Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. janúar 19&3 ÞJÓÐVILJINN Þaðan er um 6 leiðlr að veija. Þar er brennidepill sam- skipta á Austurlandi. Elzta hús- ið er réttra 20 ára, en byggðin mun víst talin ári yngri. Þar var Valtýr á grænni treyju hengdur forðum í nafni guðs, konungs og góðra siða föður- landsins. Þar er að finna hina glötuðu paradis íhaldsins. Þar hefur mátt líta stærstu akra á Austurlandi. — Og Jiar er ver- ið að reisa stærsta féiagsheim- ili á fslandi. Staður þessi heitir Egilsstaðir og er i Fljótsdalshéraði miðju; munu flestir landsmenn hafa héýrt hans getið. Hér er að, rísa sveitaborg, á ásunum utun túns Sveins bónda Jónssonar á Egilsstöðum. Héðan liggur leið upp með Lagarfljóti sunnan- megin. á Velli, i Skriðdal og til suðurhluta Austurlands; leið til Reyðarfjarðar og þaðan ti! briggja annarra fjarða; leið 111 Seyðisfjarðar; leið til Eiðaþing- hár, Úthéraðs og Borgarfjarðar; leið til Jökuldals og Norður- lands og loks leið upp Fell í FJjótsdal, norðan Lagarfjjóts. Síðastnefnda leiðin liggur raunar um norðurbakka Lagar- ins, en sá bakki tilheyrir ekki Egilsstöðum, en á honum kvað íhaldið vera að reisa ,.tilrauna“- úthverfi frá Egilsstöðum, sem hvorki lýtur lögum né skatt- heimtu Egilsstaðabæjar. Við brúarsporðinn norðanfljóts er verzlun ein þar sem íhaldið kvað gera „tilraunir“ með að dreifa viðskiptum bænda frá kaupfélaginu. Þar kvað líka vera hin pólitíska „tilrauna- stöð“ íhaldsins. Hefur forstöðu- maður „tilraunastöðvarinnar“. Jónas Pétursson, verið fluttur frá Skriðuklaustri og settur þar niður. Kvað Þorvaldur Garðar hafa séð það af þjóðkunnri skarpskyggni sinni og gái'um að maður með reynslu Jónasar Péturssonar af sauðfjárræktar- búinu á Skriðuklaustri væri ijálfsagður forstöðumaður hinna jólitísku sauðaræktartilrauna j- laldsins á Austurlandi, þarna í '.andj Ekkjufells Á bakkanum sunnan Lagar- lljóts eru öðrumegin vegar tún ig akrar Sveins bónda. en hinu- megin hagar og vegur til flug- vallarins og síðan tún og akrar, en á ásunum ofan þeirra rís ilgilsstaðakauptún. Bæjarstæðið er skemmtilegt; byggð hafa ver- ið snotur hús og ræktaðir nokkrir fallegir garðar. Lengra uppi á ásunum er Egilsstaðaskógur, og ekki hefur verið farið langt eftir veginum til Úthéraðs og Seyðisf jarðar þegar afvegur liggur inn í skóg- inn. Þar í fallegu rjóðri rís hús eitt mikið og vandað er Sjálfstæðisflokkurinn h/f reisti á sínum tíma. Landið undir húsi þessu á Sveinn bóndi á Egilsstöðum. og þegar Sjálf- stæðisflokkurinn h/f tók hinn rikislaunaða tilraunastjóra fram Sigurður Gunnursson smiður segir frá Egiisstuðukuuptúni B Þið sjáið að það oru snotur hús á Egilstöðum — og að ekki hefur verið Játið bíða að rækta fallega garða. yfir óðalsbóndann á Egilsstöð- um setti Sveinn akkeriskeðjur í hlið paradísarinnar. En inni í skóginum bíður hin mikla bygg- ing afgirt og yfirgefin, hin glat- aða paradís íhaldsins á Austur- landi. Á stað eins og Egilsstaða- þorpi, þar sem allt hefur verið byggt frá grunni — þar sem engin bygging var áður, er sjálf- sagt að hitta fyrst að máli byggingameistarann Sigurð Gunnarsson. Hann er ekki heima, er enn að vinna þótt komið sé langt fram á kvöld. Við finnum h„nn loks í geysi- stóru steinbákni, nokkuð fjarri öðrum húsum; þeir vinna þar við ljós. Hann ætlar að vinna lengur og allan daginn á morg- un og fram eftir kvöldi: þeir eru í kapphlaupi við tímann cg komandi vetur. Næsta dag qr hann reiðubúinn að fóma okk- ur tíma. — Segðu mér, Sigurður, þú sem alltaf ert að byggja, hve- nær var byrjað að byggja hér, hvað hefur helzt verið byggt — hverjir hafa hér aðsetur? — Það var byrjað að byggja hérna 1943. Raunar var byrjað á fyrsta húsinu hér 1942, og þá var byggt án skipulags. Árið 1943 var byrjað að byggja hér íbúð fyrir héraðslækni og sjúkraskýli og dýralæknisbú- stað.... Þá var læknirinn fluttur að Eiðum því læknishúsið á Brekku brann veturinn áður, en fram að þelm tíma sat læknir Fljóts- dalshéraðs á Brekku — inni í Fljótsdal. Nú hefur verið byggður hér læknisbústaður og eru tveir læknar hér, fyrir aust- ur- og vesturhéraðið. Þá hefur verið byggður hér barnaskóli og skólastjórabústaður. Hér er kaupfélagsverzlun.... — En íhaidsmannaverzlunin? — Aðalverzlun einstaklings- framtaksins er i hverfinu hinu- megin við Lagarfljót, en hér er útibú. Hér er líka einstaklingsfram- taksverzlun er Gunnar Gunn- arsson bílaviðgerðarmaður rek- ur og verzlar þar með vara- hluti í bifreiðar og landbúnað- arvélar. Er það til mikils hag- ræðis íyrir Héraðið og firðina líka, því kaupfélögin og íhalds- verzlanirnar telja að það borgi sig ekki að verzla með vara- hluti vegna þess hve lítil á- lagning er á þá. Skrifstofur RARIK (Raf- magnsveitna ríkisins) hér á Austurlandi og aðalaðsetur er hér og hér situr ral'veitustjór- inn fyrir Austurland. Þá er hér banki, útibú frá Búnaðarbankanum; bankinn tók til starfa hér 1960. Mjólkurbú er starfandi, áður hafði verið byrjað með rjóma- bú. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt í nærliggjandi sveitum og er seld mjólk héðan niður í fjarðakaupstaðina. Þá er hér pósthús og símstöð. Nú er í smíðum stórt félags- heimili; — aðrar byggingar hér eru aðallega íbúðarhús. — Hve margir íbúar? Þeir voru um áramötin 1961 og 1962 nálægt hálíu fjórða hundraði. — A hverju geta þeir allir lifað hér? — Nokkurt starfsfólk er á Egilsstaðaflugvelli og flugturni, Það býr hér. Við verzlun og mjólkurbú þarf allnokkurt starfslið, þá eru tvö vélaverk- stæði fyrir bíla og landbúnaðar- vélar, tvö trésmíðaverkstæði og rafvélaverkstæði. Nokkrir fast- ir starfsmenn RARIK búa hér. Töluvert af fólki er hér i sam- bandi við póst og síma. Og byggingavinna er töluverð. — Er mikið byggt hér? — Já, það er alltaf verið að byggja. Fólk sem hingað flyr.t verður að byrja á því að byggja yfir sig því hér er ekkert leigu- húsnæði til. — Hvaðan er það fólk sem hefur setzt hér að? — Flest af því er héðan af Héraði, en annars er það víðs- vegar að. m. a. frá Seyðisfirði. Reykjavík, Kópavogi og Akra- nesi. — Hvernig kann það við sig? — Fólk virðist yfirleitt ó- nægt með að vera hér. Þetta er ungt og efnilegt fólk sem hefur valið sér bólfestu hér, en það á í erfiðleikum: því gengur illa að fá byggingarlán, en það verður að byrja á því að byggja yfir sig. — Er mjög erfitt að fá hús- næði hér? — Já, það er svo erfitt að fastur starfsmaður á flugvell- inum varð að flytja fjölskyldu sína til Neskaupstaðar en búa hér sjálfur í hótelherbergi. — Þið byggið eftir sVmnbii — er það ekki? Jú. hér i Egilsstaðaþorpi er byggt eftir skipulagi — en töluverð brögð virðast að því að skipulaginu sé breytt. — Er ekkert þyggingafélag hér? — Jú. vjð höfum hér bygg- ingafélag verkamanna, það var stofnað 1959. — Hefur það byggt mikið? — Það hefur fengið Ián fyrir aðeins tveimur íbúðum! Síðan höfum við fengið vilyrðl fyrir meira fé, — en það verða ekki byggð hús fyrir vilyrðin ein, til þess áð koma upp húsum þarf pcninga. — Og erfitt að fá lán til bygginga? — Það fást engin byrjunar- lán nema helzt víxlar í Búnað- arbankanum og sparisjóðnum. — Það er talað um þetta sem miðstöð Héraðsbúa. — Já, hér á Egilsstöðum cr óumdcilanlcga miðstöð Héraðs- manna, og það hefði mikið að segja íyrir Héraðsbúa hér i kring að hér yrði mikil byggð. — Segðu mér, hvernig er fé- lagslífið hér í Egilsstaðakaup- túni? — Það er heldur dauft yfir félagslífinu. Eitt félag starfar þó með miklum blóma, og það er kvenfélagið. Það hefur gert ákaflega mikið fyrir sjúkraskýl- ið, — og nú hafa þær fengið þá hugmynd að byggja kirkju, en aðrir hafa látið sér detta í hug að komast mætti af með kapellu í sambandi við barna- skólann, a. m. k. fynst um sinn, og gætu þó guðsþjónustur verið haldnar með fullum virðuleik. Þá er hér taflfélag og ung- mennafélag, en frekar dauft yf- ir starfi þeirra beggja. Enn- fremur er verkalýðsfélag og iðnaðarmannafélag og er starfs- svið iðnaðarmannafélagsins allt Fljótsdalshérað. — Hvað um atvinnumögu- leika hér og stækkun byggðar- innar? — Egilsstaðakauptún hefur^ góða stækkunarmöguleika. En við þurfum að fá hingað léttan iðnað. Hingað flyzt fyrst Dg fremst ungt fólk og það þai-f að skapa hér atvinnu fyrir vax- andi íbúatölu í framtíðinni. Hér eru líka ýmis skilyrði til aukins iðnaðar. Hér er slát- urhús — en enginn kjötiðnaður. Hér gæti t. d. verið vinnufata- gerð, það er töluverður mark- aður fyrir þau á Austurlandi sjálfu. Athugandi væri að fá hingað einhvem iðnað á vegum SlS, það þarf ekki að safna honum öllum á einn stað. Það er t. d. mikið sem framleitt er hér á Austurlandi af ull og skinnum. Við Austfirðingar höfum ekki verið verr settir en aðrir með aðstöðu í stjóm SÍS, svo ekki ætti það að standa í vegi fyrir slíkum iðnaði hér. Þá hefur verið rætt um spónaplötuverksmiðju hér en gegn því standa öfl sem halda því fram að héðan yrði alltof mikill flutningskostnaður. Gegn þeim rökum maelir aftur það að stutt er að flytja hráefni 1il slíkrar verksmiðju hér: úr Eg- ilsstaðaskógi, frá Skógræktinni á Hallormsstað og rekavið ,if Héraðssandj og hájm af ökrum; og flutningskostnaður hráefms á vinnslustað er líka atriði, og það ekki svo lítið. í sambandi við verksmiðjur. --------------------- SÍÐA 1 Og hér er flutningamið- stöls, veit ég. — Já, hér er flutningamið- stöð. Einir 8 stórir bílar eru í flutningum hingað og héðan, og frá Reykjavík til Austfjarða- bæjanna. — Og mikill ferðamanna- straumur? — Já, hér er mikill ferða- mannastraumur og fer sívax- andi, En hér er ekkert hótel, nema gisting hjá Sveini bónda á Egilsstöðum og svo er greiða- sala í Ásbíói. Hér þarf að koma gistihús því ferðamanna- straumurinn vex með hverju ári. — Segðu mér nánar um fá- lagsheimilið sem þið eruð að byggja. — Við byrjuðum haustið 1960 á grunni þess og skal þetta vera sameiginlegt félagshelmilí fyrir alla hreppa Fljótsdalshéraðs. — Leggja allir hreppamir fram jafnan hlut? — Nei, framlög eru mishá því eignarhluti hreppanna fer eftir stærð þeirra, t. d. leggur Egilsstaðahreppur fram 40%. — Og hvað verður svo í þessu félagsheimili? — Þar verður samkomusalur, veitingasalur, eldhús og geymsl- ur, leiksvið og búningsherbergi. 1 álmu sem eftir er að þyggja verða skrifstofur fyrir Egils- staðakauptún, húsvarðaríbúð, og svo bókasafn og byggðasafn. Þess má líka geta að í kjallara hússins er rúmgott pláss fyrir ýmsa félagsstarfsemi og tóm- stundaiðju. — Mörg önnur ágæt félags- heimili eru misheppnuð vegna þess að leiksvið hefur verið miðað við úreltar hugmyndir — verður hægt að leika í þessu húsi? — Já! Lejksviðið er 100 fer- metrar og rúmgott hliðarsvið og er gert ráð fyrir að gestir frá Þjóðleikhúsinu peti leikið þar. — Og hver er áætlunin um hraða í byggingarframkvaemd- um? — Á árinu i fyrra var lítið unnið við það, en mikið i sum- ar og miðað við að það verði fokhelt á þessu ári. — Hve marga tekur húsið í sæti, og hve stórt er nú svona hús? — Húsið tekur 460 manns i sæti í aðalsal og á svölum. Að- alhúsið er 806 fermetrar og 5425 rúmmetrar. Álma sem síð- ar verður byggð við húsið verð- ur 313 ferm. og 2500 rúmm., svo húsið veröur alls 1119 fer- metrar og 7925 rúmmetrar. — Er almennur áhugi fyrir byggingu þessa húss? — Já, það er mikill áhugi fyrir að koma félagsheimilinu upp, og sá óhugi er ekki síðri í hreppunum en í Egilsstaða- kauptúni sjálfu. ■A- Við þökkum Sigurði Gunn- arssyni upplýsingarnar. — Von- andi gefst seinna tækifæri til að segja fleira frá Egilsstöðum. J.B. Piítur beðinn aí gefa sig fram Um kl. 12 á hádegi þann 14. þ.m. varð slys á gatnamótum Vesturgötu og Grófarinnar. Sjó- maður er var á leið frá höfninni og gekk eftir gangstéttinni vest- an Grófarinnar staðnæmdist á horni Vesturgötu og Grófarinnar og leit fyrst í austur til þess að gæta að umferðinni en í því hann leit í vestur kom piltur á reiðhjóli þarna aðvífandi og rakst stýrið á hjólinu í mjöðm- ina á sjómanninum og féll ung- lingurinn af hjólinu við árekstur- inn og lenti á sjómanninum og rak höfuðið i hægra kinnbein hans. Sjómaðurinn hjálpaði pilt- inum á fætur og síðan héldu þeir bóðir leiðar sinnar þar eð hvor- ugur virtist neitt meiddur að ráði. Nokkru síðar fékk sjómaðurinn hins vegar verk í kinnbeinið og kom í ljós við myndatöku, að það var brotið oj? þurfti upp- skurð til þess að gera að brot- inu. Eru það vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar að pilt- urinn sem var á reiðhjólinu, gefi sig fram og ennfremur biður hún sjónarvotta, ef einhveriir eru að gefa sig fram. 1 * í i h i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.