Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. janúar 1963 ÞJ OÐ VIL JINN - SÍÐA g FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. WÆM opnað nokkra nýja markaði fyr- ir afurðir okkar, og þessvegna er það, að aukafundur S.H. læt- ur nú ljós sitt skína og vill fá fram breytta stefnu, bæði í bankamálum og markaðsmálum. Hér er um algjört vantraust að ræða á höfuðstefnu „við- reisnarinnar" í þessum málum. Það er nú líka staðrejmd. að ýmsir atvinnurekendur sem allt sitt eiga undir rúmum, góðum mörkuðum, þeir eru þeirrar skoðunar, að „viðreisnarstjórn- in“ hafi í þessum málum meir láti ðstjórnast af óskum er- lendra pólitískra samherja, held- ur en íslenzkum hagsmunum, og því sé nú ástandið í þessum efnum verra en það gæti verið. Hefur ríkisvaldið aðstoðað við að hofa af sjómðnnum Svissneskt auðfélag kaupir hiutabréf Findus í Noregi Iþróttir og útvegi milljónir króna? 1 Þjóðviljanum 15. janúar si. er mjög athyglisverð frétt, sem birt er á forsíðu blaðsins, og fyrirsögn hennar er svona: „Ríkisstjómin hindrar hag- kvæma síldarsölu". Fréttin hefst svo á þessum orðum: „Þetta er furðuleg staðreynd, en sönn engu að síður“. Að þessu loknu er skýrt frá því, að útflutn'imgs- fyrirtækið „íslenzkur fiskur“ hafi gengið frá samningum um sölu á 10 þús. smálestum af nýrri síld til þýzka fyrirtækis- ins Seefisch, sem hafi boðizt til að greiða fyrir síldina eftir- farandi verð, fob á Islandi. Fyr- ir síld þar sem 3—5 stykkj færu í kg. kr. 3,00 íslenzkar. Og fyrir síld þar sem 5—7 stk. færu í hvert kg. kr. 2,60 fyrir kg. Ennfremur segir í fréttinni að það hafi verið áskil- ið að íslenzk skip sætu fyrir því að flytja síldina til Þýzka- lands. Það er sagt að ríkisstjórnin hafi neitað að fallast á þennan viðskiptasamning, og er þess getið til, að hún hafi hugsað sér að láta togarafélögin njóta gróðans af þvi að kaupa síldina hér fyrir lágt verð, eða eins og stendur í fréttinni fyrir kr. l,o7 pr. kg. Sagt er að ríkisstjórnin hafi hugsað sér gróðann af þessum viðskiptum sem eins- konar styrk til togaraútgerðar- innar, og þá náttúrulega á kostnað sjómanna og útvegs- manna vélbátaflotans. Ég efast ekkert um, að tog- araútgerðinni hafi verið full þörf á að fá þennan styrk, þvi að svo grátt er „viðreisnin" bú- in að leika þá útgerð, þar sem meðalaflinn getur engan veginn staðið undir útgerðarkostnaði og viðhaldi skipanna sökum of hárra vaxtakjara, okurs útflutn- ingstolls á afurðum og of hárra tolla á vörum til útgerðarinn- ar. Það er þetta sem ráðið heE- ur mestu um afkomu togara- útgerðarinnar á undanförnum árum ásamt of lágu fiskverði þegar landað var hér heima. Hitt er sjálfsblekking að kenna aflatregðu hjá togurunum ein- göngu um þetta ástand í togara- útgerðinni, því að það sem c-g hef talið upp hér að framan, hefur ráðið þar meiri úrslitum. En þrátt fyrir þessar stað- reyndir, þá verður það ekki réttlætt, að ætla að jafna ha'la togaraútgerðarinnar með því eð taka af réttu verði síldar hjá sjómönnum og útgerðarmönn- um vélbátaflotans. og afhenda togaraútgerðunum. En það er í raun og veru þetta sem ríkis- stjómin hefur gert ef frét.t Þjóðviljans er rétt. Þessar að- farir virðast heldur ekki styðj- ast við bein lagafyrirmæli held- ur framkvæmdar í krafti þess valds sem ráðherrar hafa á meðan beir sitja í stjórnarstól- unum. Ýmsir munu nú halda að svonalagað sé ekki hægt að framkvæma í okkar þjóðfélagi. En þessu hefur ekki verið mót- mælt af ríkisstjórn eða stuðn- ingsblöðum hennar, og verður því að taka fréttina sem sanna. Annar báttur hneykslisins Ýmsum mun nú finnast að þetta sé Ijót saga, og skal ég ekki vefengja að svo sé. En fréttin heldur áfram og tek'ir þá sízt betra við. Næst er skýrt frá því að „íslenzkur fiskur“ hafi gert annan viðskiptasamn- ing við sama þýzka fyrirtækið um sölu á 9 þúsund smálestum af frosinni síld fyrir talsvert hærra verð en þá hafi verið greitt. Það er sagt að ríkisstjórnm hafi svarað þessari umsókn þannig að hún hafi bent fyrir- tækinu „Islenzkur fiskur" á að selja þessa vöru í gegnum Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, eða útflutningsdeild SÍS. Takið nú vel eftir: Stóra síld, sem sagt er að „Islenzkur fiskur" haíi getað selt á 54,10 sterlingspund hana seldi S.H. á 53 sterlings- pund. Og smærri síld sem „Is- lenzkur fiskur" gat selt á 50,10 sterlingspund, þá síld er sagt að Sölumiðstöðin hafi selt á 41 sterlingspund. Síldarflök sem „Islenzkur fiskur" gat selt á 90,10 sterlingspund, þau seldi S.H. eftir því sem fullyrt er, á aðeins 80 sterlingspund. Þarna ber mikið á milli í verði, á öllum flokkum frosinnar síldar, og væri ekki undarlegt þó að spurt væri hverju þetta sætti. En hjá forráðamönnum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna ríkir grafarþögn þó sagt haíi verið opinberlega frá þessum mikla verðmun við sölu á fros- inni síld. Hvað veldur þessu? spyrja menn, og það er ekki undar- legt þótt spurt sé. Þegar athug- að er verð á Norðursjávarsíld í Noregi á sl. hausti, í' vinnslú til manneldis og til útflutnings (ísvarin síld fyrir Þýzkalands- markað), þá kemur á1 daginn, að verð úr skipi í norskri höfn fyrir stærri hluta síldarinnnr var sem næst kr. 3,40 íslenzkar fyrir kg. Verðið sem „íslenzkur fiskur" getur selt á í íslenzkri höfn virðist vera nokkuð í sam- ræmi við þetta, þegar tekið er tillit til mismunar á flutnings- kostnaði. Viðvíkjandi hinum mikla verðmun á síldarsölu „Islenzks fisks“ annars vegar og S.H. hinsvegar, þá er hann svo miklll, að full þörf er á skýringum. Eins og nú standa sakir hefur ekkert komið fram sem réttlætt getur þennan mun. En þess vcrður að krefjast án nokkurr- ar linku að forráðamenn S.H. geri hér hrcint fyrir sínum dyr- um. Hver er ástæðan fyrir því, að S.H. selur frosna síid á lægra verði heldur en „lslcnzk- ur fiskur" getur fengið? Það er mesti misskilningur, ef forráðamenn S.H. og ríkisstjórn- in halda, að það sé eitthvert einkamál þeirra, fyrir hvaða verð íslenzkar afurðir eru seld- ar á erlendum mörkuðum. Hér hafa ekki aðeins sjómenn og út- vegsmenn mikilla hagsmuna að gæta, heldur þjóðin öll, að vel sé staðið á verði þegar afurðir eru seldar úr landi. En á það virðist hafa skort í þessu til- felli. Og þorir háttvirt ríkís- stjórn að skýra almenningi frá því, hversvegna þeim sem hæst getur selt íslenzkar afurðir er meinað að selja? „Viðreisnin“ og markaðirnir Sölumiðstöð hraðfrystihúr,- anna hefur nýlokið aukafundi þar sem rætt var urri útlit og horfur. Á fundinum kvörtuðu frysti- húsaeigendur yfir of háum vöxtum á rekstrarlánum og kröfðust vaxtalækkunar. Enn- fremur kvartaði fundurinn und- an þeirri stefnu „viðreisnar- innar“ að draga úr innkaupum frá jafnvirðiskaupalöndunum og töldu fundarmenn að með þvi væri markaði fyrir hraðfrystar fiskafurðir stefnt í voða. Síðastliðin tvö ár hefur „við- reisnin“ unnið að því kapo- samlega að draga úr innkaup- um frá þeim löndum austan- tjalds sem á undanförnum ár- um hafa keypt héðan frosnar fiskafurðir í stórum stíl, vit- andi það að þessir markaðir eru bundnir því skilyrði að keypt sé jafnmikið frá þessum löndum og selt er til þeirra. Til þess að gera þessi áform „viðreisnarinnar" möguleg hafa verið tekin erlend lán sem var- ið hefur verið til vörukaupa 1 löndum sem lítið sem ekkert hafa keypt af íslenzkum af- urðum.- Þetta heitir á máli „við- reisnarinnar" hagspeki og frjáls verzlun. En hin frjálsa verzlun sem mest hefur verið gumað af, hefur þrátt fyrir þetta. ekki Þau tíðindi gerðust í Noregi fyrri hluta desembermánaðar sl. að salan á meirihluta hluta- bréfa í hinu þekkta útgerðar- og fiskiðnaðarfyrirtæki „Find- us“ í Hammerfest til svissneska auðfélagsins „Nestles" var end- anlega samþykkt í norska Stór- þinginu með 113 atkvæðum gegn 33. Þrátt fyrir þennan sterka meirihluta með sölunni, eða sem treysti sér ekki til að stöðva hana þá urðu í þessu máli mjög hörð átök í stór- þinginu áður en því lauk, og riðluðust margir flokkar í af- stöðunni til málsins. Tillaga kom fram frá minnihlutanum um að stöðva söluna og finna þessu fyrirtæki alnorskan grundvöll að slarfa á. Ýmsir af þingmönnum sem atkv. greiddu með meirihlutanum sögðust gera það vegna þess að þeir sæju ekki aðrar útgöngudyr, þar sem málið væri komið svo langt áleiðis. „Norges Fiskar- lag“ og „Ráfisklaget“ lögðust bæði eindregid gegn sölunni og vildu að stórþingið stöðvaði hana. Ýmsir þekktir þingmenn voru innan minnihlutans, þar á meðal Johannes Olsen frá Finnmörku, en hann er Verka- mannaflokksþingmaður og for- maður sjávarútvegsrrálanefndar stórþingsins. Átökin í þessu máli eru sögð ein þau allra hörðustu sem orðið hafa í norska stórþinginu lengi. Norski skuttogarinn „Hemnestrál." Nýjasti smátogari Norðmanna Norðmenn vinna nú kapp- samlega að því að stækka fiski- skipaflota sinn, með stórum og litlum skuttogurum. Nýjasti litli skuttogarinn sem þeir hafa byggt heitir „Hemnestrál“ og er aðeins 92 tet á lengd. Skipið er með 510 hestafla Caterpiller- vél. Þessi togari, þó lítill sé, er búinn öllum nýjustu og bjztu fiskileitar- og öryggistækjum. Talið er að ganghraði togarans verði sem næst 11 mílur á vöku. Togarinn hefur mannaíbúðir fyrir aðeins 11 menn og er það talið hámark þess mannafla Á skólabekk í afríska lýðveldinu Togo Afríka er stundum nefnd heimsálfan á skólabekknum. Myndin er tek- in í einni kennslustofunni í unglinaskóla í Lome, höfuðborg Afríkuríkis- ins Togo. Þarna grúfir unga fólkið, sig yfir námsverkefnis. sem hann þurfi á þorskveiðum. En á síldartogveiðum er talið að hægt sé að komast af með 4—5 manna skipshöfn. Otgerðarmaður skipsins segir í blaðaviðtali að ákveðið sé að togarinn stundi síldveiðar með vörpu haust og vetur en um vorið og sumarið þorskveiðar. Þrátt fyrir vöntun á sjó- mönnum til fiskveiða í Noregi þá hafa 200 sjómenn sótt um skiprúm á þessum nýja skut- togara, enda er gert ráð fyrir að mannahlutir geti orðið háir, ef togarinn aflar sæmilega þar sem hlutnum verður deilt á milli svo fárra manna. En eng- in krafa um lægri aflahlut til skipshafnar þrátt fyrir aukna tækni, sem sparar vínnu', hefur komið fram frá útgerðarmanni. Otgerðarmaðurinn segir beinlín- is þegar hann talar við blaða- menn, að einn höfuðkostur þessa skips eigi að vera sá, að hver einstakur sjómaður eSgi að hafa skilyrði til þess að bera meira úr býtum, vegna þess að aukin tækni gerir það kleyft að hafa skipshöfn minni en áður þekktist. Þegar gæði síldar- innar eru metin verðurverðmun- urinn enn meiri Vegna fréttiar sem birtist forsíðu bl. á laugard. um verð mun á norskri síld og íslenzkri er rétt að geta þess að gæði íslenzku haustsíldarinnar og norsku stórsíldarinnar eru engan hátt sambærileg, svo miklu betri er síldin sem veið- ist hér við land Er helzt hægt að bera saman gæði norsku Norðursjávarsíldarinnar og þeirr. ar íslenzku. Þegar þetta er haft í huga verður verðmismunurinn svo miklum mun meiri en fram kom í frétt blaðsins. Framhald af 4. síðu. lega framtíðarmenn, ef þetf halda saman. Liðið er nokkuð jafnt, með markmann sem bezta mann. Valsliðið gerði margt laglega þegar þeir náðu tökum á leikn- um, en það var aðeins í síðari helming hálfleikjanna. I liðinu eru nokkrir verulega efnilegir piltar og er Sigurður Dagsson þar fremstur í flokki. 2. fl. Fram lék sér að hinu unga liði Ármanns, vann 18:7 Leikur Fram og Ármanns í öðrum flokki var lakasti leik- urinn, og stafaði það af því að Ármann tefldi fram kom- ungu liði. ■ Hinir ágætu annars- flokksmenn frá umliðnum ár- um gengu allir upp í 1. ald- ursflokk, og því verður Ármann að byrja frá grunni. Fram á allgóðan hóp í þess- um aldursflokki og eftir að Ármann hafði skorað eitt mark úr vítakasti skoraðu Framarar 8 í röð, en hálfleiknum lauk með 9:3 fyrir Fram. Þetta hélt áfram í síðari hálfleik í svipuðum tón, þvi leiknum jauk 18:7 fyrir Fram. Þessi leikur sagði lítið til um styrk Fram, sem þó gerði ýmis- legt laglega. Þar era á ferðinni nokkrir efnilegir piltar og var Tómas Tómasson beídur í þess- um leik. 2. fl. Víkings og KR börðust íil síðustu sekúndu Leikur þessi var mjög fjör- lega leikinn og spennandi frá upphaf itil enda. Aldrei mun- aði nema einu marki. og skipt- ust liðin á um að hafa forust- una. Víkingur skoraði fyrsta markið. og sjö sinnum varð jafntefli, og þegar hálf mínúta var til leiksloka stóðu leikar 7:7, en Víkingur skoraði sigur- markið á síðustu sekúndunum. Bæði liðin ráða yfir tölu- verðri leikni, kunnáttu og hraða, enda bauð leikurinn upp á að báðir tækju fram það sem bezt þeir áttu. 1 liði Víkings var beztur Ólafur Friðriksson, en í liði KR var markmaðurinn sá sem mesta athygli vakti, fyrir frá- bæra vöm hvað eftir annað. 2. fl. FH vann Þrótt 12:9 Síðasti leikur kvöldsins var og nokkuð fjörlega leikinn, og vora það FH-piltamir sem yfir- leitt höfðu forastuna, og sér- staklega er á leikinn leið náðu þeir betri tökum á honum. Þróttur byrjaði illa og komust 4:1 undir, en þeir jöfnuðu samt hressilega sakimar og komust yfir á 5:4, en i hálfleik stóðu leikar 5:5. Leikur Þróttar var lakari í síðari hálfleik, og var sem þeir tækju þetta ekki veru- lega alvarlega, en í þessum ungu mönnum er greinilega mikill efniviður. I liði FH era nokkrir ungir menn, sem með sóma gætu fljótl. hlaupið í skarð í mejst- araflokknum án þess að veikja hann mikið, og ætti FH ekki að þurfa að kvíða viðkomunni. 3. fl. IBK—Haukar 8:6 Fyrsti leikur kvöldsins var á milli utanbæjarliðanna Hauka og Keflvíkinga £ þriðja flokki. sýndu bæði liðin furðu mikla kunnáttu mjðað við aldur, og virðist sem þeir séu að ná góöum tökum á leiknum. Keflvíkingar virðast eiga mik- inn efnivið meðal yngri kyn- slóðarinnar þannig að þeir ættu ekki að þurfa að kvíða fram- tíðinni, og svipað er um Hauka að segja sem töpuðu fyrri hálf- leik 5:3, en i þeim síðari varð jafntefli, en Keflavík vann 8:6: Frímann. 5% kauphækkun NESKAUPSTAÐ 25/1 — í gær náðjst samkomulag millj verka- lýðsfélagsjns á Norðfirðj 0g vinnuveitenda um 5% hækkun á öllum launaliðum í kaupgjalds- samningi þessara aðila. Hér er aðeins um bráðabjrgðasamkomu- lag að ræða og eru samningam- ir lausir eftir sem áður. — rs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.