Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA--------————-—" - ■■ - '--------- ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14 febrúar 1963 John skemmti sér ekki. Hún spurði hann lágróma: — !>ví skyldi ég ekki fara til Californíu. herra Ives? — Þér heyrðuð hvað Texas sagði. Þetta er erfitt ferðalag. En það var ekki ástaeðan og hún vissi það John var að hugsa um eitthvað allt annað en hin- ir, og sennilega vissu þeir ekki einu sinni hvað það var Hún reis á fætur með hægð. — Af hverju viljið þér ekki að ég fari til Californíu, herra Ives? Hún talaði ekki hátt. en hann heyrði orð hennar greinilega þrátt fyrir kliðjnn inni. John svaraði: — Ég hef ekkert sagt um að ég vilji ekkj að þér farjð. Trú- ið mér. frú Hale. ég hef engan áhuga á að skipta mér af áæti- unum yðar Hann sneri sér aftur frá henni og gekk að vínflöskunum- Garn- et fylgdi honum með augunum. John var eins og ísdrangur í gleðilátunum inni. Hann ieit til hennar aftur, — Má ég hella i h.iá yður. frú Hale? — Nei, þökk fyrir, sagði Garnet Hann sagðj ekki fleira. Hinir skeyttu ekkert um hann. Pen- rose reyndj að halda athygli Florindu. en Silky vildi líka fá að vera með. Hann spurði: — Hvað er nú aftur nafn vðar. fagra frú? — Florinda. Florinda Grove. Hún brosti til hans. Florinda var jafntrú Bartlett og hún hefði verjð gift honum í tuttugu ár. en þegar karlmenn voru nær- staddir gat hún ekki stillt sig um að daðra svolítið, við þá, — Florinda Grove. endurtók Silky Hann sneri upp á yfir- skeggið með þumal- og vísi- fingri — Ég kannast ekkert við nafnið En mér finnst eins og ég hafi einhvern tima séð yður áður. Gamet hrökk við En Florinda hló og hristi höfuðið. — Þá er ég ekki með á nót- unum. herra Van Dorn Ég get ekkj ímyndað mér hvar við ætt- um að hafa hitzt. Ég hef aldrei komið til Californíu. Silky hrukkaði ennið og strauk svarta skeggið og hann var svo líkur leiksviðsflagaranum sem var að reyna að töfra stúlkuna. að Garnet gat naumast stillt sig um að hlæja. En Florinda var engin venjuleg stúlka og hún gat leikið engu síður en hann. — En í New York þá? sagði Silky — Heyrðj ég ekki rélit að þér nefnduð New York? — Jú, jú. ég er fædd þar, sagði Florinda. ■— En ég hef ekki verið þar í langan tíma. — Ekki ég heldur, sagði Silky. — En ég er líka fæddur þar. Ég hlýt að hafa þekkt yður í New York Blá augu Florindu litu ásak- andi á hann. — Það er nú ekki beinlínis uppörvandi að þér skuluð gleyma mér svona fljótt. — Það er ekki það, að ég sé búinn að gleyma yður, sagði hann með yfirlæti. — Enginn maður gæti gleymt hvílíkri feg- urð og þokka. En það er hægt að gleyma stund og stað í hrifn- ingu sinni. — Á ég að segja yður, að éf myndi aldrei gleyma manni sem talar svona fallega. Þér hljótið þá að hafa sagt þettia við ein- hverja aðra í fyrsta skipti. Hún lyfti brúnum striðnislega og beindi athyglinni að Penrose, sem reyndi að taka um mittið á henni. Hún danglaði í úlnlið- inn á honum. — Enga ágengni, herra Penrose. Ég þekki yður ekki nógu vel. Silky hló að frumstæðri ást- leitni Penrose, en hann var enn- þá að brjóta heilann. — Þér hafjð þó ekki einhvern tíma út- býtit spilum i spilavíti? — Nei. það hef ég aldrei gert. Svona, herra Penrose, haldið um þessa kollu með báð- um höndum og ég skal hella í hana. Báðum höndum, sagði ég. John horfði á hana með aug- Ijósri undrun yfir því að hún skyldi vera hér ; híbýlum Garn- etar. Gamet langaði mest til að segja honum að skipta sér ekki af þvi sem honum kæmi ekki við John gekk yfir gólfið til Garnetar og hneigði sig. — Ég skal losa yður við þessa pilta. frú Hale Ég er viss um að þeir eru yður til ama. — Síður en svo. sagði Garnet. en hann var þegar búinn að snúa sér undan Rödd hans yf- irgnæfði kliðinn. — Svona. nú er nóg komið. piltar. Nú förum við. Þeir mótmæltu. Þeir vildu alls ekki fara. Penrose sárbændi Florindu um litinn koss. John sagði stutitaralega og ákveðið: — Svona Penrose. Nú förum vjð Fíorinda ýtti Penrose frá sér. Hún lét sig síga niður af borð-1 inu. — Af stað með ykkur, karl- ar. Við erum vinir. Ekki á kossa- stiginu. — Út með ykkur alla saman, sagði John. Þeir fóru að hlýða með sem- ingi, Þejr vjrtust bera næga virðingu fyrir honum til þess að fara að orðum hans. John hélt áfram: — Ég get fullvisað ykkur um, að frú Hale er ekki vön því að fá karlmenn í langar heimsókn- ir, þegar eiginmaður hennar er fjarverandi. Kveðjið þið nú og hypjið ykkur. Þeir gengu til dyra. Þegar þangað kom, hneigðu þejr sig með glæsibrag og kvöddu. Silky Van Dom sagði hryggur: — Þið sendið frá ykkur þrjú brostin hjörfu, kæru frúr. Garnet hló og þær Florinda veifuðu í kveðjuskyni. Þegar þeir voru komnir úti í húsasund- ið, tóku þeir samstundis lagið að nýju. 15 John fór ekki undir eins. Hann lokaði dyrunum á eftir hinum. — Ég vona, frú Hale, að við höfum ekki gert yður alltof mik- ið ónæði. Ég skal sjá um að þeir fari beint á Fonda. f yð- ar sporum myndi ég hafa dym- ar læstar það sem eftir er dags- ins. Hann ætlaði að fara, en Flor- indg sagði: — Heitið þér John? — Já, frú Grove. — Jæja. Johnny, fyrst Santa Fe er í galsa í dag, þá væruð þér vís til að fylgja mér heim? — Að sjálfsögðu. frú Grove. Ég fylgist með piltunum til Fonda og svo skal ég koma og sækja yður. Sælar, frú Hale. — Sælir. sagði Gamet. Hann fór. Florinda fór að ráð- um hans og skaut slagbrandin- um fyrir. Hún snerj sér við og blístraði. — Pú. Þetta var næstum eins og í gamla daga, sem ég er lif- andi. Heyrðu Gamet, hver er eftir fáa daga. — New York, endurtók Pen- rose heillaður. — Nei. frú. þang- að hef ég ekki komið. Ég hef ekki komið austur fyrir Miss- oiuri. New York er vist finn staður. —* Já, auðvitað, herra Penrose. Það er fínn staður fyri.r þá sem kæra sig um stórborgir. Sjálf er ég hrifnust af sveitinni. Mér leizt dásamlega á Missouri, þeg- ar vjð ferðuðumst þar um. — Er það satt ungfrú Flor- inda? Florinda tyllt.i sér á borðið og Penrose reis á fætur til að setjast hjá henni. Hann fór að segja henni, að hún minnti hann svo á hana Kötu systur hans. Silkv lyfti kollunni og stakk upp á að þeir drykkju skál tveggja fegurstu kvennanna héma megin himnaríkis. John hafði tekið sér kollu og hélt um leirhankann. en hann stóð á- lengdar og horfði á án þess að taka þátt í því sem gerðist. Þriðji maðurinn Texas. hélt Hka á kollu. Hann drakk úr henni drjúgan teyg os gekk síð- an til Garnetar. Hún sat á veggbekknum og horfði glaðlega á þau hin, en þegar Texas kom til hennar leit hann í augu hennj og úr augnaráði hans máttj lesa hina sömu blíðu og þrá og hún hafði stundum séð í augum mannanna í ferðalag- inu — Má ég hella í krús handa vður, frú Hale? spurði hann. Garnet langaði ekki í neitt. en það var svo augljóst. að hann vildi gera eitthvað fyrir hana, að hún þáði það. Hann kom með kollu — Það er ánægjulegt að S’á aftur bandariska konu. segði Texas mildum rómi. Hinir höfðu rakað af sér skeggið um morgun- inn, en Texas hafði látið sitt skegg standa. En hann hafði klippt það og snyrt. Hárið var líka klippt og greitt og röddin var jafnmild og augun. Texas var indæll. Garnet brosti til hans. — Við höfum nægan tíma til að kynn- ast, sagði hún — Varla nægan, sagði Texas dapur. — Við leggjum af stað til Califomíu eftir þrjár vikur. Og Oliver fer auðvitað með yð- ur til baka. — Svona. svona, Texas, sagði Silky tilgerðarlega — Vertu ekki að minna okkur á að við verð- um bráðlega að yfirgefa þess- ar yndislegu konur. Við skulum ylja okkur við fegurð þeirra meðan við getum. Garnet hristi höfuðið. — En herrar mínir. við þurfum alls ekki að kveðjast. Ég fer með ykkur til Californíu. — Nei, er það satt! hrópaði Texas himinlifandi. Silky sveiflaði kollunni og þeg- ar hann sá að hún var tóm, fyllti hann hana á ný. — Það eru svei mér góðar fréttir. Góða ferð. frú Hale. Penrose heyrði þetta ekki. Hann var að rabba við Florjndu. En John heyrði þetta og hann gekk þvert yfir stofuna til Garn- etar. Án þess að skeyta um Silky eða Texas, leit hann hvasst á hana og augu hans minntu hana á grænleita is- mola. — Heyrði ég rétt. frú Hale? spurði hann lágri röddu. — Sögðuð þér að Oliver ætlaði með yður til Californíu? — Já, reyndar. sagði Gamet. Henni varð aftur orðið ónota- lega innanbrjósts. — Við ætlum að hafa vetrarsetu á ranchoinu hjá Charles bróður hans. — Jæja. sagði John. Hann þessi dæmalaust glaðlegi vinur þinn? Garnet settist á bekkinn. — John Ives? Ég veit ekki ann- íþróttir Framhald af 4. síðu hinn sigraða, en að fara í gröf- ina. Getur „jarðarför" þessi orðið æði mannmörg. Viðbrögð að- dáenda þess sigraða, sem verið er að bera til „grafar“, veröa oft þau, að þeir standa á gang- stéttum og kasta ýmsu laus- legu, skemmdum ávöxtum og öðru slíku að „líkfylgdinni“. Eru „jarðarfarir“ þesssar gagn- kvæmar eftir því hvor sigrar. Eftir leikinn var efnt til veg- legrar veizlu, og leikmönnum afhentar minningargjafir og ævintýrinu lokið. Daginn eftir fórum við Gunn- ar Gren í heimsókn til forseta Mílan-félagsins, frá því við vorum þar, en hann dvelur á heilsuhæli í Varese, og fréttum við síðar að við hefðum slopp- ið af þeim sökum við fjölda blaðamanna, sem leituðu okkar. Hann sendi mér síðan boð í brúðkaup dótturdóttur sinnar, en ég gat ekki komið því við að fara. Ég er viss um að Gunnar Gren hefur líka fengið slíkt boð. Ég vil svo að lokum endur- taka það, að ég trúði varla skeytinu, þegar ég fékk það, um að koma til Mxlan og leika með gömlu félögunum. En nú, þegar ég er kominn heim, trúi ég varla að þetta hafi skeð, að ég hafi farið, staðið mig vel, ’i skorað ágætt mark, félagamir 1 ánægðir, félagið mitt gamla ánægt, heyra í áhorfendunum, sem muna mann enn. Þetta er allt eins og eitt af ævintýr- unum úr Þúsund og einni nótt! F. H. SKOTTA — Ef þú þarft að flýta þér, Skotta mín, þá geturðu fengið að sjtja á hjá mér spottakorn. Innheimfa Framhald af 8. síðu. með séraðstöðu er ekkert á- horfsmál að skattleggja sér- staklega — alveg eins og það var sjálfsagt á fyrstu árum út- varpsins — en strax og sjón- varpsnotkxm væri orðin al- menn, er ráðið það sama og nú blasir við gagnvart afnota- gjöldum útvarpsins: að bæta við „nýrri línu á þinggjaldsseð- ilinn“! Eg sný ekki aftur með það, og sé ekki minnstu ástæðu til þess að innheimtubákn út- varpsins bíði gapandi og áfjáð árum saman eftir umdreymdu verkefni til lífsviðhalds — verkefni sem svo e. t. v. fyr- ir rás viðburðanna félli henni svo aldrei í skaut! Allt getur breytzt af tækniástæðum ein- um. Núna er hægt að ganga um og telja sjónvarpsnet á húsum með sáraMtilli fyrirhöfn. Seinna getur þetta orðið ó- mögulegt vegna þess að innan skamms verði blátt áfram hægt að stinga „sjónvarpsheimilinu" í vasann, rétt eins og „útvarps- heimilunum" nú! — O — Þegar hér er komið sögu. er tölusettum „rökum“ greinarhöf. lokið. Yíkur hann þá að viður- kenndum kostum nefskattsins. Verður þar tvennt fyrir. Lækk- aðan innheimtukostnað telur hann aðeins verða „nokkur prósent af iðgjaldinu“. Eg vil mælast til, að hann nefni hversu mörg prósent, þar eð bæði hann og útvarpsráðsfor- maður gera heldur líltið úr þessu meginatriði. Gott er þá líka að upplýsa hreinlega og undanbragðalaust, hve miklu allur innheimtukostnaður út- varpsins nemur samkvæmt síð- ustu tölum. hverju nafni, sem nefnist; laun, húsnæði, póst- kröfur. lögtakskostnaður o. fl. Þetta eiga hlustendur rétt á að vita, — einkum nú — og vænti ég, að ekki standi á svörum. Hitt atriðið snertir tækja- skráninguna. Eg er satt að segja dá'Mtið hissa á svona manni eins og herra Birni, sem ég hefi nú alltaf haft nokkrar mætur á af ýmsum ástæðum, ef hann getur kinnroðalaust lagt sig niður við það smásál-' arlega hjal um þessi ótuktar- legu „transistortæki" í varnar- skyni, að þau séu ýmist lögleg eða óllögleg eftix þvi hvar ber- andi þess er staddur! Ferming- arbamið. sem fær þetta vand- ræðatæki að gjöf, er seim sagt í fullum retti með það í vas- anum heima hjá sér, en fari það út í bíl eða á vinnustað, er það orðið sakamaður og brotlegt við löggjöf landsins — og herra Bj. Th. Bj., hinn rót- tæki sósíalisti, tekur ofan í djúpri auðmýkt fyxir slilkum lagafyriimælum og sver og sárt við leggur að svíkja þau aldrei! Herra Bj. Th. Bj. syngur háttvirtum hlustendum hyll- ingaróð fyrir „trúnað manna“ við stofnunina. Hljómar þetta nú ekki heldur hjáróma þessa dagana, þegar útvarpið ham- ast æðisgengið til þess að „nappa“ alla þrjótana, sem gera sér leik að því að þrjózk- ast, þrátt fyrir allar tiltækar særingar lögum og reglugerð- um samkvæmt? Gefi sig 10% fram af sjálfsdáðum, miðað við árangur af húsrannsókn, gleðj- ast allir aðstandendur og unn- endur hringavitleysunnar inni- lega og hoppa og dansa eins og börn á jólunum. Þá spyr greinarhöf. hvort það séu „ólög“ að „hvetja fólk til þess að greiða sitt gjald“. Nei, herra Bjöm, og þa® hefi ég aldrei sagt — ekki frekar en, að það sé „níðangurslegt ranglæti“, „þótt fólk sé kurteislega minnt á skyldu sína við samborgarana“. Það er misskilningur. Hitt kalla ég „ólög“ og „níðangurslegt rang- læti“, að mismuna mönnum freklega og hundelta þá fyrir litlar sakir og kosta til slíks leiks of fjár — án árangurs! Og þó að svo bljúgum og auð- mjúkum manni frammi fyrir borgaralegum lögum sem herra B. Th. Bj. finniíst það e.t.v. ótrúlegt, er það samt svo, að það dregur ekki úr orðum mín- um og ályktunum að vita full- vel, að allt sjónarspilið er gert samkvæmt nákvæmri þræð- ingu svokallaðra laga, sem dregizt hefur langt úr hófi fram að leiðrétta! Einkum slæ ég ekki af þessu, þegar við blas- ir einföld, tiltölulega réttlát og harla ódýr lausn málsins með einu „pennastriki“. Hér sem annars staðar á við að segja: „VILJI er allt, sem þarf“. Hann á að styrkja en ekki drepa á dreif — einkum af þeim, sem hafa verið til þess kjörnir að hafa forystu í þess- um málum, ahnenningi til heilla. Rvík., 9/2 1963. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.