Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 4
ÞJOÐVILJINN Miðvikudagtir 20. febrúar 1963 g SfÐA Hver eru takmörk marmlegra r gefu I iþróttum? Spurning þessi hefur valdiS mórgum frœSimanninum heilabrofum og oft veriS filefni fjörugra umrœSna meSal iþróttamanna Það þótti yfirnáttúrulegt þegar Valeri Brumel tókst að stökkva yfir 2,27 m, Verður heimsmetaö 2,35 m. innan skamms? Grein þessi er eftir hinn kunna sovézka þjálfara L. Chomenkov og birtist ujpphaflega í tímaritinu „Fiskultura i Sport“. Hér er hún þýdd úr þýzka ritinu „Der Leichtathletik- Trainer" af Ingimar Jónssyni. Greinin er rit- uð fyrir ári, og þess- vegna eru sum heims- metin, sem tilfaerð eru, ekki enn á lífi, en rétt þykir að láta tölurnar standa óbreyttar. Skí&amót Reykja-1 víkur um helgina Keppendur á mótinu skipta hundruðum. Ekki er vitað um nákvæma tölu keppenda, bar sem sumir keppa í fleiri en einni grein. Samtals verða 318 menn og konur ræstir til keppni, en sumir eru þá tví- taldir eða jafnvel oftar. Dagskrá mótsins um næstu helgi er þessi: Laugardagur Kl. 11 Nafnakall fyrir stórsvig kl. 14.00 Mótið sett í skíða- skála IR. Strax á eftir: Stór- svig, allir flokkar. kl. 16.00 Ganga í norrænni tví- keppni. Sunnudagur Kl. 10.00 Guðsþjónusta í skáJ- anum kl. 12.00 Svig — A og B flokk- ur og kvennaflokkur. kl. 15.00 Stökkkeppni. Þessi dagskrá er að sjálfsögðu háð því að nægur snjór verði j til keppni í göngu og stökki. j Hinsvegar er örugglega nægur j snjór fyrir keppni í svigi og : bruni. Um helgina 2.t—3. mar7 fer svo síðari hluti mótsin' fram. Það eru mörg ár liðin síðan keppt hefur verið í norrænu greinunum, göngu og stökki hér sunnanlands, vegna snjóleysis. Áhugann virðist hinsvegar ekki skórta, því 14 keppendur eru skráðir í göngu og 13 í stökki. Undirbúningur mótsins er í fullum gangi, en það er skíða- deild. ÍR sem annast hann. Við tR-skálann eru ágæt skilyrði til að fylgjast með keppni í alpa- greinunum. en brautin í stór- svigi verður óvenju stórbortin í Hamragili. Veitingar verða * skálanum fyrir gesti. Ferðir verða sem hér segir frá BSR: Laugardag: kl 10, kl. 13, kl. 14 og kl. 18. Sunnudag: kl. 9, kl. 10 og kl. 13 -----------------------------— . . & . . . KIPÆUTGCRB RÍKISINS BALDUR íer til Rifshafnar. Skarðstöðvar, Króksfjarðamess og Hjallaness, í dag. Vörumóttaka árdegis í dag. Mögruleg heimsmet Ef við höfum í huga þau glæsilegu afrek sem unnin hafa verið og skýringuna á þróun þeirra, getum við með góðri samvizku gert okkur í hugar- lund hvaða afrek muni unnin í frjálsum íþróttum á næstu 3- 4 árum. Núgildandi heimsmet inn- an sviga. Karlar: 100 m 9,8 (10,0) 200 m 19,6-19,8 (20,5) 400 m 43.6 (44.9) 800 m 1.43 (1.45.7) 1500 m 3.30 (3.35.6) 5000 m 13.20 (13.35.0) 10000 m 27.20 (28.18.8) 110 m gr. 12.6 (13.2) 400 m gr. 48.0 (49.2) 3000 m hindhl. 8.25 (8.30.4) Hástökk 2.35 (2.25) Langstökk 8.50 (8.28) Þrístökk 17.50 (17.03) Stangarstökk 5.00 m (4.83) Kringlukast 63-65 m (60.72) Spjótkast 92-93 m (86.74) Sleggjukast 74-75 m (70.33) Kúluvarp 21-21.5 m (20.06) Tugþraut 9000 stig (8683) Konur: 100 m 10.8 sek. 11,2 200 m 22.4-22.6 22.9 400 m 51.0-52 53.4 80 m gr. 10.2-10.3 ' 10.5 Hástökk 2.00 m 1.91 Langstökk 6.70-6.80 m 6.48 Kringlukast 60-61 m 58.98 Spjótkast 63-65 m 59.55 Kúluvarp 18.20-18.70 17.78 Fimtarþraut 5300-5500 stig 5137 ^töðug þróun Iþróttaafrek í framtíðinni verða aðeins unnin með vís- indalegri þjálfun og náinni samvinnu íþróttamannsins við þjálfarann og vísindamanninn Dæmi um slíka samvinnu en, mörg. Eitt þeirra er Peter Bol- otnikov sem með gífurlegum dugnaði og vel skipulagðri þjálfun frá hendi þjálfarans og með hjálp annarra vísinda- manna varð bezti langhlaupari heimsins. Það mætti halda langa tölo um þau vandamál sem óleysl eru varðandi þjálfun en að lausn þessara vandamála er stöðugt unnið af sérfræðingum Nudd er nú orðinn stærri þáttur í þjálfun og undirbún- ingl íþróttamannsins fyrii keppni en áður var en mikil- vægi þess er enn ekki að fullu rannsakað. Eitt er þó víst að góð þjálfun er ekki hugsanleg án nudds. Án gífurlegrar áreyslu, lík- amlegrar og andlegrar, sem nær yfir marga mánuði og iafnvel mörg ár verða íþróttaafrek á heimsmælikvarða ekki unnin Þjálfunin verður stöðugt um- fangsmeiri og þó öllu fremur afkastameiri. Einnig hin í- þróttalega tækni í einstökum greinum mun stöðugt verða fullkomnari. Verkefni okkar og OL í Tokíó Fyrst og fremst er það verk- efni okkar að auka þátttöku al- mennings í íþróttum og vinna þannig að bættri heilbrigði fólksins í Sovétríkjunum. Hin mikla þátttaka fólksins í íþrótt- um er undirstaða afreka í- þróttamanna okkar og þar á milli verður ekki skilið. Einu ári fyrir Olympíuleikana i Róm var einn unglingur tekinn í lands- liðið, sá hét Valeri Brumel. Þar var hann á meðal okkar beztu manna, ekki vegna sérstakrar frammistöðu, heldur vegna síns góða undirbúnings, sem hann hafði aflað sér og var grund- völlurinn að afrekunum sem komu síðar. Þjálfarar okkar verða því að leiðbeina og þjálfa hinn mikla fjölda æskumanna því meðal þeirra er margur Valeri Brumel. Á Ölympíuleikunum 1952 hlutu frjálsíþróttamenn okkar tvenn gullverðlaun og 131 stig, í Melbourne 5 gullverðlaun og 144 stig, í Róm 11 gullverðlaun og 168 stig, Við setjum okkur bað mark að vinna 15 gullverð- laun og 200 stig á Ölympíuleik- unum í Tókíó. Ýmsir hafa þótzt geta sagt fyrir um það hvaða afrekum íþróttamaðurinn gæti náð og hverjum ekki. Hingað til hef- ur þó engum tekizt að spá rétt um, hvar endimörkin sé að finna og kannski er það fá- sinna ein að vera að slíku. Eitt sinn birti þjálfari amer- (sku frjálsíþróttamannanna á Olympíuleikunum í Helsinki 1952 töflu um takmörk mögu- 1 legra íþróttaafreka í hlaupum, stökkum og köstum. Þar hélt j hann því t.d. fram. að engum íbróttamanna myndi takast að hlaupa 40 m á skemmri tíma en 46,0 sekúndum eða stökkva | Framhald á 9. síðu. Mér hefur orðjð tíðrætt um bað sem snertjr unglingamál félaganna, og verður svo enn um stund. Er það fyrst og fremst gert af því, að þar er lögð undirstaðan að framtíð eins'iakþnganna sem félagsmanna, og þá um leið að framtið félaganna sjálfra. Þetta er margendurtekið líka vegna þess að mér fjnnst að forustumenn íþróttahreyfing- arinnar. mejra að segja for- ustumenn félaganna, skilji ekki nauðsynina á því að þar sé vel að búið Ég dreg þá ályktun, að ef þeim væri þetta fyllilega ljóst, myndu þeir brjótast um og hætía ekki fyrr en mál þetta hefði fengið þolanlega aígreiðslu. Eins og óður hefur verið á bent. á þessi hreyfing að koma „ofan frá“, eða frá íþróttaforustunni. Að vísu má gera ráð fyrir að þar sé sama afsökunin og hjá flestum nú á tímum — það er hin mikla vinna sem allir verða að sinna, sem í sumum tilfellum getur verið rétt en í öðrum ekki. Og með- an þetta mál er ekki tekjð á dagskrá sem eitt af nauð- synjamálum íþróttahreyfing- arinnar, sannar það að áhugi er ekki fyrir því að kryfja það eða leysa. Á meðan leggjum við ekkj þann grund- völl sem liklegastur er til að þroska hina félagslegu og uppeldislegu þætti íþrótta- hreyfingarinnar. Áætlanir Þegar unglingaráð og ung- lingaleiðtogi koma saman i fyrsta sinn eftir að þeir hafa verið kosnir til hins þýðing- armikla starfs. þurfa þeir að gera sér grein fyrir þeim verkefnum sem fyrir liggja. Þeir þurfa að gera drög að áætlunum fyrir starfsemina í heild. og ennfremur þurfa þeir að gera sínar áætlanir varðandi hvern flokk sem starfandi er. Kemur þar til t.d. sérstök ferðalög eða heimsóknir. Ferðalög eru allt- af kærkomin verkefni og nærri saml3 hvort farið er stutt eða langt. Siíkar áætl- anir eru mjög þýðingarmikl- ar, og þvi fyrr sem farið er að undirbúa þær þeim mun meiri þýðingu hafa þær fyrir athafnir og áhuga mannanna. Oft er sá háttur á hafður að hlaupa til á síðustu stundu og þjóta i ferðalag. en slíkar ferðir hafa mjög litla félags- lega þýðingu. Það er aðdrag- andinn sem mestu skiptir og bað starf sem ; hann er lagt Það er líka skemmtilegt til þess að vita að flestir ungir menn vilja vinna samkvæmt áætlun. og þykir það skemmíi- ’egra. Þeim finnst meira um að vera. þeir hafa markmið að stefna að og þejr vilja búa sig undir að mæta jafn- öidrum sínum í öðru byggð- arlagi eða landi svo langt ef er farið. Það er líka hægt að gera sér áætlun um það að ná ein- hverjum tilsettum árangri: senda svo og svq marga hæfa menn í mót. sigra í móti. Reglulegir fundir Þessar áætlanir er nauð- syn að ræða stöðugt við þá sem til greina koma til þátt- töku, og kemur þá til enn ein áætlunin sem líka er þýðinig- armikil fyrir félagsstarfið og það eru fundir þejrra sem saman vinna. og er þá sama hvaða aldursflokkar eru. Það verður að halda fundi með beim regluleg.a allt árið. Þessa fundi á að gera skemmtilega og fróðlega, og þar á að ræða verkefnin, og lofa þeim að fylgjast með því sem er að gerast. Sem betur fer eru slík fundahöld heldur að aukast, en það er langt frá að næg- ur skjlningur sé á þeirri starfsemi. sem stafar sjálf- sagt af því að hæfir ung- lingaleiðiogar veljast ekki tjl forustu. Það er þó ekki ein- asta ástæðan, forustumenn- írnir gera sér ekki nægilega grein fyrir þýðingu slíkra funda. Samstarf við forcldra Ein af áætlunum þeim sem ættu að vera með þegar rætt er um framtíð félagsins, er samneytið við aðstand- endur, þá sem eiga unga drengi í félaginu. Þetta er mjög þekkt t.d. á Norðurlönd- um. Þar koma foreldrar og aðstandendur meira Qg minna með í starfið. Það eykur skilning á íþróttunum almennt og í mörgum tilfellum er betta mikill fjárhagslegur stuðningur fyrir félögin. en meiru skiptir þó hinn félags- legi stuðningur sem samstarf- ið við foreldrana veitir. Þá er rétt að minna á, að hvert félag er á hverjum tíma að reyn,a að bæta að- stöðu félaga sinna til æfinga, en til þess vantar stöðugt fé. í þessu sambandi er auðvelt að gera áætlanir um vinnu eina og eina kvöldstund í mánuði, það dregur sig saman þegar félagarnir eru margir. Tíðarandinn segir raunar að betta sé ekki lengur raun- hæft. það á ekki að krefjast meira en að menn leiki sér, hitt verða „aðrir“ að sjá um. Þessum mönnum má benda á að samvinna að slíkum verk- efnum er ekki síður skemmti- leg en æfing eða leikur. Hún er ef til vill margfalt þýðingarmeiri, og þótt í augnablikinu biási ekki byr- '©ga fyrir slíkri vinnu, er alvarlegt ef íþróttafélögin aetla eða verða að lita á hana sem gamalt fyrirbærj sem henti ekki nýjum tíma og nýiu fólki. Hér er eitt af alvöru- málunum sem iþrótfahreyf- ingin þarf að horfast í augu við og vinna gegn. Frimann. 10. grein í kvöld kl. 20.15 heldur Meistaramót Islands í körfu- knattleik áfram að Hálogalandi Þá leika í meistaraflokki: l.S. — Ármann K.R. — í.R, Dómarar í fyrri leiknum eru Þorsteinn Hallgrímsson og Marino Sveinsson» Síðari leik- urinn getur orðið allskemmti- legur þar eð K:R. veitti I.R. ingum mjög harða keppni í Reykjavíkurmótinu. Dómarar í þeim leik vérða Guðjón Magnússon og Björn Arnórs- son. . t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.