Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 9 Fyrstu heildarsamningar opinberra starfsmanna standa fyrir dyrum Núverandi ástand í launamálum óhæft Skömmu fyrir jólin barst Þjóðviljanum des- emberhefti tímaritsins „Ásgarðs“, en það er gef- ið út af BSRB. í þessu hefti eru birtar tillögur Kjararáðs bandalagsins í launamálum opinberra starfsmanna, og hefur blaðið verið sent öllum meðlimum bandalagsins, svo að þeim gefist kostur á að kynna sér tillögurnar sem nánast. Hér er um að ræða mál, sem mikið veltur á að leysist farsællega, bæði fyrir einstakling- ana og þjóðfélagið, þar sem jafnvel hefur horft til auðnar í sumum starfsgreinum vegna lé- legra launakjara opin- berra starfsmanna. — Þjóðviljinn hefur snúið sér til Haraldar Stein- þórssonar, en hann er starfsmaður BSRB og Kjararáðs bandalagsins og jafnframt 2. varafor- maður þess, og spurt hann um undirbúning þessa máls. og leysti Haraldur greiðlega úr öllum þeim spurning- um, sem við höfðum fram að færa. Fer við- talið hér á eftir. — Á síðast liðnu vori 6am- þykkti Alþingi lög um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna. en þau fela í sér aukin rétt- indi þeim til handa, þótt ekki hafi þau hins vegar í för með sér jafnan rétt á við það. -sem önnur stéttarfélög hafa. Þannig er opinberum stárfsmönnum meinað að fylgja eftir málum sxnum með mætti samtakanna. þar sem þau hafa ekki verk- fallsrétt. í fyrrgreindum lögum or ákveðið, að stjórn BSRB kjósi Kjararáð, sem annist samninga fyrir hönd bandalagsins. í Kjararáði eiga sæti fimm menn og voru þessir kosnir í það: Kristján Thorlacius, Teit'jr Þorleifsson, Xnga Jóhannesdótt- ir, Guðjón B. Baldvinsson og Magnús Þ. Torfason Stjðm bandalagsins ákvað jafnframt að ráða tvo starfsmenn til þess að undirbúa væntanlegar tillög- ur i kjaramálunum. — Og þú varst í þessum und- irbúningi, Haraldur. Var þetta ekki mikið starf? — Við Guðjón B. Baldvins- son tókum að okkur þetta starf. Það fyrsta sem við gerðum var að kynna okkur, hvemig hagað væri launafyrirkomulagi opin- berra starfsmanna erlendis og þá sérstaklega á Norðurlöndun- um, þar sem áðstæður eru lfk- astar því sem hér tíðkast. Það sýndi sig að launalög þar eru talsvert frábrugðin þeim lögum. sem hér hafa gilt um þessi efni, bæði er fjöldi launaflokkj þar meiri og mism., sem gerð- ur er vegna menntunar og á- byrgðar í starfi er einnig langt- um meiri. Kom þetta heim og saman við ályktanir, sem , gerð- ar hafa verið á fyrri þingum BSRB. um að taka beri meh'a , tillit til sUkra atriða. Eftir að Kjararáð. svo hafði kynnt sér þau gögn, sem f fljótu, þragði var unnt að afla um, Iaunakjör opinberra starfsmanna sam- þykkti það fnjmdrög að launa- stiga, sem lagður var sem grundvöllur fyrir öll aðildarfé- lög. bandalágsins. Þessi launa- stigi var f aðalatriðum byggður upp á sama hátt og tíðkast i Noregi. Svíþjóð og Finnlandi. Þó var mörgu breytt til sarh- ræmis við okkar aðstæður. Bandalagsfélögin voru beðin að ræða þennan grundvöll og gera tillögur um röðun félags- manna sinna samkvæmt launa- stiganum, ef þau féllust á hann — Hvemig voru svo undir- tektir félaganna? — Undirtektir voru góðar og tillögur um röðun bárust frá öllum bandalagsfélögum ríkiö- starfsmanna, en þau eru 20 að tölu. Það var svo hlutverk Kjararáðs að samræma þesssar mismunandi tillögur og fella f eina heild. Það verk var feiki- lega örðugt, þar sem gert er ráð fyrir fjölgun launaflokka upo í 31 í stað 12—14 áður. Jafa- framt var reynt að fylgja þeim sjónarmiðum, sem fyrr getur. en það hafði í för með sér talsverða röskun á röðun ým- issa starfshópa, og þeir sem áður voru í sama launaflokki skiptast nú e.t.v. f marga. — Þetta hefur án efa veríð mjög vandasamt — og kannski líka vanþakklátt verk. — Já, þetta var bæði erfitt og mjög umdeilanlegt verk, bar sem flestir starfshópar töldu sitt starf ekki metið til fulln- ustu í samanburði við önnur störf, sem e.t.v. væru ofmetin. Erfiðleikarnir eru líka fyrst og fremst þeir, að reyna varð að afgreiða mismunandi sjón- armið í þessum efnum innarx samtakanna sjálfra, og satt að segja voru ýmsir uggandi um að þetta yrði bandalaginu um megn, og að hin mikilvægu atriði. — samningsrétturinn, — myndu hverfa i skuggann fyrir innbyrðis hjaðningavfgum. — En það hefur tekizt að sigla fram hjá þessu skeri, þrátt fyrir alla örðugleika. — Að sjálfsögðu var leitazt við að samræma sjónarmið eft- ir því sem kostur var og afla sem gleggstra upplýsinga frá félögunum. M.a. var stjórnuin aðildarfélaganna tvisvar gefin.n kostur á að koma fram með sínar breytingartillögur og rök- stuðning fyrir þeim. Þessi undirbúningsstörf tóku eðlilega mjög langan tíma og voru þar að auki unnin að miklu leyti á erfiðasta tíma fyrir alla félagsstarfsemi, — þ.e.a.s. yfir sumartfmann. Og jafnframt ber að hafa í huga, að þess er vart að vænta. að fram hafi komið allar þær skýringar og upplýsingar, sem æskilegt hefði verið að hafa undir höndum varðandi inn- byrðis hlutföll ýmissa starfs- hópa. Til þess var tfminn, sem ætlaður var til starfsins, alltof skammur og fyrirkomulags- breytingin jafnframt of Vmikil. En rétt er að hafa í huga, að ríkisstarfsmenn eiga þess kost að fjalla að nýju um launa- samningana að tveim árum liðnum, og ráða bót á því sem miður kann að fara að þessu sinni. — Og hvenær hafði Kjara- ráð svo gengið frá tillögum sínum? — Skömmu áður en þing bandalagsins kom saman i byrjun október hafði öllum fé- iögunum verið sendar frumtil- lögur Kjararáðs um röðun. Launastiginn var svo endanlega staðfestur á þinginu. Þann 18. nóvember sl. afgreiddi kjararáð málið svo frá sér, eftir ræki- lega athugun á tillögum félag- anna um breytingar á röðun í launaflokka Stjórn bandalags- ins leitaði þá eftir staðfestingu á því, að félög ríkisstarfs- manna styddu tillögur kjarn- ráðs sem samningsgrundvöll, — með þeim fyrirvara þó, að á samningsstiginu væri unnt að breyta einstökum atriðum, ef rökstuddar ástæður lægju til. einnig að launanefnd bandalags- ins, en í henni eiga sæti fulltrú- ar frá öllum aðildarfélögum, verði gefinn kostur á að fylgi- ast með samningaviðræðunum. Að fengnum slíkum yfirlýs- ingum 18 bandalagsfélaga voru tillögur Kjararáðs afhentar samninganefnd ríkisstjórnarinn- ar sem samningsgrundvöllur þann 22. nóv. s.l. — Og hvað hefur svo gerzt í málinu frá þeim tíma? — Samninganefnd ríkisstjóni- arinnar óskaði eftir fresti til þess að kynna sér tillögurnar og koma með gagntillögur sín- ar og mun í því sambandi hafa leitað umsagnar forstöðumanna ríkisstofnana um tillögur banda- lagsins Ekki er enn vitað. hvenær gagntillögur eru vænt- anlegar frá ríkinu, en sam- kvæmt lögunum eiga samninga- tilraunir að fara fram nú i janúar og febrúar fyrir tilstilli sáttasemjara rikisins. Niist ekki samkomulag ber að leggia málið fyrir kjaradóm í síð- asta lagi 1. mara n.k. en hann hefur vald til þess að kveða upp fullnaðarúrskurð um laun rikisstarfsmanna og gildir sá úrskurður þá frá 1. júlí n.k. en þá falla núverandi launa- lög úr gildi. Náist hinsvegar samkomulag um launakjörin, gildir það einnig frá sama tíma. þ.e. 1. júlí. Kjararáð bandalagsins hefur lýst því yfir, að þau félög, sem ekki eru ánægð með röð- un einstakra starfshópa, eigi þess kost að senda rökstuddar greinargerðir um breytingar á röðun félagsmanna sinna, og fylgi þau gögn með til kjara- dóms, ef málið fer þangað. Kjaradómurinn, sem nú hefur úrslitavald í þessu máli í stað Alþingis áður er skipaður 5 mönnum, Hsestiréttur tilnefn- ir 3, BSRB einn og fjármála- ráðherra einn. Af hálfu BSRB á Eyjólfur Jónsson sæti i dómn- um, Hæstiréttur hefur tilnefnt Sveinbjöm Jónsson, Benedikt Sigurjónsson og Svavar Páls- son og fiármálaráðherra hefur tilnefnt Jóhannes Nordal. — Ég hef orðið þess var, að ýmsum þykir bandalagið gera nokkuð háar launakröfur. Hvað vilt þú segja um það atriði? — Á því máli eru ýmsar hliðar. Það er líka rétt að vekja athygli á því, að bær upphæðir. sem koma f ram í launastiganum. Haraldur Stcinþórsson. eru útborguð laun, en séu skattar og útsvör dregin frá verður myndin nokkuð önnur. Bilið milli launaflokka minnk- ar t.d. niður í 3,3 — 4,5% í stað 5,5% í launastiganum þeg- tekið er tillit til þessa. Og jafnframt er rétt að geta þess, að efstu launaflokkamir eru fámennir. Það hefur ekki ver- ið reiknað nákvæml. út, hve margir menn eru t.d. í átta efstu flokkunum, en óhætt er að fullyrða, að það eru ekki yfir 6% allra ríkisstarfsmanna og af þessum mönnum er yfir- leitt krafizt mikillar menntun- ar og sérþekkingar, eins og t.d. af prófessorum og lækn- um. Allur þorri ríkisstarfs- manna mundi samkvæmt til- lögum kjararáðs vera í 7.—17. launaflokki, en þar er gert ráð fyrir að mánaðarlaun nemi frá 8.200,00 kr upp í 14.000.00 kr. á fimmta starfsári — Og að lokum. Haraldur, hvað viltu segja um samning- ana sem fram undan eru? — Um þá vil ég engu spá á þessu stigi málsins. En ég held. að mér sé óhætt að full- yrða, að þeir ríkisstarfsmenn, sem að þessum tillögum standa, séu allir sammála um, að full þörf sé gagngerðrar breytingar frá núverandi ástandi í launa- málum, og að allir opinberir starfsmenn, hvar í stjómmála- flokki, sem þeir annars kunna að vera standi að baki Kjara- ráðs f væntanlegri samninga- gerð í trausti þess, að hinir fyrstu heildarsamningar ríkis- starfsmanna færi þeim veruleg- ar kjarabætur. —b. Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR FerBalag nteð jólasveini Þreytuleg kona sat við kaldan ofninn og fimm smá- böm umhverfis hana, svöng Og köld. Jólasveinninn opnaði pokann sinn og rétti hverju barni lítinn pakka. og kon- unni gaf hann mat og elds- neytf Mikil varð gleðin í kofan- um. Börnin ljómuðu af gleði svo andlitin á þeim urðu eins og litlar. skínandi sólir. — Mamma. mamma, hróp- x-ðu þau, — er ekki jóla- sveinninn góður? Jólasveinninn og Andrés voru þá komnir út. en þeir sáu að nú var búið að kveiki- ljós í kofanum. og heyrðu börnin syngja Heims um ból Þeir héldu áfram á fleygi- ferð. Næst komu þeir að stóru o- ríkmannlegu húsi. Þar loguðn Ijós í hverjum glugga. — Já, Andrés, sagði jóK sveinninn. — Hér er bjart n- fallegt um að litast, en börn- in, sem hér eru inni eiga þó ekki nærri eins gott og þú því þetta er barnasjúkrahús og öll bömin liggja veik. Þau geta ekki einu sinni fengið að skreppa heim um jólin Þau- fá ekki að sjá jólasnjó- inn og því síður komast þau á skíði. Andrés gekk á eftir jóla- sveininum inn í sjúkrastof- una, og hann sá að börnin réttu út hendurnar á móti jólasveininum. og ljómuðu af gleði yfir því að hann skyld! líkn muna eftir þeim Áfram héldu þeir og heim- sóttu fleira fólk. Andrés tók eftir því að loftið varð rak- ara og snjórinn blautari. Þeir voru að nálgast ströndina Hjá hólma úti í sjónum skammt frá landi sáu þeir lit. inn árabát. — Sjáðubátinn þama. sagði iólasveinninn. — í honum eru þrír drengir á þinum aldri. Þeir eru svo fátækir að þeir þurfa að róa til fiskjar á sjálft jólakvöldið, til þess að fá eitthvað að borða Það er kalt og ömurlegt að vera úti á sjó núna, meðan kirkju- klukkurnar hringja jólahátíð 5 borg og bæ. En þessir dreng- ig kvartg ekki Heldurðu ekki að þeir væru hamingjusam- ir ef þeir ættu eins góða daga og þú, Andrés? Jólasveinninn steig um borð í bátinn og þar varð mikill fögnuður. Drengimir fengu mat og ýmislegt fleira svo nú gátu þeir hætt að veiða Þeir reru eins hratt og þeir gátu til lands og flýttu sér heim að litla. gráa hús- inu. sem stóð yzt í þorpinu Það var auðséð að jólasveinn. inn vissi, hvar var mest þörf fyrir hann. Andrés var orðinn ósköp þögull og hugsandi. Nú Skildi hann að hann hafði verið elgingjarri og vanþakk- látur við foreldra sína. Eins og þau voru þó alltaf góð við hann. Næst komu þeir að litlu húsi. þar sem lítii telpa sat og vakti yfir móður sinni veikri. Hvaða jólagleði átti hún? Hún hafði sannarlega á- stæðu til að vera hrygg en bó sat hún þama brosandi. Jólasveinninn átti lika eitt- hvað handa þeim í stóra pok- anum sínum, Veika konan hresstist dálítið við heimsókn- ina Það var þá einhver, sém mundi eftir þeim mæðgum um jólin Blessuð jólahátiðin. — — Jæja, sagði jólasveinn- inn við Andrés, — nú hef ég ekki tima til að fara viðar með þig En ég vona að Þú sért búinn að sjá nóg til þess að þú kunnir að meta heim- ilið þitt. og þær gjafir sem Þér eru gefnar. Nú blæs ég f hljóðpípUna mina og þá kem- ur örninn, kónungur fuglanna og flýgur með þig heim. — Gleðileg jól. og þakka þér fyrir samfylgdina. Jólasveinninn hvarf og örn- inn kom og flaug með Andrés á bakinu heim. Andrés var gerbreyttur drengur þegar hann kom heim. Hann tók um hálsinn á mömmu sinni o.g þakkaði henni ekki aðeins fyrir jóla- gjafirnar. heldur líka allt það góða sem hún gerði fyrir hann. árið um kring. Og sá glaðasti af öllum þegar geng- ið var kringum ióltréð um kvöldið. var Andrés. Pabbi hans og manna skildu ekkert í þvi hvað hann hafði breytzt mikið á örstuttri stund. Frá liínu sumrí Þessi frásögu hlaut önnur verðlaun í verð- launasamkeppninni Ég var í sveit í Skógum undir Eyjafjöllum í sumar. Á bænum var ellefu manna Land-Rover-jeppi. og við fór- um stundum í bíltúra út um sveitixmar. Nú ætla ég að segja frá einum þeirra. Það var í júni á sunnudegi, að við fórum til Þórsmerkur. Billinn var fullur. Á leiðinni vfir Krossá fengum við það versta veður sem ég hef lent i. Það voru þrumur og eld- ingar rigning snjór og hagl- él. Það var rigning i Mörk- inni. en stytti fljótt upp og kom sól. Við borðuðum i Húsadal og- fðrum svo yfir í Langadal að skoða Þar hafa verið að minnsta kosti fjörutiu tjöld og allt fullt af fólki. Við fórum að tjaldbúðunum og vonim með nefið niðri i öllu s;trákarnir klifruðu upp í Steingrímshelli (eða svo held ég hann hgitil en ég komst ekki nema hálfa leið- Hellir- inn er um það bil tvo metra uppi i berginu. og þar eru höggvin hök fyrir fæturna og handföng. Margir af þeim sem komið höfðu í Mörkina. höfðu skrifað nafn sitt í bergið fyr- ir neðan hellinn. svo það va<- allt útkrassað. Elzta ártal sem ég sá var 1784 Það var mjög máð og sást illa. Mér fannst skógurinn í Mörkinni mjög fallegur. f Húsadal sáum við hríslu, sem gnæfði hátt yfir alliar hinar. Strákarnir höfðu komið þarna áður. um verzl- unarmannahelgina, og þá höfðu þeir séð karlmanns- skyrtu, alblóðuga. hanga uppi i tré og brennivínsflösku liggja undir trénu. Skiltið sem reglumar eru ritaðar á var sundurskotið og varla hægt að lesa á það. Við vorum með tvö smá- börn. sem voru orðin syfj- uð svo lengri varð nú fyrsta Þórsmerkurförin mín ekki. Ég vona að ég eigi eftir að koma þangað oftar ’Á. I., 11 ára. PÓSTHÓLFIÐ Ágæta Óskastund. Eg er mjög ánægð með þig og gott er að þú ert að stækka Eg ætla að senda þér smámynd og kannski sögu seinna Vertu sæl og blessuð. Jóhanna Bogadóttir, 8 ára Patreksfirði. Kæra Óskastund! Eg þakka bér fyrir allar sögumar. Bless Svava, 5 ára, Hringbraut 87. Reykjavik. I i ’JSSTÆPjBSS' JHs; atm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.