Þjóðviljinn - 02.03.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1963, Blaðsíða 2
2 SÍDA ÞJÓÐVTLJINN I i I I i s \ \ \ I * I s ! í Slysavarnöfélagið fær myndarlegar gíafir og framlög Eins og kunnugt er varð S.V.F.Í. 35 ára 29. jan. sl. t tilefni þess hafa margar deildir sent félaginu rausn- arleg framlög og gjafir. Hér á eftir fara framlög og gjafir stærstu deildanna sem þegar hafa gert skil: Slysavarnardeildin Ingólfur Reykjavík kr. 75.000.00. Slysavamadeild kvenna Garði kr. 19.420.05. Slysavarnardeildin „Hraun- prýði“ Hafnarf. kr. 50.663.29. Slysavarnardeildin „Eykynd- ill“ Vestm.eyjum kr. 61.188.27. Slysavarnardeild kvenna Keflavík kr. 70.899.33. Slysavarnardeild kvenna Akranesi kr. 44.220.45. Slysavarnardeild kvenna „Vörn“ Siglufirði kr. 51.310.00. Kvennadeild Slysavarnarfé- lagsins í Rvík kr. 182.646.16. Þá hefur félagið móttekið peningagjöf frá Ingvari Ás- geirssyni, Geitagerði, ölygs- höfn, til minningar um son sinn Þorvarð Keran er lézt 28. ágúst 1962, kí. 10.000.00. Ennfremur hefur Arthur Tómasson frá Re.yðarfirði af- hent Slysavarnafélaginu til björgunarskútu Austfjarða, kr. 8.500.00. Og Kvennadeildin í Reyk.ja- vík til minningar um frú Sig- ríði Pétursdóttur fyrrv. gjald- ker deildarinnar, kr. 5.000.00. SviSíkgfékgið sSemduE í síérræðum Svifflugfélag íslands stend- ur í miklum stórræðum um þessar mundir. I fyrra keypti félagið tveggja sseta kennslu- flugu af gerðinni Rhönler- che frá Þýzkalandi og reynd- ist hún mjög vel við kennslu fiýliða í fyrrasumar. Fóiftwié Vantar hins vegaV tilfinnan- lega svifflugu til þjálf-unar . fyrir þá sem lokið hafa fyrsta stigs prófi og hyggst félagið: bæta úr þeirri vöntun með kaupum á nýrri svifflugu af gerðinni KA-8 frá Þýzka- landi. Er sú fluga væntan- leg til landsins í maí n.k. Auk svifflugunnar vantar félagið súrefnistæki í svif- flugurnar og ennfremur tal- tæki svo að svifflugmenn geti notfært sér hin oft ágætu flugskilyrði hér. Vöntun á taltækjunum hefur einnig mjög mikið haldið aftur af ísl. svifflugmönnum á undan- fömum árum, því ekki er fýsilegt að leggja til flugs yfir svo strjálbýlt land og erfitt yfirferðar, án þess að geta greint frá- ferðum sínum jafnóðum til félaganna á jörðu niðri. Til öflunar þeirra tækja sem Svifflugfélagið hyggst fá sér á þessu ári þarf um 300 þúsúnd krónur. Hafa svif- flugmenn nú ákveðið að stofna til happdrættis í fjáröflunar- skyni. Vinningar verða um 20, þar á meðal flugfarseðlar til útlanda, skipafarseðlar til Evrópu, flugkennsla o.m.fl. Mun félagið selja happdrætt- ismiða við eina af svifflug- um sínum sem komið verður fyrir í miðbænum um nokkr- ar næstu helgar. Kirkfavikð í Lága- fellskirkfu t næstu viku verður efnt til kirkjuviku í Lágufells- kirkju í Mosfellssveit og hefst hún kl. 2 e.h. á sunnudag- inn með æskulýðsmessu er sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurðsson, flytur. Þá verða haldnar samkomur bæði á mánudags- og miðvikudags- kvöld þar sem fluttar verða ræður og ávörp, sungið og leikið og farið með gott orð. Hefjast samkomumar kl. 21 bæði kvötdin. Á miðviku- dagskvöld kl. 21 verður svo flutt föstumessa, frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. 20 þús. kr. g;oí lil Hallorimskírkju Hinn 28. febr. s.l. veitti séra Sigurjón Þ. Árnason viðtöku frá Jóni Runólfssyni, Bcrg- þórugötu 13, Reykjavík 20 þúsund krónum er hann gef- ur Hallgrímskirkju í Reykja- vík til minningar um eigin- konu sína Guðnýju Eiríks: dóittur og dóttur þeirra Guð- björgu Sigríði Jónsdóttur. OhumoL nvsung í veuagerð sem reynzt heíur vel t nýútkomnu hefti af öku- Þór, málgagni Félags ísl. bif- reiðaeigenda er m.a. grein eftir Svein Torfa Sveinsson verkfræðing er nefnist Olíu- möb Ér þetta ítarleg grein- argerð um þýðingarmikla nýjung í véga- og gatnagerð. sem hefur gefið góða raun í Svíþjóð við líkar aðstæðu’ og. eru fyrir hendi hér á landi. Samkvæmt sænskum athugunum er olíumölin mjög ódýrt siitlag á vegi. Þannig er áætlað í greininni að slíkt slitlag á veornn milli Akur- eyrar og Reykjavíkur myndi v ekki kosta meira en ca. 35 ■ milljónir króna. W I ritinu eru einnig greinar um félagsmál, svo sem um K vegaþjónustu FtB 1962 o.fl. í Ritstjóri er Valdimar J. k Magnússon. Kaífisala i dag til ágóða fyrÍE dómkirkjuna Kirkjunefnd kvenna dóm- i I kirkjunnar efnir til kaffisölu ■ í Glaumbæ á morgun sd., kl. J 3 e.h. í fjáröflunarskyni. Verður ágóða af kaffisölunni J varið til þess að standa B straum að endurbótum á dóm- •. kirkjunni. Dómkirkjan var vígð árið k 1796 en endurbyggð í þeirri | mynd, sem hún er í dag, árið k 1848. Nú er svo komið, að " talsverðra viðgerða og endur- bóta er þörf á kirkjúnni. Ný- lega er búið að rýma kirkjj- B Ioftið og er ætlunin að inn- J rétta þar félagsheimli til ým- H is konar safnaðarstarfsemi. * Einnig þarf að leggja nýja raflögn í alla kirkjuna, lag- . færa hitakerfi. loftræstingu | o.fl. Loks þarf að lagfæra k kirkjuna og mála að utan i I sumar. Fiimakeppni í | bridge á Selíossi | Selfossi, 26/2. — Lokið er þ firmakeppni Bridgefélags Sel- J foss og tóku 32 firmu þátt I í keppninni. Sigurvegari varð ? Hótel Tryggvaskáli, keppandi B HöSkuldur Sigurgeirsson, 319 k stig. 2. Sjóvátryggingafélagið. þ keppandi Sigurður Sighvats- b. son, 312 stig, 3. Verzlunin ^ ölfusá, keppandi Gunnar U Grenz, 298 stig, 4. Tírriinn, ^ keppandi Grímur Thoraren- | sen, 294 stig. G.V. Æskulýðsdagni; þióðkirkmnnar er á morgun ■ Hinn- árlegi æskulýðsdagur B þjóðkirkjunnar er á morgun, - sunnudaginn 3. marz. Er þetta í 5. sínn sem hann er haldinn. Fluttar verða æsku- lýðsguðsþjónustur í flestum kirkjum landsins og einnig verður séstök útvarpsdagskrá um kvöldið helguð deginum. Þá verður víðs vegar um land efnt til kvöldvakna á heimilum, sem unga fólkið B annast sérstaklega. Loks verða Jl til sölu á æskulýðsdagim g merki dagsins en ágóði af sölu J þeirra rennur til bygginga H sumarbúða sem kirkjan er að * koma upp. I IJrslitin í 3. umferð í Sveitakeppni stofnana Röð: Eimskip 9, 2. Hreyfill, 8, 3. Borgarbílastöðin 7V2, 4. Verðlagsskrifstofan 4%, 5. Lands- bankinh 4, 6. Þjóðviljinn 3. E-flokkur: T okið er nú 3. umférð skák- keppni stofnana og urðu úrslit hérínar sem hér segir: A-flokkur: Almenna byggingafél. — Landsbankinn, 1. sv., 3:1. Bún- aðarbankinn, 1. sv. — Stjórn- arráðið, 1. sv., 3:1. Útvegsbank- inn — Hreyfiíl, 1 sv., 3:1. Veð- urstofan sat hjá. Röð: 1.—2. Veðurstofan og Út- vegsbankinn 6 (af 8), 3. Búnað- arbankinn 6, 4. Hreyfill 5 V2, 5. Stjórnarráðið 5, 6. Landsbank- inn 4, 7. Alm. byggingafél. 3% (af 8). 19 þús. kr. gjöf í orgsisjóð Kápa- vogskirkju Sl. sunnudag afhentu hjónin Aðalheiður Guðmundsdóttir og Sveinn S. Einarsson, verkfræð- ingur, Víðihvammi 12, Kópavogi, 10 þúsund krónur að gjöf í org- elsjóð Kópavogskirkju. B-flokkur: Samvinnutryggingar — Gúten- berg, á:l. Laugarnesskólinn — Áhaldahúsið, 2%:1%. Pósturinn — Raforkumálaskrifstofan, 2Vz:lVz. Hreyfill, 3. sv„ sat hjá. Röð,:: 1. Pósturinn 8V2, 2. Raí- orkumálaskrifstöfan 8, 3. Áhalda- þúsið 6V2, . 4. Laugarnesskólinn ÍV2 (af 8), 5. Samvinnutrygg- ingar 3'/2 (af 8), 6. Hreyfill 3 (af 8), 7. Gútenberg 2. C-flokkur: Ríkisútvarpið — Stjórnarráð- ið, 2. sv„ 3V2:V2. Miðbæjarskól- inn — Hótel Keflavíkurflugv., 3:1. Isl. aðalverktakar — Lands- síminn, 1. sv., 2V2:l3/2. Rafmagns- veitan, 1. sv„ sat hjá. Röð: 1. Hótel Keflavíkurflug- velli 6V2, 2. Útvarpið 6 (af 8), 3.—4. Miðbæjarskólinn og Lands- síminn 6, 5. ísl. aðalverktakar 5 (af 8), 6. Rafmagnsveitan 4 (af 8), 7. Stjórnarráðið 2V2. D-flokkur: BorgarbílastöðbiL, 1. sv., — Verðlagsskrifstofan, 4:0. Þjóð- viljinn — Landsbankihn, 2. sv., 2:2. Eimskip, 1. sv„ — Hreyf- ill, 3. sv„ 2:2. Búnaðarbankinn, 2. sv., — Landssírhinn, 2. sv., 3 V2: V2. Hreyfill, 4. sv., — KRON, 3:1. Héðinn, 1. sv„ — Bæjarleiðir, 2V2:1 V2. Röð: 1. Búnaðarbankinn I0V2, 2. Héðinn 8, 3. Hreyfill 6, 4. Landssíminn 5JA, 5. Bæjarleiðir 3V2, 6. KRON 2%. F-flokkur: Flugfélagið — Vitamálaskrif- stofan, 3:1. Eimskip, 2. sv., — Rafmagnsveitan. 2. sv„ 3:1. Borg- árbílastöðin, 2. sv„ — Sigurður Sveinbjörnsson, 2:2. Röð 1. Eimskip 9, 2. Sig. Svein- björnsson 8, 3. Flugfélagið 7V2, 4. Borgarbílastöðin 5V2, 5. Raf- magnsveitan 3V2, 6. Vitamála- skrifstofan 2 Vi. G-flokkur: Strætisvagnamir — bunauar- bankinn, 3. sv„ 3:1. Alþýðublað- ið — Rafmagnsveitan, 3. sv„ 2:2. FTentsmiðjan Edda — Héðinn, 2. sv„ 2:2. Röð: Strætisvagnarnir 9V2, 2. Búnaðarbankinn IV2, 3. Raf- magnsveitan 7, 4. Alþýðublaðið 5, 5. Héðinn 414, 6 Edda 2%. IDJU úr ánaui atvinnurekenda! Nú um helgina fara fram stjórnarkosningar í félagi okkar Iðju. Fyrir þá, sem einhverju láta sig skipta starf félagsins og frammistöðu þess í hags- munamálum meðilmanna getur varla orkað tvímælis að nauð- synlegt er að skipta um stjórn í félaginu. EINU AFREK fra- farandi stjórnar, í kjaramálun- um, cru þau, að Iáta önnur fé- lög gera samninga og fá síðan samþykki iðnrekenda fyrir þvi að það sama skuli gilda fyrir Iðju. Þannig er Sjúkrasjóður félagsins tilkominn, meðal ann- ars, en ég býst við að hann verði það helzta, sem núver- andi stjórn félagsins reynir að þakka sér á þessu kjörtíma- bili. En hann er síður en svo orðinn til fyrir hennar tilverkn- að, heldur aðeins eitt af því, sem önnur félög hafa knúið fram en Iðja síðan notið góðs af. Þannig er þetta með alla stærstu ávinninga verkalýðs- samtakanna, allir eru þeir knúnir fram af vinstri tnönn- um í verkalýðsfélögunum, í fullri óþökk bess flokks sem styður Guðjón Sigurðsson til valda í Iðju. Þannig var þetta með atvinnuleysistryggingarnar. Þær voru knúnar fram af vinstri öfunum gegn harðvítugri baráttu thaldsins, flokks Guð- jóns, sem tókst að draga veru- lega úr gildi trygginganna með því að hindra fullkomin yfir- ráð verkalýðsfélaganna yfir sjóðunum. Þegar það er haft i huga hverjir það eru sem styðja Guðjón og stjóm hans til valda í Iðju, ætti engum að koma á óvart þó þau sérmál Iðju, sem önnur félög þurfa ekki að fást við, fái ekki skjóta afgreiðslu og séu algerlega vanrækt af félagsstjórninni, eins og ákvæðr isvinnan. Það var þegar orðið ljóst. nokkru fyrir valdatöku Guð- jóns í félaginu, að meginhluti ákvæðisvinnutaxtanna þurfti endurskoðunar við. Það varð bví að samkomulagi milli þá- verandi stjórnar Iðju og F.t.I.. að setja lágmarkstryggingu fyt- ir ákvæðisvinnufólkið, 20% umfram mánaðarlaun, og taka síðan til við að vinna út nýja —-----------------< 13 ára drengur fótbrotnar í 'tmferiaslysi Kl. 1.45 í fyrramorgun varð 13 ára drengur, Guðmundur Péturs- son að nafni, fyrir bifreið á mót- um Þinghólsbrautar og Kópa- vogsbrautar og fótbrotnaði pilt- urinn. Var hann fluttur í slysa- varðstofuna og síðan í Landa- kotsspítala. taxta í samræmi við þær breytingar er gerðu það nauð- synlegt. Þetta verk hefur 'Guð- jón algjörléga vanrækt allan sinn stjórnarferil með þeim afleiðingum að nú er svo kom- ið að flestir vinna á þessari tryggingu og komast ekki upp fyrir hana, hvernig sem ham- azt er. Lagfæring á þessu ófrcmdar- ástandi er orðin svo knýjandi nauðsyn að undan henni verður ekki vikizt, en hver trcystir Guðjóni og kumpánum hans til heppilegrar lausnar á málinu? Nei, þar verða aðrir að koma til. Lagfæring ákvæðisvinnutaxt- anna er mikið vandaverk og tekur langan tíma. Þeir verða ekki ákveðnir, svo nokkurt vit sé í, nema að undangegnum ná- kvæmum rannsóknum, gagn- gerðum endurbótum á vinnu- tilhögun og öllum aðbúnaði við vinnuna. Með því eina móti er hægt að ná verulegri afkasta- aukningu, sem ekki byggist á auknum þrældómi eingöngu, en afl<astaaukning sem þannig er fengin, verður aldrei í sam- ræmi við tilgang verklýðssam- takanna og ávallt í óþökk þeirra. Um sprengiframboð Fram- sóknarflokksins, í félagi okkar, skal ég ekki verða margorð- ur, en það verð ég að segja, að það hryggir mig sannarlega að sjá á þessum lista nöfn gam- alla samherja. sem ég veit að eru í raun og veru Vinstri menn, sem vilja félagi okkar vel en hafa í þessu tilfelli lát- ið ginnast af fortölum ósvíf- inna pólitískra braslcara til að lána nafn sitt á þennan sprengi- lista sem engum öðrum þjónar en íhaldinu. Væntanlega verða þeir ekki margir vinstri menn- irnir í félagi okkar, sem láta ginna sig til að kjósa íhaldið í flíkum Framsóknar. Annars virðist gamla mál- tækið „Berja skal börn til ásta“ ábreifanlega sannast á Fram- sóknarflokknum. Því meira sem íhaldið skammar Framsókn því áfjáðari og auðmýkri verður húrt í þjónústu sinni við það. um þetta ber sprengifram- boð hennar í Iðju órækan vott. Eftir þann liðsauka, sem stjórn Guðjóns fær, með sprengiframboði Framsóknar. ætti hann að geta verið nokkuð öruggur um að geta haldið fé- laginu, enn um sinn, þrátt fyr- ir lélega frammistöðu í mál- um iðnverkafólks. En ef allir þeir meðlimir Iðju, scm óánægð- ir eru með það sleifarlag er ríkir i starfi núvcrandi stjórnar, sameinast um lista vinstri manna A-Iistann, þá eru mögulcikar til þcss að láta völdum íhalds og afturhalds vera lokið í félagi okkar. Iðjufélagar, allir þið sem viljið bjarga félagi ykkar úr ánatið atvinnurekenda- valdsins, kjósið lista vinstri manna, A-Iistann. Björn Bjarnason. 1410 sóttu starfs- fræðslu útvegsins Starfsfræðsludagur sjávarút- vegsins var á sunnudaginn og þótti hann takast sérlega vel. Var þátttakan meiri nú en áður. Alls komu 1410 í Sjómanna- skólann, þar sem kynntar voru hinar ýmsu starfsgreinar sjávar- útvegs og siglinga í 3 klukku- stundir á sunnudagseftirmiðdag- inn. Er þetta nokkru hærri tala en í fyrra, en þá sóttu 1125 stsrfsfræðslu sjávarútvegsins og dró illviðrið úr aðsókninni. Fyr- ir tveim árum tóku hinsvegar á 14. hundrað manns þátt i starfsfræðsludegi sjávarútvegs- ins. Langflestir þeirra, sem komu í Sjómannaskólann sl. sunnudag, voru ungir piltar. Stúlkur sem þangað leituðu munu hafa ver- ið innan við 50 talsins og full- orðnir eitthvað um eitt hundrað. Áhugi virtist almennur og að- sókn svo jöfn að öllum sýning- ardeildum að ekki var unnt að gera upp á milli þeirra. Laugardagur 2. marz 1963 2 herb. íbúð, með 2 herb. í risi. í Hlíðunum. 1. veðr. laus. 3 herb. íbúðir víðsvegar um borgina. 1 herb. íbúðir, við Klepps- veg og Haga. 5—6 herb. íbúðir. 1. veðr. laus. 3 herb. kjallaraíbúð í Norð- urmýri 90 ferm. Mjög góð, 1. veðr. laus. 3 herb. góð risíbúð. Út- borgun kr. 150 bús. 1 SMÍÐUM 3 herb. iarðhæð. fokheld. 2 hcrb. jarðhæð. tilbúin undir tréverk. í haust. 4 herb. íbúð. fullbúin und- ir tréverk og málningu. Höium kauueudui: að: tbúðum af flestum stærð- um, raðhúsum og ein- býlishúsum. Háar útbonranir. Hafið samband við okkur ef þið burfið að selja eða kaupa fasteignir. ER BfLLINN FYRIR ALLA SVEINN BJÖRNSSON & Co. Hafnarstræti 22.. Sími 24204. Smurt brauð Snittur, Öl. Gos og Sælgæti. Opið frá kl. 9—23,30. Pantið tímanlega í ferming- '< veizluna. BRAUÐST0FAN Sími 16012. Vesturgötu 25. Ödýru ► sjóstakkamir eru að verða uppseldir. Ýmsar rcgnflíkur aðrar á mjög lágu verði. VOPNI — Aðalstræti 16. Ödýrt Stáleldhúskollar — Eldhús- borð og strauborð, ! FORNVERZLUNIN. j Grettisgötu 31. Gleymið ekki að mynda barnið Laugavegi,'! 2 sími 1-19-80.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.