Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. janúar 1963 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 7 Eftir að hafa náð stjórnarfarslegu sjálfstæði fyrst allra nýlendna eftir seinni heimsstyrjöldina barðist sýrlenzka þjóðin fyrir efnahags- sjáifstæði sínu. í baráttunni fyrir því varð hún að grípa til æ róttækari aðgerða, til þess að imperíalísku löndin og sérlega Bandaríkin gætu ekki komið í veg fyrir sigur í þeirri baráttu. Þannig urðu afskipti imp- eríalísku aflanna til þess að innri þróun í Sýrlandi stefndi hratt til sósí- alisma. Þá tóku Bandaríkin að ógna Sýrlandi með innrás og þriðja heimsstyrjöldin virtis't' yfirvofandi — að því leyti líkt ástand og í Kúbu- málinu. En á síðustu stundu tókst imperíalísku öflunum með lævísum aðgerðum að snúa þróuninni í Sýrlandi við. Frá þessu segir Sýrlend- ingurinn David Abdelmassih, nemi við hagfræðiháskóla^n í Berlín, í viðtali við fréttaritara Þjóðviljans. Frá Sýrlandi. — Þarna er verið að þreskja kornið og beitt harla fruxnstœðum vinnuaðferðum c-g verkfærum. Sýrland í baráttu gegn erlendu og innlendu afturhaldi Arið 1943 var lýst yfir sjálf- stæði Sýrlands og oað viðurkennt af þeim löndum, sem hersetu höfðu þar þá, Frakklandi og Bretlandi. En vegna stríðsins hurfu þessi viki ekki með heri sína burt úr landinu. Að stríðinu loknu skirrðust þessi riki við að hverfa með heri sína á brott og vildu koma þar upp herstöðv- um. 17. apríl 1946 tókst þó að að hrekja hina erlendu heri úr landinu og stofna þjóðríki, og var Sýrland því fyrsta nýlend- an, sem hlaut pólitískt sjálf- stæði eftir heimsstyrjöldina. Þennan sigur má þakka tvennu: 1) öll þjóðin stóð ein- huga að baki hinni þjóðlegu borgarastétt í sjálfstæðisbar- áttunni og nokkur hluti henn- ar var vopnaður. 2) Hjá S.Þ. beittu Sovétríkin neitunarvaldi sínu gegn tilraunum Frakk- lands og Engiands, sem reyndu að ónýta gerða samþykkt um sjálfstæði Sýrlands annig hafði Sýrland öðlazt pólitískt sjálfstæði, en er- lendir auðhringar höfðu enn mikil ítök í efnahagslífi land:,- ins. Á næstu árum þróaðist bæði iðnaður og landbúnaðjr nokkuð og ríkisvaldið styrkt- ist og þar að kom, að þróun efnahagslífsins krafðist þess að tekin yrði afstaða gagnvart er- lendu auðhringunum. 1951 hóf rikið að þjóðnýta eigur erlendu auðhringanna, m.a. jámbrat’t- ina, sem var í eigu Frakka, orkuframleiðsluna sem var undir Belgum og Frökkum, auk þess var skipt um mynt og nýrri þjóðlegri mynt kom- ið í umferð. Þannig var þjóð- nýtingu á eignum erlendra anð- hringa haldið áfram þar til ailar eignir þeirra voru komn- ar í eigu Sýrlendinga að und- antekinni olíuleiðslu þeirri, er liggur í gegn um landið frá Irak til strandar Miðjarðar- hafs. Þessi þjóðnýting v.ar því aðeins möguleg, að hin íram- sæknu lýðræðislegu öfl þróuð- ust hratt í landinu á þessum tíma. Imperialisku löndin reynd’j, eins og við var að búast, að stöðva þessa þróun og stóðu að baki þrem byitingartilraun- um sýrlenzka hersins á árunum ’48—’54. Hin framsæknu þjóð- félagsöfl Sýrlands höfðu þó vt- irhöndina og vöruðust að gefa imperialistunum minnsta tæki- færi til að ná efnahagslegn eða hernaðarlegri fótfestu i landinu á ný og héldu sér ut,- an allra hernaðarbandalaga. 1954 fóru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fram, og óx fram- faraöflunum enn ásmegin og lýðræði þróaðist enn hraðar í landinu. Ilok ársins 1956 hófu ísra- el, England og Frakkland Súezstríðið. Sýrland varð fyrst til að veita Egyptaíandi aðstoð. M.a. voi'U’-olíuleiðSlur þaér, sem lágu um landið, sprengdar en þær fluttu Englendingum og Frökkum 25 milljónir tonna fcf olíu árlega. Súezstríðið hafði m.a. þær afleiðingar í för með sér, að Sýrland hóf aðgerðir til að verja hlutleysi sitt, keynti mikið af vopnum frá Sovétrikj- unum og jók varnarmátt sinn. Vestrænu ríkin gripu þá til efnahagsþvingana gagnv.irt Sýrlandi. I Sýrlandi var þeiirj árás svarað með því að tai;a upp verzlunarviðskipti við Sov- étríkin í ríkari mæli. Sam- svarandi breytingar áttu sér stað í pólitisku lífi í Sýrlandi, og ný bandalög mynduðust á þingi Sýrlands. Samsæri að undirlagi imperíalista hófust. Svikarar við sjálfstæð þjóðar- nnar voru teknir og dæmdir. Ameríska sendiráðinu var vísað úr landi. Arabiska frelsishreyl- ingin fékk nýjan byr. Imperí- alísku löndin litu nú á Sýr- land sem hættulegasta svæði sitt í nærliggjandi Asíu. Sumarið 1957 hófu þau að ógna Sýr- landi hernaðarlega. Sjötti floti Bandaríkjanna hélt upp að ströndum Sýrlands og tyrVi- neska stjórnin, leppur Banda- ríkjanna, hóf undirbúning að árás á Sýrland. Htinaðarástandi var lýst yfir í Sýrlandi. Herinn tók að gefa út skipanir um að dreifa vopnum meðal alþvð- unnar. Verkalýðsfélögin og pólitísk samtök róttækra manna skyldu sjá um dreif- ingu vopna meðal allra rót- tækra manna, en sjá um að hugsanlegir gagnbyltingarmenn fengju engin vopn. Við árás á landið skyldu allir hugsan- legir bandamenn imperíalism- ans í Jandinu fangelsaðir eða skotnir. Á því sýrlenzka land- svæði, sem yrði hertekið skyxdi hafinn skæruhernaður. Sovétríkin lýstu yfir samúð með Sýrlandi og settu Tyrk- landi úrslitakosti, Malinovski marskálkur tók við yfirstjórn á sunnanverðu Evrópusvæði Sovétríkjanna. Heræfingar hóf- ust í Sovétríkjunum og Búlg- aríu við norðurlandamæri Tyrklands. Þannig var yfirvofandi hætta á, að þriðja heimsstyrjöldin hæfist við innrás í Sýrland og í landinu sjálfu var alþýðan vopnuð og einhuga. Ástandið svipar til Kúbumálsins: Innrás yfirvofandi og Sýrland hafði verið þvingað til þess að gripa til róttækra vamaraðgerða 'yr- ir sjálfstæði sínu. Viss sameiginlegur áhugi á að stöðva áframhald- andi þróun byltingarinnar myndaðist nú: — Imperíalisku veldin höfðu vissulega fullan áhuga á því, — innlenda borgarastéttin hafði áhyggjur af þróun bylt- ingarinnar og jafnframt nýrri valdatöku imperíaliskra auð- hringa, — arabíska burgeisastétt- in sá, að þróunin í Sýr- landi gat orðið öðrum aía- biskum þjóðum kærkomin tyr- irmynd og fært alla arabiska frelsishreyfingu á hærra stig. Þrátt fyrir innri mótsetn- ingar sameinuðust þessi þrjú þjóðfélagslegu veldi gegn frarn- þróun byltingarinnar og mis- notuðu ástríðufulla löngun og vinsælt kjörorð Araba um sameiningu arabiska heimsins. Egypzka borgarastéttin var efnahagslega séð sterk- asta borgarastétt arabiska heimsins og með sigrinum í Súezstríðinu orðin pólitískt sterkasta. Hjá henni fór að bera á útþenslutilhneigingum. Hún reyndi að auka markaði sína og styrkja pólitíska stöðu sina í formi forystu hennar yfir arabiska heiminum. Hún upphóf kröfur um forystu alls arabiska heimsins. Undir þessum kringumstæð- um í Sýrlandi og Egyptalandi var hafið upp kjörorðið: Sam- eining Sýrlands og Egypla- lands. ing Sýrlands og Egypta- lands samþykktu að kom- ið skyldi á rikjasambandi milli landanna, og í lok ársins 1957 hófust samningar þeirra um málið. Hafinn var áróður fyr- ir sameiningu ríkjanna að undang l’.ginni þjóðaratkvæða- greiðslu og þannig tókst san- einingin — á afar stuttum tíma fylltum spennu og tvísýnu á- standi — í febrúar 1958. ' Strax á fyrstu dögunum eft- ir sameininguna fór hið aft- urhaldssama eðli sameiningar- innar að koma í ljós: hinn róttæki sýrlenzki her var að- skildur pólitísku lífi. Yfirher- stjórninni var vikið frá, og um 5 þúsund af beztu offísérunum var vikið úr hernum Hleð ýms- um aðferðum. Lögreglusveitir fóru að hafa umsjón með borg- ararlegum málum, m.a. voru allir borgarstjórar í Sýrlanc’i sendir á 6 mánaða námskeið til lögreglunnar í Egyptalandi. Gagnbylting hófst að ofan. Allar lykilstöður í ríkis- stjórninni og hagkerfinu voru setnar af Egyptum. þannig að sýrlenzk yfirvöld vissu fátt um þróun efnahagsmála. 5 ára áætlun var birt — áróðurs- plagg — sem enginn Sýrlend- ingur hafði unnið að og jafn- vel efnahagsmálaráðherrann sýrlenzki vissi ekkert um fyrr en það birtist. Allt þetta truflaði efnahags- legt og pólitískt líf í landinu. Iðnþróunin stöðvaðist og land- búnaðarframleiðslan minnkaði. Verzlunarviðskiptin við sósíal- istisku ríkin voru sífellt minnk- uð og að lokum algjörlega stöðvuð, Öll hlið byrjuðu að opnast fyrir nýkóloníalisma imperíalistanna, sem hófu að þrengja sér inn í landið, eink- um Vestur-Þýzkaland. Lífs- kjörin í Sýrlandi, Sem voru þau hæstu innan arabíska heimsins, lækkuðu niður á sama stig og þau voru í Egyptalandi. Öll stjórnmálasamtök voru bönnuð, verkalýðsfélögin voru undir beinu eftirliti lögreglunn- ar, Blöð komu aðeins út með sérstöku leyfi stjórnarinnar. Kommúnistaflokkuj- Sýrlands var neyddur til ólöglegrar starfsemi í lok ársins 1958. Hann birti bá stjórnmálaálykt- un í 13 liðum, sem krafðist samhliða þróunar beggja land- anna og samvinnu á grundvelli íagnkvæmrar hjálpar. — en ekki drottun borgarastéttar annars lndsins yfir báðum. Egypzka stjórnin undir stjórn Nssers hafði þetta m.a. sem átyllu til að hefja ógnaröld begar allir sátu við drykkju að í landinu. Á gamlárskvöld 1959. kveðja gamla árið. var ráð- izt á kommúnista um allt land- ið og þeir hnepptir í f.angelsi. Þetta var fyrsta fasíska árásin. Hættuástandi var lýst yfir og lögreglan tók öll völd í land- inu, Kommúnistar voru hund- eltir og árás var hafin á öll önnur lýðræðisleg öfl. Nasser hóf að útmála komm- únistagrýluna. Hann sagði. að baráttunni gegn imperíalism- anum væri nú lokið og nú yrði að berjast gegn kommúnisman- um. Hann upphóf sterkari and- kommúniskan áróður, sem' síð- ar átti eftir að verða honum að falli í Sýrlandi. Árin 1959 til 1961 hafa verið erfiðustu ár núlifandi kynslóðar í Sýr- lendukúgun Frakka. landi, erfiðari en undir ný- í lok ársins 1960 var öllum almenningi orðið ljóst, að stjórn Nassers gat ekki setið í Sýrlandi lengur vegna óvin- sælda. Aðeins ógnarstjóm lög- reglunnar hélt drottnun hans þar við. Sumarið 1961 voru miklir þurrkar og uppskera brást í Sýrlandi. Þett árferði jók fá- tækt og eymd almennings til muna og bættist við efnahags- lega og pólitska gjaldþrota- stef.nu Nassers í Sýrlandi. Egypzka stjómin greip til ör- þrifaráða í samræmi við eðli sitt, til þess að komast út úr þessum vandræðum. Hún und- irbjó upplausn sýrlenzka hers- ins og sendingu egypzks hers í stað þess sýrlenzka. Til að kom- ast út úr fjárhagsvandræðum sínum þjóðnýtti hún 50 fyrir- tæki. sem voru í eign sýr- lenzku bQrgarastéttarinnar und- ir því falska kjörorði, að hér væri verið að framkvæma sósí- alisma! Með þessari þjóðnýt- ingu fékk hún einnig sýrlenzka borgarastétt gegn sér. Öll þjóðin var þvi komin í andstöðu við egypzku borgara- stéttina og rikisstjórn hennar: þjóðlega borgarastéttin. herinn og öll alþýða manna. Þetta ástand hafði í för með sér, að 28. sept. 1961 gerði sýr- lenzki herinn uppreisn og tók völdin i sínar hendur án nokk- urra blóðsúthellinga. 27 þúsund Egyptum, sem unnið höfðu við rikisstofnanir og í hemum. þar af 2500 eg- ypzkum offísérum, var vísað úr landi Hin lýðræðissinnuðu og fram- sæknu þjóðfélagsöfl voru ó- skipulögð og gátu því ekki strax tekið að sér stjórn þjóð- málanna. Sex mánuðum eftir uppreisnina kom ný og betri herstjórn og að lokum borgara- leg rikisstjórn. Pólitískir fang- ar voru leystir úr haldi. viss lýðræðisréttindi leyfð, upp- skiptingu jarða var haldið á- fram, og hlutleysisstefna var tekin upp. Aðalverkefni hinnar nýju stjórnar var að endur- vekja pólitískt líf óg' efnahags- líf Sýrlands Núver.andi ríkis- stjórn undirbýr lög. sem eiga að ábyrgjast pólitiskt frelsi og prentfrelsi (sem að vísu er að mestu komið á í reyndj. Kosn- ingar til bings eiga að fara Framhald á 10. síðu. Nakkrir stúdentar frá írak, Jemen, Sudan og Pýrlandi fyrir frarr.an stúdentagarð Hagfræðiháskól- ans i Berlín. David .-i annar frá hægri. * .i 1 - k 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.