Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 12
Þessi mynd er af skipasmíðastöðinni i Þórshöfn í Færeyjum, þar sem Víkingur var smíðaður. Fremst er skip það, sem nú er í smíðum og hleypur af stokkunum í apríl, þá sést á Víking og loks er Porkeningur aftastur. Færeyskur stálbátur sýndur hér í gærdug 1 gær var hér í Reykjavíkur- höfn nýtt færeyskt stálskip, Vík- ingur 273 brúttó tonn að stærð og smíðað hjá Tórshavnar skipa- smiðja í Þórshöfn i Færeyjum. Þetta er annað stálskipið, sem Færeyingar smíða. Híð fyrsta var 211 tonn að stærð og heitir Porkeningur, en þriðja skipið er i þann veginn að hlaupa af stokkunum í Þórshöfn, eða nán- ar tiltekið i april. Víkingur er mikið skip og vandað. Smíðað af færeyskum fagmönnum allt frá fyrsta penna- striki og til síðasta pensildrátt- ar. Það hljóp af stokkunum f júlí í sumar og stundaði veiðar við Grænland í sumar, en mun nú stunda línuveiðar hér við land. Á skipinu eru 25 menn og skipstjóri er Jóhn Joensen. Gangar beggja megin við yfir- bygginguna eru yfirbyggðir sem beituskýli, íbúðir yfirmanna eru afturi, en undirmanna framí. Eldhús og rúmgóður borðsalur eru að sjálfsögðu afturí, 1 vélarrúmi er 450 hestafla Völund diesel aðalvél og tvær enskar ljósavélar. Þar er einnig Atlas ferskvatnsvél, sem afkastar 1 tonni af fersku vatni úr sjó á sólarhring. Skipið er búið rat- sjá, dýptarmæli, fisksjá og yfir- leitt öllum nýtízku útbúnaði. Eigandi Víkings er útgerðar- félagið Álager í Þórshöfn. en það er dótturfyrirtæki skipa- smíðastöðvarinnar og á aðeins þetta eina skip nú sem stendur. Forstjóri skipasmíðastöðvarinn- Hér eru þelr í káetu sklpstjóra, Páll Mohr og Jóhn Joensen skip- stjóri til hægri. — (Ljósm. Þjóöv. G. O.). Vistmaður á Vífílstöðum lentií villu Vistmaður á Vífilsstöðum gekk út um nónbilið á sunnudag og ætlaði í heilsubótargöngu að venju sinni. Þessi heilsubótaganga snerist þó upp í hina mestu hrakninga og villur og var maðurinn á gangi alla nótt- ina og gekk um tíma með- fram sjávarströnd eins og segir í ævintýrum og þjóð- sögum. Versta veður var á, — rigning og hvassviðri. Þegar voru gerðar ráð- stafanir á sunnudagskvöld og lýst eftir manninum 1 útvarpinu og tveir leitar- flokkar frá Reykjavík og Hafnarfirði leituðu alla nóttina ásamt sporhundin- um Nonna. Voru það reyk- vískir og hafnfirzkir skáta- flokkar. f gærmorgun voru enn gerðar ráðstafanir til leit- ar og fór Gunnlaugur Inga- son frá Hafnarfirði, með leitarflokk upp að Rjúpna- hæð og skildi þar menn sína eftir og sneri aftur til Vífilsstaða. — ★ — En skammt frá Vífilsstöð- um ók Gunnlaugur fram á hinn týnda vistmann, sem tekizt hafði að rjúfa villu sína og urðu þar fagnaðar- fundir. Vistmaðurinn heitir Guð- mundur M. HaUdórsson, þrítugur að aldri og heilsast honum vel eftir hrakning- ana. Jeppi veltur með sjö skólapilta í Svínahrauni Síðdegis í gær varð það slys í Svínahrauni að jeppabifreið er í voru 7 menntaskólapiltar sem voru að koma úr skíðaferð snér- ist á veginum á hálku, fór útaf og valt eftir að hafa runnið um 10 metra utan vegarins. Þetta var blæjujeppi og köstuðust pilt- amir út er hann valt en jeppinn lenti á lágu barði og kastaðist upp á það og hafnaði á hjólun- um. Fimm piltanna sluppu með smáskrámur en tveir þeirra meiddust meira og voru fluttir í sjúkrahús. Var annar talinn öklabrotinn en hinn eitthvað meiddur í baki. ar er Kjartan Mohr lögþingsm. en sonur hans Páll Mohr er varaforstjóri. Hann er nú um stundarsakir staddur hér á Is- landi og sýndi blaðamönnum skipið í gær. — ★ — Páll Mohr sagði að Færeying- ar væru reiðubúnir að smíða stálskip fyrir Islendinga. Enn varð banaslys í umferðinni / gær Um kl. 18.30 í gær varð enn eltt banaslys af völdum umferð- ar hér í Reykjavík. 88 ára göm- ul kona varð fyrir jeppabifreið á Miklubraut við Miklatorg og lézt hún skömmu síðar i sjúkra- húsi. Konan var á leið suðuryfir götuna rétt við torgið er Land- Roverjeppa var ekið inn á göt- una rétt við torgið. Segist ökú- maður hans ekki hafa séð til ferða konunnar fyrr en bifreið- :n var komin fast að henni og ekkert ráðrúm var til að forða slysi. Konan lenti fyrir fram- enda bifreiðarinnar og barst með henni spölkom og lá hálf ixm- undir bílnum milli framhjóla hans er hann stöðvaðist. Lög- reglumenn er voru þama nær- staddir lyftu bifreiðinni ofan af konunni og var hú þegar flutt í Slysavarðstofuna og síðar á ! Þriðjudagur 29. j.anúar 1963 — 28. árgangur — 23. tölublað. Frystitæki sett í h. v. Narfa Á sunnudagskvöldið fór togarinn Narfi áleiðis til Englands, þar sem hann mun taka um borð vélar og ýmsan útbúnað, sem settur verður niiður í hann úti í Bremerhaven í V-Þýzkalandi .Að aðgerð þeirri lokinni verður skipið útbúið sem frystiskip. Þ.e mun hrað- frysta aflann um borð jafnóðum og flytja til hafnar i frystilest. Nánar vcrður sagt frá þessum breytingum í blaðinu næstu daga. Myndin er af Narfa. Maður fínnst látinn úti é víðavangi A sunnudagsmorgun var lýst eftir hafnfirzkum iðnaðarmanni, sem ekki hafði komið heim til sín um nóttina og vitað var að fór frá vinnu sinni á sjöunda tímanum kvöldið áður í hálf byggðu húsi uppi á Hrauni skammt fyrir norðan Hafnar- fjörð. Var brugðið við á sunnudags- morgun og leitað aðstoðar Hjálp- arsveitar skáta og hins nýja sporhunds Hafnfirðinga, Nonna. Var sporhundurinn látinn þefa af fatnaði mannsins og tók hann þegar á rás yfir hraunið í áttina að verkamannabústöðunum við Álafaskeið. Var greinilegt, að hann þrædcli slóð mannsins. Um tvö leytið fannst maðurinn örendur á hól rétt við húsið Álfaskeið 35 og hafði orðið bráðkvaddur. Maðurinn hét Sveinn Bjama- son og var til heimilis að Köldu- kinn 30 í Hafnarfirði. Félagsfundur í Kvenfélagi sésíalista Félagsfundur verður hald- inn í Kvenfélagi sósíalista miðvikudagmn 30. janúar kl. 8.30 í Tjamargötu 20. Fundarefni: 1. Tillögur trygginga- nefndar lagðar fram og ræddar. 2. Lagabreytingar fyrir Carolinusjóð. 3. FélagsmáL 4. Umræðuþáttur. 5. Kaffi. Stjórnin. Erlend stöð veldur truflunum á Austfjörðum Heyríst stundum ekkert af kvölddagskránni Lan' j;kot en fyrir kl. 10 í þar lézt hún laust gærkvöld. ökumaður bifrelðarinnar 16 ára piltur, próflaus. var \ ÞjóðViIjinn hefur fengið fregnir af því af ýmsum stöð- um á Austurlandi, að menn hafi þar tíðum lítil not af dagskrárefni ríkisútvarpsins. Valda þcssu bæði slæm hlust- unarskilyrði og svo einnig truflanir frá erlendri stöð. Kveður stundum svo rammt að þessu, að menn heyra varla bofs í kvölddagskránni. Sem dæmi birtum við hér frétt frá Borgarfirði eystra, sem við fengum senda á fimmtudaginn var: Mjög hefur borið á því i vetur, að lítil not verða af kvöldðagskrá útvarpsins vegna truflana frá erlendri útvarpsstöð, sem oft og tíðum yfirgnæfir þá íslcnzku. Byrja trufianir þessar oft um fimm- Ieytið; það er þó dálítið breytiiegt, en alltaf standa þær einhvem tíma kvöldsins. Er þetta mjög leiðigjamt, ekki sízt um þetta leyti árs, þegar fólk vill gjama njóta þess sem bezt, sem útvarpið flytur. SE Og daginn eftir fengum við svo þessa frétt senda: Vopnafirði 25/1. — Af og til í vetur hefur heyrzt alveg af- leitlega í útvarpinu. I gær- kvöld heyrðist t.d. sama og ekkert vegna truflana frá er- lendri stöð. HlustunarskilyrÖi eru hér svo slæm, að ekki heyrist í stöðinni í Reykjavík eða end- urvarpstöðinni í Skjahlarvík. nema í mjög góðum tækjum. VÍð setjum því allt okkar traust á Eiðastöðina, en þegar hún bregzt, heyrum við alis ekkert. GV. Ýmislegt gert tii bóta, segSr útvarpsstjóri Fréttamaður Þjóðviijans náði tali af útvarpsstjóra, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, og spurði hann eins og annars í tilefni af þessum fréttum. Útvarpsstjóri sagði sér væri kunnugt um þessi slæmu hlustunarskilyrði á nokkrum stöðum og hefði ýmislegt ver- ið gcrrt af útvarpsins hálfu til að bæta úr þessu. Utvarpsefnið væri sent austur sumpart þráðlaust, en einnig fékk Eiðastöðin fyrir nokkru yfirráð yfir tveimur talrásum Landsímans til ör- yggis. Einnig hafa verið settar upp litlar endurvarpsstöðvar á mörgum Austfjarðanna. Eru þær ýmist tengdar Eiðastöö- inni eða endurvarpsstöðinni í Homafirði gegnum símakerfið. Aðspurður um það, hvort ráðgert væri að setja upp fleiri slíkar stöðvar, sagði útvarpsstjóri, að það yrði gert, ef í ljós kæmu vand- kvæði hlustenda á því að ná dagskrárefni útvarpsins. Hins vegar kvað hann ekki uppi neina ráðagerð um stækkun eða breytingu á Eiðastöðinni. Ekki kvaðst útvarpsstjóri vita um það, hvaða erlend stöð það væri, sem ylli trufl- ununum eystra. Stöð þessi þyrfti alls ekki að vera ólög- leg, hún gæti verið í sínum fulla rétti, en væri bara svona sterk. 7\ð lokum sagði útvarps- stjóri, að mikið væri undir því komið, að hlustendur stilltu tæki sín vel. Það hefði komið í ljós við rannsókn, að á því vildi verða misbrestur, en það væri því nauðsynlegra þegar önnur stöð væri nærri. F.T. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.