Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA § bréf til bla&siíi* Friðjón Stefánsson ' J Tilboð til Útvarpsráð, Ríkisútvarpinu, Reykjavík. Hér með sæki ég um að fá að flytja örstutt útvarpseripdi í þasttinum „Efst á baugi“ um Adenauer kanslara Vestur- Þýzkaiands, eða af sömu lengd og eriridi það, sem Þorsteinn Thorarehsen flutti í þessum þætti á föstudagskvöldið 18. þ. m. um Ulbricht forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands. Erindi mitt er fjarskalega hliðstætt erindi hans — svo hliðstætt, að það mætti vera athyglisvert rannsóknarefni fyrir þá, sem hafa áhuga á hugsanaflutningi, þar eð erind- in munu vera samin um svipað leyti og án þess að við hefð- um nokkurt samstarf um samn- ingu þeirra. Sem dæmi um hliðstæðurnar vil ég benda á eftirfarandi atriði: 1 erindum okkar er hörunds- lit Ulbrichts og Adenauers lýst með sömu orðum. Þ. Th. segir í erindi sínu, að Ulbricht sé á- kaflega smávaxinn maður, nán- ast dvergur. Ég segi í erindi Adenauer mínu, að Adenauer sé ákaflega stórvaxinn maður, nánast tröll. Lýsing okkár á kuldagustinum, sem fer úm viðstadda, þegar söguhetjur erinda okkar birtast er mjög svipuð, þ.e.a.s. hann og söguhetja hans eru staddir í Austur-Þýzkalandi, ég og sögu- hetja mín í Vestur-Þýzkalandi. Hið sama á sér stað um stofu- stúlkurnar. Þegar stofustúlkan í hóteli Þorsteins í Vestur- Þýzkalandi kemur að honum, þar sem hann hlustar á Ul- bricht í austur-þýzka útvarp- inu „Hvæsir“ hún: „Það er Ul- bricht, sem talar!“ Þegar stofu- stúlkan í hóteli mínu í Austur- Þýzkalandi kemur að mér, þar sem ég hlusta á Adenauer tala í vestur-þýzka útvarpinu „hvæsir“ hún líka: „Það er Ad- enauer, sem talar!“ Síðan tjáir Þ.Th. okkur í erindi sínu, að Ulbricht haíi verið ráðbani Emst Thálmanns auk fjölda annarra manna. Ég hef sömu sögu að segja af minni sögu- hetju, nema hvað mér tókst ekki að finna mánn með manngildi Thálmanns í hópi þeirra, sem hann réð bana. Að öðru leyti virðist artin hjá söguhetjum beggja vera hin sama. Þorsteinn tekur fram í erindi sínu, að hann hafi ekki sannanir fyrir því sem hann heldur fram, það geti með öðr- um orðum verið fleipur eitt. Ég tek það ekki fram í erindi mínu, en er reiðubúinn til þess að bæta því við með sömu orðum, sé það forsenda þess, að ég fái að flytja erindið. . Heiðraða útvarpsráð, ég leyfi mér að fuflyrða að erindi mitt standi jafnfætis, erindi Þ. Th. að andríki, og flutnjngslengd yrði hin sarpa eins og áður seg- ir. Ég hafði að vísu. ályktað. að. erindi mitt hæfði ekki til út- varpsflutnings, en þegar ég, hlustaði á erindi Þ. Th. sá ég að mér hafði skjátlazt. Því sendi ég þessa umsókn mína. Að lokum vil ég vitna í greinarstúf eða viðtal við vest- ur-íslenzkan kunningja minn, sem ég birti í dagblaðinu Þjóð- viljanum 28. desember s.l. Þar heldur þessi kunningi minn því fram, að ríkisútvarpið sé sterk- asta áróðursvopn auðvalds og afturhalds á Islandi og um leið sierkasia áróðurstæki gegn so- síalisma á Islandi. Ég hef reynt að andæfa þessu sjónarmiði hans í viðtölum við hann, hef jafnvel tæpt á hlutleysi ríkis- útvarpsins um stjómmálastefn- ur. Hann bara hlær að mér. Fengi ég að flytja þetta er- indi, myndi það verða mér nokkur stoð í næstu rökræðum mínum við hann. Virðingarfyllst Friðjón Stefánsson Við erum víst nokkuð margir útvarpshlustendur sem höfum ekki kunnað að meta þennan þátt sem ber nafnið „Efst á baugi“ og tveir drengir hafa skipulagt, annar frá Alþýðu- blaðinu og hinn frá Tímanum. Dagskrárefni hafa þeir safnað eftir eigin kokkabók, og heyrt hefur maður þáttinn kallaðan „hræring“, en ekki mun sú nafngift komin frá nýyrða- nefnd. En nú er útlit fyrir að heil- ar þeirra hafi eitthvað bilazt, því að þeir urðu í síðasta þætti. til þess að geta lokið við hann. að kalla til aðstoðar blaðamann frá \isi, Þorstein Thorarensen, sem hefur verið sendur af blað- inu sem vörður sjónar og hevrnar við Berlínarmúrinn. Eins og gefur að skilja með fréttamenn hefur hann oft sett sig í hættu með því að fara austur fyrir múrinn til að ná i efni fyrir atvinnuveitendur sína, en aldrei hefur hann lent í neinum pyntingarhættum eða verið ógnað með byssu. en fengið að sjá og heyra. Og for- seti Austur-Þýzkalands, Walt- er Ulbricht hefur haldið ræður á útifundi án þess að láta fjar- lægja fréttasmala Vísis sem þar var óboðinn, og fréttamannin- um finnst sem hann verði að gera Ulbricht mannlegan að einhverju leyti. Hann er lítill<S maður en fólkið tekur eftir honum; hann er með svipaða rödd og séra Bjarni, heiðurs- borgari Reykjavíkur, að dómi Þorsteins Thorarensens, og hann hefur líka heyrt að Walt- er eigi mjög ævintýralega for- sögu og hana illa, en ekki væri hægt að sanna. En ræðu heyrði Þorstetnn Th. forsetann flytja sem gekk mjög að hjarta hans; þar gerði Ulbricht samanburð á Berlínarmúrnum og útfærslu landhelgislínunnar við tsland í 12 mílur, þ.e. að svipuð væri þjóðarnauðsynin. íslendingar væru að styrkja land sitt fyrir erlendri ásælni og sama hlut- verki hefði Berlínarmúrinn að gegna í Austur-Þýzkalandi. Fyrir þessi fáu orð sem Þor- steinn Th. flutti í þættinum „Efst á baugi" — og þau hafa eflaust verið flutt í óþökk Rík- isútvarpsins og atvinnuveitenda hans, Vísis —- ber að þakka. P.H. P.s. Ég get þess, að um leið og ég sendi yður bréf þetta sendi ég einnig dagblaðinu Þjóðviljanum afrit af því les- endum þess til fróðleiks. Sami. íslenzk lisf í Hull-borg Nýjasta hefti Fishing News flytur þær fréttir, að Reykvík- ingar hafi ekki gert endasleppt við Hullbúa. Eins og kunnugt er gáfu Reykvíkingar Hull 27.000 sterlingspund eftir stríðið og hef- ur þessu fé nú verið varið til að byggja smáíbúðir yfir aldraða fiskimenn og konur þeirra. Samkvæmt fréttinni í Fishing News hafa Reykvíkingar nú sent Hull 27 eftirprentanir af verkum þeirra Jóns Stefánssonar, Ás- gríms Jónssonar og Jóhannesar Kjarvals. Verður haldin sýning á verkunum í listasafni borgar- innar og síðan verða þau hengd upp í íbúðunum, sem byggðar voru fyrir hið íslenzka fé. Byltingarsinnaðir landbúnaðarverkamenn í Sierralaestra-fjalllendinu reiðubúnir að verja föðurlandið. Byggiingarverkamenn i Havana del Este, austur hluta höfuðborgar Kúbu, þar sem nýtízkuleg íbúð- Kúbanskt barn hjúfrar sig f faðmi föður síns. Einn af prófessorumim við listaháskólann í Dresden í Þýzka alþýðulýðveldinu, Lea Grundig að nafni, dvaldizt um skeið á Kúbu í fyrra og dró þá á blað fjölmargar myndir af því sem fyrir augun bar. Fáein- ar blekteikningar úr riss- blokk Leu Grundig eru hér á síðunni. UTSALA BEZT - ÚTSALA - Buxur - LoöfóÖraðar úlpur og kápur Allt með stórkostlegum afslætti. Otsalan verður aðeins þessa viku. Klapparstíg 44. Rafaelito er 11 ára gamall og „kennsluárið“ 1961 kenndi hann fullorðnu fólki að lesa og skrifa. Nemendur hans í skóla- búðum Iandbúnaðarverka- manna í Oriente-héraði voru sex talsins. Rafaelito sagði: „Ég kenni þeim það sem ég lærði s.jálfur í skól- anum og þcir segja mér til um það sem ég skil ekki ennþá“. Rafaelito Iitli var einn af sjálfboðalið- unum í kennslusveitum þeim, sem kenndar voru við Conrado Benitez, sem myrtur var af gagnbylt- ingarmönnum í þorpinu, þar sem hann kenndi land- búnaðarverkamönnum lest- ur og skrift. Nú er Kúba eina landið í Mið- og suð- arameríku, þar sem tekizt hefur að útrýma ólæsinu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.