Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmiudagur 14 febrúar 1963 eéf til i öiáBsini ... 1 Ennun t innheimtumál útvarpsins Enn ern innheimtumál Rík- isútvarpsins á dagskrá manna a meðal — ogr nú hefur Bald- vin Þ. Kristjánsson sent blað- inu langt mál sem svar við grein Björns Th. Björnssonar á dögunum. Enda þótt grein Baldvins sé miklu lengri en svo að falli eðlilega undir rarama þessa þáttar, þykir rétt að birta hana. Þótt ég hafði ekki hugsað mér að standa í ritdeilum vegna eindreginnar og yfirlýstrar skoðunar minnar á inn- heimtumálum útvarpsins, fagna ég samt því róti, sem komizt hefur á málið, og vil að gefnu tilefni ræða það nánar. Tveir „sósíaliskir alþýðufull- trúar‘: í útvarpsráði hafa, aldrei þessu vant. brugðið blundi út af þeim skrifum, sem undanfarið hafa átt sér stað út úr því sleifarlagi, er ríkir í af- notagjaidamálum stofnunarinn- ar — og a. m. k. annar þeirra lagt til grundvallar skrifum sínum grein mína um kóme- díuna. Er þetta raunar dálítið furðulegt, þar eð enginn hefir nefnt útvarpsráð á nafn i þessu sambandi, enda verður ekki séð. að ráðinu komi þessi mál nokkurn skapaðan hlut við samkvæmt útvarpsreglugerð- inni um starfssvið þess. En, hvað um það. mennirnir hafa fullan rétt á að tala. Báðir þessir prúðu og penu herrar, sem sjálfir telja sig sérstak- lega orðvara, þykjast rumska þarna til varnar heiðri sín- um. og gera það trúverðuglega að hætti íhaldssamrar og væru- kærrar embættismennsku, sem undir drep vill rorra í hægu hæti án ónæðis eða truflunar. Annar — sjálfur formaður ráðsins — skrifar sunnudags- pistil og hefur ónot vegna „hroka og belgings“ ónærgæt- inna manna. Hinn — herra Björn Th. Björnsson listfræð- ingur — kvartar sárlega und- an miklum „fyrirgangi“. í báð- um er kuldahrol'lur þessa þó mildu skammdegisdaga. Það er ekki einasta það, að sjálf orð mín falli listfræðingnum ekki í geð, heldur gengur fram af honum gildleiki sumra staf- anna. og meira að segja til- tekin greinarmerki mín fara honum fyrir brjost! Úr því herra B. Th. Bj. finnst ég ófyrirleitinn í orðum, hefði hann ekki átt að gera sig sekan um allfreklega rang- færslu til þess að gera nógu illt verra! Dæmi: Ég spurðj, hversu lengj þeir útvarpsráða- menn ætluðu ennþá að halda áfram „að leika hrejn fífl“ o.s. frv. Björn tekur ekki nærri sér að vippa þessu yfir í það, að ég hafj sagt. að sömu heiðurs- menn „séu“ hrein fífl, o. s. frv. Lárus Pálsson lék þann gamla með miklum ágætum um árið — engum mun þó hafa komið til hugar, að hann væri djöfsi! Svona málflutn- ingur vekur ekki traust fyrir nákvæmni og tæplega heiðar- leika heldur, og sýnist varla gefa greinarhöfundi sterkan rétt til þess að setja sig á há- an hest gagnvart öðrum. Herra Bj. Th. Bj. kemur með 5 tölusett „þyngri rök“ gegn breytingu á þeirra innheimtu- og skráningardellu, sem allur aknenningur í landinu for- dæmir. Skal þeim nú gerð nokkur skil í sömu röð og þau eru framsett: 1. Greinarhöf. talar um „val- rétt“ manna í þessu sambandi og „skerðingu persónufrelsis“. Þetta er hreinn fyrirsláttur og stenzt engin rök eða saman- burð við ótal annarra hlið- stæðra lagafyrirmæla, sem engjn athugasemd er gerð við, þótt Björn fullyrði hið gagn- stæða. öll undantekningalaus lög bjóða ekki upp á neitt „valfrelsi" þegnanna — og þykir sjálfsagt! Hvernig er hægt að ganga fyrir hvers manns dyr og spyrja: Vilt þú? Aðalatriðið — og það, sem á að ráða úrslitum varðandi öll jöfn persónugjöld — er jöfn og almenn samstaða. Hún cr ótvírætt fyrir hendi í um- deildu máli. Það vita bæði guð og menn. Auk þess er ekkert því til fyrirstöðu í samræmdri innheimtu að veita undanþág- ur, ef ástæða þykir til. Hver vill í alvöru kveinka sér und- an mannréttindaskerðingu í sambandi við jafnt og almennt útvarpsgjald? Og, vel á minnzt: Vill ekki herra Bj. Th. Bj. gera sivo vel að upplýsa fjölda hlustunaruppsagna und- anfarin ár? Hvað getur hann fullyrt um, að slíkar uppsagn- ir stafi af viðhorfi til afnota- gjalds? Er ekki a. m. k. hugs- anlegt, að ýmsir, sem aldrei er hægt að gera ti'l hæfis, séu með þessu að mótmæla „lé- legri dagskrá"? Mér er ekki Ijóst hvað list- fræðingurinn er hér að blása upp og telja „varhugavert". 2. og 3. Hér athugar grein- arhöf. „hvernjg beinn útvarps- skattur kæmi niður á heimil- um“. Hann viðurkennir, að „allflest“ heimili gredddu ein- faldan skatt, en margfaldar svo auðveldlega upp í sexfaldan. Víst kunna að geta orðið dæmi slíks, þótt undantekningar yrðu. En á hvaða vesalinga félli slíkur skattur? Auk hugs- anlegra foreldra innan elli- launaaldurs og, sjálfstæðra lausamanna, yrðu það „börn“ milli tvítugs og þrítugs! Ég verð að segja, að hér er samúð mín takmörkuð. Hvað er meira aðleggjaá allt þetta sjálfsvæða fólk þótt það búi í skjóli ann- arra heldur en ef það yrði að hokra sér? Ég sé það ekki. og enga ástæðu til tárfellingar! Þetta eru engin öreigarök, held- ur fullkominn málatilbúningur, sem íormaður útvarpsráðs ger- ir sig einnig sekan um. Já. það er líka einmitt i þess- um kaflanum, sem herra Björn telur dæmi mitt um rfka manninn og fátæka „broslegt'f Það er þó raunsatt! Það er nú einu sinni svona, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að langanir manna og hneigðir fara ekki fyrst og fremst eftjr efnahag. Eg þekki margmillj- ónera, sem hvorki á bíl né heldur „reiðhjólsdruslu til þess að komast á kontórinn"! A sama hátt marga félitla menn, einkum laghenta grúskara, sem hafa nautn af því að liggja öllum frístundum í af- lóga bílum og bátum. sem þeir hafa fengið fyrir sama og ekki neitt. Það getur vel verið, að fínum stofumönnum þyki þetta skrýtjð. og að kollur þeirra rúmi ekki nema lúxusbíla og báta a. m. k. „auðkýfinganna“. Aðrir vita fullvel, að bílll og bíll, bátur og bátur, þurfa ekki að eiga saman nema nöfnin, og gefa ekkert tilefni til gleið- gosalegs útúrsnúnings. Það kann vel að vera, að herra Bimi Th. Björnssyni finnist eitthvert öreigaviðhorf endurspeglast vel í meinfýsinni drýldnj yfjr sextugföldu af- notagjaldi „Bíla-Steindórs“, eins og hann svo virðulega kallar þennan gilda útvarps- skattþegn. En ég get bara sagt Birni það í fullri einlægni. að það vekur mér alls enga hrifn- ingu sem réttlætismál í gjald- heimtu útrvarpsins að léggja þennan margfalda skatt á Steindór. Hvers á hann að gjalda? Hann hefir þó ekki nema tvö eyru, rétt eins og við, og til hans getur því ekki streymt neitt meiri blessun frá útvarpinu en annarra manna! Gefur það tilefni til marg- faldrar útvarpsálagningar, að þessi maður eyðir allmiklu fé í það að gera starfsmönnum sínum og farþegum kleift að hlusta meðan þeir geta það ekki heima hjá sér? Mér finnst þetta miklu frekar þakkar- vert heldur en að það eigi að vera fagnaðarríkt árásar- og aukaskattlagningarefm fyrir afvegaleidda útvarpsráðsmenn. Hliðstætt ofansögðu má í þessu efni segja gagnvart ein- stökum fyrirtækjum og stofn- unum almennt. Þau hafa eng- in eyru, og ættu því samkvæmt persónulegri afnotareglu ekk- ert hlustunargjald að greiða — ekki einu sinni SÍS! Annars skil ég nú satt að segja ekki, hvers konar brandari það er hjá Birni að helga sérstaklega SÍS það eina upphrópunar- merki, sem hann vogar sér að nota í grein sinni, (líklega til þess að undirstrika andstæðuna við mig, sem er svo óspar á þau!). Mér finnst endilega. að menntamenn svona vandir að virðingu sinni eins og herra út- varpsráðsmaðurinn, eigi að sýna einum allra hæsta — sennilega langhæsta — gjaldanda í sjóð „eigin aflafjár útvarpsins" meiri virðingu en svo að senda honum alsaklaus- um glósur! Auk fjölmargra samvinnufyrirtækja gi-eiðir SÍS sjálft ár hvert mörg hundruð þúsund krónur tii útvarpsins — svo það er sennilega mjög eðlilegt, að herra Birni Th. finnist það liggja nærri að gefa í skyn, að ég gangi erinda þess í viðhorfi mínu til innheimtu afnotagjalda! Sem sagt: ég óska honum til lukku með þessa bráðfyndni sina, og líka þeim, sem hún kann að hafa glatt. í framhaldi af þessu „sósíal- iska“ viðhorfi herra Bj. Th. Bj. sem nú hefir verið rætt, er óhjákvæmilegt að vekja at- hygli á einu ennþá. Það er engu líkara en að hann telji afnotagjöld útvarpsins eiga að vera eins konar allsherjar „regúlator" til jöfnunar tekj- um og eignum þjóðfélagsþegn- anna. En það getur varla verið rétt! Sleppi Pétur eða Páll — SÍS eða Steindór — of ódýrt frá álagningarapparötum hins opinbera, er tæplega um það að ræða. að útvarpinu sé ætlað að jafna þær sakir. Nema þá, að frjálsar hendur þess í að- för að hlustendum, geti bara losað okkur við byltinguna til fullnægingar öllu réttlæti! Nei, hér sem víðar er hugsun list- fræðingsins á nokkuð hálum villigötum, þótt hann augsýni- lega reyni að slá sig til ridd- ara í augum fátæklinga með því að segja „efnalitil heimili“ verða ,,að greiða fyrir útvarps- not milljónafyrirtækja“, ef hin einfaida og kostnaðarlausa að- íerð verði tekin upp. Varðandi þessa sætu lummu visa ég til fyrri raka minna hér að fram- an, en bæti því svo við hér, að harla mjúklega þrúgar oss ó- breytta útvarpsgjaldendur sá álagningarkross, þegar þessi sömu gjöld geta auðveldlega „orðið 20% lægri en afnota- ffjaldið er nú“ samkvæmt orð- réttum upplýsingum einskb annars en Björns sjálfs. auk margs annars, er áynnist, svo sem um 1000 fleiri afnotagjald- endur árlega til fjölgunar um- fram þá, sem eftir núffildandi skráningarkáki gæfu siff fram. Sama heimild! Nei, samt skal streitzt á móti! Hugsjón ó- kunn! 4. Undir þessum paragraffi ræðir herra Bj. Th. Björnsson það, sem honum finnst senni- lega mest til koma alls í þess- um málum, og varar við stór- kostlegri yfirvofandi hættu. Hann telur, að ef horfið væri að nefskatti sém afnotagjaldi, yrði „mjög hætt við því að fljðtlega sæi fyrir endann á fjárhagslegu sjálfstæði útvarps- ins.“ En, hvað er það nú hjá öðru verra? „í því felst um leið visst (!!) menningarlegt sjálfstæði“, segir hann og bæt- ir við í áhrifamiklum og ábyrgum ráðsmanns- klökkva þessum hjart- næmu orðum: ....... ég tel það. ekki trúnaðarerindi mitt í út- varpsráði að stuðla að afnámi þess“. Þá er það bókað! Síðan kemur skemmtileg útlegging um „ríkishlöðuna", „skömmtun á garðann" og vangaveltu yf- ir „tuggunni“ hvað ekkert er samboðið svo virðulegri stofn- un sem rílkisútvarpinu þótt svona vesalingar eins og t.d. Tryggingastofnun ríkisins verði að sætta sig við það að geta ekki gamnað sér við eigin, sjálfstætt innheimtubákn, á kostnað almennings, menning- Grein Björns Th. Biörnssonar svarað arlégu sjálfstæði sínu til uppi- halds! En gamanlaust: Hverj- um er ætlað að trúa þvi. að „menningarlegt sjálfstæði út- varpsins" — sem manni skilst þó að hafi ekki mikla eðlilega möguleika út yfir menningar- blæinn á dagskrá þess hverju sinni — rísi hærra við það að amstra og biástra við rang- snúna, óful nægjandi og rán- dýra innheimtu- og skrán- ingartilburði, en falli saman i hrúgu við skynsamleg og sjálf- sögð vinnubrögð, sem tryggja hag stofnunarinnar miklu bet- ur? Já, ef fjármálavaístrið og fyrirgangurinn þarf að vera einn helzti burðarás útvarps- menningarinnar á landi voru, legg ég til að þessum áíjáðu athafnamönnum verði sem fyrst heimilað að gera út á síld og fá „sjans“ á stórum köstum! 5. Að dæmi formanns út- varpsráðs verður herra B. Th. Bj. torráðin gáta, hversu fara skuli að, þegar sjálft sjónvarpxð kemur. Enginn veit, hvað lang- ur aðdragandi verður að því, en alllangur verður hann áreið- anlega. En er ti'l of mikils mælzt, að áhyggjur vegna inn- heimtumála þess í framtítðinni séu í bili sparaðar sér í þeirri trú, að þá komi dagar og þá komi ráð? Eg held varla að hætta sé á, að framgangur þess máls strandi á aðferð til að afla því afnotatekna. Að öðru leyti vil ég segja, að fáa menn Framhald á 10. síðu. bridge Síðastljðið mánudagskvöld laúk sveitakeppni Bridgefé- lags kvenna. Tíu sveitir tóku þátt í mótinu, sem lyktaði með sigri sveitar Eggrúnar Arnórsdóttur. í sveitinni voru ásamt henni Ásta Flygen- ring, Guðríður Guðmunds- dóttir, Guðrún Bergsdóttir, Hal'la Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir. Röð og stig sveitanna var eft- irfarandi: Frá úrslitaleiknum Talið frá vinstri; Vigdís Guðjónsdóttir, Eggrún Arnórsdóttir, fyrirliði sjgursveitarinnar, Hugborg Hjartardóttir og Guðríður Guðmundsdóttir. — Myndirnar tók Ijósm. Þjóðviljans, Ari Kárason. >á bridffckcnrninni, taliö frá vinstri: Kristjana Stengrimsdóttir, Margrét Jcnsdóttir, Halla Bergþórsdóttir og Laufey Þorgeirsdótti, Sveit: Stig: 1. Eggrúnar Arnórsdóttur 49 2. Laufeyjar Þorgeirsd. 42 3. Elínar Jónsdóttur 41 4. Rósu ívars 35 5. Dagbjartar Bjarnad. 27 6. Jónínu Loftsdóttur 19 7. Júlíönu Isebarn 18 8. Þorgerðar Þórarinsd 16 9. Guðrúnar Einarsdóttur 12 lO. Elínar Hlíðdal 11 Úrslitaleikinn, sem stóð milli siveita Eggrúnar og Laufeyjar, vann sú fyrrnefnda með 5 vjnningss'.igum gegn 1 og þar með mótið. í þessari umferð eins og mörgum öðrum kom fyrir frávik frá spilareglum vegna óaðgæzl'u. Sagnhafi var að spila spilið og spilaði óvart út frá öfugri hendi. Um þetta lagabrot segir i 56. grein Alþjóðalaga um bridge: Ef annar hvor verjandi krefst þess, að sagnhafi tæki upp útspil. sem hann hefir látið út í rangri röð. er hið ranga spil tekið upp án viðurlaga, og ef sagnhafi héfir látið út frá rangri hendi. verður hanr að láta út frá réttri hend og skal það vera spil > sama lit ef hann getui (viðurlög). Að verjand' bendir á, að sagnhafi hef ir látið út í rangri röð. þýðir það, að taka á spil ið upp aftur. Einn liður bridgespilsins er að þekkja spilareglurnar til hlíltar og sjálfsagt er að hlíta þeim í einu og öllu, jafnt hvort um keppni eða heima- spilamennsku er að ræða. Von er nú á breytingu á a þjóðalögum um bridge og fyndist mér tilvalið verkefni fyrir stjórn Bridgesambands íslands að láta þýða þau, gefa síðan út og selja til hinna l'jölmörgu áhugamanna li.ií hridge viðsvegar um landið. Næstkomandi mánudags kvöld hefst parakeppni (karl og kona) hjá Bridgefélagi kvenna. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir 'hjón, sem langar til þess að kynnast keppnisbridge. Guðrún Bergþórsdóttir. form. B.K. tekur á móti þátttökutilkynu, ingum í síma 12469.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.