Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 12
Kemur Gröndal af fjö/lum? Benedikt Gröndal er rit- stjóri Alþýðublaðsins. Hann nam fræði sín í Bandaríkj- um Norður Ameríku og hef- ur alla tíð síðan verið í miklum og mjög nánum tengslum við þá þjóð. Nú hefði mátt ætla að maður- inn væri frábærlega vel að sér í enskri tungu, en viss- ar grunsemdir hafa vafa- laust vaknað hjá mörgum manninum, sem las Alþýðu- blaðið í gær. Þannig er mál með vexti, að eitt sinn og um nokk- um tíma var títtnefndur Benedikt ritstjóri Samvinn- unnar. Þá þýddi hann grein um það sem hann kallaði „Kanadísku Fjalla- lögregluna". Nú! Það fyrir- bæri er ekki til í Kanada og varla nokkur fjöll, sem hægt er að nefna því nafni, hinsvegar er til nokkuð sem heitir: „The Canadian Mounted Police“, Orðin Mounted og Mountain (hið fyrra þýðir hestríðandi og hið síðara fjall), eru að vísu nokkuð lík, en á þeim villist enginn enskumaður, nema Benedikt. Það sann- ast á 4. síðu Alþýðublaðs- ins í gær. Nú er spumingin þessi: Hve mikið mark getum við tekið á Benedikti þegar hann vitnar í enskumæl andi heimildir? Kaupstefnan í Leipzig er senn orðin 800 ára gömul Víkingur selur í Bremerhaven Togarinn Víkingur kom í gær til Reykjavíkur með bilaðan radar og um eða yfir 200 tonn af fiski, mest karfa og ýsu, sem veiðzt hafði á miðunum út af Vestfjörðum, aðallega í Víkurálnum. Togarinn mun hafa lagt af stað í gær í söluferð til Brem- erhaven í Þýzkalandi. Vorkaupstefnan i Leipzig, hefst að þessu sinni þann 3ja marz. Eins og aliir vita er þessi kaup- stefna ein hin yfirgripsmesta i heiminum og á sér lengri sögu en flestar, ef ekki allar aðrar. Árið 1965 getur LeSpzig-borg haldið upp á 800 ára afmæli kaupstefnunnar. Flestum mun það kunnugt, að kaupstefnan er haldin vor og haust og á hana flykkjast kaup- sýslumenn allra landa, sem á annað borð hafa upp á eitthvað að bjóða. Að þessu sinn býður kaupstefnan upp á vörur frá 9000 fyrirtækjum 60 þjóða, sósí- alískra og kapítalískra. Vöru- tegundimar verða yfir ein millj- ón talsins og skipt í 55 flokka. Sýningarsvæðið nær yfir 300.000 fermetra lands, bæði í hinum stóru sýningarskálum á tæknisviðinu og í hinum fjöl- mörgu sýningarbyggingum í mið- borginni. Þátttaka landa frá Vestur Evrópu hefur meir en tvöfaldazt á síðustu fjórum ár- um og að þessu sinni verða um- fangsmiklar sýningar frá V.- Þýzkalandi, V-Berlín, Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Seðlaveski stolið með 5 þús. krónum í fyrradag milli kl. 4—5.30 var stolið seðlaveski í matstofunni í Kjörgarði. Eigandi veskisins er stúlka er vinnur i eldhúsi mat- stofunnar og segir hún, að vesk- ið hafi legið á borði í eldhús- inu og muni því hafa verið stol- ið er hún skrapp frá stundar- kom til þess að tala í síma. I veskinu voru um 5 þúsund krónur í peningum. Gmnur leik- ur á um það, að krakkar hafi verið hér að verki og biður rannsóknarlögreglan fólk að gefa því gætur ef það verður vart við krakka á ferli sem hafa óeðlilega mikið af pen- ingum undir höndum. 1 Hollandi, Svisslandi og mörgum fleiri, þ.á.m. öllum skandina- vísku löndunum. Af sýningum Xanda utan Evr- ópu, verður sýning Indlands stærst, annars sýna þarna fjöldi landa Afríku, Asíu og S-Ameríku. Sósíah'sku ríkin em stærstu þátttakendumir og hafa öll stór- ar samsýningar. I hópi þeirra er Kúba. Þýzka alþýðulýðveldið hefur sýningu á framleiðslu 6000 fyrirtækja og ríkisstjóm Alþýðulýðveldisins mun gera 40% af innkaupum sínum á kaup- stefnunni. 1 Vor taka engin íslenzk fyrir- tæki þátt í sýningimni, en í haust hafa 3 söluhringir ákveð- ið þáttöku: SH, Síldarútvegs- nefnd, og SÍS. Fleiri gætu komið á eftir. Samgöngur við kaupstefnuna verða mjög greiðar. Interflug, a-þýzka flugfélagið heldur að sjálfsögðu uppi daglegum ferð- um frá Kaupmannahöfn, auk fljúga SABENA og KLM auka- ferðir hvort frá sínu heimalandi. Skemmtiatriði í borg kaup- stefnunnar verða svo mörg og fjölbreytt að alltof langt yrði upp að telja. -¥• Aliar upplýsingar um kaup- stefnuna geta menn fengið hjá: Kaupstefnan — Reykjavík, Lækj- argötu 6A og Pósthússtræti 13. Fimmtudagur 14. febTÚar 1963 — 28. árgangur 37. töluþlað. Forráðamenn síldar- verksmiðja á fundi Dagana 7.—8. febr. efndi rannsóknarstofa Fiskiféiags ts- lands til fræðslu- og umræðu- fundar með forráðamönnum síldarverksmiðjanna og var fund- uriinn haldinn í fundarsai rann- sóknarstofunnar að Skúlagötu 4. Meðal þeirra vandamála scm þar voru rædd voru sjálfshitnun í síldarmjöli, geymsla og rotvörn bræðslusíldar, fóðurgæði síldar- mjöls og kröfur kaupenda svo og salmonnellugerlar í síldar- <$>mjöli. Fundinn sátu 27 menn víðs- vegar að af landinu og var Guð- mundur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri síldarverksmiðj- unnar í Krossanesi fundarstjóri. Þá fluttu efnafræðingarnir dr. Þórður Þorbjamarson, Geir Arnesen, Jóhann Guðmundsson og Guðlaugur Ilannesson gcrla- fræðingur erindi. Meðfylgjandi mynd er tekin af fundarmönnum. „ Varúð til vinstri" gleymist og... Um kl. 12 á hádegi í gær varð harður bifreiðaárekstur á homi Barónsstígs og Eiríksgötu. Var Renaultfólksbifreið, sem var á leið norður Barónsstíg ekið aft- antil á Volkswagensendiferðabfl, er ók austur Eiríksgötu. Við á- reksturinn valt sendiferðabif- reiðin á hliðina og rann til og staðnæmdist ekki fyrr en upp á gangstétt. Engin meiðsli urðu á mönnum en báðar bifreiðamar stórskemmdust. ökumaður fólks- bifreiðarinnar var kona og segist hún hafa gleymt að gæta að um- ferð frá vintsri er hún kom þarna á gatnamótin. Sýnir mynd- in, er tekin var rétt eftir árekst- urinn afleiðingar þeirrar gleymsku. Salka Valka þý á pólska tungu I menningarskýrslum pólskum segir frá því að rúmlega 200 skáldverk eftir erlenda samtíð- arrithöfunda muni koma fyrir augu pólskra lesenda á þessu ári. Ein þessara bóka verður Salka Valka eftir Halldór Lax- ness — hún hefur ekki verið gefin út áður í Póllandi, en ýmsar aðrar bækur hans hafa komið út þar . Geimför Coopers enn frestað HOUSTON, Texas 13/2 — Enn hefur verið frestað geimför þeirri sem Gordon Cooper átti upphaflega að fara í þessum mánuði. Henni hefur verið frest- að hvað eftir annað og nú síð- ast fram í maí. Þessi frestun mun hafa í för með sér að hinni svonefndu „tvíbura-tilraun" Bandaríkjanna verður einnig að fresta fram til næsta árs. I „Það þýðir ekki að snökkta yfir fjessu Hver togbáturinn eftir ann- an er nú tekinn í landhelgi meðfram suðurströndinni, að- allega hjá Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða og gerir Land- helgisgæzlan harða hríð dag eftir dag með byssur á lofti, Ijóskastara skimandi eftir haffletinum og hávær gjall- arhom, þegar varðskipin koma brunandi út úr nætur- myrkrinu. Þetta eru að verða hin aflasælustu mið sem um getur og Iögbrjótaveiði svo fengsæl, að menn standa orðið á öndinni. En það eru fleiri harðsækn- ir á sjó en íslcnzki sjóher- inn og er það undarlegt í sjáifu sér, hvað togbátar frá Vestmannaeyjum sækja ótt og títt inn á þessi lögvernd- uðu mið og hlaupa þannig beint í ginið á Ijóninu og vilja ekki láta hlut sinn i þessum efnum. Einn bátur hefur þó skor- ið sig úr með herskáum hætti og hefur verið tekinn þris- var sinnum á örfáum dögum í landhelgi og er það hinn landsfrægi bátur nú orðið, Sævaldur SU. Við áttum tal við Kristján Gústafsson, skipstjóra, og teljum fróðlegt að kynna sjónarmið togbátaskipstjóra um þessi mið. Iiann var síður en svo banginn I talli og drap á Þórð jökul frænda sinn, sem kvað svo forðum: „Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar- drífa“. Náttúrlega er hægt að gera allt að tfzku eins og að elta uppi fiskimenn þjóðar- innar með annarlegri veiði- náttúru og setja þá í tugthús unnvörpum. Hvort kæmi tómahljóð í ríkiskassann er annað mál. Ég er að vísu cnginn engill hér á jörðu, en tel mig ekki vera sakamann að heldur. Við togbátamcnn höfum lciðzt út í þessa veiðiaðfcrð vegna manncklu á bátunum og þessi mið okkar eru á mörkum landhelglslínunnar og stund- um Iendum við fyrir Snnan vegna veiðigleði okkar og gætum ekki að útreikningum enda hefur fiskur ekki hing- að til veríð rciknaður upp úr sjó og byggist ekki á stærð- fræðiformúlum í djúpinu og einnig rétt fyrir utan er crfitt botnlag á þessum slóðum, sem tætir vörpuna svo að hún flýtur upp eins og marhálmur. Þegar við vorum teknir þarna í fyrsta skipti við Ing- ólfshöfða slapp bátur út í næturmyrkrið og kastaði dag- inn eftir nokkuð langt fyrir utan, þá eyðilagði hann veíð- arfæri sín fyrir tugi þúsunda. Það er opinbert leyndarmál, að Vcstmannaeyjabátarnir toguðu upp í fjörur í allt sumar og bera sjómennirnir sjálfir, að varðskipín hafi sigit um hábjartan daginn innan um bátana án þess að skipta sér nokkuð af þcim og er ég ekki að bera á nokkurn hátt ásakanir á sjómennina, enda vil ég að komi greinilega í Ijós, að það þarf að liðsinna þcssum bátum og opna þessi mið fyrir þá. Þctta er yfirleitt skoðun okkar togbátamanna og er vciði þarna ekki lítlll akkur fyrir þjóðarbúið. Ég lagði Iauslega saman um dag- inn afla þeirra báta, sem voru teknir í fyrsta skipti vSð Ing- ólfshöfða og höfðu bátarnir fiskað fyrir kr. þrjú hundruð þúsund bara þcnnan cina dag cins og aflaverðmæti er upp úr sjó. Þetta er sko fiskirí,“ sagð'i Kristján eilítið æstur. „Það er ekkert spaug að gera út bát á þessum timum og rekstursfé ekki alltaf hand- bært og mér er spurn: hefur ekki verið fiskað í þúsund ár, án þcss að hafa radar við höndina og aðra nútímatækni. Ég skulda nú orðið ríkis- kassanum fimm mánaða fang- elsisvSst og er ekki tekin með refsing fyrir síðasta brotið. Það er óglæsilegt að vera fiskimaður í dag. Kannski taka þeir af mér réttindin og Iendi ég þá í erfiðléikum að halda bátnum úti og liggur þá beinast við að þeir hirði fleytuna og þá er mér sama, — fer aldrei á sjó aftur. Það þýðir ekki að snökkta yfir því. Mér var kennt á Djúpavogi í æsku, að harðsækni á sjð bæri vott um manndóm og dug og hcf reynt að haga mér cftir því á ótal vertíðum á Hornafirði og Vestmannaeyj- um, stundað sjó síðan ég var sextán ára gamall og vildi meina að allt væri fertugum fært í dag. En þetta er kannski endir- inn á sjómennskuferli mín- ! segir skipstiórinn á Sœvaldi SU 2 \ * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.