Þjóðviljinn - 23.02.1963, Síða 12

Þjóðviljinn - 23.02.1963, Síða 12
! hljóta góð verðlaun. Sá er fyrst safnar 10 nýjum áskrifendum hlýtur ferðaviðtæki og þeir sem afla 5 nýrra kaupenda fá bóka- verðlaun sem þeir sjálfir mega velja úr hópi 30 eigulegra bóka. að takmarkið í áskrifendasöfnun- inni er 500 nýir kaupendur að Þjóðviljanum fyrir 1. apríl n.k. Hundrað ár í Þjóðminjasafni í 2. útgáfu I tilefni af aldarafmœli Þjóð- minjasafnsins n.k. sunnudag kemur bók Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavaröar, út í 2. útgáfu hjá forlaginu, Menningarsjóði. 1. útgáfa bókarinnar kom út íyrir síðustu jól og er hún nú að verða uppseld þótt upplagið væri yfir 2000 eintök. Þessi önnur útgáfa bókarinnar er óbreytt frá þeirri fyrri að því undanskyldu, að nú fylgir henni stuttur efnisútdrátt- ur á ensku. Á annað hundrað V-íslendingar heimsækia Ésland Rúmlega eitt hundrað Islend- ingar og afkomendur Islendinga í Vesturheimi hafa ákveðið að heimsækja ísland í sumar. Hóp- urinn er væntanlegur hingað um miðjan júní og mun dveljast hér, þar til í byrjun júlímánaðar. „Ströndin", Þjóðræknisdeild íslendinga i Vancouver, hefur haft alla forgöngu um liópferð þessa, og mun hópurinn ferðast víða um landið, meðan dvalizt er hér. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur verið falið að annast móttöku bópsins og skipuleggja ferðir um landið. Mjög margir þátttakenda í hinni fyrirhuguðu ísiandsferð hafa látið í Ijós óskir um að hitta ættingja og vini hér heima. Skal af þeim ástæðum bent á, að listar yfir nöfn þátttakenda í Islandsferð þessari liggja frammi á afgreiðslum Ferða- skrifstofu ríkisins að I,ækjar- götu 3 og Iiafnarstræti 23 í Reykjavík. (Frá Ferðaskrifstofu ríkisins). •• ! Páil Bergþórsson ErincH um $ lofthita i i I Næstkomandi mánudag ® mun Páll Bergþórsson veð- | urfræðingur flytja erindi á v samkomu er Hið íslenzka n náttúrufræðiféiag heldur i J 1. kennslustofu háskólans. H Hefst samkoman kl. 20.30. ? Nefnir Páli erindi sitt Loft- 1 hiti á íslandi síðan um - landnám Páll hcfur rannsakað k efni þetta eftir sögulegum tf heimildum og áætlar hann kt hitastigið á liðnum öldum ® eftir þeim á tölulegan fe (statistískan) hátt. Heim- N ildirnar eru einkum um I hafís við fsland. en t.d. Jj mannfellir af hungri er I einnig veigamikil vísbend- ^ ing um hitastigið. Önnur j| atriði, sem fyrirlcsarinn s mun ræða og styðsf vjð i ályktunum sínum, eru t.d. W hitamælingar á Englandi ^ frá 1681, athuganir pró- | fessors Jóns Steffensens á S| mannabeinum kornrækt á ■ Íslandí, breyting jökla hér Jl og erlcndis, fslandslýsing | Gísla biskups Oddssonar og J vitnisburður bókmennta nm ■ lofíslagsbreyt.ingu eftir ár- , ið 1600. \ Shakespearekvöld í Tjarnarbæ Þar hefur Jón Falstaff Iagt sessu á höfuð si tt og leikur hlutverk konungs, sem skal taka son sinn, Hinrik til bæna fyrir sukksamt Iif erni: „Á sonur Englakomings að vera þjófur og ræna pyngjum? um það skal spurt“ .... Um Tjarnarbæ spíg- spora ungir menn í þess- um ágætu búningum mdurreisnartímanna sem gera alla karlmenn gjörfulega. Ivleð sverð við hlið. Þessi tíðindi gerast vegna þess að Leikhús æskunnar er að hefja sýningar á „Shakespeare- kvöldi“ — Nei, ég er ekki Rómeó, seg- ir Jón Ingvarsson aðspurður, ég leik Merkútíó. Og hann segir frá því í stuttu máli, hvað hér verð- ur sett á svið: atriði úr Rómeó og Júlíu, Macbeth og Hinrik 4. — atriðin úr Macbeth í þýðingu Matthíasar Jochumssonar en at- riðin úr hinum leikritunum í þýðingu Helga Hálfdánarssnar. Búningar eru fengnir að láni frá því ágætis Shakespeareleikhúsi Old Vic í London — fyrir milli- göngu Brithish Council. I þessum atriðum eru 18 hlutverk, í þeim koma fram 16 leikarar, allt bráð- ungt fólk, nemendur úr þrem Jeikskólum bæjarins. Þar stóð Þórunn Magnea skáld- kona í hvítum kjól uppi í stiga — það er að segja uppi á svöl- um, og Rómeó (Arnar Jónsson) hafði snarað sér yfir háan múr með mikla ást á vörum: „Ég sver við þetta milda mánaskin 7 sem silfurglitrar garðsins aldin- tré“. Og Rómeó hitti vin sinn og frænda Merkútíó svo sem tii keppni í ærslafullu tali. Fóstran kom frá Rómeó með skilaboð um væntanlegan ástafund — gat þó ekki annað en reynt að treina sér þá ánægju að búa yfir svo stórkostlegu leyndarmáli. Og Júl- ía flaug um sviðið í mikilli eftir- væntingu og átti í erfiðleikum við bölvaðan kiólinn. „Komið illu árar / sem bruggið morðrán! burt með kvenmanns- ham minn!“ — það er lafði Mac- Framhald á 2. síðu. Fóstran hættir loks öllum látalátum og færir Júlíu þau ágæt.u tíðindi að þau Rómeó geti hitzt um kvöldið hjá föður Lórenz: „1 dag þín vegna bryt ég mig í mola — í nótt þú sjálf mátt þína byrði bera“. lutu dóma fyrir áttatíu þjófnaði 1 gær var kveðinn upp í saka- dómi Reykjavíkur af Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara dóm- ur yfir tvcim ungurn piltum vegna margra auðgunarbrota sem þeir höfðu gerzt sekir um á sl. ári, en þeir voru teknir af lög- reglunni í nóvember sl. Piltarnir sem eru aðeins 17 og 18 ára gamlir voru ákærðir fyrir alls 88 brot og voru þeir fundir sekir um flest þeirra. Höfðu þeir framið mörg innbrot og einnig iðkað það talsvert að fara inn i mannlausar íbúðir og hnupla þaðan ýmis konar verðmætum. einkum peningum. Er lauslega áætlað að verðmæti alls þýfis- ins hafi numið um 70 þúsund krónum. Yngri pilturinn hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm og var hann nú dærndur í 18 mán- aða fangelsi. Hinn pilturinn sem ekki hefur áður sætt refsidómi var dæmdur í 12 mánaða fang- elsi. Einnig var piltunum gert að greiða skaðabætur svo og málskostnað. Piltarnir hafa setið 78 daga í gæzluvarðhaldi og kemur það til frádráttar fang- elsisdómnum. Tvær nýjar bækur A sautjánda bekk og Réttur er settur Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar hefur gefjð út tvær bækur. Önnur er „Á sautjánda bekk“ — ljóðabók eftir Pál H. Jóns- son frá Laugum, en hann hef- ur áður gefið út ljóð, sú bók hét „Nótt fyrir norðan" og kom út árið 1955. Þessi nýja ljóða- bók er 63 blaðsíður og hefur að geyma 22 ijóð. Mörg þejrra eru í hefðbundnu formi. tónn þejrra er yfirleiíit alvarlegur og á- byggjufullur — í „sendibréfi" til 'úngra skálda segir höfundur meðal annars: Þið eruð kjörin og þið eruð bundin í vandann. / Þrífið til svipunnar! Hreinsið mu sterisgarðinn! Hin bókin er skáldsagan ..Réttur er settur" eftir óþekkt- an rússneskan höfund sem skrif- ar undir dulnefninu Abram Tertz f formála bókarinnar segir, að handriti þessarar hók- ar og ýmissa annarra eftir sama höfund hafi verið smyglað til Parísar og bækurnar gefnar út þar. „Réttur er settur“ kom út 1959. gerist á síðustu stjómar- árum Stalíns og gefur mjög napra lýsingu á þeim tíma — einkum er penna höfundar stýrt gegn leynilögreglu þeirrj er Beria stýrði. Bókin er í karton- Karlakérinn Heimir 35 ára í dag er mikið um dýrðir á Sauðárkróki og heldur Karlakór. inn Heimir upp á 35 ára afmæli sitt með vandaðri söngdagskrá. Söngstjórinn, Jón Bjömsson, á einnig sextugsafmæli í dag og er honum þakkað að verðleik- um giftudrjúgt stjarf að efl- ingu sönglífs á Sauðárkróki um áratuga skeið. kápu og er 127 blaðsíðúr að stærð Þýðandi er Jökull Jak- obsson. Ekki er þess getið úr hvaða máli bókin er þýdd. Ljóðabókin er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, skáldsagan í Víkingsprenti. I Aflinn glœðisf Afli Reykjavíkurbáta hefur glæðst að vonum síð- an þeir skiptu yfir á nct- . in og var afli góður í gær | eða frá 8 lestnm allt að ^ I eða frá 8 iestum allt að 20 lestum i dagróðri. Afla þennan fengu bátarnir að- allega á miðum út af Reykjanesi og norður af Stafnesi og var gott hljóð í sjómönnum. Þannig fékk Skagfirðingur 20 lestir í gær, Hannes Hafstein var |j með 8 lestir, Hafþór með * 13 lestir, Björn Jónsson með 8 lestir og Hermóður með 8 lestir. Nokkrir Reykjavíkurbáta hafa þó fallið fyrir þorska- nótinni og reyndi Guð- mundur Þórðarson nótina í jj I í | dag fara með nót Pétur 1 Sigurðsson og Margrét. í k gær fékk Hafrún ÍS 13 lest- J ir í þorsknót og 300 tunn- I ur.af loðnu. I fyrra skiptu Reykjavík- i urbátar ekki yfir á net w fyrr en um mánaðamótin febrúar og marz og cr þetta k allt með fyrra móti í ár og byrjunin mun glæsilegri | en í fyrra fyrsta skipti í gær og í í gær var kvtomn upp tíomur hjá bæjarfógctanum í Vest- mannacyjum yfir skipstjóranum á Glaði VE 270, scm tekinn var að ólöglegum togveiðum út af Portlandi 17. þ.m. Skiipstjórinn fékk tólf þúsund króna sekt og afli og veiðar- færí gcrð upptæk að venju. Togbátsmönnum Iízt ógerlcgt að halda þessari veiðiaðferð áfram og gert er ráð fyrir, að þessi utgerð leggist niöur. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.