Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN >riðjudagur 22. janúar 1963. — Vélta því fyrir þér? Hvað áttu við? — Já, ég hef oft brotið heil- ann um ungar stúlkur eins og þig. Ungar stúlkur sem eiga heima í Bleecker Stræti og Uni- on Square. Ég hef séð þær verzla hjá Stewart og ganga um götumar með mæðrum sínum. Ég hef verið að velta fyrir mér hvað þær gerðu á daginn. Gamet hlustaði undrandi á þetta. Henni hafði ekki dottið í hug að Florinda væri jafnfor- vitin um hennar hagi og hún sjálf var um Florindu. — Hef- urðu aldrei þekkt neina úr mín- um bæjarhluta? Florinda braut handklæðin saman. — Karlmenn, sagði hún. — Ötal karlmenn. En engar kon- ur. Þú ert sú fyrsta sem ég tala við. Segðu mér eitthvað um sjálfa þig. Og Garnet sagði henni frá skólanum og dansskólanum og .sérskóla ungfrú Wayne fyrir ungar stúlkur og hvemig hún hafði hitt Oliver þegar hann kom til New York til að kaupa vörur fyrir Califomíu-verzlunina. Florinda tók höndum fyrir and- litið og hló. — Ósköp er þetta allt saman indælt, vina mín. Og þú ætlar í raun og veru að ferðast til þessa ÓR.Unna lands? Gamet kinkaði kolli. — Hamingjan sanna, hvað það virðist vera langt í burtu. Þú ert afskaplega hugrökk. — Ég er ekki líkt því eins hug- rökk og þú, sagði Gamet. — Ég er þó ekki á leið á heimsenda? — Nei, sagði Gamet. Þú veizt ekki einu sinni hvert þú ert að fara. Og þú ert alein. — Það gerir nú minnst til, sagði Florinda meðan hún braut saman náttkjól Gametar. Ég verð þó að minnsta kosti í sið- menntuðu landi. Og ég verð naumast lengi ein. Ég sezt ein- hvers staðar að og eignast vini. Hún setti náttkjólinn niður og fór að brjóta saman nærfötin. Gamet spennti greipar um hnén og horfði á hana. ' Þótt Florinda virtist taka þessu rrieð léttúð, þótti Garnet hún mjög hugrökk. Daginn áður hafði hún verið stjama á fjölsóttum skemmtistað. Og i dag hvarf hún frá öllu saman, skildi eftir allt sem hún átti nema það sem hún stóð í þegar hún var að fara á æfingu í morgun. En hún gerði þetta með svo mikilli geð- ró, rétt eins og það væri ekki meira en læra vísu utanað. Gamet horfði á glæsilegan kjól Florindu, smaragðeymalokkana og demntsskreytt úrið og velti fyrir sér, hvaðan hún hefði öðl- azt þetta hugrekki. — Hvemig varstu alin upp, Florinda? spurði hún. — Jú, sjáðu til, vina mín, ég get varla sagt að ég hafi verið alin upp, ef það táknar sérskóla og verðlaun fyrir góða hegðun. Ég ól mig víst upp sjálf. — En — byrjaði Garnet og þagnaði síðan. Hún vildi ógjarn- an vera hnýsin. En þó langaði hana mjög til að vita hvað Flor- inda átti við. — Ég á ekki við það að mamma hafi ekki verið góð við mig, leiðrétti Florinda til að fyrirbyggja misskilning. — En hún varð að vinna, sjáðu til, og svo var hún lengi veik. Hún féll niður af palli bakvið leik- sviðið og eftir það gat hún ekki unnið. Hún dó þegar ég var þrettán ára. — Áttu við að hún hafi orðið að vinna meðan þú varst lítil telpa. Að hugsa sér! Var enginn sem gat hjálpað henni? — Nei, hún hafði alizt upp hjá föðurbróður sínum og hann var dáinn. Hún söng í leikhúsunum. Hún hafði ljómandi góða rcdd og hún var mjög fallég. Okk- ur kom mjög vel saman þegar ég var lítil. Ég gat líka unnið, sjáðu til. — Gazt þú unnið? Varla þó meðan þú varst lítil telpa? — Jú, einmitt. Þeir notuðu mig í bamahlutverk, áður en ég kunni að tala. Og þegar ég var átta ára, fékk ég mitt fyrsta hlutverk. Það var ekkert erfitt fyrir mig að fá hlutverk í þá daga, ég var fallegt bam. Flor- inda fór að hlæja. — Nei, Gam- et þó, þú þarft ekki að sitja þama með galopinn munn, rétt eins og þetta væri eitthvað hræði- legt! Mér þótti þetta ágætt. — Þú hefur þá bókstaflega unnið alla þína ævi. — Já, vina mín. Og ef þú ert of háttvís til að spyrja hve lengi, þá get ég frætt þig á því að ég er tuttgu og þriggja ára. — Ég hef séð leikrit með bamaleikurum í, — sagði Gam- et með hægð. En mér datt aldrei í hug að þeir ynnu fyrir for- eldrum sínum. — Flestir þeirra gera það, sagði Florinda þurrlega. Hún fór að setja niður svörtu bómullarsokk- ana. — En faðir þinn, sagði Gamet. — Af hverju sá hann ekki fyrir ykkur? Eða dó hann kannski líka þegar þú vart lítil? Florinda bjó um spegilinn. svo að haxrn brotnaði ekki á leiðinni. — Ég hef aldrei litið hann föð- ur minn augum, svaraði hún án þess að líta upp. Hann stakk af áður en ég fæddist. — Æ, fyrirgefðu, þetta kemur mér ekki nokkum skapaðan hlut við. Mér þykir svo leitt að ég skyldi spyrja. — Vertu ekki að því ama, sagði Florinda. Þú ert svo indæl. Hún hló og bætti við til skýr- ingar. Faðir minn var norskur sjómaður Eitt kvöldið þegar hann átti fvívakt kom hann í leikhús- ið þar sem mamma söng. Hon- um leizt vel á hana og skömmu seinna voru þau gift. Hún var skelfilega ástfangin af honum. en það kom á daginn að hann var ótíndur þorpari, Hann fór aftur til sjós og hún sá hann aldrei framar. Gamet hlustaði á hana döpur í huga. — En Florinda, and- mælti hún. — Kannski hefur hann alls ekki ætlað að yfirgefa hana. Kannski hefur skipið far- izt. Reyndi hún ekki að komast að því, hvort skipið hefði sokk- ið? Florinda brosti hæðnislega. — Þú hefðir getað kothizt að því, Garnet, og ég he.fði getað það. En hún gerði það ekki. Hún var ein a.f þessum auðtrúa, hjálpar- vana persónum, sem vissi ekk- ert hvemig átti að fara að slíku. Florinda lagði spegilinn niður og eftir andartak bætti hún við: — Ef satt skal segja, þá vildi hún víst ekki komast að því. Hún vildi haida áfram að trúa Því að hann kæmi aftur. — Og, — hún komst aldrei að því? — Ójú, — hún fékk að vita það að lokum. Gamall leikari sem vann með henni um tíma, vorkenndi henni. Hann hugsaði víst með sér, að það væri betra fyrir hana að fá að vita hið sanna, hvernig svo sem sannleik- urinn var. Og hann fór á skrif- stofur skipafélagsins og spurðist fyrir. Skipið hafði ekki farizt. Finfinn fór til Brasijíu og síðan heim til Noregs. Til bæjar sem heitir Trondheim eða eitthvað þess háttar. — En — Garnef var djúpt hugsi; hún var nýgift sjálf og vildi helzt vera ósammála. — Kannski hefur eitthvað komið fyrir hann í Trondheim. Kannski vildi hann komast aftur til henn- ar en gat Það ekki. — Nei, vina mín. hann vildi ekki komast til hennar. sagði Florinda kuldalega. — Skipið hans hafði komið við í New York á leiðinni heim frá Brasilíu. Hann var í höfn í hálfan mán- um. En hann kom ekki nálægt móður minni. Hún hafði ekki hugmynd um að hann hefði ver- ið í New York fyrr en leikar- inn gamli komst að þessu. — Æ, Florinda, hvemig gat bann gert þetta! — Ég veit það ekki, vina mín. Ég veit ekki hvemig karlmaður getur fengið af sér að yfirgefa svona elskulega og hjálparvana veru eins og hana og auk þess var hún barnshafandi. Hún tók upp svartbryddaða vasaklút; tók einn frá til fð hafa uppi við og lagði hina ? töskuna. Garnet snurði: — Hvað gerði hún þá. þegar hún hafði fengið að vita sann- leikann? Florinda tók upp sápustykki. Hún sagði blátt áfram: — Hún datt niður af pallin- um. — Hún — áttu við að hún hafi gert það viljandfT Florinda sagði ekkert góða stund. — Nei, ég held hún hafi ekki gert það viljandi, svaraði hún. — Ég held, að þegar hún komst að raun um, hvers konar mann hún hafði elssað í öll þessi ár, riafi henni staðið á sama hvað varð um hana sjálfa. Hún hafði ekki nógan áhuga til að sýna aðgæzlu. Gamet varð illt. — Og þú varst ekki nema þrettán ára? — Ég var tólf ára. Það tók hana ár að deyja. Florinda leit niður. Og þú hélzt áfram að vinna við leikhúsið meðan hún lá fyr- ir dauðanum? Florinda starði á vasaklúta- kassann. En hún virtist samt ekki sjá hann, heldur horfði á eitthvað sem var langt í burtu. — Ekki allan tímann. Ég gat ekki fengið hlutverk. Ég hafði alltaf fengið hlutverk þegar ég var lítil. En þegar mamma varð veik, var ég orðin of stór í bama- hlutverk og ekki nógu gömul í kvenhlutverk. Ég var á þess- um klunnalega aldri, skilurðu, þegar hendur og fætur eru allt- of stór og ekkert samræmi í hreyfingunum. Ég vann að sjálf- sögðu, ég mátti til. Ég fékk vinnu við að sópa gólf á veit- ingahúsi. Ég afgreiddi líka drykki og söng fyrir gestina. en það var lítið upp úr því að hafa. Þó hefði það nú ekki verið svo afleitt, ef ekki hefði verið vegna mömmu. Hún kvaldist hræði- lega. Florinda var niðursokkin í minningar sínar. Hún hélt á- fram án þess að Hta upp: — Stundum var mér næstum um megn að horfa á hana. Ég get tekið næstum hverju sem að höndum ber. en ég get ekki af- borið að sjá fólk þjást. f hvert skipti sem ég fór í vinnuna, von- aði ég að hún yrði dáin þegar ég kæmi aftur. Garnet sá að hún brosti skökku brosi. — Það var ógeðslegur gam- all karl, sem hímdi í veitinga- húsinu og seldi eiturlyf í laumi. Hann var með kramparykki og ég var hrædd við hann. Hann !ét mig stundum hafa duft handa henni. Ég veit ekki, hvað það var. en þá gat hún að minnsta kosti sofið. Hann tók ekki peninga fyrir, hann gaf mér það bara. Undarlegasta fólk á til góð- mennsku. Seinna þegar ég var farin að vinna í Skartgripa- skríninu og hafði nóga peninga, leitaði ég hann uppi. Ég hélt kannski að hann vildi komast á elliheimili og hafa það náð- ugt. hann kærði sig ekki um það. Og ég gaf honum þrjú hundruð dollara til þess að hann gæti eitthvað gert fyrir ■"jálfan sig. Gamet kingdi. Sorglegar sög- ur komu út á henni tárunum. En þetta voru ekki aðeins tár, þetta var eitthvað meira. Hún spurði: — Og bú hefur aldrei heyrt neitt frá föður þínum? Florinda hristi höfuðið. — Heldurðu að hann sé dá- inn? — Ég vona að hann sé það. sagði Florinda. Hún sagði þetta í hljóðri reiði. — Ég vona að hann hafi æpt eins mikið og mamma gerði þegar hún dó. Ég vona að hann hafi drepizt í fleti uppi á fjórðu hæð. án ann- ars vatns en þess sem hægt var Þórður efast ekki um það, að Tómas segir rétt frá og hefur hvergi komið nálægt þessu máli, en lögreglan fullyrðir að hún hafi áreiðanleg vitni fyrir glæpaverki hans. Og verði hann strax i dag fluttur í ríkisfangelsið. Conchita veit hinsvegar meira um þetta mál og ætl- ar sér ekki að þegja, þótt undirleikari hennar þrábiðji hana að halda sér sarnan". Ég sá þetta allt ágætlega. Maðurinn var þegar dauður þegar komið var með hann, og svo var allt þetta sett á svið til að koma sökinni yfir á þennan unga sjómann. Vmningar í B—flokki Happ- drættis/áns ríkissjóBs Hér fer á eftir skrá um skrá um hærai vinningana í B-fokki Happdrættis ríkissjóðs: 75.000,00 krónur. 115.581 ...... 40.000,00 krónur. 116.168 15.000,00 krónur. 11.455 10.000,00 krónur. 1.854 54.875 68.253 5.000,00 krónur. 3.989.33.843 52.719 105.846 140.398 99.372 100.749 102.765 107.626 115.773 118.229 125.456 128.809 137.708 147.323 100.036 101.461 103.654 114.928 116.339 121.079 127.908 131.934 139.138 148.277 (Birt 100.084 102.379 105.829 115.233 117.166 122.388 127.933 133.349 143.706 100.737 102.441 105.859 115.378 117.270 123.861 128.557 135.412 145.222 án ábyrgðar). Sýrland Framhald af 7. síðu. fram næsta sumar. Hin lýðræð- issinnuðu öfl skipuleggja sig æ meir og þáttur þeirra í stjórn- 18.783 19.687 25.641 27.467 málalífinu vex stöðugt. 49.348 50.774 66.469 73.169 T-jrjú voldug meginöfl standa * gegn hinu nýunna frelsi 76.995 80.384 83.245 84.612 96.970 111.589 149.413 1.608 1.000,00 6.871 krónur. 15.272 18.324 sýrlenzku újóðarinnar: 1) Imperíalisku öflin, sem vilja brjóta niður hið sýrlenzka 25.533 26.467 39.678 40.656 ríki, þar sem þau vita að þró- 41.147 48.554 50.017 50.664 unin getur ekki orðið þeim í 63.477 79.850 100.482 104.113 vil. vegna kraftahlutfalla í 105.475 113.746 119.068 119.727 landinu. 124.151 126.087 133.206 135.777 2) Nasser-öflin. sem hafa 139.030 1.355 500.00 1.621 krónur. 1.781 6.355 misst nokkuð af efnahagsleg- um og pólitískum mætti og reyna því að brjóta niður hið sýrlenzka ríki, þótt þau viti, að 7.761 10.944 11.188 13.820 Sýrland fellur þeim ekki fram- 14.008 16.841 20.996 21.117 ar í skaut. 23.536 24.031 24.154 29.244 3) Innlenda afturhaldið, sem 30.880 31.161 31.201 31.291 veit, að það tapar nú alltaf 33.166 33.927 35.060 36.056 meira og meira af mætti sín- 36.379 36.406 37.118 38.557 um. 38.610 40.383 41.514 42.468 Þannig má sýrlenzka þjóðrn 43.165 43.196 43.822 46.047 enn berjast gegn þremur fjand- 46.378 48.692 49.064 49.070 mönnum. 49.569 49.752 50.177 51.481 Kommúnistaflokkur Sýrlands 52.843 54.194 54.297 55.305 hefur nýlega sent frá sér stjórn- 55.743 55.904 56.134 58.586 málaályktun um baráttu fyrir 60.282 60.530 63.401 63.457 pólitískri og efnahagslegri þró- 63.862 63.944 66.006 67.213 un í Sýrlandi. Þar er Iögð á- 67.568 68.019 68.941 71.714 herzla á, að efnahagslíf lands- 72.282 74.386 74.616 74.774 ins sé endurreist á ný og allir 77.142 79.122 79.267 80.103 lýðræðisflokkar myndi breiða 80.474 82.124 82.221 84.156 þjóðfylkingu í baráttunni gegn: 84.404 84.985 86.580 88.319 imperíalismanum, útþenslu- 88.941 89.466 90.005 90.196 ‘ stefnu egypzku borgarastéttar- 92.028 92.463 93.323 93.851 inriar og innlendu afturhaldi. 95.085 98.723 98.738 99.067 — Gág. dnglingur óskast Tilium ráða ungling strax 15—17 ára. for.f að haía „skellinöðru" til umráða. Þjóðvíljinn M t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.