Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 10
10 --------------------------------------- ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. janúar 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT Þegar hann nefndi Florindu, tók hjartað i Gamet viðbragð. Oliver hafði engan sérstakan á- huga á Florindu Garnet hafði sagt honum frá móður hennar og föður og örunum á hand- leggjum hennar. Oliver hlýddi á hana en áhugi han.s var tak- markaður Hann hafði hitt sæg af furðulegasta fólki á ferðum sínum og Florinda var aðeins ein úr hópnum. Og þegar hann minntist á Florindu i þetla sinn, þá lét Gamet ekki uppi að hún bæri neina viðkvæmni í brjósti. Hún hló aðeins að hugmyndum kaupmannanna um New York, og Oliver bætti við: — Þegar þú hittir mennina frá Los Angeles, þá spyrðu þá einsk- is og það mun fara vel á með ykkur. — Attu við að þeir eigi vafa- sama fortíð? spurði hún hikandþ — Nei, nei, ekki allir En það eru óskráð lög, að þegar maður fyrirhittir mann sem valið hef- ur að setjast að fyrir vestan Santa Fe. þá spyr maður ekki hvers vegna. Ef hann vill gefa upplýsingar um það. þá gerir hann bað óbeðinn. Útkíksmaður kom ríðandi til móts við þau Hann stöðvaði hestinn þegar hann kom að vagninum. Oliver talaði við hann — Jæja. Rejmolds, hvað er títt? — Góðan daginn, frú Hale, sagði reiðmaðurinn hressilega. — Kanínulækurinn, sagði hann við Oliver. — Við stöldrum við. — Ágætt. Er vatn í læknum? — Eitthvað lítils háttar. — Þakka þér fyrir. Reynolds, sagði Oliver Gamet stundi feg- insamlega. Reynolds brosti til hennar. — Já, frú. Þannig líður mér líka. Ég gæti étið upp heilan uxa. Hann hélt áfram ferð sinni Hróp kváðu við um alla lestina: — Kanínulækur! Gamet klifraði yfir sætisbak- ið og inn í vagninn. Hún fór að hleypa niður segldúknum. Þetta táknaði málsverð. þrjár blessaðar klukkustundir með nægum mat og hvíld Þegar hún var búin að renna dúknum niður aUt í kring, tók hún af sér sólhattinn og hristi niður hárið og tók þvottafatið uppúr kistunni. Hún ætlaði ekki að fylla það fyrr en vagninn stianzaði Þegar vagninn var á hreyfingu sullaðist vatnið útúr fatinu og fór til spillis. Meðan hún beið burstaði hún á sér hárið. Hún fann að vagninn stóð kyrr. Hún dró dúkinn frá að framanverðu og kallaði til Oli- vers. — Er allt f lagi núna, Oliver? — Já, allt í lagi. Geymdu vatnslögg handa mér Garnet gekk gegnum vagninn og að afturhlutanum. Þar dýfði hún fötu niður í valnstunnuna. Karlarnir æddu um a]lt og hróp- uðu og kölluðu eins og þeir hefðu aldrei áð fyrri. Reynolds reið framhjá rétt í þessu og veifaði til hennar Hún veifaði á móti. Síðan renndi hún dúknum fyrir aftur, fór úr kjólnum og þvoði sér eins vel og hún gat uppúr vatns- skammtj sinum Hún fléttaði hárið í tvær fiétiur og brá þeim yfir höfuðið. f svona ferðalagi var fráleitt að hafa slegið hár tii að safna í sig ryki. Þegar hún var aftur búin að hneppa að sér kjólnum. dró hún upp hljðardúkinn og fór út úr vagn- inum til að hella niður óhreina vatninu Hún studdi olnboganum á vagnhjólið og horfði á menn- ina búa til corral Stóru vagnami'r komu skrolt- andi í fjórum röðum Þegar þeir komu að læknum biðu þungu vagnarnir þar til léttari vagn- amir voru búnir að aka saman : þéttum hnapp Þá þokuðu uxa- ’-úskamir vöruvögnunum til, Hannig að þeir mynduðu fer- Hvrnjng umhverfis íveruvaanana. Mennimir spenntu uxana frá og i bundu vagnana saman með fest- >im. Þessi ferhvmingur var ejns konar virki. Fyrir innan var farangurinn. fólkið og dýrin í öruggu skjóli Þau höfðu ekki lent í neinum illindum við indíánana Þegar þau sáu indíánahópa, voru send- ir á vettvang njósnaflokkar með gjafir í annarri hendi og byssur í binni og þegar búið var að þvæla fram og aftur um eiiífa vináttu, sneru njósnaflokkarnir heim til lestarinnar aftiur. Gam- et hafði komizt að raun um, að Oliver hafði á réttu að standa í sambandi við indíánana. Þeir réðust yfirleitt ekki á vörulest- irnar á leið til Santa Fe. Þeir horfðu löngunaraugum á múldýr- in og hrossin og stálu þeim ef þau urðu viðskila við hópinn. Fáir indíánar átitu skotvopn Þeir höfðu lítið að gera í hendumar á alvopnuðum karlmönnunum og þeir vissu það. Hún hafðj ekki séð indíána nær sér en hundrað metra. Mennimir höfðu op á virkinu á einn veg, svo að hægt væri að beita dýru-num fyrir utan. Verðir tóku sér stöðu hér og þar um svæðið. Kokkamir fóru útfyrir og fóru að grafa holur fyrir bál- in Garnet fór líka út fyrir. Tutt- ugu menn hjuggu burt Jágskóg- inn við lækinn til að hægara væri að komast að honum. Með- an þeir hjuggu, báru aðrir menn greinar í farveginn, svo að vagn- arnir kæmust yfir án þess að festast í ieðjunni. Aðrir lágu á hnjánum og fylltu vatnstunnum- ar Uxakúskarnir ráku uxana að vatninu og bölvuðu svo að neistamir hrukku. meðan þeir ráku uxana niður með straumn- um svo að þeir spilltu ekki vatn- inu fyrir mannfólkinu Gamet horfði með aðdáun á þetta allt saman. Allar þessar athafnir áttu sína sérkennilegu. hrjúfu fegurð. Allir höfðu sitt ákveðna verkefni. Það var ekki að undra. þótt þessir náungar gsetu gert gys að þreHum Armijos digra í sambandi við tollinn. Meðan hún horfði á þetfa, fann hún kaffiilm berast að vit- um sér Það minnti hana á að hún hafði ekki bragðað mat síð- an kvöldið áður. Hún hafði tekið með sér bolla og skál úr vagnin- um og nú svipaðist hún um eft- ir matsveini Olivers. Hún sá hvar hann sat framan við dálitla gryfju, þar sem hann hafðj gert eld úr vísundataði. Hér var engan við að fá. Vik- um saman hafði eldurinn nærzt á vísundataði. Lágskógurinn var óhentugur Hann logaði vel. en var úfhrunninn áður en nokkuð hafði hitnað nema potturinn að utan Kokkurínn var ungur. horað- ur náungi frá Missouri og hét Luke. Hann hafði fest upp tvær sterkar jámstengur sitt hvorum megin bálsins og fest þá þriðju þvert á milli þeirra. Á þeirri stöng hékk stærðar potfur með vísundakjöfi og annar með kaffi Hjá pottunum hafði Luke komið fyrir mörgum. þunnum flögum til að baka á brauð. Brauðflögumar voru festar í jörðina sitt hvorum megin við gryfiuna og þær sköguðu úty'fir bálið Kringum flögurnar hafði Luke fest langa deigklumpa og hann sat og sneri flögunum varlega. svo að brauðið bakað- ist á alla vegu. Hópur af mönnum stóð þegar í röð við bálið og beið matarins. Þeir brostn til Gametar begar' hún kom. Hún hrosti á móti og spurði hvort erfitt yrði að kom- ast vfir lækinn Nei. frú. það vrði það ekki. svöruðu þejr tjl. Þeir hefðu gjaman viljað að það væri erf- iðana, þvi að þá hefði lækurinn verið vatnsmeiri Það var ekki auðveþ að fá nóg drykkjarvatn handa uxunum úr svona drullu- pytti. Meðan þeir töluðu horfðu þeir á hana eins og hún væri feg- ursta vera sem til væri í heim- inum. Áður en Garnet fór frá New York, hefði henni aldrei til hugar komið, að menn gætu lát- ið aðdáun sína í ljós svona opin- skátt. Fyrst hafði það hneyksl- að hana og auðmýkt hana. En nú vissi hún, að húni varð að sætta sig við þetta og hennar bezta vörn var að láta sem ekkert væri. Karimennirnir myndu sjá hana í friði, bæði vegna þess að þeir voru heiðarlegir menn og vegna þess að sumir vissu að Oliver myndi skjóta Þá, ef þeir sýndu henni áreitni. Enda- þótit hún hefði verið býsna fá- fróð, þegar hún lagði upp í ferðalagið, komst hún fljótlega að því, að hún hefði hæglega getað valdið vandræðum meðal þejrra. Hún var eina ameríska kon- an í lestinni. Þar voru líka fjór- ar mexíkanskar konur, eiginkon- ur uxakúska, sem ferðuðust fram og til baka á hverju ári til að sinna eiginmönnum sínum Þeg- ar Garnet gekk framhjá eldstæði þeirra, brostu þaer alltaf kurt- eislega og sögðu „Buenos dias, senora,“ En þær gerðu enga til- raun ti! að komast í nánara samband við hana, vegna þess að mennimir þeirra voru uxa- kúskar en Oliver kaupmaður og milli þeirra var staðfest regin- djúp í ferðalaginu. Garnet reyndi að umgangast karlmennina á þægilegan en ópersónulegan hátt. Sumir þeirra forðuðust hana. aðrir notuðu hvert tækifæri til að tala við hana, enn aðrir voru óþægilega kurteisir. Aðeins örfáir, eins og t.d Reynolds, höfðu nægilegt sjálfstraust til að umgangast hana á frjálslegan og eðlilegan hátt Hún hafði tekið eftir því, að þegar þau tóku sér náttból, var alltaf bil á milli vagns þeirra og hinna íveruvagnanna. TJxa- kúskamir sem vöfðu sig í ullar- teppi og sváfu undir berum himni. hölluðu sér aldrei útaf í nánd við vagninn þeirra.„Þetta var ekki af því að mennirnir væru svo sérstaklega tillitssam- ir. Það var aðeins vegna þess að þeir vildu ekki koma nærri því sem þejr kærðu sig eklci um að rifja upp fyrr en í Santa Fe Oliver hafði ekki talað um þetta við hana. Hún vissi ekki einu sinni hvort hann vissi að hún hafði tekið eftir því En ekkj einu sinni Oliver, sem hún dáði og elskaði. vissi hversu mikið hún hafði lært í ferðinni. í bær sex vikur sem ferðin hafði staðið, hafði hún lært meira en öll árin i skólanum. Auk þess sem líkaminn varð sterkari og stæltari, varð hug- ur hennar einnig stæltari. Hún vissi ekki hvort hún gæti komið orðum að þessu Jafnvel þótt hún hefði getað það. hafði hún enga aðra konu að tala við. og hún var ekki viss um að karlmaður myndi skilja það. Hún óskaði þess að önnur amerísk kona hefði verið með í ferðinnj Hún hefði getað létt svo mjög á hjarta sínu við vin- konu Og þótt þær hefðu ekki talað um þetta. hefðu þær getað talað um svo margt annað. Þær hefðu getað rætt um það hve erfitt væri að þvo á sér hárið þegar vatnið var af svona skorn- um skammti og þær hefðu get- WHAT PO THEY USe) 'T for?-^HL/Taf?e you' rDUMB? THAT'S 'THE STUFF "THEV U5E ÍNSTEAP OF —v. WASHINO! . Rollingarnir þrír ganga fram hjá sýningargluggum snyrti- vöruverzlunar. Þá hrópar einn þeirra: — Sjáiði! Speglaborð- ið hennar Dísu! Annar: — Nei sko! Hvað skyldi vera í þessari krukku? Þriðji: — Kanntu ekki að Iesa, eða hvað? (Á krúsina cr límdur miði með áletruninni „IIreinsikrem“i. Fyrsti: — Til hvers notar kvenfólk þetta? Annar: — Ertu bjáni? Þetta er það sem þær nota í stað þess að þvo sér. Þriðji: — 1 staðinn fyrir þvott! Við búðarborðið: — Gjöra svo vel að selja mér stóra krús af hreinsikremi! SKOTTA Það er verið að flytja sjónvarpsviðtækið úr einbýlishúsinu við Strákasund á viðgerðarstofu, þegar Skotta á Ieið um gðtuna ásamt vinkonu sinni. Skotta segir: „Ú-ó. Þarna passa ég ég ekki börnin næstu dagana!" RúðugSer Verðlækkun A flokkur 3 mm Verð per ferm. fcr. 69.00. B flokkur 3 mm. Verð per ferm. kr. 59,00. Söluskattur innifalinn. Marz Trading Company H.f. Klapparstíg 20 — Sími 17373. UTSALA HELDUR ÁFRAM. Herraföt, drengjaföt, frakkar, stakar buxur. Mikill afsláttur. Elltima 1 Kjörgarði. Geymsluhúsnœði Bílskúr eða annað pláss á götuhæð ca. 30 til 40 ferm. óskast nú þegar. Mætti vera í Kópavogi. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. Upplýsingar í síma 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.