Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 12
Verð/auna- bœkurnar30 í áskrifenda söfnuninni Eins og frá er sagt á forsíðu blaðsins í dag verða öllum þeim sem út- vega blaðinu 5 nýja kaup- endur meðan áskrifenda- söfnunin stendur yfir veitt bókaverðlaun og geta þeir valið sér bókina sjálfir úr hópi þeirra 30 bóka sem taldar eru upp hér á eftir: Byltingin á Kúbu Tuttugu eriend kvæði Úljóð í Unuhúsi Vegurinn að brúnni Blakkar rúnir Andlit Asíu Grískar þjóðsögur Tvær kviður fornar Vort land er í dögun Ræður og riss Skriftamál uppgjafa prests Á fsiendingaslóðum Hetjuleiðir og landafund'ir Við elda Indlands Hin hvítu segl Minningar Vigfúsar Guð- mundssonar, Þroskaárin Að duga eða drepast Islenzkt mannlíf Fullnuminn Ferðarolla Magnúsar Step- hensen Vefaradans Því gleymi ég aldrei Fortíð og fyrirburðir Sonur minn og ég Þjóðsögur og sagnír, F. Hólm. Prjónastofan Sólin Saltkorn í mold Játningar Ágústínusar fslenzkar nútímabókmenntir Aldarafmæli Þjóðminja- safnsins á sunnudaginn Þjóðminjasafnið á hundrað ára afmæli næst- komandi sunnudag og verður þess minnst með ýmsum hætti: hátíðasamkomu í Háskólanum, sýningu á íslenzkum tréskurði, tótgáfu- Boðnir hafa verið gestir frá Norðurlöndum. í tilefni af afmælinu hafa safninu borizt gjafir. Afmælisritið Hundrað ár í Þjóðminjasafni kom út fyrir jól, en er nú að mestu uppselt og kemur nú út í annarri út- gáfu sem er því leyti frábrugð- in hinni fyrri að henni fylgja stuttir skýringartextar á ensku. Þá gefur Póstsjórnin út tvö frí- merki í tilefni afmælisins. Á afmælisdaginn verður sam- koma í hátíðasal Háskólan, en að henni lokinni heimsækja gest- ir Þjóðminjasafnið og skoða sýningu á íslenzkum tréskurði frá liðnum öldum sem opnuð verður í bogasal safnsins. — en þar hefur verið komið fyrir nokkrum kjörgripum sem sýna meginlínur í þróun hérlends tré- skurðar frá fornöld til loka al- þýðulistar . Viðstaddir verða fjórir erlend- ir gestir — P. V. Glob, rigs- antikvar og forstjóri National- museet í Kaupmannahöfn, Sverri Dahl, þjóðminjavörður í Færeyj- um, Nils Cleve, þjóðminjavörð- ur frá Finnlandi og Hilmar Stigum prófessor, fulltrúi sam- bands norskra safna. Þjóðminjasafni hafa borizt gjafir í tilefni af afmælinu. Böm Jóns Helgasonar, þau Annie, Cecilie, Þórhildur óg Páll Helgason færðu því að gjöf teikn- ingar sem faðir þeirra gerði á vísitazíuferðum sínum — en hann mun hafa teiknað flestar kirkjur landsins. Ásmundur Jóns- son frá Skúfstöðum og frú Jenný Guðmundsdóttir í Hafnarfirði hafa gefið uppskrift á dánarbúi Sigurðar málara. Harald Salo- mon, medaljör í Kaupmannahöfn sendi sem gjöf myndskjöld, Galsters myntfræðings . Og í gær barst safninu enn ein gjöf, frá Haraldi Ölafssyni bankarit- ara. Er það ausa frá Húsafelli sem séra Magnús Þorsteinsson gaf Haraidi, en sú saga hefur fylgt ausunni að Fjalla-Eyvindur Rætt um bókmenntir og mynd■ /ist á Stádentafé/agsfundi Staða og stefna f íslcnzkum bókmenntum og myndlist er um- ræðuefnið á almennum umræðu- fundi Stúdentafélags Reykjavík- ur n.k. laugardag. Fundurinn verður haldinn í Málavafstur / Eyjum —einn dæmdursgær Mikið umstang og annríki var á skrifstofu bæjarfógetans í Vest- mannacyjum í gærdag og voru 4 heimskunnir tónlistarmenn íheimsókn Til landsins eru komnir þrír þýzkir og austurrískir tónlistarsnillingar, og munu þeir koma hér fram á tón- leikum næstu daga. Sá fjórði bætist í hópinni á fimmtudag. Þessir gestir eru Irm- gaard Seefrid söngkona, Wolfgang Schneiderhan fiðluleikari eiginmaður söngkonunnar, prófessor Werber píanóleikari og pró- fessor við Tónlistarakadem- íuna í Vínarborg og Gust- av König, tónlistarstjóri i Essen. Allir þessir listamenn hafa ferðazt víða um lönd en ekki komið áður til Is- lands. Það er sérstæður listaviðburður hér á landi, er svo margir afbragðs- listamenn koma hingað í einu. 1 kvöld verður fyrsta söngskemmtun Irmgaard Seefried og annast prófess- or Werber undirleikinn. Á föstudag kemur söngkonan en fram á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar og ennfremur Schneiderhan. Gustav König mun þá stjórna hljómsveitinni. rekiin þar mál þeirra togbáta, sem voru teknir í Iandhelgi út af Portlandi á sunnudaginn. Einn bátur hefur þegar ját- að brot sitt og er það Ver VE og var væntanlegur dómur í gærkvöld. Þeir hafa hinsvegar sýnt hörk- una sex á Glaði VE og þrættu fyrir í allan gærdag og gengust á gagnkvæmir svardagar og ekki útséð með þau málalok. Þeir Sindri VE og Haraldur SF eru með síldartroll og hafa leyfi fyrir því hjá Fiskifélaginu og verður ekki hægt að hanka þá á þeim forsendum. Sindri var þó tekinn aftur í landhelgi á mánudaginn. I hæst lagi missa þeir leyfið á þeim forsendum, að trollið hafi sýnt óeðlilega tilhneigingu til þess að villast á ýsu fyrir síld. Einhvemtíma hefði verið kalað, að klókar hendur hefðu haldið hér um stýrisvölinn og búa menn misjafnlega mál sín fyrir jarðneskum máttarvöldum og þá sennilega á himninum líka. Síðustu fréttir I gærkvöld var kveðinn upp dómur í máli skipstjórans á Ver VE, Jóns Guðmundssonar. Hann var dæmdur í 3ja mánaða varð- hald, 20 þús. króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hann hafði áður, 1. febr. sl., verið dæmdur fyrir veiðar í landhelgi. Frá ÆFR Munið bókmenntakvöldið í fé- lagsheimilinu í Tjarnargötu 20 annað lcvöld klukkan 9. Árni Bcrgmánn spjaliar um íslenzkar samtímabókmenntir. Skráið ykkur í málfundahóp- inn fyrir hclgi, sími 11513. Björn Th. Björnsson. veitingahúsinu Lídó og hefst kl. 2 síðdegis. Frummælendur verða þeir Björn Th. Björnsson list- fræðingur og Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur. Mun Björn fjalla um myndlistina í sinni framsöguræðu, en Sigurður um bókmenntirnar. Að framsöguræðum loknum verður gert hlé til kaffidrykkju, en síðan hefjast frjálsar umr. Er öllum heimill aðgangur að fundinum. Þetta er annar umræðufundur Stúdentafélags Reykjavíkur á þessum vetri. Fundir félagsins hafa jaínan verið fjölsóttir og umræður oft orðið fjörugar og er þess að vænta að svo verði einnig að þessu sinni. hafi smíðað hana á dögum séra Snorra á Húsafelli. Ef það er rétt myndi hún um 200 ára göm- ul. Þá má geta að út er komin Árbók Fomleifafélagsins fyrir árið 1962 og er hún helguð ald- arafmælj safnsins. Jón Steffen- sen, formaður Hins íslenzka fornleifafélags, ritar hugleiðingar í tilefni aldarafmælis Þjóðminja- safns, Elsa E. Guðjónsson skrif- ar um foman röggvarvefnað, Gísli Gestsson um spjótið frá Kotmúla í Fljótshlíð, Þorkell Grímsson um rannsókn á svo- nefndri Lögréttu að Gröf í Hrunamannahreppi, Kristján Eldjám um Alþingishátíðarpen- ingana. Vegna undirbúnings verður ekki hjá því komizt að hafa safnið lokað á venjulegum sýn- ingartíma á sunnudag, en hins vegar verður það opið fyrir alla um kvöldið frá 20—22,_____ Spilakvöld sósíalista íKópavogi Næsta spilakvöld Sósíalistafé- lags Kópavogs verður haldið í Þinghóli n.k. föstudagskvöld og hefst það klukkan 8.30. Veitt verða góð kvöldverðlaun auk heildarverðlauna fyrir veturinn. Þá mun Gísli Halldórsson Ieikari og skemmta með upplestri._ ildur í bílskúr Kl. 16.37 í gær var slökkvi- liðið kvatt að Hávegi 21 í Kópa- vogi. Hafði kviknað þar í bílskúr en eldurinn var fljótt slökktur og skemmdir litlar. Mjðvikudagur 20. febrúar 1963 — 28. árgangur — 42. tölublað. Sendiherra Suður-Kóreu Myndin var tekin á Bessastöðum í gærdag, er Ilankon Lee, hinn nýi ambassador Suður-Kóreu af- henti forseta Islands trúnaðar- bréf sitt. Með þeim á myndinni (í miðið er Guðmundur l. Guð- mundsson, utanrikisráðherra. Hankon Lee hefur aðsetur i London, sem sendiherra Suður- Kóreu á Bretlandseyjum; auk þess er hann fulltrúi lands síns á Norðurlöndum og í tveim Afr- íkuríkjum. Sendiherrann hóf störf í utanríkisþjónustu Suður-Kóreu fyrir fáum árum; var um skcið sendiherra lands síns á Fillips- eyjum áður en hann hélt til Englands. Fyrir þann tíma hafði hann um alllangt skeið verið herforingi og komizt til hárra metorða í suðurkóreska hernum, scm sendiherrann sagði, á fundi j með reykvískum frétíamönnuin i gær, að væri þriðji öflugasti her hinna „frjálsu og friðelsk- andi þjóða“. Þó að langþjálf- aður atvinnuhermaður væri, kvað hann diplómatstörfin sér mjög að skapi og sérstakrj á- nægju sinni lýsti hann yfir komu sinni hingað til Islands. Kvaðst hann vilja vinna að þvi að ísland og Suður-Kórea tcngdust nánari böndum svo á sviði menningarmála sem efna- hagsmála og kannski ekki hvað sízt að því er snerti fiskveiðar, þvi að cin aðalatvinnugrein Suður-Kóreubúa væru eins og á Islandi fískveiðar. Hakon Lee sendiherra kom hingað til lands ásamt sendl- ráðsritara sínum, sem einnig ber nafnið Lee, fyrir fáum dög- um og héðan halda þcir til Lund- úna á morgun. (Ljósm. P. Thomsen). Kosii í trésmiðafélagi Revkjavíkur um helgina Trésmiðafélag Reykjavíkur kýs stjórn og aðra trúnað- armenn félagsins í allsherjaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Hefst kosningin á laugardag kl. 2 og stendur til kl. 10, og á sunnudag verður kosið kl. 10—12 f.h. og 1—10 e.h. Fram eru komnir tveir listar, listi uppstillinganefndar félagsins, sem er listi vinstri manna, og verður hann A- listi. Hinn er íhaldslisti, og verður B-listi. A-listinn er þannig skipaður: Aðalstjórn: Formaður: Jón Snorri Þorleifsson. Varaformaður: Sturia H. Sæmundsson. Ritari: Þórður Gíslason. Vararitari: Hólmar Magnússon. Gjaldkeri: Ásbjörn Pálsson. Varastjórn: Sigurjón Pétursson Jón Sigurðsson Einar L. Hagalínsson Endurskoðendur: Magnús Guðlaugsson Sigurður Kristjánsson Varaendurskoðendur: Einar 'A. Scheving Hafsteinn Tómasson Trúnaðarmannaráð: Benedikt Davíðsson Marvin Hallmundsson Kristjón B. Eiríksson Halivarður Guðlaugssor. Hörður Þórhallsson Kristján Guðmundsson Bergsveinn Jóhannesson Gestur Pálsson Ársæll Sigurðsson Oddgeir Steinþórsson Þorkell Sigurðsson Guðm. H. Sigmundsson. Varamenn í Trúnaðar- Gísli Albertsson Helgi Þorkelsson Böðvar Ingimundarson Magnús Stefánsson Kristinn Gunnlaugsson Reynir Ásmundsson. Spónverjar unnu - 20:17 Islenzka landsliðið í hand- knattleik lék í gærkvöldi lands- Ieik við Spánverja í Bilbao. Leiknum lauk með sigri Spán- verja — 20:17. Leikið var í stórri iðnsýningar- höll, sem rúmar 5000 áhorfendur, og var hún fullsetin. Leikið var á asfaltgólfi, og eru okkar menn a.m.k. algjöriega óvanir slíkum velli. Islenzku leikmönnunum tókst ekki að sýna eins góðan leik og búizt var við, og einkum var leikur okkar manna mjög í mol- um fyrri hluta leiksins. Fyrri hálfleik lauk með 10:5 fyrir Spánverja, og í byrjun síðari hálfleiks komust þeir í 13:5. Síð- an tóku íslenzku leikmennirir að jafna metin og seinni hluta leiks- ins sóttu þeir mjög á, enda urðu úrslitin enginn yfirburðasigur Spánverja. Ragnar Jónsson skoraði sjö af mörkum Islendinga, en Pétir Antonsson, Öm Hallsteinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson 2 hver. Gunnlaugi mistókust tvö vítaköst, og mun mörgum þykja það ótrú- leg tíðindi með jafnörugga skyttu. Enn er góð síldveiði á Skeiðarár- dýpi Allmikil síldveiði var á SkeSðarárdýpi í fyrrinótt og fengu 8 bátar 10600 tunnur og var það milli- síld og smásíld, sem ánetj- aðist. Ágætis veður var á mið- unum og veiddist síldin að- allega fyrir klukkan þrjú um nóttina og reyndist Helga RE hafa mestan afla eða 2000 tunnur. Afli bátanna var sem hér scgir: Sigurkarfi með llOOtunn- ur, Hafrún meö 1800, Reyn- ir með 1100, Marz 1400, Kári 800, Sólriin 1500 og Ágústa 900 tunnur. Nú þrjár síðustu nætur hafa veiðzt 30.000 tunnur af síld á Skeiðarárdýpi og enn voru góðar horfur í nótt, þegar síðast fréttist. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.