Þjóðviljinn - 09.02.1963, Side 3

Þjóðviljinn - 09.02.1963, Side 3
Laugardagur 9. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Byltingarmenn ráða lögum og BAGDAD og LONDON 8/2 — í morgun var gerð bylting í Irak. í fréttum frá Bagdad-útvarpinu seg- ir að Karim Kassem forsætisráðherra hafi látið lífið er sprengjuárás var gerð á byggingu land- varnaráðuneytisins í borginni. Byltingarmenn hafa stofnað ráð til að stjórna ríkinu til bráða- birgða og var fyrsta verk þess að skipa ofurstann Karim Mostafa yfirmann hersins. Bagdad-útvarpiið tilkynnti síð- degis í dag að 600 hermenn úr stjórnarliðinu hefðu fallið cr uppreisnarmennirnir gerðu árás á aðalbækistöðvar Kasscm for- sætisráðherra. Öll mótspyrna gegn byltingunni hefur verið barin niður, segir útvarpið. Bagdad-útvarpið hefur skýrt frá því að herliðið á hinum mikla Habbaniya-flugvelli um 80 kílómetra frá Bagdad hafi gengið í lið með byltingarmönn- um. Sömuleiðis mun stúdenta- sambandið í Irak hafa lýst yfir stuðningi við byltinguna. Sam- kvæmt upplýsingum frá erlend- um sendiráðum í Tel Aviv ganga æ fleiri herflokkar í lið með byltingarmönnum og Kúrdar munu styðja þá. Ekki öruggt um afdrif Kassems Samkvæmt fréttum frá AFP- fréttastofunni hefur enn ekki fengizt örugg staðfesting á því að Kassem forsætisráðherra hafi fallið er sprcngjuárásin var gerð á Iandvarnaráðuneytið í dögun. Um hádegi í dag var svo gerð önnur sprengjuárás á ráðuneyt- isbygginguna en þar hefur Kass- em aðsetur. Bagdad-útvarpið fullyrðir að hann liggi nú dauð- ur og grafinn undir rústum byggingarinnar. Enn mun vera barizt úti fyr- ir Bagdad en hinsvegar hafa byltingarmenn borgina sjálfa al- gjörlega á sínu valdi. Milli þess sem útvarpið sendir út tilkynn- ingar frá uppreisnarmönnum eru leiknir egypzkir byltingasöngv- ar. Heimildarmenn í Bagdad og Kaíró fullyrða að byltingarmenn- imir séu stuðningsmenn Nassers forseta í Egyptalandi. Einvaldur frá 1958 Uppreisnin var gerð öllum að óvörum og voru engar ráðstaf- anir gerðar til þess að tryggja öryggi Kassems eða annarra ráð- herra. Abdul Karim Kassem komst til valda í írak hinn 14. júií 1958 er hann gekkst fyrir upp- rcisn gegn konunginum og steypti honum af stóli. Hann varð forsætisráðherra að nafn- bót en raunar var hann ein- valdur í landin. Hann lýsti því yfir að sér hefði heppnast byltingin vegna þess að hann hefði áður kynnt sér vand- lega aðferðir Nassers í Egypta- landi. En brátt skarst í odda með Nasser, meðal annars vegna þess að Kassem reyndi að sölsa undir sig forystu Arabalandanna. Lærði hermennsku í Bretlandi Kassem varð 48 ára. Hann fæddist í Bagdad og var í her- skóla í æsku. Síðar hlaut hahn liðsforingjamenntun í Bretlandi og frá árinu 1956 gegndi hann háum stöðum innap hersins, Éftir að hann kom til valda sagði írak upp Bagdad-sáttmá- anum við Tyrkland, Persíu, Pak- istan, Bretland og Frakkland. Hann þrengdi þó ekki að hin- um vestrænu fyrirtækjum sem nytja olíulindirnar í Irak og ANDUTSSNYRTING Kennsla í snyrtingu. Franskar snyrtivörur. Upplýsingar í síma 2-05-65 Skólavörðustíg 23. TIZKUSKOU ANDREU í Irak segjast lofum í landinu Myndiin sýnir hinn fallna einvald Kasscm og Aref sem nú hefur verið skipaður forseti í Irak. Mynðin var tekin árið 1958 en þá gerðu þeir félagar byltingu og steyptu konunginum af stóli. Síðan dæmdi Kassem Aref til dauða en náðaði hann. Kassem er til til vinstri en Aref til hægri. Portúgaiar vilja frelsa Alsírbúa! gerði menningarsáttmála við Bretland, Sömuledðis gerði hann samninga um verzlun, menning- arsamskipti og tæknilega aðstoð við Sovétríkin. Árið 1959 særðist hann lítii- lega er tilraun var gerð til að ráða hann af dögum. Vegna þessa tilræðis lét hann handtaka 76 menn og voru 17 þeirra dæmdir til dauða. Erjur við Nasser Opinberlega sakaði hann Nass- er um að hafa gengizt fyrir til- ræðinu og versnaði sambúð Egyptalands og Iraks að mun við þcnnan atburð. Síðan hafa löngum verið erjur milli land- anna, mcðal annars er Kassem hugðist innlima hið liitla en olíuauðuga furstadæmi Kuwait en Nasser scndi herlið til fursta- dæmisins til að verja það gega hugsanlegri innrás frá trak. „Til að tryggja frelsi o g réttlæti“ Bagdad-útvarpið hefur í til- kynningum sínum lagt áherzlu á það að byltingin sé gerð til þess að tryggja þjóðinni frelsi og þjóðfélagslegt réttlæti. Sömu- leiðis væri markmið byltingar- manna að koma aftur á þvi bandalagi Araba sem óþurftar- menn hefðu eyðilagt. Segir það að aðalbækistöðvar einræðis- ins hefðu verið lagðar í rústir með fluher og skriðdrekum til þess að réttur þjóðarinnar, vilji verkamanna og bænda, fengi að njóta sín. Ennfremur tilkynnti útvarpið að enginn mætti yfir- gefa hús sín að kvöldlagi og- þeir sem sæjust á götum úti á þeim tíma yrðu skotnir án fre'i- ari viðvörunar. öllum landa- mærum hefur verið lokað. Sésíalistafé- lag Reykjavíkur iilkynnir: Skrifstofa fclagsins er op- in kl. 10—12 árdegis og 5—7 síðdegiis. — Sósíalista- j félag Reykjavíkur. 1 yfirlýsingu frá byltingarráð- inu segir að byltingarmenn hafi sigrast á kúgunaröflunum og muni nú útrýma spillingunni sem verið hafi við Iýði frá júlí- byltingunnii 1958. Segir þar að hinir nýju valdhafar muni gera sitt til þess að tryggja hcims- friðinn með því að berjast gegn hcimsvaldastefnunni og reka hlutlausa utanrikispólitík. Síðustu fréttir frá írak herma að Abdul Aref hafa verið skip- aður forseti ríkiisins en hershöfð- inginn Ahmed Hassem Badr forsætisráðherra í byltingarráð- inu í byltingunni 1958 varð Aret varaforsætiráðherra í stjórn Kassems. En í dcscmber sama ár var hann dæmdur til dauða fyrir samsæri gegn öryggi rík- isins. Samt sem áður náðaði Kassem hann. Saleh Mahdy Omashy yfirlauti- nant hefur verið skipaður land- vamaráðherra og og Ali Haleb el Sadi varaforsætiráðherra. Síðustu frétti sem bandariska utanríkisráðuneytinu bárust í kvöld frá Bagdad herma að enn sé skotið á landvamarráðuneyt- ið og svo virðist sem að meiri- háttar árás sé í undirbúningi. Fjöldi skridreka mun vera á Ieið til ráðuneytisbyggingarinnar. Uppreisnarmenn hafa tögl og halgdir á Bagdad-svæðinu og flestir herforingjar í landinu munu styðja byltingarráðið. Ný stjarna uppgötvuð STOKKHÓLMI 8/2. Sænskur stjörnufrajðingur, EIis Dahlgrcn að nafni, hefur uppgötvað nýja stjömu milli stjömumerkjanna Lýmnnar og Herkúlesar. Ljós- styrkur stjörnunnar mun vera af fjórðu gráðu. Dahlgren uppgötvaði stjömuna á miðvikudagskvöld og skýrði þegar stjamfræðistofnunum t Svíþjóð, Danmörku frá uppgötv- un sinni. 1 nótt var svo stjam- an athuguð frá rannsóknarstöð- inni í Brorfelde skammt frá Kaupmannahöfn. Ennfremur hafa stjömufræðingar í Lundi og Saltsjöbaden í Svíþjóð rannsakað 1 stjömuna. LISSABON 8/2. Portúgalar eru sem kunnugt er miklir vinir frelsis og lýðræðis. Þeir hafa bundizt samtökum við Islendinga og fleiri þjóðir til þess að verja lýðræðið og íbúamir í Angóla hafa löngum fundið fyrir heitri frelsisást þeirra í verki. Það er því von að Portúgöl- um rcnni blóðið til skyldunnar þegar þeir sjá Alsírbúa svipta því lýðræði og frelsi sem Frakk- Þinghaldi EBE lokið að sinni STRASSBORG 8/2. Þing Efna- hagsbandalagsins lauk í dag samkundu sinni I Strassborg sem staðið hefur í fimm daga. Sam- þykkti þingið í dag að skora á yfirvöld hinna sex EBE-Ianda að staðfcsta hið skjótasta auka- aðildarsamningana sem gerðir hafa verið við 18 Iönd í Afríku, þ.e. fyrrverandi nýlendur og nú- verandi leppríki Frakka. Þing- ið mun næst koma saman dag- ana 22. til 27. marz. Þingið skoraði einnig á fram- kvæmdanefnd bandalagsins að semja skýrslu um samningana við Bretland innan þriggja vikna. Fregnir herma að fulltrúar kristi- legra demókrata í bandalaginu hafi stungið upp á því að EBE- löndin sex haldi fund æðstu manna innan skamms. Ennfrem- ur munu þeir hafa lagt til að gerður verði sem fyrst bráða- birgðaviðskiptasamningur við Bretland. ar tryggðu þeim um langan ald- ur. Utanríkisráðherra þeirra, maður að nafni Alberto Nogueira, hélt blaðamannafund i dag og sagði að stjórn sín væri að velta fyrir sér hvort hún ættS ekki að senda hergögn og vistir til þeirra ættflokka sem berðust frelsisbaráttu gegn harðstjórn Bcn Bclla. Ekki tók hann fnun um hvaða ættflokka var að ræða. — Við erum vissir um að ætt- flokkar og kynþættir í Alsír eru kúgaðir af Ben Bella, sagði ut- anríkisráðherrann, og þetta fóite biður um aðstoð; vopn, peninga eða sjálfboðaliða, til þess að öðl- azt frelsi. Við veltum þvi nú fyrir okkur hvort við ættum ekki að bindast samtökum við oÉ<m- ur lönd sem Alsír ógnar og láta þessa aðstoð í té. Þess má geta að nýlega lét Ben Bella svo ummælt að Al- sírbúar hefðu í huga að senda vopn, peninga og sjálfboðaliða til fólksins í Angóla sem ekki vill lengur una frelsi því og lýðræði sem Portúgalar hafa veitt þcini af miklu örlæti. L 0 K A Ð til 25. febrúar. Halldór Kristinsson, Gullmiður. öllum þeim, hinum mörgu, nær og fjær, sem mundu mig sextugan og vottuðu mér hlýhug og vináttu, með gjöfum, heimsóknum, símskeytum, bréfum og á margvís- legan annan hátt, færi ég hugheilar þakkir og bless- unaróskir. Skúli Guðjónsson. AXMINSTER Skipholti 21 sími 24676 iAuglýsiö í Þjóöviljanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.