Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN Helzti andstæðingur Gaitskells warð eftirmaður hms Hefðu þingkosningar farið fram í Bretlandi í síðustu viku myndi Verkamannaflokk- urinn hafa unnið glassilegan sigur, fengið allt að 240 at- kvasða meirihluta á þingi. Þessa ályktun draga menn af nið- urstöðu skoðanakönnunar brezku Gallupstofnunarinnar, sem að venju birtist í íhalds- blaðinu Daily Telegraph. Sam- kvæmt henni er munurinn á fylgi kjósenda við aðalflokk- ana meiri nú en verið hefur hátt í tvo áratugi, af hverju hundraði kjósenda segjast 15.5 fleiri myndu kjósa Verkamanna- flokkinn en íhaldsflokkinn eins og sakir standa. Traust kjós- enda á íhaldsstjórn Macmiil- ans hefur þorrið sí og æ und- anfarið, og nú er svo komið að í þingflokki íhaldsmanna eru uppi raddir um að eina ráðið til að rétta við hag flokksins sé að skipta um forustu áður en gengið verður til kosninga. Um áramótin töldu menn víst að það myndi koma í hlut Hugh Gaitskells að mynda stjórn í Bretlandi eftir næstu kosningar. Eftir margra ára deilur innan Verkamannaflokks- ins stóð hann loks sameinaður um meginatriði stefnunnar í innanlands- og utanríkismálum. Traust á forustu Gaitskells var almennara en nokkni sinni fyrr, hann sem hófst til valda með tilstyrk hægri arms flokks- ins tók síðastliðið haust afstöðu með vinstri arminum í and- stöðu gegn inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalag Evrópu upp á þau býti sem íhaldsstjórmn var reiðubúin að sætta sig við. Þessi afstaða til aðildar að EBE sameinaði ekki aðeins meg- inþorra fylgismanna Verka- mannaflokksins, heldur laðaði til hans fjölda kjósenda sem áður veittu íhaldsmönnum brautargengi. Það var því reið- arslag fyrir Verkamannaflokk- inn þegar Gaitskell féll snögg- lega í valinn. Þótt íhaldsmenn reyndu að hafa á sér yfirskin velsæmis, tókst ýmsum mál- svönim þeirra illa að leyna til- hlökkun sinni yfir að hörð á- tök um hver taka skyldi við flokksforustunni eftir Gaitskell myndu riðla fylkingar and- stæðinganna og bjarga Ihalds- flokknum úr slæmri klípu. Fram til þessa hífur ekkert gerzt sem bendir til að þess- ar vonir íhaldsmanna ætli að rætast. Þegar Gallupkönnunin sem getið var í upphafi fór fram, var þingflokkur Verka- mannaflokksins búinn að greiða einu sinni atkvæði um hver taka skyldi við íormennskunni af Gaitskell, og niðurstða skoð- anakönnunarinnar var birt dag- inn áður en úrslit urðu kunn í síðari kosningaumferðinni. Nýi flokksforinginn, Harold Wilson, er því sízt ólíklegri til að fá í hendur stjórnarfoi- ustu í Bretlandi að afstöðnum næstu kosningum en Gaitskell hefði verið ef hann hefði lií- að. Það er á valdi brezka forsætisráðherrans að rjúfa þing þegar hann vill, og yfir- standandi kjörtímabil rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Eins og málin standa nú er talið fullvíst að Macmillan reyni að draga þingrof, að minnsta kosti til haustsins ng jafnvel til vors 1964. Staða íhaldsmanna getur varia orðið mikið verri en hún er. svo yfirgnæfandi líkur eru á að flokkurinn græði frekar en tapi á því að þingrofi séfrestað. Vonir íhaldsmanna um illdeil- ur innan Verkamannaflokks- ins út af foringjakosningunni hafa ekki rætzt enn sem komið er. Kosningin var að vísu harð- sótt, einkum af hálfu hægri manna sem fylktu sér um George Brown, en ekki kom til neinna þeirra árekstra sem lík- legir eru til að valda klofn- ingi í flokknum. Meir að segja hefur Brown fallizt á að vera varaformaður áfram undir for- ustu mannsins sem beið lægri hlut íyrir honum við varafor- mannskosninguna fyrr í vetur. Þá eins og nú naut Wilson stuðnings vinstri arms þing- flokksins og íékk 103 atkvæði en Brown 133. 1 úrslitaat- kvæðagreiðslunni um for- mennskuna höfðu atkvæðatölur snúizt við og rúmlega það, Wil- Aftan A kápusíðu Hinna ívítu segla Andrésar frá aukadal og Jóhannesar Helga anda þessi orð síðast í kynn- 'gu um bókina: - og Jóhannes olgi kemur æviminningum ns ógleymanlega á framfæri ' lesendur. —• Eg ætla aðeins að minnast á r.a opnu þesarar bókar, til ess að votta að lesmál hennar 'rður ógleymanlegt, þótt það é reyndar í annarri merk'ngu rn ég hygg, að auglýsingin á kápusíðunni eipi að tákna. Þetta er opnan á blaðsíðu 56 og 57. Þar segir: „— Sigurður skurður. Þeim manni stendur ekki ógn af nokkrum sköpuðum hlut, hvorki á himni né jörðu, hann étur hákarl og drekkur brennivín og lýsi og treður illsakir við báða heimana, og þegar refs- ingin kemur yfir hann og skip hans er að brotna undir hon- um, þá kastar Sigurður skurð- ur fram vísu. Makalaus maður, Sigurður Hallb.iarnarson. Hann stendur gjallandi upp í andlit- Wilson (i ljósum frakka) kemur tii Transport II ouse, aðalstöðva Verkamannaflokksins, kvöldið sem sigur hans var kunngeröur. son hlaut 144 atkvæði en Brown 103. Þetta þýðir þó ekki að vinstri menn hafi á þrern mánuðum náð meirihluta í þingflokknum, heldur að þeir þingmenn sem standa mitt á milli hægri og vinstri telja Wilson betur til foringja fall- inn en Brown, frambærilegra forsætisráðherraefni. Báðir eru þeir keppinautar harðskeyttir baráttumenn, en Wilson þykir kunna betur að sjá íótum sín- um íorráð. Á átján ára þing- mennskuferli hefur hann aldrei komið flokki sínum í klípu, en Brown á það til að missa stjórn á skapi sínu og leggja með þvi andstæðingunum vopn í hend- ur. Nýi Verkamannaflokksforing- inn er menntaður og af miðstéttarfólki kominn eins og tveir síðustu fyrirrennarar hans. Hann fæddist fyrir 46 árum í Huddersfield í Yorks- hire, en þar var faðir hans lyfsali. Námsgáfur Wilsons tryggðu honum styrk til há- skólanáms í Oxford, þar sem hann tók afbragðs próf og varð kennari í hagfræöi við N ew College strax að námi loknu 21 ára gamall. í stríðsbyrjun var hann kallaður til staría : ráðuneytunum en sagði af sér embætti 1944 til að bjóða sig fram tll þings. Jafníramt bar- áttunni í kjördæmi sínu gerði hann uppkast. að áætlun um þjóðnýtingu kolanámanna. Ný- liðinn á þingi fékk strax ráð- herraembætti í stjórn Attlee, kvæmda. og 1947 varð hann varð ráðherra opinberra fram- viðskiptamálaráðherra með sæti í ráðuneytinu aðeins 31 árs gamall, yngsti maður sem set- ið hafði í ríkisstjórn á Bret- iandi síðan William Pitt tók þar sæti á 18. öld. Wilson gegndi sama embætti óslilið þangað til 1951, þegar hann sagði sig úr ríkisstjórninni á- samt Aneurin Bevan til að mótmæla auknum útgjöldum til hervæðingar. Það var Gait- skell, sem þá var fjármálaráð- herra, sem knúði fram að tekna til hervæðingarinnar skyldi aflað með því að skerða a’- mannatryggingarnar, og í bar- áttunni innan flokksins sem á eftir fór var Wilson að jafn- aði á öndverðum meið við manninn sem hann hefur nú tekið við flokksforustu af. Þegar harðast var deilt um af- slöðuna til endurhervæðingar Þýzkalands 1954 hafði Wilson framsögu fyrir tillögunni um að flokkurinn snerist gegn þessu meginmarkmiði A-banda- lagsins, og skorti þá aðeins tvö atkvæði á að vinstri menn yrðu ofaná í þingflokknum. Eflir lát Aneurins Bevans varð Wilson sjálfkjörinn foringi vinstri manna. Þegar átök voru mest um kjarnorku- hervæðingu Bretlands 1960 bauð hann sig íram gegn Galt- skell við formannskjör en féll með miklum atkvæðamun. Eins tók hann eindregna afstöðu gegn misheppnaðri tilraun Gaitskells tll að útvatna þjóð- nýtingarkaflann í stefnuskrá Verkamannaflokksins. Þegar 7. s. 3. sp. laugard......... Wilson tekur nú við flokksfor- ustunni er svo komið fyrir rás viðburðanna að stefna flokks- ins í þessum málum er komm í það horf sem hann vildi. Eftir þá hrakalegu útreið sem Bandaríkjastjórn veitti brezku íhaldsstjórninni með því að láta hætta smíði Skybolteld- flauganna, er ekki teljandi 6- greiningur í Verkamanna- flokknum um að fjarstæða sé fyrir Breta að vera að burð- ast með kjarnorkuvígbúnað. Skömmu eftir formannskosn- inguna lýsti Wilson yfir að Verkamannaflokkurinn teldi sig ekki bundinn af samkomulagi Macmillans við Bandaríkja- stjórn um kaup á Polaris-eld- flaugum og stofnun sameigin- legs kjarnorkukafbátaflota A- bandalagsríkjanna. Harold Wilson og nánustu samstarfsmenn hans í for- ustu Verkamannaflokksins fólk eins og Barbara Castle, Ric- hard Crossman og Anthony Greenwood, hafa allt frá þv£ á dimmustu dögum kalda stríðs- ins barizt fyrir því að flokk- urinn marki í utanríkismálum sjálfstæða stefnu sem miði að því að draga úr viðsjám og leysa alþjóðleg deilumál með raunhæfum samningum. Fyrir þeirra atbeina hefur flokkur- inn hneigzt til fylgis við áætl- un pólska utanrikisráðherrans Rapacki um afnám . kjarnorku- vígbúnaðar og eftirlit með og takmörkun á öðrum vopnabún- aði á belti í Mið-Evrópu, lagt ■«> í „Hínun hvífu segi w ið á mönnum og gerir grín að þeim, setur sig aldrei úr færi að eignast óvin og verður vel ágengt, harðduglegum mannin- um til orðs og æðis. Jón Pálmason á Súgandafirði er einn þeirra, sem Sigurði tekst að egna til fjandskapar við sig, og sá fjandskapur nær yfir landamæri lífs og dauða. Jón drukknar —“ o. s. frv. Næst segir frá því, er „Sig- urður skurður leggur leið sína til Súgandafjaðar með bát. sem hann hefur keypt í Eyjafirði, tvístöfnung, sem Samson heit- ir, ætlar að búa hann út til hákarlavelða og fær til þess smið í Súgandafirði, góðan og gegnan mann, að innrétta lest- ina“. — Og í innréttinguna á að nota timbur úr hjalli Jóns heitins Pálmasonar, þess, er þeir frændur, Andrés og Jó- hannes Helgí, segja að Sigurð- ur hafi egnt til fjandskapar við sig, og sá fjandskapur nái yfir landamæri lífs og dauða. En nú segir að Sigurður leggi „kapp á að fá sem mest timb- ur úr hjalli Jóns heitins.“ — — Smiðurinn fær sér venjulega hádegisbiund og í þeim blundi tekur Jón heitinn að birtast honum hverju sinni. Bendir hann smið. á að nota ekki tré eitt, „sem mcrkt sé upphafs- stöfum sinum.“ Smiðurinn seg- ir Sigurði frá þessum draum- förum, en „Sigurður hristir sig allan og er hinn versti. Helvít- is hégiljur," segir hann. „Það fer ekki ein spýta í land, ckki einn heíilspónn.“ Og þegar Framhald á 10. síðu -------------------- SÍÐA 7 til að Vesturveldin viðurkenn.i Austur-Þýzkaland og slegið því föstu að meðan Bandaríkin neita að viðurkenna stjóm Kina beri þau meginábyrgð á við- sjárverðu ástandi í Austur- Asíu. Þegar Kennedy Banda- ríkjaforseti hótaði hernaðarað- gerðum i Kúbudeilunni í haust gagnrýndi Harold Wiison ai- stöðu hans og framkomu, en Wilson var þá talsmaður Verká- mannaflokksins á þingi í ut- anríkismálum. En áhrif Bretlands á alþjóða- vettvangi éru undir þvf komin hversu öflugt ríkið er inn á við. Eftir rúms áratugs stjórn íhaldsmanna er Bretland á góðum vegi með að verða hinn sjúki maður Vestur-Evr- opu. Braskfrelsið sem íhalds- menn komu á samkvæmt kfenn- ingum sínum hefur valdið jafn- vægisleysi og ringulreið í at- vinnumálum. Framleiðsla eykst dræmar en í nokkru öðru iðn- aðarlandi Evrópu, brezkir út- flytjendur fara halloka í sam- keppninni á mörkuðum víða um heim, fjármagni er beint £ ailskonar spákaupmennsku sem gefur skjótan gróða en undirstöðuatvinnuvegir staðna eða jafnvel drafna niður. Þeg- ar meira að segja íhaldsmenn urðu að viðurkenna að óðum sigi á ógæfuhlið, var það fang- ráð Macmiilans að sækja um inngöngu f EBE, en hann fékk þá herfilegu útreið sem ekki þarf að rifja upp. Hryggbrot- ið frá de Gaulle kom um sama leyti og atvinnuleysi tók að vaxa óðfluga í gömlu iðnað- arhéruðunum i Skotlandi og Norður-Englandi. Afleiðingamar fyrir íhaldsmenn spfeglast S niðurstöðum nýjustu skoðana- kannana. Efnahagsmál eru sérgrein Harolds Wilsons, og hann hefur átt manna mestan þátt í að semja kosningastefnuskrá sem Verkamannafiokkurinn er löngu farinn að kynna kjósend- um. Raddir hægri manna um að þjóðnýtingarsteínan sé Verkamannaflokknum fjötur um fót eru þagnaðar. Meira að segja ihaldsmenn eru farn- ir að gera gælur við áætlun- arbúskap, áætlunarráð sem þeir settu á stofn hefur skilað íyrstu álitsgcrð sinni. Verkamanna- flokkurinn telur allsendis ófull- nægjandi að áætlunarráð sé sett á laggirnar til að semja áætlanir sem undir hælinn er lagt hvort nokkurt mark er tekið á. Hann hyggst veita áætlunarráði hlutdeild i a- kvörðunarvaldi um i hvaöa at- vinnugreinar og til hvaða staða fjármagni skuli beint innan þess ramma um eflingu út- flutningsatvinnuvega og útrým- ingu atvinnuleysis sem ríkis- stjómin setur. Þjóðnýttu at- vinnuvegina á að éílá og þyngja mjög skatta á gróða og arði af fasteignum ef Verka- mannafiokkurinn kemst til valdá. Tímann fram til kosninga kappkosta íhaldsmenn auð- vitað að rétta hlut sinn. Búizt er við að skattar verði eitt- hvað lækkaðir á næstu fjár- lögum, en ekki er sjáanlegt að ríkisstjórnin hafi nein sám- felld úrræði á takteinum til að setja í stað aðildarinnar að EBE, sem hún hugðist gera að aðalmáli kosninganna. Ofan á ósigra ríkisstjómarinnar í stór- málum bætast hlægilegar skyss- ur. Sama daginn og Harold Wilson var kosinn foringi Verkamannaflokksins fékk hann tilvalið tækifæri til að þjarrna að Macmilian forsætis- ráðherra, sem hafði bannað Margréti prinsessu að fara 1 opinbera heimsókn til Parísar sökum gremju í garð de Gaulle, en lét í veðri vaka að prin- sessan ætti ekki heimangegt™ í fjarveru drottningarinnar systur sinnar vegna þess að hún á sæti í ríkisráðinu. Wilson dró forsætisráðherrann sundur og saman í háði, og meira að segja harðsvíruðustu íhaldsblöð atyrtu Macmillan fyrir smá- munasemi og fúllyndi. Vonir íhaldsmanna um að fráfall Gaitskells myndi draga úr þrengingum þeirra eru kulnað- ar. M.T.Ó. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.