Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN ■Þriðjudagur 29. janúar . 1963 „iþróttamaður heimsins" 1962 Hinir ötulu íþróttaspámenn og spekingar sem tilheyra samtökunum „International Sports Correspondence“, er hafa aðalstöðvar í Stutt- gart í Vestur-Þýzkalandi hafa kjörið „íþrótta- mann heimsins“ fyrir árið 1962. Rod Laver Valeri Brumel Á vegum þessara samtaka hafa íþróttatimarit í 26 lönd- um útnefnt fimm beztu í- þróttamenn og konur heims. Úrslitin i atkvæðagreiðsl- unni urðu þau, að sovézki há- stokkvarinn Valeri Brumel var útnefndur bezti íþrótta- maður heims annað árið í röð. Númer tvö varð ástralska sundkonan Dawn Fraser. í þriðja sæti varð millivega- lengdahlauparinn Peter Snell frá Nýja-Sjálandi og 4. tenn- isleikarinn Rod Laver frá Ástralíu. Brumel var settur efstur á listann í Brasilíu, Búlgariu, Mexíkó, Rúmcníu. Svíþjóð. Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. Dawn Fraser skákaði öllum körlum 1 fimm löndum og Peter Snell var efstur á blaði í fjórum löndum. Sovét. menn taka ekki þátt í þess- ari atkvæðagreiðslu. Þjóðern. issjónarmiða þótti viða gæja Mexikanar settu tennisleikar- ann Rafael Osuna (Davis Cup-signrvegara) í 2. sæti. Finnar höfðu stangarstökkvar- ann Pentii Nikula í efsta sæti og Bandaríkjamenn höfðu golfleikarann Arnold Palmer (atvinnumann) efst- an. Það vekur athygli, að Bras. ilíumenn nefndu ekki Pele né Garrincha á sínum lista. en þcir voru bó á listum fiestra annarra.. Á franska listanum var þeirra maður. hlauparinn Michel Jazy, aðeins í fimmta sæti. Alþjóðasamtökin hafa sam- tals 17 sinnum kjörið íbrótta- mann heimsins og fyrst var bað gert 1947 Það er athygl- isverf að frjálsiþróttamenn hafa i öll skiptin nema tvö verið útnefndir beztu menn- irnir. Franski sundmaðurinn Alex Jany komst í efs*a sæti 1947. og ítalski hjólreiðamað- 'irlnn Fausto Coppi var kjör- inn maður ársins 1953. Margir undrast að knattspymukapp- arnir skulj aldrei hafa kom- ■7,t ofor-loga á þennan heið urslista. Dawn Fraser Pcter Snell Handknattleiksmótið Fram hefur nú tekiS forustuna Tveir leikir fóru fram í 1. deiid á sunnudags kvöldið að Hálogalandi. Fram vann KR með 9 marka mun eða 33:24 og Víkingur sigraði Þrótt með 25 mörkum gegn 22. Leikur Víkings og Þróttar var jafnari en búizt hafði ver- ið við því að mótstaða Þróttar kom skemmtilega á óvart. Það var ekki fyrr en rétt undir lok- in sem Víkingunum tókst að hrista Þróttarana af sér en tæplega þó. Víkingarnir settu fyrsta mark- ið með skoti Rósmundar en Haukur jafnar fyrir Þrótt. Síð- an nær Grétar forustunni fynr Þrótt og héldu þeir henni fram að hléi með allt að 5 marka mun. Fimm mín. fyrir hlé var staðan 14:9 fyrir Þrótt, en þá gerðu Víkingamir harða hríð að marki Þróttar og settu 4 mörk í röð og setti Þórarinn Ölafsson þrjú þeirra. Staðan var því í hléinu 14:13 fyrir Þrótt. 1 síðari hálfleik snerist þetta alveg við því þá tóku Víking- amir við forustunni en Þrótt- aramir héldu yfirleitt í við bá. og sem dæmi um það þá var staðan 21:20 Víking i vil þegar Stoðan í I. 10 mínútur voru eftir af leikn- um. Var þá oft broslegt að sjá til liðsmannanna því að þeir voru svo „slappir á taugum'* að sendingar þeirra lentu á ó- líklegustu stöðum. En Víkingarnir áttu betrí endasprett og sigruðu með 25 mörkum gegn 22. Þetta var langbezti leikur Þróttar í mót- inu, og með enn meira þreki ætti þeim að takast að halda sér uppi í deildinni. Það sem háir Þrótti mest er að liðs- menn þeirra eru yfirleitt svo ungir og þá vantar líkamsþrek. Ef það væri fyrir hendi ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að gera Þrótt að „topp“- liði. Fram — KR 33:24 Islandsmeistaramir Fram höfðu talsverða yfirburði yfir KR allan leikinn og í upphafi leiks náðu þeir sér í haldgott forskot sem þeim entist út all- an leikinn. Framarar sýndu að þessu sinni allgóðan leik og gerðu margt iaglega. KR-ingar áttu við ofurefli að sitt af hverju Grétar Guðmundsson, Þrótti, skorar í Ieiknum víð Víking. Sig- urður Hauksson er í vamarstöðu. (Ljósm. Bj. Bj.) L. U. J. T. Mörk St. Fram 5 4 0 1 148:116 8 Víkingur 4 3 1 0 90:79 7 FH 4 3 0 1 117:88 6 KR 5 2 0 3 127:133 4 ÍR 4 0 1 3 105:123 1 Þróttur 4 0 0 4 75:123 o! ir Sovézki skautahlauparinn Evgeni Grisjin setti nýtt heimsmet í 500 m. skauta- hlaupi á alþjóölegu skauta- móti í Alma Ata um helg- ina. Nýja metið er 39,6 sek. Grisjin áti sjálfur gamla met- ið. sem var 40,2 sek., sett í Misurina 1956. ★ Frakkinn Guy Perillat sigraði í svigi í alþjóðlegri keppni í Megeve s.l. sunnu- dag. Austurríkismaðurinn Egon Zimmermann sigraði í samanlögðu svigi og bruni. etja en vörðust hraustlega til leiksloka. Það var sameigin- legt með báðum þessum leikj- um að þeir voru drengilega leiknir og lausir við þá fúl- mennsku sem farin er að sjást í sumum leikjum. Engum leik- Urslit: SVIG: 1) Perillat, 2) Pepi Stiegler (Austurríki), 3) A. Leitncr Bonieu (Frakki). 4) A. Leitner (Austurríki), 5) Karl Schranz (Austurr.), 6) A. Mathis (Sviss). SAMANLAGT: 1) Zimm- ermann, 2) Pepi Stiegler, 3) Kari Schranz. 4) Bonlieu, 5) Leitner og 6) Guy Perillat. ir Svíinn Erik Carlsson sigr- aði á Saab-bíi í hinum sögu- lega Monte Carlo-kappakstri í ár. Keppni um fyrsta sætið var harðari en dæmi eru til áður. Óveður geisaði um mestalla álfuna þegar keppni hófst og stöðvuðust margir bílar af þeim sökum. 296 bíl- manni var vísað útaf og ör- fáir fengu áminningu. Dómarar voru þeir Gylfi Hjálmarsson og Daníel Benia- mínsson og tókst þeim yfirleitt vel upp. H. ar lögðu af stað í keppnina. Aðeins 102 komust alla leið en 194 heltust úr lestinni. í kvennaflokki sigraði Ewy Rosqvist en önnur varð Syl via österberg. Þær eru báðar frá Svíþjóð. í karlaflokk: urðu þessir fyrstir: 1) Erik Carisson — Gunnar Palm, Svíþjóð, (Saab), 2976,18 stig. 2) P. Toivonen — Anssi Jarvi, Finnlandi, (Citro- en) 3014,846 stig. 3) R. Aaltonen — Tony Am- brose, Finnl.-Engl., (Morr- is Cooper) 3055,077 stig. 4) Luciano Bianchi — Jean C. Ogier, Belgíu 3101,240 stig. Handknattleiksmótið Efnilegir menn í yngri flokkunum Á laugardagskvöldið fóru fram fjórir leikir í öðrum aldursflokki, og voru flestir þeirra nokkuð skemmtilegir og tvísýnir. Sást þar hópur sem áður en langt um líður skipar meistara- flokka félaganna er leika í fyrstu og annarri deild núna. 1 næstum hverju liði voru piltar sem sýndu mjög góðan handknattleik, og sem virðast hafa þegar náð furðu langt. Manni verður á að hugsa til þess, hve stórstígar framfar- irnar verða þegar hið nýja og stóra hús kemur til skjalanna. Við höfum haldið því fram, að Hálogalandshúsið stæði hand- knattleiknum hér fyrir þrifum, vegna þess hve lítill salurinn er og langt frá því að vera hin alþjóðlega stærð. Þó er eins og það bregði fyrir svolít- illi svartsýni, hvað það snertir að framfarirnar verði í sama hjutfáíli ö'g stéerðiri á húsun- um á að verða. Handknattleik- urinn hefur hrifið unga fólkiö, og það hefur iðkað hann yfir- leitt af kappi, og sætt sig við þau skilyrði sem fyrir hendi hafa verið. og með elju sinni náð lengra en búizt hefur verid við, og sanngjamt er að krefj- ast. Þessi svartsýni er ef til vill óþarfi, einkum þegar maður er nýbúinn að horfa á menn f ram- tíðarinnar, og sjá þá hæfileika sem þeir sýna margir hverjir og þann árangur sem þeir hafa þegar náð. Við þá má þó segja (þó nokk- j uð langt sé þangað til húsið kemur), að þótt hér rísi upp stórt og „löglegt" keppnishús, krefst það ekki síður en litla húsið fullrar elju og áhuga ungu mannanna. Það veitir méiri möguleika, en krefst líka meiri vinnu, þjálfunar. Stórt hús leysir ekki eða léttir kröf- urnar til þess að ná árangri, til þess verður alltaf að ein- beita viljanum, sem knúinn er af innri áhuga. Þessar hugrenningar urðu til á meðan þessir ungu og efm- legu leikmenn börðust af á- huga og krafti um mörkin -jg stigin. Handknattleiksíþróttin þarf ekki að vera kvíðandi um framtíðina, hvað það snertir að eiga efnivið sem lofar góðu, ef áhugi. vilji. aðstaða. kennsla og góð forsjá er fyrir hendi hverju sinni. 2. fl. Suðurnesjamenn harð- skeyttjr; unnu Val 13:11 Fyrsti annarsflokksleikurinn var á milli Iþróttabandalags Keflavíkur og Vals, og var lejkurinn frá upphafi skemmti- legur og nokkuð jafn. Keflvík- ingamir voru þó alltaf með forystu í leiknum. Valur byrj- aði heldur illa og voru IBK komnir 4:1 og litlu síðar 6:2, en í lok hálfleiksins náðu Vaís- menn góðri lotu og í hálfleik stóðu leikar 7:6 fyrir Keflavík. Sama sagan endurtók sig í síð- ari hálfleik að Valur slakaði á og Keflvíkingar notuðu sér það og komust í 11:6, en þá vakn- aði Valur og komst í 12:11, og máfti ekki á milli sjá. Keflvík- ingar taka að halda knettinum, en Valsmenn sækja á og leika maður á mann, en þá skorar Keflavík á síðustu sekúndunum, og endaði leikurinn 13:11. Þetta var fjörugur leikur og nokkuð vel leikinn. Keflvíking- ar voru jafnara lið, og unnu réttlátan sigur. Piltamir úr Keflavík eru kröftugir og frísk- ir og kunna töluvert. I þessum flokki á Keflavík vissulega efni- Framhald á 9. síðu. Heim vann Skov- bakken — 19:17 Stokkhólmi 27/1 - Sænskahand- knattleiksmeistaraliðið „Heim“ lék við dönsku meistarana „Skovbakken" í Evrópubikar- keppninni sl. sunnudag. Svíam- ir sigruðu með 19:17. Skovbakken hafði áður sigrað fslandsmeistarana, „Fram“, og norsku meistarana, „Fredens- borg“, báða mjög naumlega. Dómari í leiknum í Stokk- hólmi var Norðmaðurinn Reid- ar Akek. Kínverji stökk 4,96 m. á stöng Portland 27/1 — Kínverjinn C. K. Jang frá Formósu setti nýtt heimsmet í stangarstökki inn- anhúss um helgina. Jang stökk 4,96 m og gerðist þetta á móti í Portland í Bandaríkjunum. Jang er annars kunnur afreks- maður í tugþraut, og varð ann- ar í þieirri grein á olympíu- leikunum í Róm 1960. Banda- ríkjamaðurinn Dave Tork átt-i gamla innanhússmetið — 4,93 m, en hið opinbera heimsmet í stangarstökki (úti) á Finninn Pentii Nikula — 4.94 m. Erik Carisson og Pauli Toi- vonin takast í hendur fyrir lokasprettinn. » i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.