Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 4
4 SÍBA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1&63 Vísindlin opna íþróttunum nú nýjar lciðír til afreka Þjálfunartilraunir í 2000 metra hæð — Ný uppgötvun um samhæfingu vöðvanna Mikil þátttaka var í ráðstefnu íþróttaþjálf- ara, sem haldið var í Moskvu 13.j—17. nóv. s.l. Haldin voru 17 framsöguerindi á ráð- stefnunni, en höfuðviðfangsefni hennar var ,,Viðbrögð og starfsemi mannslíkamans við hámarksáreynzlu* ‘. Rúmlega 500 vfsindamenn, sérfræðingar og íþróttakennarar sótu ráðstefnuna, þar af 16 há- skólaprófessorar og 46 dósent- ar. Sovézki prófessorinn A. V. Korobkov, forstjóri Líkams- menntastofnunarinnar i Moskvu og bróðir eins þekktasta frjáls- íþróttaþjálfara Sovétríkjanna, hélt því fram í ræðu, að vöðva- kerfið gæti afrekað meiru í keppni en við ströngustu æfing- ar. Hann sagði að miða yrði þjálfunina við þessa staðreynd, og því bæri að leggja meiri sitt af hverju ★ Valeri Brumel, heimsmet- hafinn í hástökki, stökk „að- eins“ 2.10 m. í innanhúss- keppni í Moskvu um síðustu helgi. Þetta var fyrsta keppni hans eftir að hann setti heimsmetið — 2.28 m. í sept- ember s.l. Það háði Brumel mjög í keppninni að hann gat ekki tekið nema helming venjulegs tilhlaups, vegna þrengsla í húsinu. Brumel sagði eftir keppnina að hann byggist við að stökkva mun hærra áður en hann fer í keppnisferðalagið ríkjanna í vetur . til Banda- ★ Maraþonhlauparinn Brian Kilby og sundkonan Anita Lonsbrough voru kjörin beztu íþróttamenn Englands. Það voru íþróttafréttaritarar á Englandi sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslunni. Kilby sigr- aði á Evrópumeistaramótinu l Belgrad og einnig á brezku samveldisleikjunum. Anita Lonsbrough vann þrenn gull- verðlaun í sundi á samveldis- leikjunum og auk þess gull- verðlaun á Evrópumeistara- mótinu í Leipzig. ★ ítalska frjáls- íþróttasamband- ið hefur um þetta leyti námskeið fyrir frjálsíþrótta- menn sína, og á það að standa frá 2. til 12. jan. Til námskeiðs þessa hefur sam- bandið boðið til sín finnska þjálf- aranum Gösta Olenius og stang- arstökkvaranum Pentti Nikula og Risto Ankio. Einnig hefur ít- alska sambandið boðið á némskeið- ið austurrískum sleggjukastara og eiga allir þessir menn að sýna ítölskum frjálsí- þróttamönnum sínar aðferðir og kenna þeim. utan úr heimi Fjölmenni við skíðaskála IR Mikið fjölmenni var við hinn nýja skíða- skála ÍR milli jóla og nýárs. Skíðadeild ÍR gekkst fyrir fjögurra daga skíðanámskeiði og var þátttaka ágaet. Þórir Lárusson, formaður skíðadeildar ÍR. tjáði íþrótta- síðunni að gestir í skálanum hefðu verið svo margir sem frekast var unnt að hýsa. — Skíðafæri vpr og veður sörr’ ' með því að un„u xóikið •þj-rptist til fjalla í jólafríinu. Tekin var í notkun ný skíða- lyfta við ÍR-skálann og bætir hún mjög aðstæðurnar. Kenn- arar á námskeiðinu voru þeir Jakob Albertsson og Eiríkur Haraldsson. Skipulagt var fjög- urra daga námskeið og var fæði innifalið i þátttökugjaldinu. Margir no'tuðu sér þetta ágæta tækifæri og var almenn ánægja ríkjandi meðal þátttakenda. Á laugardagskvöldið 29. des. var haldin kvöldvaka í skálan- um. M. a. komu þangað dreng- ir úr hinum ágæta fimleika- flokki drengja úr ÍR og sýndi fimleika. Þá var og flugelda- sýning í fjallinu fyrir ofan. og vakti hún mikla ánægju. áherzlu á æfingakeppni en gert hafi verið til þessa. Æfingar á háfjöllum P. Alipov, prófessor, við Vís- indastofnunina fyrir líkams- mennt í Kirgisistan, greindi frá athyglisverðum þjálfunartil- raunum í þessu fjallalýðveldi. Tilraun hefði verið gerð með þjálfun íþróttamanna í 1500 til 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. I Ijós hefði komið, að áhrif hins litla súrefnismagns urðu þau að afreksgeta íþróttamann- anna óx mikið á tiu dögum, enda þótt þeir æfðu aðeins þriðjung á við æfingar á jafn- sléttu. Iþróttamennimir héldu þessari afrekagetu sinni síðan í tuttugu daga. Hér var ekki aðeins um að ræða betra þol, heldur einnig styrkleika- og hraðaaukningu. Lífeðlisfræðileg uppgötvun Mikla athygli vöktu einnig þjálfunartilraunir, sem pró«- essor N. Zymkin hafði gert, en þær voru fólgnar í samhæf- ingu á hreyfingum. Rannsóknir prófessorsins sýna fram á, að líkar hreyfingar hjá tveimur íþróttamönnum geta veríð ár- angur af samhæfingu rnismun- andi vöðvasvæða. Jafnframt sýndu rannsóknim- ar að þótt tveir vöðvahópar ættu jafnan hlut að hreyfingu hjá einum íþróttamanni, þá var nákvæmlega samskonar hreyf- ing hjá öðmm framkvæmd með 80 prósent afli frá öðmm vöðvahópum en 20 prósent frá hinum. Hreyfingamar em sem sagt nákvæmlega eins, en vöðv- amir leggja mismunandi afl til þeirra hjá hinum ýmsu íþrótta- mönnum. Búast má við að þessi upp- götvun hafi geysileg áhrif á þróun þjálfunartækni í fþrótta- heiminum. Lathi sækir um Olympíuleikana ★ Finnski bærinn Lathi hefur beðið olympíunefncl Finnlands að koma á framfæri umsókn bæjartins um að halda vetrar- olympíuleikana árið 1968. Um- sóknin hefur verið send áfram tii alþjóða-olympíunefndarinnar í Lausanna í Sviss. Velheppnuð skíða- vika í Jósefsdal 'l '/ * Skíðaskáli Ármanns í Jóscpsdal Ármenningar gengust fyrir skíðakennslu við skíðaskála sinn í Jós- epsdal um hátíðarnar og var hún mjög vel heppnuð. Mikill fjöldi ungs fólks kom í Jósepsdal og notaði sér skíða- kennsluna þar allt frá 2. jóla- degi og fram á nýársdag. 20—25 manns nutu skíðakennslu á hverjum degi. Fólk dvaldi mis- jafnlega langan tíma, en sumir alla dagana. Nokkrir af beztu skíðamönn- um Ármanns, m.a. Sigurður R. Guðjónsson og Bjarni Einars- son, önnuðust skíðakennsluna, og var kennt á hverjum degi. Skíðafæri var ágætt í dalnum, göngufæri ágætt og skíðabrekk- ur góðar. Notaður var traktor til að draga fólkið á sleða upp brekkurnar. Skíðabrekkur voru lýstar á kvöldin, bví veður var ágætt og margir dvöldu við skíðaiðkanir fram eftir kvöld- um. I skálanum var nú í fyrsta sinn rekið mötuneyti og gafst það mjög vel. Fólkið skemmti sér í skálanum á kvöldin og fór öll kennsla og skemmtun vel fram. Skíðalyfta Ármenningar eiga von á nýrri dráttarvél í þessum mán- uði, og batnar þá til muna að- staða til skíðaiðkana í Jósefs- dal. Ármenningar kusu dráttar- vélina fremur en fasta skíða- lyftu, enda er hægt að færa dráttarvélina til með lítilli fyr- irhöfn og nota hana í þeirri brekku þar sem bezt skíðafæri er hverju sinni. Þá hafa Ármenningar gert ýmsar endurbætur á skála sín- um undanfarið, og er hann hinn vistlegasti. r Jón Þ. Olafsson stökk 2,11 metra Jón Þ. Ólafsson sigraði í öllum setti 14 Islandsmet greinum á Jólamóti l.R. Hann á síðastiiðnu ári. Eins og skýrt hefur verið frá setti hinn efni- legi hástökkvari Jón Þ. Ólafsson IR nýtt ís- landsmet í hástökki innanhúss á Jólamóti ÍR 29. des. s.l. Jón stökk 2,11 metra og hefur þar með tryggt sér sess í hópi beztu afreksmanna heimsins í þessari grein. Jón Þ. lét ekki sitja við þetta afrek eitt. Hann setti einnig Is- landsmet í langstökki áh at- rennu — 2,38, en hann átti sjálfur eldra metið, sem var 2 sm styttra. Loks jafnaði hann met Vil- hjálms Einarssonar í hástökki án atrennu — 1,75 m en það er aðeins einum sm lakara en heimsmetið. Flestir beztu stökkmenn okk- ar tóku þátt í þessu móti og náðist ágætur árangur. Má þar t.d. nefna drengjamet Sigurð- ar Ingólfssonar, Ármanni, hástökki — 1,82 metra. Það ríkir almenn gleði meðal frjálsíþróttamanna og allra í- þróttaunnenda yfir afreki Jóns Þ. Ólafssonar. Menn vona að glæsileg afrek hans undanfarið séu fyrirboði nýrrar vakningar í frjálsíþróttum hjá okkur, og áreiðanlega á fordæmi hans eftir að hvetja unga drengi til dáða og aukinnar þátttöku í frjálsíþróttum. Kennedy vill eitt USA — frjálsíþróttasnmband Forseti Bandaríkjanna mæð- ist í mörgu um þessar mundir, og þarf að láta til sín taka í flciri málum en um eldflaug- ar á Kúbu eða í enska kaf- báta m.m, Fyrir hátíðarnar skoraði hann með mikilli alvöru á frjáls- íþróttasamböndin tvö að sam- einast í eitt samband. Sam- bönd þessi eru, sem margir vita, landssamband frjáls- íþróttamanna (AAU) og lands- samband stúdenta (NCAA), og vill Kennedy að sambönd þessi hefjist handa nú þegar um sameiningu þessa og afhendi þetta stríðsmál til samninga- nefndar, sem verði látin gera út um málið. „Misklíð sambandanna er beinlínis hætta fyrir forsvaran- lega þátttöku bandarískra íþróttamanna í næstu pan- amerísku leikjum og í sjálfum Olympíuleikjunum11, segir for- setinn. Bróðir forsetans dóms- málaráðherrann Robert Kenne- dy hefur gert tilraun til þess að sameina aðilana. Kennedy þótti mál þetta svo þýðingarmikið, að hann tók það upp á einum af hinum venjulegu blaðamannafundum sínum í Washington um dag- inn. Afskipti þessi eru talin koma vegna þess að það er álit margra kunnugra að lausn þessi sé aðeins möguleg ef á því verði tekið beinlínis úr Hvíta húsinu. Samkvæmt alþjóðareglum er það aðeins AAU sem getur á- kveðið þátttöku í alþjóðamót- um, og getur komið fram fyr- ir USA í landskeppni. Kjam- inn í deilu þessari er sá, að flestir frjálsíþróttamenn, körfu- knattleiksmenn, fimleikamenn eru í NCAA, en AAU á að á- kveða hverjir fá að taka þátt í alþjóðlegum mótum. Á fundi sínum með dóms- málaráðherranum um daginn fundu aðilarnir að því að talið er, samkomulagsgrundvöll, og er talið að fyrir pan-amerísku leikina muni samkomulag hafa náðst. pn beir leikir fara fram í Sao Paulo í Braríliu. ÚRSLIT: Á jólamótinu urðu úrslit í einstökum greinum þessi. Hástökk með atrennu, (keppendur 6) Jón Þ. Ólafsson IR 2,11 Isl. met. (áður 2,08) Sigurður Ingólfsson Á 1,82 ísl. drengjamet Halldór Jónasson IR 1,80 persónulegt met. Helgi Hólm IR 1775 Steindór Guðjónsson IR 1,70 Páll Eiríksson FH 1,70 Hástökk án atrennu (keppendur 10) Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,75 jafnt meti V.E. Halldór Ingvarsson ÍR 1,65 persónulegt met Björgvin Hólm IR 1,60 persónulegt met. Jón ö. Þormóðsson IR 1,55 Óskar Alfreðsson UMSK 1,55 Vilhjálmur Einarsson IR 1,55 Langstökk án atrennu (keppendur 11) Jón Þ. Ólafsson IR 3,38 ísl. met (var 3,36) Vilhj. Einarsson ÍR 3,26 Jón ö. Þormóðsson ÍR 3,10 Kristján Kolbeins IR 3.10 Halldór Ingvarsson 1R 3,08 Óskar Alfreðsson UMSK . 3,05 Hið nýja met Jón 2,11 er ann- ar bezti árangur í heiminum þetta ár innanhúss, og fjórði bezti árangur innanhúss frá upphafi. Bezta árangur innan- huss betta ár á John Thomns USA fyrrverandi heimsmeistari 2,13,4 mtr. Arangur Jóns er sami og fyrrverandi heimsmet Vilhjálms Einarssonar í há- stökki án atrennu. Heimsmet á Norðmaðurinn Johan Chr. Ev- andt 1,76 metra. ★ A árinu 1962 komu 305 hóp- ar erlends iþróttafólks í keppnisferðalag til Sovéíríkj- anna, og 313 hópar af sovézku íþróttafólki kepptu erlendis. Samtals keþpti sovézkt íþrótta- fóllc við íþróttafólk frá 60 lönd- um og 5 heimshlutum. Iþrótta- samvinna Sovétmanna og Bandaríkjamanna ver stöðugt vaxandi. A næsta ári hyggjast Sovétmenn stórauka íþrótta- samskinti s'u við t- *- ríki f Afríku og Rómönsku Ameríku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.