Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 1, íebrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 7 Þjóðleikhusið: A UNDANHALDI (TCHIN - TCHIN) eftir Francois Billetdoux Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Paris: lítil veitingastofa seint á degi. Þar hittast miðaldra maður og kona og hafa ekki sézt áður á asvinni, þau segja til nafns síns og taka síðan að raeða viðkvæm einkamál. Bæði eru útlendingar í París, hann heitir Cesareo og er ítalskur verktaki og kaup- sýslumaður sem hafizt hefur úr sárri fátækt og komizt i álnir, kvæntur franskri konu; hún er Englendingur, Pamela Það eru rómantískar, væmnar og vinsælar hjónaskilnaðarsög- ur okkar daga sem verða fyr'ir oddhvössum skeytum hans að þessu sinni, en það er annað en fátítt í skáldsögum. kvik- myndum og leikritum að fólk sem lcndir í svipuðum raunum og þau Pamela og Cesario nái saman að lokum, unnist hug- ástum og lifi vel og lengi. I leikriti hins franska skálds er allt á sínum stað: maður og Róbert og Jóhann Pálsson í hlutverkum sínum. að nafni, gift velmetnum frönskum lækni. Það verður brátt lýðum ljóst hvernig á stefnumóti þessu stendur — kona Cesario er orðin ástmær læknisins eiginmanns Pamelu, tvennum hjónaböndum er Stefnt í bráðan voða; hvað á að taka til bragðs? Ráðagerðir og heilabrot hinna smáðu skip- brotsmanna reynast innantóm orð og veiklað fálm og sár þeirra ólæknandi; þau stara úrræðalaus og vonum svipt í hyldýpi örvæntingar og óham- ingju. Bæði drekka mikið. og ósleitilega og freista þanniig að draga úr versta sviðanum, en berast óðfluga niður hjarnið, glata allri sjálfsvirðingu og mannlegri réisn, drykkjusjúkl- ingar sem fleygja öllu frá sér og gefast upp skilyrðislaust. í leikslok stelur Pamela pening- um af syni sínum dauða- drukknum, og síðan haltra þau Oesareo á burt í morgunnepj- unni. við þeim blasir auðn og tóm. Skáldið og leikarinn Fran- cois Billetdoux er ungur að ár- um og kominn í fremstu röð leikritahöíunda á vinstri bak-ka Signu; hann fylgir í flestu hefðbundnum formum. en hef- ur engu að silður endask'pti á hlutunum þegar svo ber undir. skálds: ríkri hugkvæmni, ó- venjulegu samblandi gamans og alvöru, mikilli sálfræði- þekkingu, skörpum gáfum. Sögubetjurnar tvær eru mis- heppnað fólk og ekki skemmti- legt í venjulegum skilningi. en höfundinum tekst þó að gera samræður þeirra, eintöl og við- skipti svo hugtæk og lifandi að engan lætur ósnortinn sem á hlýðir; það er þung undir- alda, ósvikið seiðmagn í þess- um leik. AtriðSn eru ellefu talsins og gerast á ýmsum stöð- um og tímum, það þarf bæði stjórnlagni og snjalfa túlkun til að bjarga hinu brothætta verki frá voða. náið samstarf og gagnkvæman skilning leik- stjóra og leikenda. Og hér er yfir fáu að kvarta að miínu viti, listamönnunum tekst að stýra framhjá hættulegum skerjum, koma fleyinu he'i'lu í höfn. Baldvin Halldórsson leggur megináherziu á alvör- una í leiknum, stillir athöfn- um og orðsvörum mjög í hóf, gætir þess að allt verði eins eðllilegt og sannleikanum sam- kvæmt sem verða má. Gangur leiksins er hægur og hin tíðu sviðskipti taka alllangan tíma, og um þau mál má vafaliaust deila; en mér virðist aðferð þessi falla vel að eðli leiks- ins, "strika undir einmana- kennd og auðnuleysi fólksins á sviðinu. Sviðsmyndiir Gunn- ars Bjamasonar eru mikið verk, smekklegt og vandað, og útisyiðin ekki sízt verð at- hygli, þar er ríkum andstæð- um beitt með markvissum hætti. Loks er þýðing Sigurðar Griimssonar rituð á góðri íls- lenzku og fer vel í munni. Hlutverkin tvö eru kröfu- hörð, orðmörg og margslungin, en Guðbjörg Þorbjamardóttir og Róbert Amfinnsson hafa þau á sínu valdi, fjölgáfaðir, traustir og snjallir leikendur, samvalin og samtaka Báðum tekst ágæta vel að lýsa ólíkri skapgerð hinna lánlausu út- skúfuðu hjúa, skýrum þjóðleg- um sérkennum, skjótri og á- Pmela (Guðbjörg Þortojarnardóttir) og Cesaro (Róbert Amfjnns- son.). takanlegri spillingu og hröm- un; útlit, limaburður og rödd breytist eðlilega og eftirminni- lega við hvert atriði — óhugn- anlega raunsæ túlkun, þraut- hugsuð og sterk. Það dylst ef- laust ekki fyrst í stað að þa.u séu að leika, en gleymist því betur er á líður, svo gagnger og fölskvalaus er innlifun beggja að sjaldgæft má telja Það verður brátt deginum ljósara af markvissri túlkun beggja leikenda að þau Pam- ela og Cesareo eiga sjálf mesta sök á óhamingju sinni, þau eru ekki til þess fallin að lifa í farsælum hjónaböndum, hrinda frá sér mökum sínum hvort með sílnum hætti. Guð- björg birtir ljóslega einkenni og eðlishætti Pamelu, hún er mienntuð kona, gervileg og hagsýn, en ráðrak og siðavönd um skör fram, hún er vilja- sterk að upplagi og lætur ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnef- ana, og því hærri verða brest- imir þegar heimur hennar hrynur til grunna. Gervi, handahreyfingar og fas Ró- berts bera mjög greinilega mierki Suðurlandabúans. og svo sönn og Ijós er skapgerðar- lýsing hans að hvergi skeikar: Cesareo er framar öllu veik- geðja maður, tilfinningasamur og viðkvæmur, en kann þó að bregða fyrir sig því kulda- skopi og sjálfhæðni sem Pam- ella á ekki til; maður nokkuð hrjúfur á ytra borði, en hjarta- góður og fús til að fyrirgefa. — Þótt orðsvör og atvik séu að visu ekki allitaf jafnvel túlkuð, er mest vert um fág- aðan og sterkan heiildarsvip leiksins; sjaldan hafa íslenzkir leikendur lýst mannlegri niður- lægingu og gjaldþroti á svip- meirt og sannari hátt en þetta sinn. Jóhann Pálsson fer með lítið en vandasamt hlutverk, hann er sonur Pamelu og læknisins átján ára þegar hjónaband þeirra fer út um þúfur. Túlk- un Jóhanns er ærleg og eðli- leg, þó að framgangan sé ef til vill helzti þvinguð. það dylst ekki af leik hans að þessi hálfvaxni piltur fer sízt varhluta af bölvun hjónaskiln- aðarins, erjur foreldranna ganga honum nærri hjarta. Leikendum og leikstjóra var ágætlega tekið og mjög að verðleikum; þessi listræna sýning á skilda almannnhylli. A. Ilj. Ríkisstjórnin og viðreisnin Dagsbrúnarmaður hefur sent eftirfarandi: — Þegar núverandi rfkis- stjóm tók við völdum, hefar henni sjálfsagt tekizt að telja sumum trú um að nú myndi hafizt handa með bjargræðis- mál landsins og þá að sjálf- sögðu stöðvuð verðbólgan. Stjómarherrarnir sögðu nú reyndar, að fólk yrði þá að leggja á sig ofurlitlar fómir, en rétt í bili. Og þannig átti að bjarga við öllum lands- málum. En hver hefur svo reynslan orðið síðan þessi stjóm tók við völdum? Ég held að þessar ofurlitlu fómir, sem ríkisstjómin sagði að fólk yrði að leggja á sig, hafi nú aðallega verið ætlað- ar hinum efnaminni. En ef- laust mætti heldur kalla þær fómir reglulega kjaraskerð- ingu hjá verkalýðnum. Báðar gengisfellingamar bera þess Ijósan vott og ekki síður hin síðari, er gerð var fyrir rúmu ári; og þar hefur eflaust ver- ið um hefndarráðstöfun að ræða gagnvart verkalýðnum; og aðeins fyrir það að verka- fólk krafðist ekki nema þess sem réttlátt var, þó að verka- lýðsfélögin neyddust til að fara út í verkfall. Ég álít það engum ofsögum sagt, að nú fyrst flæði óða- verðbólga yfir þjóðina, enda svo að segja allur vamingur farið síhækkandi í verði og flest útgjöld hjá fólki hækkað verulega. Er hægt að loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd? Og þetta kallar ríkisstjómin og hennar fylgjendur við- reisn og bjargráð. Margt er hlægilegt í heiminum, en lík- lega fátt þó hlægilegra en þeg- ar ríkisstjómin er oft og iðu- lega að stagast á verðbólgu- ófreskjunni, sem hún segir að sínir andstæðingar séu að siga á fólkið. En öllum hugs- andi mönnum ætti nú að vera ljóst, að það er einmitt sjálf ríkisstjómin, sem sigað hefur þeirri ófreskju á almenning. Og samt er til fólk, sem virðist blindað af einhverri oftrú á stjórnarvöldin. Já, það má eflaust lengi blekkja fáfræðinga, eða fólk sem ef til vill ekkert hugsar frekar en skynlausar skepnur. Það virðist betur og betur koma í Ijós, að tilgangur stjórnarherranna með aðgerð- um sínum sé sá að fjölga fátæklingunum enn á ný, auðga þá ríku enn meira á kostnað þeirra efnaminni. Það má búast við því, aö nú sé barátta hjá verkalýðnum framundan. Og þá er ekki ó- Framhald á 2. síðu. kona semverða fyrtir greypileg- um og óvæntum vonbrigðum, kvenholiur læknir, falleg frönsk eiginkona búin þeim sérstæðu töfrum seim sóma dætrum Parísarborgar. tíð stefnumót á óliklegustu stöð- um. En Billetdoux snýr blátt áfram við hinni fölsuðu gljá- mynd og birtir örlög söguhetja sinna i miskunnarlausu og sterku Ijósi raunsæis og kald- hæðni — þetta er sannleikur- inn um skilnað hjóna, ófegrað- ur og nakinn. Pamela og Ces- areo reyna að efeka hvort ann- að, það vantar ekki; en sú við- leitni er bæði gráthlægileg og dauðadæmd, þau geta ekki einu sinni leikið elskendur. hvað þá meira. Gagnkvæm þreyta, fyr- irlitning, misskilningur og leið indi einkenna öll þeirra við- skipti. og þó dragast þau ó- mótstæðiiega hvort að öðru; þau slíta samvistir, reyna að flýja, en taka jafnan saman að nýju. Hafi skáldið nokkurn boðskap að flytja er hann blátt áfram sá að betra sé tveimur að fara í hundana saman, en einum að velkjast hjálparvana í sorpinu Þó að „Á undanhaldi“ verði hvorki t.rV* e'"vhrot'ð verk né gallalaus . s nið.i er að mörgu að dást í leikriti hins unga I I Walter Hudd látinn Látínn er fyrir skömmu hinn kunni brezki leik- stjóri, leikari og kvikmyndagerðarmaður Walter Hudd, sem íslendingum er að góðu kunnur síðan hann dvaldist hér á landi tvívegis fyrir nokkrum árum, skamman tíma í hvort skipti, og setti á svið Þjóðleikhússins þrjú fræg leikrit. Walter Hudd var hér fyrsta sinni síðla árs 1955 og sviðsetti jólaleikrit Þjóðleikhússins „Jónsmessudraum" Shakespeares. Haustið 1957 kom Hudd hinga'ð öðru sinni og vann þá að tveim leiksýningum í Þjóðleikhúsinu: setti á svið „Kirsuberjagarðinn“ eftir Anton Tsjekof og leikrit Peters Ustinovs „Rómanoff og Júlíu“. Þóttu all- ar þessar sýningar takast mjög vel, enda Walter Hudd viðurkenndur mikill hæfileika- og kunnáttumaður á sv; leiklistarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.