Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN FimTntudagur 14 febrúar 1963 og einm nótt íþróttasíðan hefur fengið leyfi til að birta eftirfarandi grein eftir Frímann Helgason, en hún birtist í síðasta hefti Valsblaðsins. Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar það fréttist síðla sum- ars að Albert Guðmundsson væri farinn suður til Mílanó og ætlaði að leika þar knattspyrnuleik á gömlum slóðum, sem hann tróð ár- in 1947—49. Hafði hann með skeyti verið boðaður til leiksins, og farið og Ieikið með sæmd. — Valsblað- inu þótti sjálfsagt að biðja Albert að segja svolítið frá þessari ferð sinni. Þegar búkurinn er of stór og peysan of þröng, er þjóðráð að nota talkúm, — Aðalaðdragandinn að- för - þessari og þeim leik, sem leika átti, var sá, að stjórnir Mílan og Inter voru beðnar að styrkia góðgerðarstofnun, sem hafði hjálparstarfsemi fyrir munaðar- laus börn. Var farið fram á að þau létu í té 15—20 millj- ónir líra í þessu augnamiði. í umræðum um mál þetta kom, fram sú hugmynd að velja tvö lið, skipuð mönnum sem leikið hefðu með félögum þessum á árunum 1945—1950. ctg ná til þeirra sem höfðu verið mest aðdráttarafl í liðunum á þess- um tíma. Milan og Inter eru stór fé- lög í borginni Mílanó, og eru miklir og harðir keppinautar. og mætti að sumu leyti líkja þnim við KR og Val hér á ár- unum, þegar þau börðust um titlana Það vildi nú svo til að ég var í Mílanó þegar þetta kom fyrst til umræðu, í verzlunarerind- um, og hitti fáa, enda var ég þar ekki- nema skamma- stund. Aðeins 2—3 dögum eftir að ág kom heim fékk ég skeyti frá Italíu, og var beðinn að koma til Mílanó og leika þar leik á tilteknum degi. Ég var ekki viss um. hvort þetta væri grín eða alvara. ítal- ir geta verið miklir grínistar, og dottið allur skollinn i hug. Mér datt helzt í hug að ein- hver gömlu félaganna væri að halda upp á afmælið sitt, og ætlaði að.efna til grínleiks við það tækifæri, þar sem ég ætti að leika eitt hlutverkið. Ég þorði nú ekki annað en að senda skeyti til Mílan og spyr.i- ast fyrir um leik þennan. Kom þá í ljós að þetta var púraalvara, og ég átti að fá ferðir fríar, og allt uppihaid. Ég varð sem sagt að taka þetta alvarlega, og ákvað auðvitað að fara. Tók með gömlu skóna mína, sem eru farnir að slitna, og táin að vísa upp á við. Á iElugstöðinni var tekið á móti • mér raeð miklum látum, blaðamenn flykktust kringum og blaðaljósmyndarar létu held- ur ekki sitt eftir liggja Mér var ekið á „lúxus“-hótel í borg- inni, en þar voru þá fyrir flestir þeirra, sem áttu að taka þátt í leiknum. Flestir voru frá Italíu, en þar voru einnig: Gunnar Gren frá Svíþjóð, Wilk- es frá Hollandi, Nyers frá Ung- verjalandi, og svo ég, sem var lengst að rekinn. Þarna var og Liedholm frá Svíþjóð, sem a heima í Mílanó, og Argentínu- maður, sem býr í Eóm. Þetta var í rauninni mikill fagnaðarfundur eftir allan þenn- an tíma, og voru kveðjur inni- legar. Dagurinn fyrir leikinn fór að mestu 1 endurvakningu á vin- áttusamböndum, og þá talað í léttum tón, o^kar í milli. Undirbúningurinn undir leik- inn var svipaður og áður, ag- inn þó ekki eins harður og fyrr. Leiðin út á völlinn liggur um jarðgijng úr búningskleí- unum. Þetta voru gamlar slóð- ir, sem við tróðum „í gamla daga“. Það rifjuðust upp fyrir mér atvik liðjnna tíma Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum þegar maður kom inn á þennan fagra grasvöll bað- aðan í flóðljósum. Mann hafði aldrej dreymt um að fá að ganga þessa slóð aftur í knatt- spyrnuskóm, heyra glöð fagn- aðarlæti áhorfendanna, sama líflega tóninn óma allt um kring, alveg eins og áður. Þetta var ævintýri eða draumur, en ekki veruleiki. Þetta kom, eins og dásamleg svipmynd, þar sem okkur var leyft raunverulega að skjótast 15 ár aftur í tímann, og lifa upp aftur 2x45 mínútur i Ieik. Ég held að fáir þeirra, sem gengu þessa slóð, hafi klökkn- að. Og ég segi að það er eitt- hvað sem skeður í hug okkar, sem ekki þekkist hér. 1 hjarta okkar erum við innilega sam- stilltir, stoltir yfir því að vera í búningi félagsins og hrífumst af lit hans og merkjum. Nafn félagsins ómar, að mér virðist, öðru vísi í hug og á tungu, en ég vérð var við. hér. Það var líka þægilegt að verða var við að áhorfendur fögnuðu mjög hinum langt að- komnu gestum, frá Norður- löndunum. Það virðist sem þeir hafi tekið sérstöku ástfóstri við þá. Mílan varð líka mjög sig- ursælt, með hina þrjá Svía í framlínunni, þá: Gre-No-Li. (Gunnar Gren, Gunnar Nordahl og Liedholm). Gunnar Gren kom til Mílan rétt áður en ég fór þaðan, og má segja, að hann hafi „farið í mín föt“, því hann tók stöðu mína í lið- ínu, hann fékk íbúð mína, og hluta af húsgögnum mínum. Gunnar er mikill heiðursmaður og hefur haldizt með okkur mikil vinátta síðan. „KÓRÓNA A ÓVÆNTU ÆVINTÝRI“ Sjálfur leikurinn hefst með því, að við byrjum með knött- inri, og sendi ég hann til Gunn- ars Gren,. fæ hann síðan aftur, sendi hann til miðframverðar, sem sendir svo aftur til Gunn- ars, og í þriðja sinn fæ ég knöttinn, og er þá kominn það langt fram á völlinn, að mark- maður er einn eftir, en þá voru það hnén sem voru þannig komin, að þau þoldu ekki þung- ann c£ áreynsluna og bognuðu, og ég valt um koll. Markmaðurinn var líka of seiftn ut; en þáð gerðí'-ekfeert iiil fyrir hann. þvi ég lá! Ég þoldi einfaldlega ekki þennan byrjunarhraða. Þá tók ég það til bragðs, sem gamall refur, að taka mér stöðu þar sem ekki var hægt að „finna“ mig, og tók mér hreinlega hvíld, og eftir. 5 mínútur hafði ég jafnað mig nokkuð, eftir þessa hröðu byrjun. Náðum við Gunnar Gren oft vel saman, og nokkru eftir þessa hvíld mína nær Gunnar góðum samleik við út- herjann Carappellse, sem er kominn upp að homfána, og sendir þaðan fyrir markið og svolítið aftur. Ég fylgdi fast eftir, og kemur sendingin til mín, þar sem ég er á fleygi- ferð fram og næ því að skjóta með vinstra fæti í mjaðmar- hæð, og í þeirri hæð þaut knötturjnn béjnt í markið, sem markmaður hafði ekki möguleika tjl að verja. Mílan- áhorfendur ætluöu að ærast af fögnuði. Þetta var dásamleg stund, kóróna á óvæntu ævin- týri. Ég óskaði eftir að leika ekkl með í síðari hólfleik, þar sem ég hefði ekki úthald, og lagði allt í þann fyrri, og fór í bað. En þá komu leiðtogar Mílan og kröfðust þess að ég héldi áfram, varð ég auðvitað að gera það. INTER SENDIR VARALIÐ í síðarj hálfleik var þaö galdramennska og þol Gunnars Gren sem bjargaði mér. Þessi 42 ára gamli leikmaður hafði úthald á við ungling, og hljóp inn í eyðurnar, til þess að auð- velt væri að finna hann, og sendingar hans voru svo ná- kvæmar að það voru engir erf- iðleikar að taka á móti þeirm þetta sparaði orku mína svo um munaði. Gunnar Gren sannaði enn einu sinni að hann ber nafriið með réttu, sem hann hefur fengið að auknefni, en það er „Prófessorinn". Við vorum yfirleitt í sókn og komið er fram í síðari hálf- leik, og brúnin á Inter-mönn- um farin að þyngjast. Vitum við þá ekki fyrr til, en að upp úr jarðgöngunum koma fimm óþreyttir og yngri leikmenn og taka stöður hinna fimm sem . fyrir voru og fengu litlu áork- að. Þetta kom okkur í opna skjöldu, og snerist nú allt við og Mílan varð að leggjast í vörn Þetta hafði víðar áhrif. Mílan- áhorfendur vildu ekki taka þessu með þögn og þolinmæðj.. — 1 blöðum hafði staðið að að- eins mætti skipta um menn í fyrri hálfleik eða í leikhléi en síðan ekkj. Þeim þótti þyí heldur brotin lög á sínum mönnum og mátti nú sjá víða um áhorfendapalla átök hörð og orðaskak, og voru áflog og smábardagar. Á þessum 15 mínútum, sem þessir „ólöglegu" nýliðar Inter voru með, skoruðu þeir 2 . góð mörk. Við reyndum að sækja ef færi gafst og átti ég tvö þessi „gömlu < góðu“ af löngu færi, sem skullu { stöng- um, við dynjandi lófatak á- horfenda. Því má skjóta hér inn til gamans, að aðdáendur félag- anna taka upp á ýmsu til að undirstrika gleði sína yfir stgri síns félags, og þá reynt að stríða hinum sigruðu sem hægt er. Það má t.d. sjá eftir leik, sem Mílan hefur unnið, að að- dáendur félagsins gangast fyrir „jarðarför". Bera þeir líkkistu, sveipaða fána Inter, um götur borgar- innar, og á það.að tákna, að nú sé ekkert annað að gera fyrir, Framhald á 10. sfðu ' ---------------1 2 kjaftforir r Liston Hnefaleikararnir Sonny Liston og Cassius Clay híttust sl. laug- ardag, og munaði litlu að þess- ir vanstilltu berserkir tækju að berja hvor á öðrum. Pat Putíuun, iþróttaÍEéttarit- ari blaðsins HERALD, skrifar að Liston hafi komið í Miami Beach Gym, þar sem Clay var i við æfingar. Liston dvelur nú í Miami til að æfa sig fynr keppnina við Floyd Patterson. Fleygið helvítinu út, hann er að njósna, hrópaði Clay þegar hann kom auga á Liston í saln- um. Liston svaraði um hæl: — Hvað skyldi ég þurfa að njósna um þig? Þú ert enginn boxari — Jafnframt bauðst Liston til að gefa honum 100 dollara í vasapeninga. — Komdu ipn í hringinn, og þú skalt fá að berjast ókeypis nú þegar, svaraði Clay um hæl. Þeim sem voru viðstaddir, tókst þó að firra vandræðum og koma í veg fyrir bein handa- lögmál, og smámsaman heppn- aðist að lokka Liston á burt með fortölum, en hann steytti hnefann að Clay með ógurleg- um heitingum. NORÐURLANDABCUM FAGNAÐ Leikurjnn fór fram á San- Sire leikvangjnum í Milanó, sem mun vera einn glæsileg- asti völlur í heimi. Tekur hann 120 þúsund áhorfenda. Fyrir- £ram höfðu selzt 40 þúsund að- göngumiðar, en áhorfendafjöld- inn varð um 80 þúsund, en gert hafði verið ráð fyrir að 15—20 þúsund mundu koma. Ágóði varð því margfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir. I búningsherberginu mátti finna að hugur var í mönnum að sigra. Liðin eru miklir keppinautar, og næstum „erki- fjendur", og sama á hvaða aldri er, kemst ekki annað að en sigur. — sjgur. Flestir strákanna, eða allir þeirra sem léku, keppa enn einhvers staðar, nema ég og ítalinn Annovazzi, sem lengi var fyrirliði í ítlaska landslið- inu, en við lékum saman í Mílan á sínum tíma. Aðalvandamálið í búnings- klefanum var að finna skyrtu handa okkur tveim, þær voru of litlar. Úr þessu rættist þó að lokum. Gunnar Gren, AU bert og Liedhohfe, |||j§f§l / L '• '*V. ii'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.