Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 12
Valberg Sigmundsson, skipbrotsmaðurinn úr Við- ey, stígur á land í Reykja- vík. Björgunarsveitin á Gísla J. Johnsen hjálpar honum í stigann upp í naustið. (Ljm. Þj. G.O.). — ★ — ! * i Fannst heill á húfi í Viðey en skipreika komu þeir að Valbergi heil- um og hressum í eyjunni. Þar urðu miklir fagnaðar- fundir og mátti víst varla á milli sjá hvorir voru fegnari að sjá hinn. ^ Þegar báturinn lagði að og Valberg kleif stigann uppí ® naustið. dundu á honum fe blossar ljósmyndaranna og J blaðamenn þyrptust að hon- ■ um eins og mývargur, en hon- ™ um brá hvergi og glotti að öllum asanum. Einn björgunarmannanna lét svo um mælt við Þjóð- viljann í stuttu samtiali í gær, að allt væri gott ef endir- inn væri góður. en sagði í leiðinni, að ef báturinn hefði lent eilítjð austar á eynni hefði hann steytt þar á kletti og mölbrotnað. Þá hefði ver- ið vonlausS um björgun. Eitt- hvað er báturinn brotinn þar sem hann liggur í eyjunni, en ekki mun hann talinn ónýt- ur. — G.O. Um kl. 3 i gærdag lagði björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen að nausti sínu í húsi Slysavamafélagsins á Granda- »•”•81 og hafði meðferðis hinn •• nda mann, Valberg Sig- mundsson. sem þá hafði verið leitað síðan kb 9 í fyrra- kvöld. Valberg fannst við beztiu heilsu úti í í Viðey, en þar hafði hann brotið bát sinn eftir að hafa strandað á skeri þar undan. Strandið varð vegna vélarbilunar, en á skerinu tókst honum að koma vélinni í gang aftur og keyrði þá í land í Viðey. Þar lét hann fyrir berast í fyrrinótt og hafði vist í fjárhúsi hjá nokkrum kindum. Að vísu var fjárhúsið hurðarlaust þegar hann kom að því, en hann sló saman hurð í skyndingu og gat þannig lokað útsynn- inginn úti og notið ylsins frá skepnunum. Fór tiltölulega vel um hann þama þrátt fyr ir Það að hann var blautur upp undir hendur þegar hann náði landi. í gærmorgun tók hann það til bragðs, að hlaupa endanna á miUi á eyjunni og veifa pokadruslu, sem hann fann, eða hafði meðferðis. Starfs- menn Björgunar h.f. í Vatna- görðum sáu til hans laust eftir hádegið Qg gerðu Slysa- varnafél-aginu þá þegar við- vart. Björgunarsveitin lagði út,1 á Gísla J. Johnsen og Falsanir 09 blekkingar B-lista manna um sjúkrasjóð Dagsbrúnar Laugardagur 26. janúar 1963 — 28. árgangur — 21. tölublað. Bæjarstjórnarkosningarnar á Sauðárkróki Enn kann svo ai fara að kosning- in verði ógilt Eins og menn munu minnast urðu úrslit bæjarstjómar- kosninganna á Sauðárkróki í vor allsöguleg. Hélt íhaldið meirihluta sínum á 1/6 úr atkvæði en hefði tapað honum, ef tvö utankjörstaðaatkvæði sem ljóst var að átt höfðu að falla á sameiginlegan lista Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins og frjálslyndra, I-lista, hefðu ekki verið dæmd ógild. Fulltrúar I-listans kærðu kosninguna til félagsmála- ráðuneytisins og fól það sakadómaraembættinu f Reykja- vík að rannsaka málið og er þeirri rannsókn ekki lokið. Getur því enn farið svo, að kosningin verði annað tveggja ógilt eða a.m.k. annað vafaatkvæðið dæmt gilt, en það myndi nægja til þess að sameiginlegi listinn ynni mann af íhaldinu og það missti meirihluta sinn í bæjarstjóm- inni. • Undanfarna daga hafa Morgunblaðið og Alþýðublaðið stöðugt klifað á því, að stjórn Dagsbrúnar hafi haft stórfé af verkamönnum með því að svíkjasf um að innheimta hálfrar milljón króna framlag frá atvinnurekendum í sjúkrasjóð félagsins fyr- ir árið 1961. Á Dagsbrún- arfundinum i fyrrakvöld hrakti Eðvarð Sigurðs- son, formaður Dagsbrún- ar, þennan óhróður að- standenda B-listans eft- irminnilega. • Stjórn Dagsbrúnar er þegar búin að inn- heim'ta um 800 þúsund krónur í sjúkrasjóð fé- lagsins fyrir árið 1961, — eða þrjú hundruð þús- vill ráða nú þegar VÉLSETJARA og UMBROTSMANN Gott kaup — góð vinnuskilyrði. ÞJÓÐVIUINN ! und krónum hærri upp- hæð en afturhaldsblöð- in hafa sagt að hún hafi svikizt um að innheimta, — en alls námu sjúkra- sjóðsgjöld fyrir árið 1961 um einni milljón króna. • Þá skýrði Eðvarð einnig frá því á fundin- um, að sjúkrasjóðurinn tæki til starfa miðað við síðustu áramót. Úrslit kosninganna á Sauðár- króki urðu þau, að íhaldið, A- listi, hlaut 306 atkvæði og íékk fjóra menn kjörna. I-listi, listi Alþýðuflokksins, Alþýðubanda- lagsins og frjálslyndra hlaut 229 atkvæði og tvo kjöma og Fram- eókn B-listi 113 atkvæði og einn mann kjörinn. Utankjörstaðaatkvæðin tvö sem ógild voru dæmd höfðu hins vegar fallið á A-lista en enginn framboðslisti var merktur þeim bókstaf við kosningarnar á Sauð- árltróki. 1 einu kosningahandbók- inni sem út var gefin fyrir bæj- arstjómarkosningamar var sam- eiginlegi listinn, I-listinn, hins vegar ranglega nefndur A-listi og þótti því þegar sýnt, að menn- imir tveir er við utankjörstaða- atkvæðagreiðsluna höfðu kosið A-lista, hefðu ætlað að kjósa I- listann en vegna rangra upplýs- inga skrifað rangan bókstaf á kjörseðillinn, enda gaf annar kjósandinn sig síðar fram og bar að svo hefði verið. Hafði hann greitt atkvæði hér í Reykja vík og segist hafa fengið rangar upplýsingar um listabókstafinn. Var kosningin kærð á þessari forsendu. Þróttarmenn munu fylkja sér um núverandi stjórn Stjórnarkosning fer fram í Vörubílstjórafélag- inu Þrótti um helgina. Tveir listar eru í kjöri, A- listi borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og B-listi, listi íhaldsins. A-listinn, listi stjómar og trúnaðarmannaráðs, er skipaður eftirtöldum mönnum: Fonnaður: Einar ögmundsson, varaform.: Ásgrímur Gíslason, ritari: Gunnar S. Guðmunds- son, gjaldkeri: Bragi Kristjánsson, meðstjómandi: Ari Agnarsson. Varastjóm: Guðmundur Jósefs- son og Baldur Karlsson. Trúnaðarmannaráð: Ragnar Kristjánsson, Sveinbjöm Guð- laugsson, Tómas Sigvaldason og Ásgeir Sigurðsson, varamenn: Fétur Ámundason, Þorgeir Þor- leifssonj Guðmundur Sigurðsson og Lúðvík Þorsteinsson. 1 formannssæti B-listans er Friðleifur Friðleifsson, váraf.: Erlingur Gíslason, ritari: Pétur Hannesson, gjaldkeri: Pétur Guðfinnsson, meðstjórnandi: Sig- urður Sigurjónsson. Varastjórn: Ásmundur Guðmundsson og Haf- Einar Ögmundssotn steinn Auðunsson. Þróttarmenn hafa fullan hug á því að endurkjósa þá menn sem farið hafa með stjórn fé- lagsins undanfarin 4 ár ogstjórn- að hafa félaginu af festu og myndarskap þrátt fyrir hinar erfiðustu aðstæður. Þeir menn sem skipa A-listann og hafa gert undanfarin 4 ár hafa lagt til hliðar ágreining sem aflaust er til staðar til ýmissa þjóðmála. Samstarfið hefur verið bundið við málefni félagsins og hefur þar ekkert atriði komið til á- greinings svo sem bezt má marka af því, að sömu menn skipa nú A-listann í fimmta sinn þrátt fyrir óvægnar atvinnukúgunar- árásir andstæðinga stjórnarinnar. Þróttarmenn eru staðráðnir í að fylkja sér um núverandi stiórn og kjósa A-Iistann. Kosningin hefst kl. 1 e. h. í dag og stendur til kl. 9 í kvöld og einnig verður kosið á sama tíma á morgun, sunnudag. Kosið er í hú«i félagsins við Rauðar- árstíg. Samkvæmt upplýsingum Hall- gríms Dalbergs fulltrúa í Félags- málaráðuneytinu barst ráðuneyt- inu kæran í júní sl. og sendi það kæruna 3. ágúst sl. til sakadóm- ara með ósk um rannsókn. Ráðu- neytinu barst svar frá sakadóm- araembættinu 12. nóvember en þar sem ráðuneytið taldi það ó- fullnægjandi ritaði það dóms- málaráðuneytinu bréf 28. sama mánaðar og óskaði framhalds- rannsóknar í málinu. Tilkynntí dómsmálaráðuneytið daginn eftir að það hefði fyrirskipað fram- haldsrannsókn fyrir sakadómi og er henni enn ekki lokið. Eins og áður segir var bók- stafur sameiginlega listans rang- ur i einu kosningahandbókinni sem út var gefin fyrir kosning- amar en eftir að það kom í Ijós, auglýsti útgáfan hinn rétta lista- bókstaf í útvarpi og blöðum og sagði Hallgrímur Dalberg, að rannsóknin snérist aðallega um það atriði, hvort hin umdeildu vafaatkvæði hefðu verið greidd áður eða eftir að leiðréttingin var auglýst. Þjóðviljinn snéri sér einnig til Ármanns Kristinssonar saka- dómara er hefur rannsókn máls- ins með höndum og spurði hann hvað henni liði. Sagði Ármannj að henni myndi væntanlega ljúka bráðlega og yrði málið þá sent félagsmálaráðuneytinu til úr- skurðar. Sagði hann að rannsókn málsins hefði tafizt sökum þess að vitni f málinu væru komin út á land, t.d. bæði til Vest- mannaeyja og Keflavíkur. Af þessum upplýsingum ráðu- neytisins og saksóknara er Ijóstí að svo getur farið, að kosningin á Sauðárkróki verði annað tveggja dæmd ógild og verður þá að kjósa þar upp aftur eða það sem öllu líklegra er, að a.m.k. annað vafaatkvæðið verði dæmt I-listanum en þá myndi hann hljóta þrjá menn kjöma í stað- inn fyrir tvo og íhaldið aðeins þrjá í stað fjóra. Væri meiri- hluti þess í bæjarstjóminni þar með tapaður. Þar sem hér er um svo mikil- vert mál að ræða sem stjóm heils bæjarfélags verður það að teljast óeðlilegt og vítavert að rannsókn þess og afgreiðsla skuli ekki hafa verið hraðað meir en raun ber vitni. Vopnafirði 25/1 — Fyrir fáum dögum komu tvö lömb héðan úr Vopnafirði saman við fé í Möðru- dal. Þetta voru undanvillingar og höfðu gengið sjálfala í vetur, á Brúaröreefum að því að talið er, og voru í sæmilegum holdum. Rétt eftir áramót höfðu önnur tvö ’ttigengin lömb úr Vopna- Þr’': ''omið í fé í Möðrudal. — t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.