Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. janúar 1963 Botninn var suður í Borgarfirði Að þessu sinni verður skýrt frá ráðningu verölaunagátunn- ar, sem við birtum fyrir þrem vikum. Galdurinn var sá að bæta einu orði við hverja af átta veðurvísum. Rétta lausn- in var þessi: 1. TJtsynningur: Maeðinn hrotti hurðir knýr, heiftarþrútinn syngur hæðinn glottir, hagli spýr, harður útsynningur. 2. Austræningur: Orðalaust við eyru þér ótal raustum syngur, ilm um haust af birki ber blíður austræningur. 3. Norðanbylur: Gnístir storðir, grös og dýr, grimmdarorðin þylur, drýgir morð og frá þeim flýr fólskur norðanbylur. 4. Vetrarstilla: Himnasetra skrúði skín. skýin letrið gylla, fer í betri fötin sín fögur vetrarstilla. 5. Landsynningur: Hvetur gandinn, hnyklar brá, hvessir brandinn slyngur, mörgum grandar geislum sá grimmi landsynningur. 6. Næturþoka: Blóma gætir, brosir föl, birtu lætur doka, daginn grætur dul og svöl döpur næturþoka. 7 Landnyrðingur: Ryki blanda barinn snjó ^lárra handa fingur, fnæsir sandi fram í sjó frakkur landnyrðingur. 8. Júnídagur: Gróin tún á gullnum skóm gengur brúnafagur, litar í dúnalogni blóm Ijúfur júnídagur. Af þeim lausnum, sem okk- ur bárust í tæka tíð voru 38 réttar, en ajls komu 112 ráðn- ingartilraunir. Ýmsir áttu erf- itt með að finna austræning- inn, enda er hann óvíða þekktur nema um suðvestan- vert landið. Margir höfðu líka skipti á landsynningi og land- nyrðingi, enda gat það staðizt rimsins vegna. Það sem gerir muninn á þessum hálfbræðr- um í vísunum er það að ann- ar er þur og kaldur (bláar hendur hans blanda ryki bar- inn snjó), og í Borgarfirði hlýtur það að vera fremur landnyrðingurinn. Þar er iand- synningurinn líka djmmari, grandar fleiri geislum. En það var tekið fram, að hafa átti lundarfar þessara persóna þar i sveit, ef það væri ekki alls staðar hið sama. Hér var því botninn suður í Borgarfirði eins og fyrri daginn. Dregið var úr réttu lausn- unum um verðlaunin, og kom upp hlutur Hinriks Guð- mundssonar, Heiðargerði 13 í Reykjavík. Fær hann því loft- vog þá, sem verzlunin Hans Petersen gaf í þessu skyni og er 500 króna virði. Biðjum við Hinrik vel að njóta. Að lokum er skylt að þakka góðar kveðjur og stökur, sem flutu með frá lesendum, • en rúmsins vegna er ekki hægt að birta nema fáar. Halldór Þórhallsson á Sel- tjamamesi skrifaði þetta utan á bréfið, og bar ekki á öðru en pósturinn áttaði sig á því: Eg hef bætt við orðafans, ýmsir hættir gerast. Veðraþætti Þjóðviljans þetta mætti berast. Torfi Ölafsson í virðist hafa haft gátunni: Reykjavík gaman af Gleymdi ég víni og kátum klið, kominn af fínu balli, er gáfumar mínar glímdu við gátuna þína, Palli. Ámi Jóhannesson i Kópa- vogi sendi meðal annars þessa v£su: Vorið nálgast, vetur flýr, veðra lýkur báli. Sunnanblærinn sumarhlýr sífellt ylji Páli. Og þessa gátu lét Egill Jón- asson á Húsavík fylgja með lausn sinni: Speki hleður hlustimar, hressir geð í ljóði, bögur kveður botnlausar bóndinn ........ Þetta ættu veðurfróðir menn að geta botnað. — Hafið svo öll þökk fyrir leikinn. Páll Bcrgþórsson. Veöriö ! I I ! Í C\/Kcta Uirirli m ilxilr n tirArl/r IrnmiA ■ hMMM/ivl/M ^ i Fyrsta bindi mikils ritverks komið út í Danmörku Albert Thorvaldsen gerði umþaðbil 180 brjóstmyndir ! Danski listfræðingurinn, prófessor Else Kai Sass, hefur sent frá sér fyrsta bindi mikils ritverks sem hún hefur unnið að árum samian og fjallar um þann fjölda brjóstmynda, sem Albert Thorvaldsen gerði af samtíðarmönnum sínum og hefur hún grafið upp tugi mynda, sem áður var ekki kunnugt um. Þetta verður geysimikið ritverk. Fyrsta bindið sem nú er komið út er hálft sjötta hundrað blaðsiíður. Annað bindi kemur með vorinu og verður um 400 síður, það þriðja og síðasta er væntan- legt fyrir jól. Frú Sass hefur áður gefið út litla bók um brjóstmyndir Thorvatdsens. Það var árið 1938, en hún vann þá á Thor- valdsenssafni. 1926 gáfu þeir Johannes V. Jensen og Aage Marcus einni.g út mynd- skreytta bók um brjóstmynd- imar og gengu þeir þá út frá því að Thorvaldsen hefði gert 121 brjóstmynd og var þá ekki vitað um af hverjum 28 myndanna væru. Þá var birt skrá yfir 22 menn, sem talið var að Thorvaldsen hefði mótað myndir af, en mynd- imar sjálfar voru hins vegar ókunnar. 178 brjóstmyndir Prófessor Sass hefur varið áratugum til þess að leita uppi áður ókunnar myndir eftir Thorvaldsen og ekki verður annað sagt en henni bafi orðið vel til fanga, því að hún telur sig geta fært rök fyrir því að Thorvaldsen hafi mótað ekki færri en 178 brjóstmyndir. Hún hefur ferðazt um mörg lönd til að hafa upp á mynd- unum. verið í Svíþjóð, Pól- landi, Skotlandi, Englandi, Is- landi, Skotlandi, Belgílu Frakklandi, Þýzkalandi, Aust- urríki, Sviss og Ítalíu. Um nokkrar þessara 57 „nýju“ mynda Thorvaldsens veit frú Sass aðeins að Thor- valdsen hefur mótað þær, sjálfar myndirnar hefiirhenni ekki tekizt að finna. En fleiri eru þær som hún hefur haft uppi á, oft á næsta ólíklegum stöðum. Þannig fann hún áð- ur óþekkta brjóstmynd eftir Thorvaldsen uppi á skáp sem stóð í gangi á ensku sloti. Hún hafði veirið svo vel geymd að eigendumir höfðu ekki hugmynd um hana. Margar þessara mynda sem frú Sass hafði uppi á eru nú komnar á Thorvaldsenssafnið í Kaupmannahöfn. Af hverjum eru myndimar? Ekki hefur það kostað minna erfiði, þrautseigju og þolinmæði að grafa upp af hverjum margar myndimar eru. Enn eru margar slíkar gátur óleystar en fleiri hin- ar, sem ráðnar hafa verið. Gamalt stórskorið andlit reyndist þannig vera rúss- neski sendiherrann í Vínar- borg, sem gerði stuttan stanz í Róm 1819 og sat þá fyrir hjá Thorvaldsen. Elzta myndin er af Jóni Eiríkssyni Þetta fyrsta bindi verksins fjallar um þær brjóstmyndir sem Thorvaldsen gerði frá fyrstu námsárum sílnum í Kaupmannahöfn og árunum sem hann dvaldist í Róm fram til ársins 1819. Fyrsta brjóstmyndin sem vitað er, að Thorvaldsen gerði var mótuð 1787. þegar Thorvaldsen var 17 ára og við nám í akadem- íinu. Hún var af Ferrini gull- smið. en mun glötuð. Elzta myndin sem varðveizt hefur í gifsi er af Jóni Ei- ríkssyni. Síðasta brjóstmyndin var af ungum manni af hinni frægu dönsku Bartholin-ætt vísindamanna og lækna, Caspar, en hann dó 22 ára gamall suður á Ítalíu. Albert Thorvaldsen, sjálfsmynd. „Hálf Evrópa" sat fyrir hjá honum Það hefur verið sagt að „hálf Evrópa“ hafi setið fyrir hjá Thorvaldsen, og satt er, að hann mótaði myndir af mörg- um þekktustu samtílmamönn- um sínum, en einnig fjöl- mörgum, sem enginn kann lengur að nefna. Margir voru danskir, eins og t.d. Bemstoff og Eckersberg, og fjöldinn allur af Þjóðverjum, Hum- boldt, von Schubart barón. Lúðvík Bajarakonungur. Af Englendingum nægir að nefna Byron lávarð. Annars gerði hann myndir af mönn- um frá flestum löndum álf- urrnar. Brjóstmyndin af Mett- emich (frá 1819) er sérstak- lega rómuð. Lagði lítið upp úr þeim sjálfur Thorvaldsen kynni að hafa þótt eimkennilegt að svo mik- ið og vandað verk skyldi verða skrifað um brjóstmynd- ir hans, því að sannast sagna lagði hann lítið upp úr þeim sjálfur. Hann gerði slíkar myndir fyrst og fremst vegna peninganma sem hann fékk fyrir þær, fastur príls var 200 scudi eða 1000 lírur, sem var allmikið fé á þeim tiíma. Eftirmaður Gaitskells Wilson talinn haf a mestar sigurlíkur Miklum getum er að því leitt hver muni verða fyrir valinu sem eftirmaður Hugh Gaitskells og taka við forustu þingflokks brezka Verkamannaflokksins. Bar- áttan stendur aðallega milli tveggja manna, hægri- mannsins George Brown og vinstrimannsins Harolds Wilson, og er sá síðamefndi nú talinn hafa nokkru meiri sigurlíkur. Brezku blöðin sem kannað hafa viðhorfin meðal þing- manna Verkamannaflokksins eru að minnsta kosti þeirrar skoðunar. Þeir Wilson og Brown leiddu saman hesta sína í vetur þegar varaformaður þingflokksins var kosinn og bar þá Brown sigur úr býtum, en með naumum meirihluta. Brezku blöðin telja að á annan veg muni fara nú. Fylgi Wilsons hafi aukizt, en Browns hrakað að sama skapi og kemur ýmislegt tiL Wilson er kunnari meðal brezlcs al- mennings en Brown og það getur haít sitt að segja í næstu þingkosningum, en hitt kann einnig að koma við sögu, að Brown hefur verið 1 þeim hópi þingmanna flokksins sem vilj- að hafa styðja stefnu íhalds- stjómarinnar varðandi aðild Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Það er einmitt vegna andstöðu Gaitskells heit- ins við þá stefnu sem flokkur- inn gerir sér nú vonir um að geta unnið næstu þingkosning- ar. Yngsti viðskiptamálaráð- herrann Enda þótt Harojd Wilson sé enn ungur maður (hann er 46 ára gamall), er hann eini mað- urinn í núverandi forystusveit Verkamannaflokksins, sem hef- ur að baki nokkra reynslu í stjómarstörfum. Hann varð við- skiptamálaráðherra í stjóm Attlees þegar hann var aðeins 31 árs gamall og var yngsti maðurinn sem gegnt hafði því embætti. Hann er talinn flug- gáfaður maður og vafalaust einn mesti hæfileikamaðurinn sem Verkamannafl, hefui- á að skipa. Síðan Aneurin Bevan lézt hefur hann verið talsmað- ur flokksins í utanríkismálum, en þeir voru góðir vinir og samstarfsmenn og Wilson jafn- an verið talinn til vinstriarms- ins í flokknum. Fjórir tilnefndir En þótt baráttan standi eink- um milli þeirra Browns og Wilsons er ekki loku fyrir það skotið, að þriðji maöurinn verði fyrjr valinu. Þingflokk- urinn kom saman í síðustu viku og var þá byrjað að leita eftir uppástungum. Fresti til að skila uppástungum lýkur um miðja þessa viku og mun atkvæða- greiðslan hefjast upp úr mán- aðamótum. Hún stendur í heila viku. Auk þeirra Browns og Wil- sons eru tilnefndir tveir aðrir sem til greina koma. Það ern þeir James Callaghan, fjár- málafræðingur flokksins og Patrick Gordon Walker, sem var náinn samstarismaður Gaitskells. Allir fjórir eru til- tölulega ungir menn, Walker er elztur. 56 ára. Kosið í mörgum Iotum Verði stungið upp á fleiri en tveimur mönnum, en við því er fastlega búizt, verður sá sem flest atJcvæði fær að fá fleiri en allir hinir til samans til að kosningin sé gild. Fái hann það ekki feilur sá úr leik sem fæst hefur atkvæðin og er haldið áfram að kjósa þar til aðeins standa tveir eftir. Sigr- ar þá sá sem fleiri atkvasði fær. Það er þvf vart við því að búast að únslit verði kunn fyrr en um eða upp úr miðjum næsta mánuði. Hefur unnið sér inn hálfan milljarð Presley veit ekki aura sinna tal Bandaríski rokksöngvarinn Elvis Presley vann sér í fyrra inn um tvær milljónir dollara (uppundir 90 milljónir króna), en það cru tíu sinnum meiri tckjur en Bandaríkjaforseti hef- ur. A þeim fáu árum sem iiðin eru síðan hann hófst til vin- sæida hefur hanri haft yfir tíu miiljónir dollara í tekjur, en það jafngildir um hálfum millj- arö íslenzkra króna. Þáð er bandaríska tímaritið McCall’s sem skýrir frá þessu. Síðustu tvö árin hefur Presley farið með aðalhlutverk 1 sex kvikmyndum. Tekjur hans af kvikmyndunum bætast við þær sem hann hefur samkvæmt samningi sínum við hljómplötu- firmað RCA-Victor, en hann tryggir honum þrjár milljónir dollara næstu tíu árin. Veit ekki aura sinna tal Timaritið segir, að Prestley sé orðinn svo auðugur að hann viti ekki lengur aura sinna tal. Framkvæmdastjóri hans, Tom Parker, hafnaði nýlega boði sem hann fékk frá Bretlandi um að halda þar 25 hljómleika og átti hann þó að fá 700.000 dollara fyrir. eða um 30 millj- ónir króna. Þegar Parker var spurður að því hvers vegna hann hefði hafnað þessu ágæta boði, sagði hann, að í boðinu hefði ekkert verið minnzt á hver greiða skyldi ferðakostnað- inn. Tímaritið segir, að Prestley, sem enn er einhleypur, eigl lúxusvillu í Memphis, sem hann keypti handa foreldrum sínum 1957. Sjálfur býr hann í ann- arri lúxusvillu í snobbhverfinu Bel Air í Los Angeles. Síðast þegar til var vitað átti hann ellefu bíla, þar með talinn Cad- illac sem kostar 30.000 dollara (1,3 millj. kr.). Fyrirmyndar ungur maður Tímaritið hefur orð á þvi að Elvis sé mikill fyrirmyndar- maður. Hann hvorki reyki, drekki né taki sér ljót orð í munn. Hann fari sjaldan á næt- urklúbba eða veitingakrár, sé umgangsgóður, hafi aldrei lent undir mannahendur og sé ekki mikið fyrir það gefinn að um- gangast kvikmyndaleikara. að því Jjó undanteknu a,ð hann á til að hverfa stund og stund með leikkonu þeirri sem Jeikur á móti honum í það og J>afi skintið. i i k i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.