Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 6
SÍÐA W-SSWSíWWJXí »>:•: Kvikmynd um fahgreifann de Sade Danir haía þcgar ákvcðið undirbúning undir að kvik- mynda einhvcrja þá furðuleg- ustu svindlarasögu sem um gct- ur — það er að segja söguna um faisgrtíifann dc Sadc, öðru nafni Jörgen Schmidt, sem ný- lega dró sér um fimm milljónir króna frá fyrirtæki því í Kaup- mannahöfn sem hann starfaði við. Akveðið hefur verið að hinn kunni lcikari Ilenning Moritzcn Ieiki aðalhlutvcrkið. Myndin á að heita „Mark- greiifinn de Schnob“. - Þ.TÓÐVILJINN Paraguay Þriðjungur landsmanna w I ér Alfredo Stroessner, einræðisherra í Paraguay, virðist ætla að verða einna síðastur suður-ame- rískra harðstjóra til að falla á sínum illverkum. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi frá því hann komst til valda árið 1954. Fyrir nokkrum dögum fóru fram forsetakosningar í landinu og hlaut Stoessner mikinn meirihluta at- kvæða fram yfir keppinaut sinn. Einum flokki var að vísu bannað að bjóða fram. Margt er sér- kennilegt við stjórnarfarið í Paraguay og verður „kosningasigur“ forsetans ef til vill skiljanlegri þegar slíkt er haft í huga. Frá því árið 1947 hafa herlög verið í gildi í Paraguay, að undanskildum einum mánuði árið 1959. Þar af leiðandi getur Stroessner gert það sem honum þók'knast. Við getum athugað eitt dæmi frá því vorið 1959. Fólkinu í borgunum gramdist er fargjöld innan borganna hækkuðu tilfinnanlega. Hinn 28. maí kom til uppots á Place de Italia. Stroessner brá þegar við og lét lögreglu sína vopnaða byssustingjum ráðast á fólkið. Tveir þingmenn sem af tilvilj- un voru staddir á staðnum voru handteknir og fangelsana- og aftökuæði geisaði um borgina. Þingið mótmælti — og sitia þar þó engir nema fylgismenn stjómarflokksins, Colorados. Áður en nokkur þingmannanna hafði yfirgefið salinn var búið að handtaka nokkra þeirra fyr- ir að æsa til uppreisnar gegn Misjafnlega látíð af nýrri Fellini-mynd Fyrir nokkrum dögum var frumsýnd í Kóm nýjasta kvik- mynd Frederico Fellinis og nefnist hún Átta og hálfur. Segja blöð á ítaliu að myndin fjalli um iíf höfundarins en því neitar hann sjálfur. Fellini er 43 ára að aldri. Hann er einn þekktasti og við- urkenndasti leikstjóri á Italía. Meðal verka hans er myndin La dolce Vita (Hið ijúfa líf). Kvikmyndina Átta og hálfur gerði hann með allri leynd og neitaði að skýra frá efni henn- ar. Leikaramir vom honum trúir og sögðu heldur ekki neitt. Kvikmyndin íjallar um leik- stjóra á fertugsaldri sem dreymir um að gera mynd um ýmsa atburði í lífi sínu. Þetta tekst þó ekki. Marceilo Mastoanni, sá er lék aðalhlutverkið í La dolce Vita er einnig aðalstjaman í Átta og hálfur. I öðrum hlutverkum em meðal annárra Anouk Aimee, Sandra Milo og Claudia Cardinale. Fellini sjálfur var viðstadd- ur frumsýninguna ásamt þrem aðalleikendunum. Fögnuður á- horfenda var ekki sérlega á- kafur. Sum blöðin héldu þvi fram að þetta væri bezta mynd Fellinis — betri en La dolce Vita. Aðrir gagnrýnendur létu enga sérstaka hrifningu í ljós. Kvikmyndin hlaut nafn sitt vegna þess að hún er nr 8*A meðal mynda þeirra sem Fellini hefur gert. Sú hálfa er hlutur hans í Boccaccio 70. Upphaflega vom það blaða- menn sem kölluðu myndina þessu nafni, þar sem Fellini neitaði að skýra frá hinu rétta nafni. Síðar ákvað hann að m > halda heitinu Átta og hálfur án þess að skýra frá hvað hann hafði áður hugsað sér. ríkisstjóminni, öðmm 1 var sleppt með áminningu. Daginn eftir var þingið rofið. í öryggisskyni Þegar sjálfstæði Paraguays varð 150 ára gekkst stúdenta- samband landsins fyrir fjölda- samkomum til þess að fagna deginum og biðja forsetann um að ncma herlög úr gildi. Þetta var í maí 1961. Strax og fólkið var komið saman var lögreglan komin á staðinn og handtók menn unnvörpum. Formaður og varaformaður samtakanna höfðu þó verið handteknir strax í dögun í öryggisskyni. Fimm þúsund ungs fólks voru umkringd og nokkrir síðan tíndir úr og fangelsaðir. Yfir- völdin sögðu þetta gert í ör- yggisskyni. Stroessner hirðir ekki um að skýra frá, hví íóm- arlömbin þurfa að sitja í fang- elsum, því verða þau að komast að af eiginn rammleik. Raunar og glæpur þeirra augljós: þau hafa ekki verið honum nógu auðsveip. 700.000 í útlegð Þetta ætti að gefa nokkra mynd af þeim yfirvöldum sem unnið hafa það sérkennilega afrek að fiæma þriðjung þjóðar sinnar í útlegð. 700.000 menn frá Paraguay eru nú búsettir erlendis, annað hvort vegna þess að þeir áttu við óbærileg kjör að búa í heimalandinu eða landflótti var örþrifaráð af stjórnmálaástæðum. Einræðisstjórnarskrá Stjórnarskrá Paraguay var samþykkt árið 1940 en þá var við völd hershöfðinginn Felix Estagaribia. Ákvæði skrárinnar em í litlu samræmi við stjórn- arhætti þá sem nú þykja við- unandi. Samkvæmt 52. grein getur forsetinn lýst yfir her- lögum hvenær sem honum Aifredo Stroessner. þóknast og án þess að ráðgast við önnur yfirvöld. Hann heíur einnig rétt til að leysa upp þingið án þess að greina frá a- stæðum. Þegar þing situr ekki getur hann gefið út fyrirskip- anir sem hafa sama gildi og venjuleg lög. Þannig hefur Slroessner sam- einað alla stjórnartauma í sín- ar hendur. Samkvæmt 1. gr. skrárinnar getur forsetinn vikið kjörnum fulltrúum af þingi fyr- ir iíkamlega eða andlega ágaRa. Þannig hefur einræðisherrann leyfi stjómarskrárinnar til þess að losna við menn sem hann telur óheppilega. Einkennileg kosningalög Ný kosningalög gengu í gildi á árinu 1959. Samkvæmt þeim á sá stjórnmálaflokkur er hæsta fær atkvæðatöluna rétt á tveim þriðju þingsætanna og skiptir engu máli þótt hinir flokkarnir fái samtals miklu meira en helming atkvæða. Lög þessi voru sett eftir að þing hafði verið rofið. Það er ljóst að einræðið verð- ur við lýði svo lengi sem lög þessi gildá. Sem þjóðhöfðingi hefur Stroessner rétt til að skipa alla meðlimi hæstaréttar. og lætur hann ekki á sér standa að notfæra sér þann rétt. Stuðningur herSins En einn einstakur maður get- ur ekki stjómað heilu ríki, enda þótt hann hafi stjórnar- skrána sem bakhjall. Einræðið í Latínu-Ameríku hefur yfir- leitt verið þannig að einn mað- ur hefur öll völd í sínum hönd- um, en umhverfis hann er fylk- ing manna sem notfærir sér að Miðvíkudagur 20. febrúar 1963 hann heíur völdin og styður hann af þeim ástæðum. En Stroessner væri ekki svo traustur í sessi sem raun ber vitni ef hann hefði ekki tryggt sér stuöning úr annarri átt, það er að segja frö hernum. Her- foringjar hafa fengið síaukin völd, þeir geta talsverðu ráðið um efnahagsmál — þótt oftast sé þeim mest í mun að lækka sína eigin skatta. öll mikilvæg- ustu samgöngutækin eru f höndum herforingjanna. Þeir nota iðulega hermennina til þess að byggja stórhýsi til eig- in afnota. Þeir hafa nægilega mikil völd til þess að láta sig landslög engu skipta og ef þeir verða fyrir gagnrýni geta þeir hæglega fengið réttvísina tii að daufheyrast. Herinn er vafalaust undir- staðan undir veldi Stroessners. Hinsvegar er óvíst nema að reka kunni til þess að herinn geri uppreisn gegn einræðis- herranum. Innan hersins eru ýmis öfl sem keppa sín á milli um völdin. ílelmingurinn ólæs Ástand menntamála er oft- astnær skýr mynd af stjórnar- háttum í hverju landi. Um Paraguay er það skemmst af að segja að ekki nándarnærri öll börn njóta skólagöngu, hús- næði skólanna er í örgustu nið- urníðslu ■ og kennararnir eru valdir samkvæmt stjórnmála- skcðunum þeirra. Um það bil 31.5 prósent af landsmönnum eldri en 10 ára hafa aldrei gengið í skóla. Önnur 30 pró- sent hafa notið skólamenntun- ar innan við þrjú ár. Er þvi unnt að fullyröa að um helm- ingur þjóðarinnar er hvorki læs né skrifandi. Einræðisstjórnin reynir að sjálfsögðu að leyna eymdinni bak við síendurteknar frásagn- ir um afrek sín á sviði fjár- mála og framkvæmda. 1 þess- um efnum hafa þó íbúar Parag- uay ekkert séð annað en víg- orðin. í@r mm • ••• • F‘* HMM ;'sr •.;.•»'• .vrrib vii Kennedy um Allt virðist benda til þess að í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum muni þcir cig- ast við John F. Kcnnedy og Nelson A. Rockcfeller. Kennedy vcrður sjáifsagt valinn sem forsetacfni án þess að aðrir fiokksmcnn hans komi t.JI greina en annað verður upp á teningnum hjá Rockefeller segir U.S. News and World Report. Richard M. Nixon virðioi vera algjörlega dæmdur úrleik Ríkisstjórarnir George Romne> í Michigan og William W Scranton í Pensylvaníu eru báð ir of tímabundnir og auk þess mun Romney standa í kosn- ingabaráttu vegna endurkosn- ingar á árinu 1964. Þá er varla um aðra að ræða nema Barr.v Goldwater, hinn afturhaldssama Nelson A. Rockefeller öldungardeildarmann frá Ari- zona. Hann þarf að standa í ! Brezkir stúdentar Pabbadrengir í stjórnmálum „Ilann pabbi veit það". Segja má að slík hafi orðið níöurstaða rannsókna scm ný- iega fóru fram mcðal stúd- cnta við háskólann í Birming- ham í Bretiandi. Kanna átti stjórnmálaáhuga unga fóiks- ins. Rannsóknir þessar hóf- ust vorið 1961. Komið hefur í Ijós að náið samband er á milli stjómmálaskoðana stúd- enta og foreldra þeirra. íhaldsmenn i | ósjálfstæðari Sérstaklega á þetta við um íhaldsmenn. Þeir sem styðja Ihaldsflokkurinn eða Frjáls- lynda flokkinn virðast vera undir sterkari áhrifum frá móðurinni en hjá Verka- mannaflokksmönnum er þessu öfugt fariö . Þeir sem framkvæmdu rannsóknirnar taka það hins- vegar fram að einungis þröng- ur hópur stúdenta hafi verið rannsakaður og megi því ekki draga of víðtækar ályktanir af niðurstöðunum. 52 prósent með íhaldinu Stúdentamir voru meðal annars spurðir að því hvern- ig þeir myndu bregðast við, ef þingkosningar ættu að fara fram eftir viku. 52 prósent kváðust fylgja Ihaldsfiokkn- um, 24 prósent studdu frjáls- lynda en 14 prósent fyigdu Verkamannaflokknum að mál- um. 10 prósent ætluðu að sitja hjá. Kvenfólkið hafði mestar tilhneigingar til að kjósa frjálslynda, að kjósa gegn Verkamannaflokknum og að sitja hjá. Ihaldsmenn voru flestir úr hópi læknisfræði- og listnema. Frjálslyndir voru fjölmennastir meðal þeirra sem lögðu stund á raunvís- indi og þ j óðf élagsf ræði og Verkamannaflokkurinn átti mestu fylgi að fagna meðal hinna síðastnefndu. Rannsóknirnar bentu auk þess til þess að þeir sem til- heyra biskupakirkjunni ensku skiptast jafnt á milli flokk- anna þriggja. Allir Verka- mannafiokksmennimir til- heyrðu henni. Rætt var við fimm kaþólika, þrír þeirra studdu íhaldsflokkinn en tveir þann frjálslynda. I John F. Kenneuy kosningum 1964 og samkvæmt Arizonalögunum má enginn bjóða sig fram bæði í öldunga- deildar- og forsetakosningum, Goldwater hefur algjörléga neitað að til mála komi að hann gefi kost á sér sem vara- maður Rockeíellers. Repúblikanar afturhaldssamari Afturhaldssemi fer sívaxandi meðal repúblikana og telja því margir að Goldwater hafi meiri möguleika gegn Kennedy en Rockefeiler. Hinsvegar er tal- ið fullvíst að Kennedy sé sá sterkasti í öllum stærri fylkjun- um. Hinir frjálslyndari meðal repúbiikana hallast að Rocke- feller. Afturhaldsmennimjr vilja gjarnan fá Goldwater í framboð en viðurkenna þó að fylkisstjórinn í New York hafi meiri líkur til að sigra í kosn- ingunum 1964. Rockefeller verð- ur að fá atkvæði 270 kjörmanna og telja sérfræðingar að enn sé ekkert unnt að 'fullyrða um hvernig úr því rætist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.