim, sem leggja stein í götu mína!“ Hver sveitin fór af annarri, og svo var fylkingin löng, að þegar fremstu sveitirnar áttu dagleið að baki, voru þær öftustu enn ófamar úr Moskvu. Herinn flutti með sér geysilegan ráns- feng, sem menn ýmist báru eða óku, og kenndi þar margra grasa. Stórherinn hélt eftir veg- inum suðvestur af Moskvu og var ætlunin að komast til Kal- uga og síðan vestur til Smol- ensk, en þessi leið lá um óeydd héruð. Við bjarmann af eldinum í Moskvu hafði rússneski herinn þrammað til suðurs af borginni. Er Kútusoff spurði för stór- hersins, sendi hann liðssveitir í veg fyrir hann. Þann 23. október tóku franskar og italsk- Framhald á bls. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.