Þjóðviljinn - 22.02.1963, Side 7

Þjóðviljinn - 22.02.1963, Side 7
Föstudagur 22. febrúar 1962 ÞJÓÐVILJINN SfÐA 7 LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: amarra eftir Mareel Aymé Leikstjóri: Jóhann Pálsson Leikritið „Höfuð annarra'1. setn Leikfélag Kópavogs frum- sýndi ( síðustu viku, vakti mik- inn fögnuð h.iá áhorfendum. enda er það napurt háð um yfirvöldin og þann skilning. sem þau tíðum leggja í hugtak- ið „réttlæti“. Höfundur leiksins er fransk- ur maður. Marcel Aymé. en leíkritið er staðsett f lýðvei.d- inu Poldavíu Moi'ð er framið. Yfirvöldin ná í hinn seka, sak- sóknarinn keyrir mélið í gegn með miklum látum og þegar sakborningurinn er dœmdur '-l dauða í fallöxinni eru fjöi- skylda og vinir saksóknarans frá sér numin af aðdáun. En það kernur babb í bátinn. því að skórkurinn kemur ask- vaðandi með höfuöið á hálsin- um. einmitt begar saksóknar- inn fagnar sigrinúm’ í örmum hjákonu sinnar — eiginkonu annars saksóknara. Atburðarásin veröur nu býsna hröð og fjörug. Saksóknararnir lenda í hinni verstu klemmu og ýmislegt kemur á daginn um starfssiðferði þeirra og SVOna almennt siðferði elgin- kvennamanna. Auðvitað er skúrkurinn sak- laus. en á daginn kemur að landinu er stjórnað á bað við tjöldin af gömium skransaia. sem gerzt hafði hermangari og stórbissnismaður. Þegar Bertolier saksóknnri gaf eftirfarandi yfirlýsingu, hló bæjarfógetinn í Kópavogi dátí: „Ég get fullvissað ykkur um. að fyrir utan starf mitt. hef ég alltaf verið fullkomlega heið- arlegur" Hita og þunga ieiksins bera þau Auður Guðmundsdóttir. Sigurður Grétar Guðmundsson og Björn Einarsson, en þau leika Róbertu Bertolíer, Maill- ard saksóknara og Bertolier saksóknara. Sigurður Grétar er öruggur á sviðinu, en fram- sögnin er með nokkurri brota- löm. Auður ber af öðrum leik- urum í hlutverki sínu. Glæsi- leg kona og sómir sér vel sern hin vergjarna Róberta. Björn Einarsson er hressilegur sak- sóknari. sem i rauninni er hinn versti skúrkur og bleyða. Björn Magnússon leikur VaJ- orin. hinn dauðadæmda. Svip- lítíil leikur sérstaklega í ástar- atriðum. sviplaus framsögn og lélegt minni einkenndu frammi- stöðu hans. Ef til vill hefur ráðizt bót á hinu síðastnefnda eftir bvi sem sýningum hefur fjölgað. Af öðrum leikurum er helzt að nefna Valgeir Ólaf Gíslason, sem lék skransalann og her- mangarann hressilega, Sigurð Jóhannnesson. sem lék leigu- morðingja af meira kappi en forsjá, Arnhildi Jónsdóttur. sem lék konu Maillards saksóknara án sýnilegra tilþrifa. Smærri hlutverk léku Rósa KarlsdóHir. Hildur Björnsdóttir. Loftur Ás- mundsson. Gunnvör Braga Sig- urðardóttir og Yngvi Guð- mundsson. Þau gerðu það. sem til var ætlazt af þeim. Þýðinguna gerði Hrafnhildur Jónssdóttir og var ekki annað að heyra. en hún væri hnökra- laus. Jóhann Pálsson var leikstjóri og ekki er hægt að segja að sýningin liði fyrir það. Leiktjöldin voru máluð af Guðmundi Guömundssyni. snot- ur. og íþyngja sviðinu aldrei. G.O. Björn Magnússon og Auður Guðmundsdóttir i hlutvcrkum sínum. Végur Brjgitte Bardot sem leikkonu fer stöðugt vaxandi og þó mun aldrei hafa reynt jafnmikið á hæfileika hennar og í næstu kvikmynd hennar Hún verður gerð eftjr skáld- sögu Marche' Proust, Un amour de Swann en þeir feðgar Francois og Claude Mauriac munu sem.ia tökuritið og Luc- hino Visconti. hinn víðfrægi ítalski leikstjóri SM.Íórnar. Það mun þó verða nokkur bið á því að taka myndarinnar geti hafizt. þvi að Visconti, sem ný lokift hefur; töku myndar eft;’ hinni fræ|u skáldsögu rl Lampedusa|' Hlébarðinn. (” ráðinn til %6 ger.a tvær að’- ar myndiry hét.t í hinni mik' bib’.íumyná;.' de Laurentis og mynd eftjV sögu Camus, 1’ Euranger. íiardot i etnni lyrstu kvik- mynd sinni, .,Og guð skapaði konuna“. Nútímatónlist krefst mikils aftónskáldum - áheyrendum Sp/slhð við F/olni Stefónsson Hlekkir í keðju Blaðamenn eru ekki beinlín- is aðlaðandi fólk, það væri synd að segja. Ungur málari heldur sýningu — þar er kom- inn blaðamaður og vill fá úr því leyst hver framtíð mynd- listarinnar verði. Tónskáld verðuy á vegi slíks manns — þá þarf endilega að greiða úr öllum vanda nútíma tónlistar — siðferðilegur ekki undanskil- inn. Það munar um minna. Og ég sit hjá Fjölni Stefáns- syni og vil fá að vita álit hans á ýmsum þeim ásökunum sem ný tónlist má sæta. Svo byrj- að sé frá upphafi: Því er oft haldið fram, að forvígismenn nýrrar tónljstar hafi höggvið mjög hranalega á tengslin við allt það sem gert hafði verið á undan þeim. Þetta er mest misskilningur, segir Fjölnir. Það ástand hafði einíaldlega skapazt við siðustu aldamót að reynt hafði til hins ýtrasta á hanþol dúr og moll tóntegundanna, möguleikar þeirra hagnýttir eins og frck- ast var hægt að búast við. Tök- um Wagner — eða Reger, Mahler og fleiri — hljóma- samstæður verða æ krómatísk- ari: maður getur búizt við sprengingu þá og þegar. Og Sshönberg famn lausnjna. eðii- lega lausn — krómatíska skal- ann. tólftónakerfið. har sem nóturnar eru óháðar hver ann- arri innbyrðis. I píanóverki hans op 11, sem samið er 1908 er tón- aliteti greitt rothöggið og þar ’neð var fyrir bí grundvöllur músíkhugsunar frá hvi fyrir 'laga Bachs. Og þetta gerðist ekki af því Schönberg væri ,,á móti“ því sem gert hafði verið: hann byrjaði sem ,,tónal“skáld. komst að sinni niðurstöðu eftir mikið starf. margar tilraunir. Það var ekki verið að höggva á öll tengsl við fortíðina hótt hreytingin væri mikil, hróun ónlistarinnar gerist með svip- iðum hætti og þróun annarra listgreina — hvert tímabil ei eins og hlekkur í samfeldri 1 keðju, hvað styður annað. Mig minnir að Schönberg hafi einhverntíma kallað siálfan sig lærisvein Mozarts. Leiðinlegar skoðanir Síðan er allangur tími lið- inn og margt hefur gerzt. Ef við komum að ástandinu hér heima: ungir menn skrifa músík, þeir fá mis.iafna dóma, oft furðulega. Tökum til að mynda nærtækt dæmi, síðustu tónleika sem félagið Musica nova gekkst fyrir í desember. Einhver gagnrýnandi var að segja að þetta gæti allt verið eftir sama manninn. Slíkar skoðanir eru mjög leiðinlegar — en líklega verstar fyrir gagnrýnendurna sjálfa, því þær segja ekki annað en að þeir hafi ekki haft fyrir því að setja sig inn í bluti eins og stíl, vinnubrögð. Eg get aftur á móti vel skilið að margt í nútíma tónlist eiéi ekki greið- an aðgang að mönnum, og heim finnist þetta allt ósköp skrít- ið. Einkum þeim sem komnir eru um miðjan aldur, þeir hafa alizt upp við ákveðna músík. skapað sér ákveðnar venjur sem erfitt er að stíga út fyrir. Það er mjög eðlilegt að tón- leikar heir sem Musica nova hefur gengizt fyrir eru mest sóttir af ungu fólki. Margbreytni — En hvað um þær ásakanir um auvirðuleg vinnubrögð sem yngri tónskáld verða einatt fyrir? Já.það er stundum talað um það að menn þurfi ekkert að leggja á sig til að skrifa músik nú á dögum. Furðulegt hvað menn geta látið út úr sér. Eg vi'ldi heldur segja að það hafi aldrei verið eins erfitt að semja tónverk og einmitt nú. — Og hvers vegna há? — Eg myndi til að mynda segja að dúr og moll hafi ver- ið mikið hjálparmeðal í formi, og hegar þeim er hafnað er að ýmsu leyti eins og menn séu skildir eftir í lausu lofti. Og þar að auki hafa breytingarn- ar síðustu áratugi og ár verið svo örar og magvíslegar, mörg og ólík vinnubrögð á dagskrá og geysileg margbreytni í stíl og formi — og hvert tónskald þarf nauðsynlega að kunna sem bezt skil á bessu öllu. Sjálf margbreytni nútímans gerir miklar kröfur. Vissir hlutir koma mér fyrn sjónir sem einskonar tilraumi aðrir virðast rótgrónari. en vís1 er um það, að gróskan f hug- myndafluginu á sér engin tak mörk — formið vel'ður æ fiö' breyttara, sveigjanlegra. Ég er náttúrulega ekki inm á öllu sem ég hef séð og heyrt síðustu árin — en er það ekki einmitt þetta magnaða við hst- ina, að þótt maður átti sig kannski ekki almennilega á á- kveðnum hlut (ég á ekkert frekar við tónlist) þá getur hann haft hin mögnuðustu á- hrif, og svo fer að maður stend- ur í björtu báli. Kannski skil- ur maður aldrei list, kannski er listin einmitt þessvegna. Áheyrendur — Eg vildi í þessu sam- bandi konia að algengri spurn- ingu: er þá ekki einnig erfið- ara nú en nokkru smni fyrr iyrir áheyrandann. áhugamann- ínn sem ekki þekkir músík „inuanað", að greina hvar gott verk er á íerðum og hvar svindl? — Þad er erfitt, þvi er ekki að neita. Nútimatónlist kreist mikils af áheyrandanum. þol- mmseði, þjaiiunar, sjálísaga. já og geysilegrar iorvitm — hún er mikils virði. Og það eru auðvitað alltai til tónskáld sem halda að þeir geti sloppið billega irá hlutunum, kastað til hönduni, spilað á „nýstár- leikinn". En það er ekki á- stæða til að óttast þetta. tím- inn síar úr það sem á skilið að lifa, hann er ekki vanur að láta að sér hæða í þessum efnum. í þessu sambandi: það er miklu stærri hópur manna sem hlustar á tónlist nú en fyrir 100 árum. — Okkar ágæta tækni hefur orðið til þess að allir skrifa og spila fyrir allan heiminn. Má að visu segja að fremur lítill hópur manna hlusti á nútímatónlist sér til ánægju — en hann stækkar auðvitað eins og sá hópur sem hlustar yfirleitt, betta er ná- temgt hvað öðru. Musica nova — Og Musica nova er sá að- ili sem einkum glímir við þennan vanda hér heima? — Já, það félag var stofnað í tvennum tilgangi — að kynna verk islenzkra tónskálda blaut af pennanum, og að gefa hljóðfæraleikurum kost á að spreyta sig við nýja tónlist. Þeir sem að þvi stóðu höfðu lært hér heima og erlendis um svipað leyti og komu heim um svipað leyti — kringum 1957-58, og verkefnið lá beint við. Félagið var stofnað árið 1959, fyrsti konsertinn haldinn í febrúar 1960. síðan höfum við haldið sjö konserta, bar af einn Idrkjukonsert — og fært upp heiia óperu núna síðast os komu bar fram 50 manns. Þetta hefur verið mjög á nægjuleg starfsemi. Allir hafa verið reiðubúnir að leggja á sig þrotlaust erfiði —• ekki aðeins æfingar, heldur líka hverskon- ar snúninga í sambandi við tónleikahald, og það þótt allir séu á kafi í sinni daglegu vinnu. Þ»ð verður aldrei hægt að meta það starf eins og vert er. Við höfum kynnt tónverk eftir flesta hina yngri menn — Þorkel Sigurbjörnsson. Leif Þórarinsson. Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón Ásgeirsson, Jón S. Jónsson, mig — á næstu tónleikum, sem verða væntan- lega haldnir um mánaðamótin febrúar—marz verður að lík- indum frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Og bað er áreiðanlega hægt að halda. því fram, að flest þessara verka hefðu ekki verið flutt ef Musica nova hefði ekki verið til. — Hvað segir bú um undir- tektir fólks? — Ekki finnst mér að við getum kvartað yfir daufum undirtektum. Þessir tónleikar eru áreiðanlega stór báttur í músiklífi hér. — Og gagnrýnendur? — Eg minntist dálítið á bá áðan. Það spaugilega er að vissir gagnrýendur hafa komizt í mikinn háska eftir að Musica nova tólc til starfa — þessir tónieikar hafa orðið til þess að þekkingarleysi þeirra af- hjúpaðist mjög rækilega. Þó eru vissulega til heiðarlegar undantekningar. ★ Þú lærðir í London? — Já, ég lærði þar á árun- um 1954—58 hjá Matyas Seib- er. ágætum kennara ung- verskrar ættar og sérkennileg- um persónuleika; en hann lézt i bílslysi 1960, var bé maður á bezta aldri. Músíkáheyrendur í London eru ihaldssamir. Ungum tón- skáldum gengur yfirleit illa að fá verk sín tekin til flutnings. Siðan kom ég heim og fór að starfa hér — það er ágætt, maður verður margs vísari. Annars finnst mér ég vera nemandi við tónlistarskólann. Það er satt. Og það hefur líka verið fróðlegt að starfa f Mus- ica nova. En vonandi kemur að bví að ég geti aftur dvalið er- lendjs um tiíma — hvað þyrftu allir að gera öðru hverju..... Á.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.