Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1963, Blaðsíða 1
Síldveiðiskipin í margföldum röðum við bryggJur í Keykjavíkurhöfn í gærdag. — Lm. Þjóv. A.K. Mikil síldweh •jya Æm vry ¦* -iww* inganna í skriístofuna. annsokn nmne: Mjög góð síldveiði var f fyrrinótt og fengu 71 skip 65.000 tunnur. Aðal- veiðisvæðin voru í Mið- nessjó og norðvestur af norðri frá Garðskaga, þar sem góð söltunar- síld fékkst. Síldin úr Miðnessjónum og eins síld sem fékkst á Eldeyj- arbanka og fyrir sunnan land var ekki eins góð, allmikið blönduð. Veður var gott, en í gærkvöld rar það farið að spillast og ekki gott að spá um veiði af þeim sökum. T.d. var orðið ófært undir Jökli og virtist vera að hvessa á syðri miðunum. Til Keykjavíkur komu 20 bát- ar með tæpar 20.000 tunnur. All- margir þeirra voru með ágæta síld, sem fer ýmist í verkun eða til útflutnings. Hæstur þessara báta war Sigurður Bjarnason 2.8 milljómim úthlutað í 55 staði Úthlutun sjóslysasöfnunarinnar 1961—1962 hefur fyrir nokkru lokið störfum. Úthlutað var kr. 2.8 miUj. í 55 staði og hefur féð verið sent hlutaðeigendum eða afhent þeim fyrir milli- göngu sóknarpresta eða yfirvalda á viðeigandi stöðum. Mun rík- isstjórninni afhent greinargerð um úthlutunina ásamt þar að lútandi gögnum, þegar kvittanir hafa borizt frá viðtakendum til nefndarinnar. . með 1800 tunniur, Guðmundur Þórðarson var með 1700, Pétur Sigurðsson 1500, Björn Jónsson og Hafrún voru með 1200 hvort og Helga með 1300, Ólafur bekk- ur og Sæfari voru með 1150, Þráinn 1100, Hafþór og Nátt- fari 900 hvor, Sæþór, Sigurfari og Víðir SU með 800 hver, Hall- dór Jónsson og Svanur með 750 hvor, Hallveig Fróðadðttir með 600, Ásgeir 500, Akraborg 450 og Hannes lóðs 400. Akranesbátum gekk vel. Þang. að komu 16 bátar með 14.000 tunnur. Þeir voru á sömu slóðum og aðrir og sumir komu meS góða síld aðrir með bland- aða Skírnir var aflahæstur með 1800 tunnur. Sigurður 1300, Ól- afur Magnússon 1130, Haraldur og Fiskaskagi 1000 hvor, Keilir 950, Anna 925, Náttfari og Sæ- fari 900 hvor, Höfrungur og Sig- rún 800 hvort, Sveinn Guð- mundsson 750, Reynir 600, Heimaskagi 500. Ver 400 og Sig- urvon 100. Tii Keflavíkur komu 16 bátar með 16.000 tunnur og vitað var um einn sem lá úti með 300, það var Eldey. Hæstur var Gunnólf- ur með 1700. Víðir II 1600, Hilm- ir og Ingiber Ólafsson með 1300 hvor, Bergvík 1200, Árni Geir cxg Manni með 1100 hvor, Árni Þor- kelsson og Vonin II með 1000, Jón Finnsson, Jón Guðmundsson og Jón Oddsson 800 hver, Kópur og Sigurbjörg með 600 hvor, Heimir og Steingrímur trölli voru með 500. Hafnfirðingum gekk ekki lak- ar en öðrum, 11 bátar voru með- tæpar 9000 tunnur. Aflahæstur Eldborg með 1700, Fákur 1400, Héðinn 1350, Fjarðaklettur og Auðunn voru með 1000 hvor, Alftanes og Hringur voru með 450, Ársæll Sigurðsson, Gísli lóðs og Fram með 400 og Mána- tindur með 250. Samkvæmt upplýsing- iim saksóknara ríkisins, Vaídimars Stefánssonar, lauk rannsókn Brimness- málsins svonefnda í des- ember sl. og var málið þá sent til saksóknara til athugunar og sagði hann í viðtali við Þjóðviljann í gær, að að henni lok- inni yrði úrskurðað um meðferð þess eftir því sem efni og ástæður þættu til. Kvað hann ó- gerlegt að segja til um, hve langan tíma þessi at- hugun tæki. Það var á sl. vori að dóms- málaráðherra fyrirskipaði rann- sókn á viðskiptum Axels í Rafha og ríkissjóðs vegna Brimnessút- gerðarinnar og var Logi Einars- son yfirsaksóknari skipaður setu- dómari í málinu. Átti Þjóðviljinn stutt viðtal við hann í gær en hann varðist allra frétta um nið- urstöður rannsóknarinnar og vís- aði til saksóknara sem einnig varðist allra frétta um það efni. Mun rannsókn málsins hafa reynzt allumfangsmikil og taf- samari en ráð var fyrir gert. Áður en dómsmálaráðherra fyrirskipaði rannsóknina á sl. vori höfðu þingmenn Alþýðu- bandalagsins oftar en einu sinni flutt á Alþingi tillögu um opin- bera rannsókn þessa máls og Þjóðviljinn margsinnis krafizt 1 gærkvöld var slökkviliðið kvatt að geymsluskúr við Háa- leitisbraut. Skúrinn var alelda er á staðinn var komið og eyði- lagðist hann alveg og það sem £ honum var geymt, sófi og 2 djúpir stólar. Skúrinn var úr timbri, járnklæddur. Axel Kristjánsson rannsóknar á því en árangurs- laust þar eð forkólfar Sjálfstæð- isflokksins héjdu stöðugt hlífi- skildi yfir Axel og komu í veg fyrir að rannsókn yrði samþykkt. 1 kosningahitanum í vor þegar í odda skarst með stjórnarflokk- unum í Hafnarfirði hafði dóms- málaráðherra loks sjálfur frum- kvæði um að fyrirskipa rannsókn málsins, þótt hann og flokks- bræður hans hefðu áður staðið gegn því að hún yrði samþykkt af Alþingi. 4J80 sagt upp SANTA MONICA, Kallforniu 3/1 — Douglas-flugvélaverksmiðjurn- ar sem átto að leggia til flesta hluta Skybolt-eldflaugarinnar sem nú hefur verið hætt við að smíða, tilkynntu i dag að þær myndu verða að segja upp 4.000 starfsmönnum , sínum af þeim sökum. Uppsagnirnar munu ganga í gildi eftir einn mánuð. Hér er um að ræða um tíunda hluta alls verkafólks Douglas- verksmiðj anna. Blóðhundurinn Nonni er mikil skepna á velli og hreint ekki frýnilegur, en allt um það er hann þegar í miklu afhaldi hjá þessum ungu hafnfirzku skátastúlkum. Ekki er annað að sjá en dá- lætið sé gagnkvæmt. (Ljósm. Þjóðv. G.O.) — Sjá frétt á 2. síðu. Siúlcrasam.lags- gjöld hækka úr kr. 54 í kr. 60 Frá og með 1. janúar 1963 hækka iðgjöld Sjókra^ samlags Reykjavíkur og verða þau nú 60 krónur á mánuði í stað kr. 54.00 eins og þau voru síðast liðið ár. Þjóðviljinn snéri sér iB. forstjóra Sjúkrasarnlagsins í gær og spurði hann trm orsökina fyrir þessari ið- gjaldahækkun. Sagði hamii að hún stafaði fyrst og fremst að hækkun sjúkra- húsagjalda er tók gildi nú um áramótin en eínnig kæmi fleira til, raa. að vegna breytinga á gjaldheimtufyrirkomulagsi Sjúkrasamlagsins innheimt- ust iðgjöldin á þessu ný- byrjaða ári mun síðar á árirru en verið hefur og væri samlagið af þeim sök- um þurfandi fyrir hærri gjðld en áður. Gjaldheimtan hefur uú tekið við innheimtu sjúkra- samlagsgjalda og er fyrsti gjalddagi þeirra 1. febrú- ar n.k. og munu Skýrslu- vélar þá útbúa ný skírteini fyrir árið 1963 sem þeir fá, sem eru skuldlausir fyr- ir árið 1962, en þangað til nýju skírteinin verða gef- in út gilda gömlu skírtein- in frá 1962 án þess greiðsl- ur séu færðar inn á þau. Nýju skírteinin gilda I eitt ár. Reglur um réttinda- missi og biðtíma eru 6- breyttar frá því sem verið hefur. ps- kassar finnast í Vífilsstaðahrau»i 1 fyrradag fann lögreglan f Reykjavik marga tóma kassa undan áfengi í helli í Vífil- staðahrauni, cr hún gerði þar leit eftir tílvísun skáta sem höfðu orðið varir við að kass- arnir voru þarna. Alls var þarna um 47 kassa að ræða undan ýmsum tegund- um áfengis og báru þeir allir merki Afengisverzlunarinnar. Ekki er vitað hvernig á því stendur að kassar þessir voru, þarna niður komnir en engu áfengi hefur verið stolið frá Áfengisverzluninni. Kassarnir hafa hins vegar aðeins verið skamma hríð í hellinum þar eð skammt er síðan menn komu bar og þá að tómum kofuml

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.