Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 3
Þrjðjudagur 29. Janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN ■-'•í-r .... .1 Lokaviðrœður hafnar í Brussei Úrslita von um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu BRUSSEL 28/1 — Utanríkisráðherrar sex aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu komu í dag saman á fund í Brussel með samningamanni Breta, Heath ráðherra, og verð- ur nú afráðið hvort haldið skuli áfram frekari viðræðum um aðild Breta að bandalaginu. Heldur er talið ólíklegt að svo verði. Fundurinn hófst um fimm- leytið í dag eftir íslenzkum tíma, miklu seinna en ráðgert hafði verið, og stafaði það m.a. af því að flugvél vesturþýzka utan- ríkisráðherrans, Schröders, seink- aði vegna veðurs. Hlé var gert á fundinum eftir Sovézkur kjarna- kafbátur á ferð um íshafið MOSKVU 28/1. — Kjamorku- knúinn kafbátur sovézkur. Len- ininski Komsomol, er kominn til heimahafnar úr ferð um Norð- ur-Ishafið, segir í síðasta tölu- blaði Uauðu stjörnunnar, blaðs sovéthersins. Skipstjóri á kafbátnum var Lev Sjiltsoff. Hann segir í við- tali við blaðið að kafbáturinn hafi siglt undir heimskautaísn- um og þá leiðað að kafbátum frá öðrum löndum. I viðtalinu segir ennfremur að Sovétríkin eigi nú kafbáta sem geta farið um öll höf og einnig siglt undir ísnum. Lenininskí Komsomol sem blaðið birtir mynd af fór yfir norður- pólinn í þessari ferð sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem birt er mynd af sovézkum kjamorkukafbát. Málgagn sovétstjómarinnar, Is- vestía, sagði í dag að sovézkir kafbátar hefðu orðið fyrri en bandarískir til að sigla undir ís- inn yfir norðurheimskautinu. Þeir hefðu gert það löngu áður en Bandaríkjamenn voru þar fyrst á ferð í ágúst 1958. Því hefur verið haldið leyndu fram tiil þessa af hernaðarástæðum. tæpar tvær klst., en hann átti að hefjast aftur um kl. 19.30 eftir íslenzkum tíma og var bú- izt við að hann stæði fram eftir kvöldinu, eða jafnvel fram á nótt. Ólíklegt þótti að endanleg ákvörð- un yrði tekin um það hvort haldið skyldi áfram viðræðum við Breta. Frakkar óbifanlegir Vesturþýzka stjómin hefur lagt til að viðræðunum verði haldið áfram eftir að framkvæmda- stjóm bandalagsins eða sérstök nefnd hefur samið skýrslu um gang þeirra fram að þessu. Vit- að er að stjómir allra fimm aðildarríkjanna utan Frakklands eru samþykkar þessari vestur- þýzku tillögu, en í dag var enn ekki ljóst, hvort franska stjórn- in myndi samþykkja hana. Því hefur verið haldið fram að de Gaulle hafi fallizt á hana í við- ræðum sínum við Adenauer i París í síðustu viku, en ekki hefur það fengizt staðfest. Fréttaritarar eru þeirrar skoð- unar að franska stjómin hafi hvergi hvikað frá þeim ásetn- ingi sínum að binda skjótan enda á viðræðumar við Breta. Franski utanríkisráðherrann, Couve de Murville, er talinn munu beitá neitunarvaldi sínu til að fella sérhverja tillögu um að fram- kvæmdastjóm bandalagsins verði falið að undirbúa málamiðlun- arlausn. Haft er eftir fulltrúum vest- urþýzku stjórnarinnar að ekki séu neinar horfur á að hægt verði að sætta hin ólíku sjón- armið frönsku stjórnarinnar og hinna aðildarríkjanna fimm. Dönum hleypt inn? De Gaulle er sagður hafa lát- ið Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, sem nú er í París, vita að Frakkar myndu geta fallizt á að Danir fengju fulla aðild að Efnahagsbandlag- inu, jafnvel þótt Bretum yrði ekki hleypt í það. . Málgagn brezka Verkamanna- flokksins Daily Herald minntist á þetta í gær og sagði að de Gaulle gæti sætt sig við fulla aðild Danmerkur, vegna þess að það land væri lítíð og vinmátt- ugt og gæti því ekki boðið Frakklandi byrginn. „De Gaulle stundar glæfraspil og hann get- ur það því aðeins að Adenauer er nógu heimskur til að láta honum haldast það uppi“. sagði blaðið. „De Gaulle mun fyrr eða síðar eyðileggja Efnahagsbanda- lagið og þar hlýfcur að koma að bandamenn hans verða að rísa gegn honum“. Ihaldsblaðið Daily Mail sagði að það væri algerlega tilgangs- laust fyrir Breta að standa fyr- ir utan dyr bandalagsins í þeirri von að þeim yrði hleypt inn. „Haldi de Gaulle fast við sjón- armið sín, eigum við að hverfa frá samstundis“, sagði blaðið. Maður gæti haldið við fyrstu sýn að myndin hér að ofan væri af afstrakt málverki. Svo er þó ekki. Myndin sem tekin var úr Iofti yfir höfninni í Blankenberge í Belgíu er af snæviþöktum bát í íshröngli. PARlS 28/1. — Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, borðaði í dag árdegisverð með Pompidou, forsætisráðherra Frakka. Krag er sagður vera í París í einkaerindum, en mun hafa notað tækifærið til að ræða við franska ráðamenn um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Orðrómur um sáttaboð til sovétstjórnarinnar De Gauile sagður hafa boðið upp á nýskipan mála í Evrópu PARÍS 28/1 — Sá kvittur hefur komizt á kreik að de Gaulle Frakklandsforseti hafi gert stjórn Sovét- ríkjanna boð um allsherjar samkomulag um mál- efni meginlandsríkjanna í Evrópu sem myndi hafa í för með sér að allt herlið Bandaríkjanna yrði flutt burt úr álfunni og þá um leið að Atlanzhafsbanda- lagið myndi liðast í sundur. Sagt er að sovétstjóm- in hafi tekið vel í þetta boð. Bann við kjarnasprengingum Miðai hefur í ált til samkomulags NEW YORK 28/1. — Það er haft eftir sovézkum heimiidarmönn- um í aðalstöðvum SÞ í New York að samningamönnum Sov- étríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands, sem undanfarið hafa rætt í Washington um bann við frekari tilraunum með kjarna- vopn, hafi orðið mikið ágengt, svo að vænta megi málamiðl- unarlausnar innan skamms. Það samkomulag sem yrði í viðræðunum í Washington yrði þá lagt fyrir afvopnunarráðstefn- una í Genf, sem aftur á að taka upp störf 12. febrúar n.k. Það var síðar haft eftir talsmönnum Bandaríkjastjórnar, að enn ætti það langt í land að samkomu- lag gæti tekizt í viðræðunum í Washington. Mikið bæri enn á milli og mörg ágreiningsat- riði væru óleyst. Helzti ágreiningurinn mun vera um hve margar eftirlits- ferðir alþjóðlegar nefndir skulil fara um lönd kjarnorkuveldanna eftir að sprengibann hefur verið sett. Sovétríkin hafa fallizt ái 2—3 slíkar ferðir árlega, en Bandaríkjastjóm vill að þær sáu a.m.k. 8—10. Annað atriði sem erfitt mun vera að finna lausn á er varðandi aðild Frakka cg einnig Kínverja að samkomulagi um sprengingabann, en talið hefur verið liklegt að þeir síð- amefndu geti sprengt fyrstu kjamasprengju sína fyrir lok þessa árs. Það var fréttaritari mágagns norska Verkamannaflokksins, Arbeiderbladets, í Brussel, Per Monsen, sem fyrstur varð til að skýra frá þessu boði frönsku stjómarinnar, en hin hálfopin- bera franska fréttastofa AFP ber frásögn hans til baka og segir að hún hafi ekki við nein rök að styðjast. Sameining þýzku ríkjanna, viðurkenning Oder-Neisse- landamæranna Monsen telur sig hafa heim- ildir fyrir því að de Gaulle hafi beðið sendiherra Sovétríkjanna í París, Vinogradoff, að koma sáttaboði sínu áleiðis til sovét- stjórnarinnar og hafi Krústjoff forsætisráðherra tekið mjög vel í það. Helztu atriði þess em sögð vera að austurlandamæri Þýzka- lands við Oder-Neisse skuli end- anlegt viðurkennd. Þýzku ríkin tvö yrðu sameinuð og hið satn- einaða Þýzkaland verða hlutlaust og afvopnað. Pólland, Tékkóslóvakía, Ung- verjaland, Rúmenía og Búlgaria yrðu einnig afvopnuð, sömuleið- is Júgóslavía, Grikkland og Tyrkland. Af slíku samkomulagi myndi leiða að Bandaríkjamenn yrðu að flytja burt allt herlið sitt frá meginlandi Evrópu og það myndi aftur hafa í för með sér að Atlanzhafsbandalagið liðaðist í sundur og Varsjárbandalagið yrði þá um leið lagt niður. Adenauer sagður hafa samþykkt Það fylgir fréttinni að Aden- auer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, hafi lýst sig sam- þykkan tillögum de Gaulle, þeg- ar þeir ræddust við í París í síðustu viku. Eins og áður er tekið fram, er sagt í París að frétt þessi sé úr lausu lofti gripin og sé eng- inn fótur fyrir henni, en þó er á það bent að de Gaulle hafi oft látið í ljós hugmyndir um skipan mála í Evrópu sem eru mjög af sama toga og þessar meintu tillögur hans. Hann hef- ur þannig ævinlega verið þvi fylgjandi að landamæri Þýzka- lands og Póllands yrðu staðfest við Oder-Neisse-línuna. OSLÖ 28/1. — Bílstjórar áætlun- arbíla í Noregi hafa nú verið í verkfalli á þriðju viku og er ekk- ert útlit fyrir að verkfallið muni leysast á næstunni. Allar tilraun- ir til málamiðlunar hafa farið út um þúfur, enda ber mikið á milli deiluaðila. Sáttasemjari ríkisins mun ekki kalla þá aftur á fund fyrr en verkfallið hefur staðið í mánuð. Deilur kommúnistaflokkanna Kommúnistar í Kína vil ja að haldin verði ný ráðstefna PEKING 28/1 — Aðalmálgagn kínverskra kommúnista, Dagblað alþýðunnar í Peking, gerði á sunnudaginn ágrein- inginn innan hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar að um- ræðuefni í langri grein sem sett var upp undir stórri fyr- irsögn á forsíðu blaðsins. Er þar enn ítrekuð tillaga Kín- verja um að haldin verði sem skjótast ráðstefna forystu- manna kommúnista- og verkalýðsflokkanna til að ræða deilumálin. Að sögn fréttaritara Reuters eru öðrum kommúnistaflokkum settir þeir úrslitakostir í grein- inni, sem er um 8.000 orð, að þeir skipti um skoðun á stefnu júgóslavneskra kommúnista eða eigi að öðrum kosti á hættu að hin alþjóðlega verkalýðshreyf- ing klofni. Þeir flokkar, og þar mun fyrst og fremst átt við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna, sem veiti júgóslavnesku endur- skoðunarsinnunum stuðning sinn, en hafni öllu samneyti við alb- Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN .og þar af einn fyrir yður . . . en vinsamlegast pantið tímanlega Heildverzlunin HEKLA h.f. Simi 11275. anska kommúnista, geri sig seka um svik við hugsjónir sósíal- ismans og stefni vísvitandi að því að kljúfa hina alþjóðlegu verklýðshreyfingu, segir í grein- inni. Það er tími til kominn að tekið verði í taumana. Því er enn hvatt til þess að haldin verði ráðstefna forystumanna allra hinna róttæku verklýðs- flökka, þar sem ágreiningsmálin væru rædd á grundvelli Moskvu- yfirlýsingarinnar frá því 1960 og gefið er í skyn að sovézka kommúnistaflokknum beri að boða til slíkrar ráðstefnu. 1 greininni er vikið að þingi Sameinaða sósíalistaflokksins austurþýzka og á það minnzt að ræður kínverska og júgóslav- neska fulltrúans hafi fengið mjög ólíkar undirtektir á þinginu. Áherzla er lögð á það hvað eftir annað í greininni að hin alþjóðlega verklýðshreyfing sé nú í miklum vanda stödd og mikil hætta sé á því að hún sundrist. Því sé áríðandi að for- ystumenn hennar komi saman á fund til að setja niður deilur sínar. i x

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.