Þjóðviljinn - 08.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. janúar 1863 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA J Guðlaugur Sigurðsson hákar/amuður úr Fljótum rifjar upp horfnu tíð Beinhákarlinn er ekkert barna- ieikfang við að fást. Oftast er hann 8—10 metrar að iengd. tír honum fást venjulega 1—14 tunnur af lifur en geta orðið allt að 20 tunnur. Þó ég sé magur og mjór á kinn mana ég þig sláni. Komdu nú á krókinn minn, kjaftastóri Gráni. HAKARLALEGA VAR EKKI fisk í soðið. Svo kom líka fyrir að það var skotinn selur. Fýll- inn fylgdi okkur venjulega eft- ir þegar við vorum í veiði, og mörgu var hent sem honum þótti gott. Við beittum líka fyr- ir hann og drógum hann eins og örasta færafisk! Gráðugast- ur var hann þegar var svelja en fór sér miklu hægar í logni. Við höfðum nógan mat og næga hvíld þegar legið var við land; þá var ekkert gert nema sofa, lesa sögur eða kveða rím- ur. — Höfðuð þið bækur með til að lesa? Hann heitir Guðlaugur Sig- urðsson og er bæjarpóstur þeirra Siglfirðinga; fæddur í þeirri byggð Stíflu þar sem nú er vatn, en áður var sumar- fögur byggð lukt milli hárra fjalla og hóla að framan um þveran dal. Næsta kvöld lét Gunnar Jó- hannsson okkur Guðlaugi eftir stofu sína. Hinn dægurljóða- rómaði síldarsvallbær, Siglu- fjörður, var þögull sem dóm- kirkja án prests. Þetta var gott rabbkvöld. — Mér er sagt, Guðlaugur, að þú hafir verið mikill há- karlabani á yngri árum. — Það er rétt að ég fór að stunda sjó um tvítugt og var 7 vertíðir á hákarlaskipi. — Hvað geturðu sagt mér um hákarlaveiðar og hákarla- skip? — Hákarlaveiðar voru stund- aðar hér við land a. m. k. frá því snemma á 19. öld og fram um 1920, er lögðust þá niður. Fyrst var róið á opnum skip- um. Á þeim var ekkert hitun- artæki. Þá var farið styttra en eftir að skipin stækkuðu. Svo var farið að setja „rúff”, þ. e. dekk frammi í bátunum, þar sem menn gátu staðið undir. Seinna komu dekkbátar, skútur. Seglskipin voru komin þegar ég byrjaði hákarlalegur. Há- karlaskipin þá voru yfirleitt 18—30 tonn. öll voru þau vé'- arlaus nema Njáll, og hann átti að aðstoða hin þegar eitt- hvað var að. Skipin sem hér um ræðir voru öli frá Siglu- firði, — en áður var raúnar eitt úr Fljótum, Víkingu". Fljóta-Víkirigur. — Voru þetta ekki léleg ski.n til veiða á vetrum norður i hafi? — Skipin reyndust góð, þótt þau væru ekki stærri. — og skipstjórarnir afbragðsgóðir sjó- menn; það var eins og sumir þeirra virtust vita óveður fyr irfram, þeir vcru afar veður- glöggir, enda á ckkert að trcysta þá ncma eftirtcktina. — Lentir þú aldrei í hrakn ingum? — Nei, ekki get ég sagt að ég lenti í neinum verulegum hrakningum, en margur komst í hann krappann á hákarlaleg- um. Hafliði Finnsson orti brag- Frið þó ringan fengu hcr fley um lyngbaksheiði. Gnoðir kringum gamnar sér Grænlcndingur lciði. Sprungu boðar brjóstum á, búnir hroðaþjósti, stórir froðufossar þá féllu af gnoðar brjósti. Þessi bragur er 39 erindi und- ir hringhendum hætti. — Voru þessi skip ekki erfið ef þurfti að róa þeim? — Þessum skipum sem ég þekkti var siglt en ekki róið. Það var helzt að Lata-Brún væri róið, hann var svo létt- ur. Þeim fylgdu ekki nema 2 árar og voru því 2—4 um ár- ina ef gripið var til ára. En það var oft siglt djarft. Og mönnum þótti skemmtilegt að sigla. Stundum var á siglingu kveðið erindi Hjálmars: Ægir tauta undir fcr, augum gaut og leiðir ver, rembings-fautareiði ber, Ránar-skauta dætur sér. Eða þessi eftir Sigurð Breið- fjörð: Nauðug veina Nílarhjú, nauðug leynist strindin. Hjarta af steini hcfur þú, hræsvclgsbeinagrindin. Svo var það þegar komið var á miðin og „Gráni“ lét bíða eftir sér að oft var raulað: Þó ég sé magur og mjór á kinn mana ég þig sláni. Komdu nú á krókinn minn kjaftastóri Gráni. Ég er ekki viss um að „Grám“ hafi gert mikið með þann kveð- skap, þótt sumir hafi kannski trúað því að hægt væri að kveða hann til sín, þá var þetta frekar gert til að halda á sér hita. Hákarlalega va ekkert hlýindaverk. — Hve margir voiai á op hvernig var verkum skipt? — Það voru venjulega 12 á hákarlaskipunum og 2 vaktir Fjórir voru undir vöðum og Á myndinni sést, talið írá vinstri: Sóknarbálkur, hnallur, góm- bítur, skálm með sókna-taum og sökku $8? járni, venjlegra að hún væri úr stcirtj- inn: Vesturförin, um hákarla- iegu. Sá túr var víst eintómn hrakningar í stormi og hafí.s. eins og hann segir: — Já, við höfðum bækur með okkur, og stundum keyptum við bækur á höfnum þar sem við komum. — Hvenær hófuð þið veið- arnar? — Venjulega var útsiglingar- dagurinn 14. apríl. Vid fórum venjulega hálfum mánuði fyrr að heiman til að gera skipið siglingafært og setja það á flot, en það var geymt á landi yfir veturinn. — Og hvar voru hákarlamið- in? — Það var oftar en hitt að siglt var vestur; verið djúpt á Skagagrunni og Stranda- grunni, úti af Horni, og svo úti fyrir Isafirði og Barðanum. Oft var verið milli Kolbeins- eyjar og Grímseyjar og austur með, austur móts við Rauða- núp. Þetta fór oft eftir hvað- an skipstjórarnir voitj. Skip- stjórar úr Fljótum og Siglu- svo tveir lausingjar er hjálp- uðu til að draga, og áttu þeir líka að hita vaktarkaffið. — Já, hvernig var með kaffi og mat á þessum skipum? — Það var kaffi þegar maður fór upp og kaffi þegar maður kom niður og með því skon- rok og svokallað „beinakex ‘ Þetta var aðalmatlífið. Á leið- inni út og í land var rennt þar sem talið var að væri fisk- ur undir — Var þá fiskur aðalmatur- inn? — Já, við höfðum venjulega firði leituðu vestur, en skip- stjórar úr Eyjafirði leituðu austur. — Lýstu fyrir mig hákarla- legunum. — Við sigldum út á hákarla- miðin og þar var lagzt við stjóra: 300 faðma langan sver- an kaðal; legufærið var dregg með fjórum örmum. Eitt erf- iðasta verkið á vertíðinni var að losa þetta aftur frá botni í vondu veðri. Til þess var notað handsnúið spil og míg minnir að það væru 3 á hvorri sveifarálmu og jafnmargir til vara. öll skipshöfnin var ræst: 2 voru á svokölluðu stoppi á spilinu og 2 til vara til að hvíla þá en 2 hringuðu kað- alinn niðt(r í lest. Legufærið var dregið í einni lotu. Þá varð maður oft illa sveittur og vont að standa vakt i marga tíma á eftir í roki og byl. Þegar út á miðin kom var farið að beita sóknina fyrir há- karlinn. Hákarlavaðurinn var sverari en venjulegt færi og neðan á honum kaðall er hnýtt- ur var um vaðsteininn, en fyrir neðan vaðsteininn var grönn járnkeðja. Sóknin var bugfyllt meö selspiki og hrossakjöti. Bezt þótti að kjötið hefði ver- ið láið úldna fyrst og saltað siðan. Sumir sögðu að blóði hestsins ætti — og hefði verið — hellt yfir kjötið í tunnunni. Þegar tunnan svo var opnuð var hellt rommi yfir kjötið. Beitt var þannig að annar bit- inn var hrosskjöt, hinn selspik, eins mörg lög og komust á öngulinn; það var bugfyllt. Sel- spikið mátti ekki þrána, því það vildi „Gráni“ ekki. Oft virtist Gráni langt frá þegar komið var á miðin, þurfti þá að bíða eftir honum. Þegar maður svo varð var við hann fór hann sér mjög hægt, en vaðarmaðurinn hélt færinu kyrru þangað til hann fór að síga töluvert fast í, þá kall- aði hann á lausingjann til að draga með sér. Þá var venjan að Gráni hafði gleypt niður i maga — og slapp ekki úr þvi. Tveir drógu hákarlinn og voru samhcntir, þ.e. drógu báðir með hægri hendi og síðan vinstri samtímis. Þegar Gráni kom upp að borðstokknum var hann mænu- stunginn með drep, sveðju á löngu tréskafti. Það var mik- ,ið svif á honum þegar hann kom upp, ekki sízt ef hann var ekki á mjög djúpu vatni. Svo var borið í hann, sem kallað var, venjulega með stór- an talíukrók undir tálknið og siðan var hann halaður upp í vantinn með talíu skipsins og ristur á kviðinn með skálm og tekin úr honum lifrin. 1 flestum tilfellum var honum svo rennt í sjóinn, þar sem gráðugir félagar hans rifu hann í sig dauðan. Hákarlinn skellli sundur allt scm að kjafti kom nema járn; við fengum há- karla mcð þá dauöu í heilum stykkjum í kvið sér. Það komu líka upp úr þeim stykki úr hvölum og selum og hálfir stórir fiskar. Þegar var straum- ur var vont að finna þegar hann tók, en þeir átu félaga sína er festust á króknum og voru ekki dregnir strax, og Guðlaugur Sigurðsson. Auðvitað haíði hann þegar séð að ég var ut- ansveitarsauður og horfði á mig í þögulli spurn, virtist íhuga hverskonar landshorna- manni hann he'fði nú mætf. Þessi augu voru góðleg, full mannlegs skilnings; lífsreynd. Ég leit um öxl og horfði eftir honum í fremur þröngri götunni. Þetta var heldur lágur maður, mjög grannur, þreytu- legur. Klæddur var hann búningi póstþjón- ustunnar. Leiðir okkar lágu í gagnsíæðar áttir í erli dagsins. En það var skemmtileg tilviljun að hann barst í tal um kvöldið þar sem ég gisti. Enn meiri tilvilj- un var þó að ég komsf á snoðir um að hann væri einn mesti há- karlabani sem nú er uppi á íslandi. fyrir kom að það voru tveír eða þrír hausar á króknum þegar upp var dregið, skrokk- arnir etnir af — og þótti lítil- mannlegur dráttur! Stundum óð hákarlinn í yfir- borðinu, og þá var venjulega settur út 5. vaðurinn. Þá voru 10 á dekki og 4 niðri. Það var staðið uppi í 10 tíma og verið niðri 4 tíma i senn. Mest var um að vera þegar „Gráni“ óð uppi. Þá var hann kræktur með löngum sterkum krókum — og þurfti bæði snör handtök og föst. Þetta kom ekki nema örsjaldan fyrir. Þá var eins og mennimir smituð- ust af hákarlinum og yrðu trylltir líka! Lifrin var látin í föt og begar báturinn hafði verið hlaðinn var siglt í land og losað. Að því búnu var sig't út — og sami leikurinn hófst að nýju, þó ævinlega með nokkurri tilbreytingu, enginn dagur var eins og hinir liðnu. Svo kom fyrir að sumir c-r út sigldu komu ekki aftur — bað gerðist alltof oft áður fyrrum — en það er önnur saga. — Lýsið var verðmætið sem sótzt var eftir? — Lýsið var oft í góðu verði. Stundum var líka tekinn há- karl, skorinn í hæfilegar sneið- ar, kasaður, helzt í malarkambi Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.