Þjóðviljinn - 08.01.1963, Blaðsíða 5
Þríðjudagur 8. janúar 1963
ÞJÖÐVILJINN
SlÐA g
Lagabálkur um rannsóknir
í þágu atvinnuveganna
Skömmu fyrir þinghlé í desember var lagt fram á
Alþingi stjórnarfrumvarp um rannsóknir í þágu atvinnu-
veganna. Frumvarp þetta er samið af atvinnumálanefnd
ríkisins og hefur verið í athugun og undirbúningi hjá
ríkisstjórninni og ýmsum öðrum aðilum frá því í ágúst-
mánuði 1960. í atvinnumálanefnd ríkisinSj — sem kosin
var 1955, — eiga sæti Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, Egg-
ert Þorsteinsson alþm., Einar Olgeirsson alþm., Hermann
Jónasson alþm. Jóhann Jakobsson verkfræðingur, Magn-
ús Jónsson alþm. og Vilhjálmur Þór bankastjóri. — Árið
1956 tók Runólfur Þórðarson verksmiðjustjóri við störf-
um í nefndinni af Hermanni Jónassyni, en Már Elísson
hagfr. hefur mætt í nefndinni fyrir Davíð Ólafsson og
|»orbjörn Sigurgeirsson próf. fyrir Einar Olgeirsson.
ÞINCSIÁ Þ|ODVIL|ANS
í fyrsta kafla frumv. er
kveðið svo á, að sett skuli á
stofn Rannsóknarráð ríkisins
og heyri það undir mennta-
málaráðherra. Skulu eiga saeti
í því 17 menn, þar af fimm al-
þingismnnn kosnir af samein-
uðu þingi eftir hverjar Alþing-
iskosningar. Aðra fulltrúa skipi
menntamálaráðherra til fjög-
urra ára i senn að fenginni til-
nefningu eftirtalinna stofnana:
Búnaðarfélags íslands. Fiskifé-
lags íslands. Iðnaðarmálastofn-
unar Islands. Seðlabanka Is-
lands, Raforkuráðs og raforku-
málastjóra (sameiginlega). einn
aðila frá hverjum og þrjá eftir
tilnefningu eftirta'linna sofn-
ana: háskólaráðs og eftir sam-
eiginlegri tilnefningu rannsókn-
arstofnana byggingariðnaðarins.
iðnaðarins, landbúnaðarins.
fiskiðnaðrins og Hafrannsókn-
arstofnunarinnar. Menntamála-
ráðherra skipar formann og
V'araformann.
Rannsóknarráðið skal vera
ráðgjafarstofnun til eflingar
hagnýtra rannsókna í landinu
og einnig undirstöðurannsókna.
Ráðið kýs sér fimm manna
framkvæmdanefnd og gerir það
tillögur um verkefni i umboði
Rannsóknarráðsins. Ráðherra
ákveður laun nefndarinnar. en
méðlimir Rannsóknarráðs eru
ólaunaðir.
+
Um verkefni ráðsins segir
svo:
1. — ..Efling og samræming
hagnýtra rannsókna og undir-
stöðurannsókn3 í landinu. Ráð-
ið skal hafa náið samstarf við
hinar ýmsu rannsóknarstofnan-
ir Það skal hafa sem gleggsta
yfirsýn yfir alla rannsókna-
starfsemi í landinu og gera til-
lögur til úrbóta, ef það telur
rannsóknastarfsemina ófull-
næejandi. rannsóknarskilyrði ó-
fullkomin eða markverð rann-
sóknarverkefni vanrækt.
2 — Athuganir á nýtingu
náttúruauðæfa landsins til
nýrra atvinnuveea og atvinnu-
greina. enda skulu allar tillöe-
ur um nýjungar á sviði at-
vinnuvega og atvinnusreina.
sem berast ríkisvaldinu. sendar
ráðinu og skal það beita sér
fyrir því a* fram fari tækni-
lég og þjóðhagsleg atbusun
þéirra. ef það télur þess börf'
3. — Gera tillögur um fram
lög ríkisins til rannsóknamá’a
og fylgiast með rástöfun onin-
bérra fjárframlaga til þeirra
rannsóknaretofnana, sem löe
þéssi ná til
4. — Öflun fjármagns til
rannsóknarstarfseminnar al-
mennt til viðbótar fram’.agi rík-
isins oe ti’lösuserð um skipt.
ihgu besp á milli rannsókna-
stofnana n« rannsóknaverkefna
5. — Að hafa í sínum vörzl-
um skvrcb'r ni-n rannsóknir
sviði raunvisinda. sem kostað-
ar eru af ooinberu fé og hlut-
ast til um að niðurstöður séu
kynnt.ar Rannsóknarráð semur
árlega skýrslu um rannsóknar-
starfsemina í landinu.
6. — Að stuðla að söfnun
erlendra rita og annarra upp-
lýsinga um visindastörf, rann-
sóknastörf og tækni og úr-
vinnslu þeirra til hagnýtinear
fyrir atvinnuvegi landsins.
Upplýsingum þessum skal
komið á framfæri við rann-
sóknastofnanir
7. — Að beita sér fyrir
skjótri hagnýtingu tæknilegra
nýunga hjá atvinnuvegunum
með kynningarstarfsemi og
uoolýsingaþjónustu.
8. — Samstarf við h’iðstæð-
ar erlendar stofnanir og að
stuðla að bátttöku fslands í
alþjóðleeu samstarfi á sviði
rannsóknamála.
9. — Önnur þau verkefni.
sem æskilegt reynist að sam-
eina fyrir rannsóknastarfsem-
ina.“
★
! öðrum kafla frumv. cr
kveðið á um að stofnsettar
skuli eftirfarandi rannsóknar-
Lögum þessum er ætlað að
ná til undirstöðurannsókna í
dýrafræði. grasafræði, jarð-
fræði og landafræði, sem ekki
eru unnar beinlínis í þágu at-
vinnuveganna og skal mennta-
málaráðherra hafa yfirumsjón
með þessum rannsóknum.
I frumvarpinu eru ákvæði
um rétt innlendra manna og
útlendra til þess að stunda al-
mennar náttúrurannsóknir hér
á landi.
Þá gerir frumvarpið ráð fyr-
ir að sett verði á stofn Nátt-
úrufræðistofnun íslands og er
stofuninni ætlað að annast eft-
irfarandi verkefni:
„a. Að verða miðstöð al-
mennra rannsókna á náttúru
íslands, vinna að slíkum rann-
sókum, samræma þær og efla.
b. Að koma upp sem full-
komnustu vísindalegu safni ís-
lenzkra og erlendra náttúru-
gripa og varðveita það.
c. Að koma upp sýningar-
safni, er veiti sem gleggst yiix-
stofnanir: Hafrannsóknarstofn-
un, Rannsóknarstofnun fis!k-
iðnaðarins, Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins og Rann-
sóknarstofnun byggingariðnað-
arins. Þá getur ráðherra að
fengnum tillögum Rannsóknar-
ráðs og með samþykki Alþing-
is stofnsett nýjar rannsóknar-
stofnanir til að sinna öðrum
verkefnum.
1. III.—VII. kafla eru ákvæði
um stjórn og verkefni hinna
einstöku rannsóknastofnana og
annað sem að rekstri þeirra
lýtur.
í VIII. kafla eru almenn á-
kvæði svo sem um launakjör
starfsmanna framantalinna
stofnana, tekjur þeirra. ráð-
stöfun á eignum þeirra rann-
sóknarstofnana ríkisins. sem
fyrir eru og annast hafa svip-
uð verkefni o.fl. Að lokum er
gert ráð fvrir að nema úr gi’di
lög nr. 68/1949 um náttúru-
rannsóknir o? lög nr. 64/1940
um rannsóknir í bágu landbún-
aðarinc svo os önnur lös. sem
hrjóta kynnu í bága við þessi
lög.
*
f athugasemdum við frum-
varpið er vísað til gréinar-
gerðar, sem fylgdi frumvarpi
bví. sem atvinnumálanefnd
lagði fyrir rikisstjórnina 1960.
en þar segir m.a.:
..Gildandi lög um rannsókn-
ir í bágu atvinnuvesanna hér á
landi voru sett árið 1940. Það
éru lögin um náttúrurannsókn-
ir nr. 68 og lögin um rann-
sóknir og tilraunir í bágu
landbúnaðarins nr. 64. Sam-
kyæmt þessum löfum eru rann-
'óknir í bágu atvinnuveganna
í höndum Rannsóknaráðs ríkis-
ins og Atvinnudeildar Háskól-
lit um náttúru íslands og sé
opið almenningi.
d. Að hafa eftirlit með al-
mennum rannsóknum erlendra
náttúrufræðinga hér á landi og
gæta íslenzkra hagsmuna í
sambandi við þær.
e. Að greina frá meginþátt-
um í starfsemi stofnunarinnar
í árlegr: skýrslu og frá niður-
stöðum rannsókna í fræðslu-
og visindaritum."
Gert er ráð fyrir að Nátt-
úrufræðistofnuninni verði skipt
í þrjár deildir, dýrafræðideild,
grasafræðileild og jaðfræði-
deild. og skal séstakur deild-
arstjóri vera yfir hverri deild
Forstöðumaður stofnunarinnar
skal skipaður úr hópi deildar-
stjóranna til 3ja ára í senn.
í athugasemdum við frum-
varpið segir m.a.:
„Með lögum nr. 68/1940, um
náttúrurannsóknir, var sett
heildarlöggjöf um allar nátt-
úrurannsóknir hér á landi,
bæði hinar almennu (undir-
stöðurannsóknir.) og hagnýtu
ans ásamt tilraunaráðum jarð-
ræktar og búfjárræktar. Síðan
þessi lög voru sett hafa orðið
stórko.stlegar framfarir í at-
vinnuvegum öllum og tækni,
og hafa fyrrgreindir aðilar ekki
haft aðstöðu til að fullnægja
þörf atvinnuveganna fyrir rann-
sóknastarfsemi.
Af öðrum aðilum, sem sinna
að einhverju leyti rannsóknum
vegna atvinnuveganna má
nefna:
Rannsóknastofu Fiskifélags
íslands. sem starfar að rann-
sóknum á sviði fiskiðnaðarins,
jarðhitadeild raforkumálastjóra,
sem er með rannsóknir í sam-
bandi við nýtingu jarðhitans.
Verkfæranefnd ríkisins. sem
gerir tilraunir með landbúnað-
arvélar, o.fl. smærri aðila.
Undirstöðurannsóknir hafa
fyrst og fremst verið í höndum
Háskóla íslands o.g Náttúru-
gripasafnsins, Háskólinn rekur
tilraunastöð í meinafræði að
Keldum og eðlisfræðistofnun.
Auk þess er nokkuð unnið að
undirstöðurannsóknum við
Fiskideild og Landbúnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans og
lítils háttar hiá öðrum aðilum
í sambandi við önnur megin-
verkefni.
F'ins og fyrr segir, er rann-
sóknastarfsemin hér á landi alls
kostar ófullnægjandi í þeirri
hröðu þróun í tækni og vísind-
um. sem nú á sér stað í heim-
inum. Mjög skortir á eflingu
og samræmingu rannsóknastarf-
seminnar, enda hef-ur ekki skap-
azt sú samstaða ríkisvaldsins,
vísindamanna og atvinnuvega,
sem er talin nauðsynleg til þess
að skapa samstarf og fá yfirsýn
yfir rannsóknastarfsemina og
almenna þróun og þörf at-
vinnuveganna, þannig að marka
megi heildarstefnu á þessu sviði.
eins og aðrar þjóðir leggja meg-
ináherzlu á.
Rannsóknastarfsemin er á
sumum sviðum óeðlilega dreifð.
Þsnnig fá nú að minnsta kosti
8 aðilar fjárveitingu úr ríkis-
sjóði til rmnsókna á sviði Iand-
búnaðarins, án þess að nokkurí
Framhald á 8. síðu.
rannsóknir. Meginkafli laganna
(III. kafli) fjallar um At-
vinnudeild Háskólans og hinar
hagnýtu rannsóknir, en framan
við hann var skeytt tveimur
smáköflum (I. og II. kafla),
sem fjalla um hinar almennu
rannsóknir og Rannsóknarráð
ríkisins. Þegar þessi lög voru
sett, var engin stofnun 1 land-
inu, sem gat annazt og haft
umsjón með hinum almennu
rannsóknum. Það var þvi ekki
nema eðlilegt að Rannsóknar-
ráði væri falið að gegna því
hlutverki, sem slík stofnun, ef
til hefði verið, hefði átt að
hafa með höndum.
í ársbyrjun 1947 var Nátt-
úrugripasafnið gert að ríkis-
stofnun og jafnframt voru
róðnir að safninu fastir starfs-
menn. Með þessari ráðstöfun
var sett á laggirnar opinber
stofnun, er að sjálfsögðu ber,
eins og ríkissöfnum í öðrum
löndum, að annast og hafa for-
ustu um hinar almennu rann-
sóknir ó sviði dýrafræði, grasa-
fræði, jarðfræði og landafræði.
í framhaldi af þessari ráðstöf-
un hefði að sjá’.fsögðu átt að
endurskoða lögin frá 1940 og
breyta þeim tú samræmis við
hinar breyttu aðstæður, en
ekki verið gert. enda þótt nú
séu liðin 13 ár frá því að Nátt-
úrugripasafnið tók til starfa
sem rikisst.rtfnim.“
I
a um
náttúrurannsókmr
Nokkru fyrir jólin var lagft fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp til laga um almennar náttúru-
rannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Frumvarpið er samið af atvinnumálanefnd rík-
isins í samráði við starfsmenn Náttúrugripasafns
íslands.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
Yfirlýsingar
^lþýðublaðið segir í fyrradag að ekkert mark
sé takandi á yfirlýsingum Framsóknarflokks-
ins um stjórnmálasamstarf að kosningum lokn-
um. Blaðið kemst svo að orði í forustugrein:
„Framsóknarmenn sverja að vísu dag eftir dag,
að þeir vilji ekkert hafa með kommúnista að
gera. Það taka menn ekki alvarlega. Þeir réð-
ust harðlega á kommana allt vorið 1956 og lýstu
afdráttarlausf yfir, að þeir væru ósamstarfshæf-
ir. Eysteinn kallaði leiðtoga kommanna auðtrúa
flón og talaði um villimennsku þeirra — fyrir
kosningar. Strax daginn eftir kosningarnar var
komið annað hljóð í Tímann. Þá sagði blaðið
að reynslan ætti eftir að skera úr um það, hvort
Alþýðubandalagið væri kommúnistískt fyrir-
tæki. Það var byrjunin, sem endaði í stjórnar-
samstarfi með kommum". Þetta er rétí lýsing,
en Alþýðublaðinu láðist að geta þess að hún á
í enn ríkara mæli við um Alþýðuflokkinn. Fá-
einum dögum fyrir þingkosningarnar 1956 lýsti
formaður Alþýðuflokksins, Haraldur Guðmunds-
son, yfir því í útvarpsræðu í áheyrn alþjóðar að
Alþýðuflokkurinn myndi aldrei taka upp sf jórn-
arsamvinnu við Alþýðubandalagið. Þegar Al*
þýðuflokkurinn sá þann kost vænstan eftir kosn-
ingarnar að éta ofan í sig öll stóryrðin neyddisf
Haraldur Guðmundsson til þess að segja af sér
formennsku í flokknum og flýja land. Aðrir
forustumenn Alþýðuflokksins hafa margsinnis
komizf í sömu aðstöðu, án þess þó að fylgja
fordæmi Haraldar Guðmundssonar; m.a. sór
Emil Jónsson í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum
að aldrei skyldi unnið með sósíalistum — nokkr-
um dögum áður en hann tók upp þá samvinnu.
það á ekki aðeins við um Framsóknarflokkinn,
að enginn skyldi taka mark á svardögum
leiðtoga hans, heldur í jafn ríkum mæli um Al-
þýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Allir
stjórnmálaflokkar á íslandi hafa átt með sér
samvinnu um stjórn landsmála, samkvæmí þeim
forsendum sem kjósendur hafa búið til með at-
kvæðum sínum. Ef kjósendur ákveða í sumar
að tryggja Alþýðubandalaginu þá aðstöðu að
aðrir flokkar telji sér óhjákvæmilegt að semja
við það mun enginn þeirra telja eftir sér að
ganga með grasið í skónum. Yfirlýsingar þessara
flokka um pólitískt hreinlífi hafa þann einn til-
gang að blekkja einfalda kjósendur, og skal þó
dregið mjög í efa að þvílík einfeldni sé til á
Islandi eftir reynslu síðustu áratuga.
^lþýðubandalagið og Sósíalistaflokkurinn eru
einu stjórnmálasamtökin á íslandi sem aldrei
hafa lýst yfir að þau séu ekki reiðubúin að vinna
með hverjum sem er, ef samkomulag tekst um
mál. Flokkar sem hafa málefnin í fyrirrúmi
lenda aldrei út í þeim afskræmilega dansi kring-
um ráðherrastóla sem einkennir alla stjórnmála-
starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins. — m.