Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 2
Fyrsti stálbátur-
inn afhentur
Á laugardaginn var Ishúsi
Hafnarfjarðar afhentur hinn
nýi stálbátur, sem Stálsmiðj-
an í Reykjavík smíðaði, Am-
ames. Skip þetta, sem er
fyrsta stálskipið, sem smíðað
er á íslandi, er 130 brúttó-
tonn að stærð, mesta lengd
þess er 27,5 metrar, breidd
6,4 m og dýpt 3,3 metrar.
Skipið er byggt samkvæmt
reglum Skipaskoðunar ríkis-
ins og einnig fylgt reglum
norska Veritas, skrokkur þess
var allur rafsoðinn og suðan
skoðuð með Röntgengeislum,
þilfarshús voru einnig öll raf-
soðin, en brúin, kortaklefinn
og reykháfurinn smíðuð úr
sjóhæfu alúmíni.
Vistarverur eru fyrir 12
menn í skipinu og eru þær
undir þiljum aftast á skipinu,
þar fyrir framan er vélar-
rúmið með 400 ha. Deutz að-
alvél og 30 ha. Deutz ljósa-
vél, sem einnig knýr dælu og
loftpressu. Rafall Ijósavélar er
14 kw. en kw. rafall er
tengdur við aðalvélina. Þá eru
í vélarrúminu dælur fyrir sjó
og ferskt vatn, stýrisvél og
skíptiskrúfu. Fiskilest er tré-
klædd, en klæðningin öll
húðuð með plasti, en skil-
rúmsborð eru úr alúmíni.
framan við fiskilestina er
kælilest, sem er einnig húð-
uð með plasti og klædd með
rafknúinni Freon-þjöppu. Á
framþilfari er 6 tonna þil-
farsvinda og 2 tonna línu-
vinda. Á bátaþilfari, sem er
útbúið með síldarnótarkassa,
er komið fyrir kraftblökk og
tveim gúmbjörgunarbátum.
Stýrisvélar eru af Frydenbö
gerð, en sjálfstýring af Robert-
son gerð er í brúnni, þaðan
getur skipstjóri líka stjórnað
skiptiskrúfu, ganghraða vélar,
tengingu skrúfu við vél og
tengingu vökvavindu á þil-
fari. 1 brúnni eru líka átta-
viti, dýparmælir og fisksjá,
en ratsjárskífa, loftskeytatæki.
sjálfvirk miðunarstöð og inn-
anskips kallkerfi er í korta-
klefa.
Allar vistarverur eru hitað-
ar með rafmagni og í eldhús-
inu er rafmagnseldavél, en
rafstraumur er 110 volta jafn-
straumur.
Þessir aðilar lögðu hönd á
plóginn undir stjóm Stál-
smiðjunnar: Hamar sá um
uppsetningu á öllum vélum,
Héðinn setti niður vindur og
smíðaði þær, Slippfélagið sá
um innréttingu ásamt tré-
smíðaverkstæði Jónasar Sól-
mundssonar, Báran h.f. tré-
klæddi lestar og þilfar. Plast-
húðun lesta var gerð af
Trefjaplasti h.f. á BJönduósi,
kæliútbúnaður í kælilest var
settur upp af Sveini Jónssyni
vélstjóra, Svavar Kristjánsson
lagði raflagnir, fisksjáin, dýpt-
armælirinn og sjálfstýringin
voru sett upp af Friðriki A.
Jónssyni útvarpsvirkjameist-
ara og ratsjáin sett upp af
Ólafi Jónssyni og sá hann
einnig um uppsetningu á mið-
stöðinni.
Allar teikningar og útreikn-
ingar við skipssmíðina voru
framkvæmdar af teiknistofu
Stálsmiðjunnar h.f. og öll
vinna var framkvæmd undir
hennar stjórn.
M.s. Amames, er sem fyrr
segir fyrsti stálfiskibáturinn,
sem smíðaður hefur verið á
íslandi og meðgöngutími hans
var langur og strangur. Smið-
in mun hafa tekið 2 ár, enda
unnin í íhlaupum til að byrja
með. Báturinn hljóp af stokk-
unum skömmu fyrir jól og
eftir það var unnið í honum
af mikium krafti þar til verk-
inu var lokið.
Skipið fer nú á útilegu með
línu undir stjórn Elíasar
Þórðarsonar skipstjóra írá
Keflavík. Það mun leggja upp
í Hafnarfirði.
2 SlÐA
Trú
Benedikts
Alþýðublaðið virðist nú
vera mun verr að séi
um ástandið í verklýðs-
hreyfingunni en Morgunblað-
ið. Ekki lét Morgunblaðið
sér til hugar koma að halda
því fram að unnt yrði að
feíla stjórn Dagsbrúnar, þótt
það eggjaði lið sitt lögeggj-
an. Alþýðublaðið hrópaði
hins vegar hástöfum í fyrra-
dag: „Verkamenn. Kommún-
istar hafa misnotað félag
yk’kar nógu lengi. Veitið póli-
tíkusunum lausn frá störfum
í félagi ykkar svo að þeir
geti haldið áfram störfum
fyrir kommúnistaflokkinn ó-
truflaðir af hagsmunamálum
verkamanna, enda hafa þenr
engan áhuga á framgangi
þeirra. Sýnið kommúnistum
það að verkamenn kæra sig
ekki um það lengur að flokk-
ur kommúnista stjórni mál-
efnum þeirra." Benedikt
Gröndal virðist þannig hafa
trúað því statt og stöðugt að
nú yrði Bjöm frá Mannskaða-
hóli nábúi hans í Alþýðuhús-
inu.
Vafalaust myndi Alþýðu
blaðið skrifa ura stjórnarkiör
í Vinnuveitendasambandi Is-
lands af miklu meiri þekk-
ingu.
Sorg-
ieg staðreynd
í forustugrein Alþýðublaðs-
ins í fyrradag er að flinna
þetta andvarp: „Það er sorg-
leg staðreynd, að kjör verka-
manna hafa lítið batnað und-
anfarin ár þrátt fyrir mikla
hækkun krónutölu kaups.“
Hvemig stendur á því að
kjörin batna ekki þegar
kaupið hækkar? Ástæðan er
sú að hver kauphækkun er
tekin aftur með verðhækkun.
Til þess að koma í veg
fyrir að kauphækkanir bæti
kjörin hafa verið fram-
kvæmdar tvennar gengis-
lækkanir á einu ári. lagður
befur verið á nýr söluskatt-
ur, tol'lar allliir hafa verið
hækkaðir. beinir skattar hafa
einnig aukizt og verðlagseft-
irlit hefur verið afnumið að
verulegu leyti. Allt er þetta
afleiðing af stefnu tveggja
stjórnmálaflokka, og úrslita-
valdið befur verið hjá Al-
þýðuflokknum, sem var
stofnaður fyrir tæpri hálfri
öld til þess að bæta kjör
verkafólks.
Vist er þetta sorgleg stað
reynd. — Austri.
Kl. 5.30 í gærmorgun silaðist
eftir Reykjanesbr. fríð fylking
í næturmyrkrinu og fóru fyrstir
lögregluþjónar á bifhjólum, bá
kom í ljós aflóga orustuþota á
flutningavagni og síðan enn lög-
reglulið á bifhjólum og hafði
þessi fylking verið á ferð alla
nóttina.
Þarna voru á ferð bandarískir
hermenn og vildu færa flugvél-
ina að gjöf Slökkviliði Reykja-
víkurflugvallar, sem nota skyldi
hana í æfingarskyni næstu daga.
Þegar komið var á móts við
Silfurtún neyddist fylkingin til
þess að stöðva ferð sína, þar sem
tveir ljósastaurar reyndust
standa tveimur metrum of þröngt
fyrir vænghaf vélarinnar og
þama stóð þessi farkostur á
veginum.
Það tók sinn tíma að setja sig
í samband við Vegagerð ríkis-
ins og fá lánaðan kranabíl og
tók það þrjár klst., að ryðja veg-
inn. Vonir stóðu til, að unnt
yrði aö flytja þennan grip á
leiðarnenda í nótt og þarf að
stytta vængina um einn til tvo
metra.
Umferðarstjóm lenti í handa-
skolum og voru til dæmis engar
ráðstafanir gerðar til þess að að-
vara vegfarendur beggja megin
við og runnu menn grunlausir
beint í þennan ófögnuð.
Ein maður kom að máli við
blaðið í gær. Var hann á ferð
með veika dóttur sína til Hafn-
arfjarðar og lenti með bíl sinn
milli tveggja stórra flutningabif-
reiða og sat þar fastur í langan
tíma.
Það hefði komið sér vel að fá
viðvörun á Miklubrautinni og
hefði ég þá farið upp að Elliða-
vatni um Vífilsstaði í staðinn
fyrir að bíöa þama um sinn,
sagði hann.
Vonir íhaldsins brugðust
Þátttakan í Dagsbrúnarkosn-
ingunum var heldur minni en í
stjómarkosningunum í fyrra, þá
voru greidd alls 2190 atkvæði, A-
listinn hlaut þá 1443 atkvæði
(65.9%) og B-listinn 693 (31.6%).
I allsherjaratkvæðagreiðslunni í
október í haust fékk A-listinn
1251 atkvæði eða 65.1% og B-
listinn 649 atkvæði eða 33.8%.
I kosningunum nú um helgina
hefur því A-listinn fengið 54 at-
kvæðum færra en við stjórnar-
kjör í fyrra og B-listinn 63 at-
kvæðum færra. Frá haustkosn-
ingunum bætir hinsvegar A-list-
inn við sig 138 atkvæðum en B-
listinn tapar 19. Hlutfallstala A-
listans í þessum þrennum kosn-
ingum á árinu er 65.9, 65.1 og
67.8%. En hlutfallstala B-listans
er 31.6, 33.8 og 30.7%.
Trúnaðarmenn
I stjórn Vinnudeilusjóðs voru
kosnir: Formaður: Vilhjálmur
Þorsteinsson, meðstjórnendur:
Kristinn Sigurðsson og Jón D.
Guðmundsson. Varamenn:
Hjálmar Jónsson og Eggert Guð-
mundsson.
I stjórn Styrktarsjóðs Dags-
brúnarmanna vom kosnir Eð-
varð Sigurösson, Halldór Björns-
son og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Varamenn: Guðmundur J. Guð-
mundsson og Andrés Guðbrands-
son. Endurskoðandi Styrktar-
sjóðs var kosinn Hannes M.
Stephensen.
Auk þess var kosið, einnig af
A-lista, 100 manna 'trúnaðar-
ráð og 20 varamenn þeirra.
Vonir íhaldsins brugðust
Það var áberandi fyrir þessar
kosningar að íhaldið gerði sér
miklar vonir um fylgisaukningu.
Á fundinum í Gamla bíó lýstu
íhaldsmennimir yfir að munur-
inn á listunum myndi verða
minni nú en nokkru sinni áður.
En þó öll kosningavél íhaldsins
væri sett í gang með tilheyrandi
bílakosti og aðgangi, munu þeir
B-listamenn fljótt hafa fundið
eftir að kosning hófst að þungt
var fyrir fæti, og meira að segja
þeir Dagsbrúnarménn sem vísir
voru taldir .reyndust tregir til
að fara á kjörstað og gefa Bimi
frá Mannskaðahóli og Jóhanni
Sigurðssyni atkvæði sitt. Hins
vegar var eindreginn hugur og
vilji í verkamönnum að fylkja
sér um stjóm sína, kjörsóknin
hófst strax rösklega á laugar-
dagsmorgun, þá komu meðal
annars heilir hópar manna af
vinnustöðum til að kjósa.
ÞJÓÐVILJINN
Hér sést nokkur hluti af bílalestinni sem myndazt hafði á Reykjanesbrautinni. — (Lm. Þv. A.K.).
Og þessi mynd cr af Hafnfirðingum sem urðu að leggja land undir fót vcgna umferðarteppunnar.
. ,.uw- • u'^niouiioU tl'llfl JiSk>Lrtll**iV Jt
Þotan truflaði alla
umferð í þrjá tíma
Þriðjudagur 29. janúar 1963
Verkamcsður
fyrirfannst
enginn!
Sagt er að spaugilegt at-
vik hafi komið fyrir á
skrifstofu „lýðræðissinn-
aðra verkamanna" á
Freyjugötunni nú um helg-
ina.
Þangað hafði komið mað-
ur nokkur, atvinnurekandi,
sem vantaði sárlega nokkra
verkamenn til vinnu. Upp-
tendraður af skrifum Morg-
unblaðsins og Vísis og Al-
þýðublaðsins hafði hann
einsett sér að ná sér í „lýð-
ræðissinnaða verkamenn".
'Honum kom það snjallræði
í hug að leita fyrir sér á
skrifstofu „lýðræðissinn-
aðra verkamanna" á
Freyjugötunni, því hvar
ætti „lýðræðissinnaðra
verkamanna“ að vera von
ef ekki þar?
En það varð ógreitt um
svör. Þar var fyrir kven-
fólk og þar voru fyrir
börn og þar var Gauji
bróðir Péturs stýrimanns
og Pétur stýrimaður bróð-
ir Gauja í Iðju og Jón
Hjálmarsson útgerðarmað-
ur. En verkamaður fyrir-
fannst enginn.
Og hinn upptendraði at-
vinnurekandi hverf þaðan
vonsvikinn á brott, og hafði
hann ekki enn fundið sér
„lýðræðissinnaða verka-
menn“ er hann enn að leita
þeirra.
SDIU8H
PlONlSTtl
LAUGAVEGl 18^ SfMI 19113
Til sölu:
2 herb. íbúð við Austur-
brún.
3 herb. íbúð við Kapla-
skjólsveg.
3. herb. íbúð með eirru
herb í risi í Hlíðunum.
5 herb. ný íbúð við Laug-
arnesveg.
3 herb. íbúð á fögrum stað
í Kópavogi.
Einbýlishús i Smáíbúða-
hverfi.
Einnjg íbúðir tilbúnar und-
ir tréverk.
2, 3, 4 og 5 herb. íbúðir á
beztu framtiðarstöðum
borgarinnar.
Tðnaðarhúsnæði tilbúið í
vor.
íbúðir óskast:
Höfum kaupendur með
miklar útborginar að:
2—3 herb ibúðum (nýjum
og eldri).
4 herb. íbúðum.
5 herb. fbúðum.
Raðhúsj.
Iðnaðarhúsnæði í Kópa-
vogi.
Húsnæðj fyrir vélaverk-
stæði.
Hafið samband við
okkur ef þið þurfið
að selja eða kaupa
fasteignir.
* Skattaframtöl
* Innheimtur
* Lögfræðistörf
* Fasteignasala
Hermann G. Jónsson hdl.
lögfræðiskrifstofa.
Skjólbraut 1. Kópavogi.
Sími 10033 kl. 2—7.
Heima 51245.